Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 37
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
✝ Sæunn Sigríð-ur Guðjóns-
dóttir fæddist 3.
júlí 1936 að Kambi
í Árneshreppi. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suð-
urnesja í Keflavík
31. desember síð-
astliðinn.
Foreldrar henn-
ar voru Vilhelmína
Pálína Sæmunds-
dóttir f. 18. júní 1913 að Kambi,
d. 30. maí 2003 og Guðjón Guð-
mundsson f. 18. mars 1916 að
Bæ á Selströnd, d. 21. nóv.
2010. Foreldrar Vilhelmínu
voru hjónin Kristín Jónsdóttir
og
Sæmundur Guðbrandsson að
Kambi. Foreldrar Guðjóns voru
hjónin Ragnheiður Halldórs-
dóttir og Guðmundur Guð-
mundsson að Bæ á Selströnd.
Bræður Sæunnar: Sævar f. 1.
des. 1937, d. 27. jan. 1992, Birg-
ir f. 27. júlí 1940, Guðmundur
Heiðar f. 29. maí 1945, d. 26.
des. 2009, Björn Guðni f. 20.
móður sinni við hússtörfin og
umönnun yngri systkina. 17 ára
fluttist hún til Reykjavíkur eins
og svo margir aðrir í atvinnu-
leit. Þar kynntist hún Reyni,
eiginmanni sínum. Fyrstu árin
bjuggu þau að Laugavegi 74 en
eftir að fyrsta barn þeirra
fæddist fluttu þau að Knarr-
arnesi, æskuheimili Reynis. Ár-
ið 1958 byggðu þau sitt reisu-
lega hús að Hafnargötu 28 í
Vogum og bjuggu þar til ársins
2003 þegar þau festu kaup á
nýju húsi að Hvammsgötu 4 í
Vogum. Sæunn stundaði ýmis
störf um ævina meðfram hús-
móðurstarfinu, lengst af þó í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar en
síðustu starfsárin við Grunn-
skólann í Vogum. Í frítíma var
hún sívinnandi, afbragðs hand-
verkskona, og þær eru ófáar
lopapeysurnar sem hún hefur
hannað og prjónað og prýða
jafnt Íslendinga og erlenda
ferðamenn. Þess utan var hún
mjög virk í félagsstarfi, sér-
staklega í Kvenfélaginu Fjólum
í Vogum. Ekki ber síst að nefna
alla umhyggju hennar fyrir
börnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum.
Sæunn Sigríður verður jarð-
sungin frá Kálfatjarnarkirkju á
Vatnsleysuströnd í dag, 12. jan-
úar 2013, kl. 14.
okt. 1950. Þann 1.
júlí 1956 giftist Sæ-
unn Reyni Brynj-
ólfssyni frá Knarr-
arnesi á
Vatnsleysuströnd.
Foreldrar hans
voru hjónin Mar-
grét Þórarinsdóttir
frá Höfða og
Brynjólfur Brynj-
ólfsson frá Reykja-
vík.
Sæunn og Reynir eignuðust 4
börn. Vigdís Elísabet f. 29. sept.
1954, Guðjón Vilhjálmur f. 9.
jan. 1960, Ragnheiður f. 4. okt.
1962 og Ríkharður Vignir f. 16.
feb. 1966. Barnabörn þeirra eru
12 talsins og barnabarnabörn
13.
Þriggja ára fluttist Sæunn
með foreldrum sínum og Sæv-
ari bróður sínum að Bæ á Sel-
strönd en árið 1943 flutti fjöl-
skyldan í nýja húsið í
Bakkagerði. Þar ólst hún upp
og sinnti sem barn og ungling-
ur öllum venjulegum sveita-
störfum ásamt því að hjálpa
Við systkinin kveðjum þig,
elsku mamma, eftir erfið veik-
indi. Við erum óendanlega
þakklát að hafa átt þig fyrir
mömmu. Við viljum þakka þér
allan þann kærleik, stuðning og
gæsku, sem þú hefur sýnt okk-
ur og fjölskyldum okkar alla
tíð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Hvíl í friði, elskuleg.
Vigdís Elísabet, Guðjón,
Ragnheiður og Ríkharður.
Ég minnist tengdamóður
minnar með sorg í hjarta og
þakklæti í huga. Þakklæti fyrir
það að fá að kynnast henni. Ég
minnist hennar fyrir fallegt
heimili, hjálpsemi, myndarskap
og dugnað. Minnist hennar fyr-
ir það að gefa börnunum okkar,
Einari og Tinnu, svo margt
sem þau munu búa að alla ævi.
