Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 39

Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 39
MESSUR 39á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Biblíu- fræðsla kl. 11. Barna- og unglinga- starf. Umræðuhópur á ensku. Messa kl. 12. Ræðumaður er Eric Guð- mundsson. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Biblíufræðsla kl. 11, í dag, laugardag. Barnastarf. Messa kl. 12. Ræðumað- ur er Eric Guðmundsson. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Biblíufræðsla kl. 11 í dag, laugardag. Barna- og unglingastarf. Messa kl. 12. Ræðumaður er Einar Valgeir Arason. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Biblíu- fræðsla kl. 10 í dag, laugardag. Barna- og unglingastarf. Guðsþjón- usta kl. 11. Ræðumaður er Björgvin Snorrason. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11 í dag, laugardag. Ræðumaður er Janos Kovaks-Biro. Biblíufræðsla kl. 11.50, barna- og unglingastarf. Umræðuhópur á ensku. Veitingar á eftir. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir og Ingunn Björk æsku- lýðsfulltrúi. Undirleikari er Margrét Sig- urðardóttir barnakórsstjóri