Það er svo margs að minnast.
Guð blessi minningu Sæunnar
S. Guðjónsdóttur. Elsku Reyn-
ir tengdafaðir minn, Elísabet,
Ragnheiður, Guðjón, Ríkharð-
ur og aðrir aðstandendur, ég
votta ykkur mína dýpstu sam-
úð.
Hallgrímur Einarsson.
Elsku amma okkar. Fyrsta
minning okkar um ömmu er að
vera í pössun á Hafnargötu 28
að horfa á Tomma og Jenna. Á
Hafnargötunni lærðum við ým-
islegt, meðal annars allt um
kleinubakstur. Við vildum ólm
fá að hjálpa til. Við vorum ekki
stærri en það að við þurftum að
standa uppi á stól til þess að ná
upp á borðið. Við erum alveg
viss um að þú hafir haft gaman
af að fá hjálp okkar, vegna þess
að áhuginn var ósvikinn. Mikið
rosalega var þetta gaman og
uppskeran ennþá skemmtilegri,
glænýjar Sæunnarkleinur. Það
var alltaf gaman að fara á
Strandirnar. Við erum afar
þakklát fyrir það að hafa verið í
Bakkagerði sem börn og hitt
langömmu og langafa, og í
seinni tíð hjá ykkur í Sæunn-
arseli. Ógleymanleg var sú ferð-
in á Strandirnar, sem við fórum
sumarið 2004 þegar við fórum í
berjamó og það rigndi eins og
hellt væri úr fötu, ekki stoppaði
það ömmu í berjatínslunni. Við
systkinin erum afar þakklát
fyrir það sem þú kenndir okkur
og gerðir fyrir okkur. Við von-
um að þú hafir fundið Sævar,
Heiðar og foreldra þína. Við
munum ávallt minnast ömmu og
passa upp á afa Reyni. Elsku
afi, mamma, Ragnheiður, Rík-
harður, Guðjón og aðrir að-
standendur, við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð.
Einar Örn og
Tinna Sigurbjörg.
Það blóm sem vex úr frjórri
móðurmold
er mildur sumarblærinn lífið glæðir,
á björtum sólskinsdögum fegrar fold
en fölnar þegar haustsins vindur
næðir.
(Björn Guðni Guðjónsson)
Mikill er söknuður okkar
allra þegar við í dag kveðjum
þig hinstu kveðju elsku systir.
Þú varst ljósið sem lýsti öll-
um veginn og víst er að það ljós
mun lifa ókomna tíð.
Við bræður þínir litum alltaf
upp til þín, þú varst akkeri í lífi
okkar allra fullyrði ég.
Í sveitum landsins eru börn
látin vinna svo fljótt sem þau
hafa getu til en ætli það teljist
ekki alveg einstakt þegar þú,
sex ára kríli, hjálpaðir föður
okkar að halda í sundur pok-
unum og aðstoðaðir hann við að
flytja efni í bæinn okkar í
Bakkagerði.
Þar með var eflaust lagður
grunnurinn að allri þinni elju og
vinnusemi.
Unglingsstúlka barstu mig
reyfabarn á höndum þínum.
Alla tíð síðan hef ég fundið
hlýjuna frá þér eins og svo
margir aðrir og verndarhönd
þína umvefja mig.
Missir allra er mikill, fjöl-
skyldunnar, ættingja og vina.
Litli bærinn, æskuheimilið okk-
ar í Bakkagerði, hefur líka
misst mikið. Það verður líklega
ekki mikið um tertur og kökur á
hátíðar- og afmælisdögum sem
og hversdags og minna um ferð-
ir í berjamó. Þar varst þú svo
sannarlega á heimavelli, fljót að
tína og búa til kræsingar.
Fyrir 37 árum varðveittuð
þið hjónin litla drenginn okkar,
Sigurbjörn Ottó.
Eftir mánaðarlangt ferðalag
okkar var alveg ótrúlegt að
heyra þann stutta segja heilar
setningar, áður hafði hann að-
eins kunnað stök orð.
Það sýnir vel hvílíkrar um-
hyggju og fræðslu hann hafði
notið í ykkar umsjá.
Fyrir það og allar aðrar vel-
gjörðir þínar erum við alveg
óendanlega þakklát.
Árið 2002 urðu mikil þátta-
skil þegar þið hjónin reistuð
sumarbústaðinn á melnum ofan
við gamla bæinn. Ég var svo
lánsamur að fara það sama ár
að dvelja langdvölum á æsku-
slóðunum. Oft var kátt á hjalla í
litla bænum í Bakkagerði, sér-
staklega meðan Heiðar bróðir
var þar en við og sveitin misst-
um mikið þegar hann féll frá.
Ekki er missirinn minni nú, en
við sem eftir lifum verðum að
gera okkar besta til að viðhalda
þeirri virðingu og gleði sem þið
systkinin færðuð okkur.
Þótt söknuður sé mikill er
gott að hafa í huga að þín bíða
hlýjar móttökur í ríki Guðs al-
máttugs. Þeir sem farnir eru,
foreldrar, bræður, tengdafólk
og vinir, munu sjá til þess. Í
fullvissu um það kveðjum við
þig, elsku systir, og biðjum Guð
að geyma þig alla tíð.
Björn Guðni og fjölskylda.
Sæunn Sigríður
Guðjónsdóttir
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
JÓNS V. GUÐJÓNSSONAR.
Elísabet Jónsdóttir,
Guðjón Jónsson, Sigrún Ásta Bjarnadóttir,
Hafdís Jónsdóttir, Björgúlfur Andrésson,
Jörundur Jóhannesson, Sveinfríður Jóhannesdóttir,
Hákon Jóhannesson, Helga Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát
og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengda-
föður, afa og langafa,
JÓNS VALGEIRS GUÐMUNDSSONAR,
Hjallastræti 32,
Bolungarvík.
Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim sem komu að
útförinni með einum eða öðrum hætti við erfiðar aðstæður
vegna veðurs sem og starfsfólki Sjúkraskýlisins í Bolungarvík.
Rannveig Snorradóttir,
Elísabet Jónsdóttir, Þór Sigurjón Ólafsson,
Snorri Hildimar Jónsson, Þórhildur Sigurðardóttir,
Guðrún Jónína Jónsdóttir, Halldór Jón Hjaltason,
Lára Kristín Jónsdóttir, Lúðvík Karlsson,
Selma Guðmunda Jónsdóttir,Guðmundur Ólafur Birgisson,
Erna Jónsdóttir, Þorvaldur Þorvaldsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
HAUKS ÓLAFSSONAR
skipstjóra,
Norðfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk hjúkrunar-
deildar og sjúkradeildar Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup-
stað fyrir hlýja og góða umönnun.
Valborg Jónsdóttir,
Ólafur Hauksson, Svala Guðjónsdóttir,
Sigurbergur Hauksson, Álfdís Ingvarsdóttir,
Þór Hauksson, María Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður minnar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
áður til heimilis
á Lagarási 12,
Egilsstöðum,
sem lést laugardaginn 22. desember.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar
Austurlands á Egilsstöðum fyrir frábæra umönnun á
undanförnum árum.
Guð blessi ykkur öll!
Gyða Vigfúsdóttir,
Sigurjón Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför
GARÐARS TRYGGVASONAR,
Hamrahlíð 17,
Reykjavík,
áður Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til hjartagáttar og hjarta-
deildar Landspítalans fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunar,
Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
ÞÓRIS STURLU KRISTJÁNSSONAR
byggingameistara,
Erluási 74,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og starfsfólk á
deild 11E Landspítalans við Hringbraut.
Guðmunda Inga Veturliðadóttir,
Hulda Guðborg Þórisdóttir, Davíð Þór Sigurbjartsson,
Jón Friðgeir Þórisson, Steinunn Sigurmannsdóttir,
Gunnar Þórisson, Nina Kristiansen,
Ingi Sturla Þórisson, Sigrún Líndal Pétursdóttir,
Daði Freyr, Þórir Már og Lára Sif Davíðsbörn,
Lóa María og Viktoría Jónsdætur,
Lilja Rán, Sóley Dögg og Jónas Hrafn Gunnarsbörn,
Karólína Björk Líndal og Dagur Ingi Líndal Ingabörn.
✝
Þakka öllum þeim sem sýndu mér og
fjölskyldu minni samúð vegna andláts eigin-
konu minnar,
RAGNHILDAR EINARSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Reynihlíð
á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri fyrir alla þá
góðu umönnun er hún hlaut er hún dvaldi þar.
Alfreð Jónsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, systir, amma og
langamma,
ÞÓRUNN BJÖRGÚLFSDÓTTIR,
sem lést á þrettándanum, 6. janúar, verður
jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju
mánudaginn 14. janúar kl. 13.00.
Guðrún Hreggviðsdóttir, James Stuart Crosbie
Þórunn Hreggviðsdóttir, Finnbogi Rútur Arnarsson,
Ása Hreggviðsdóttir, Birgir E. Birgisson,
Ólafur Björgúlfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.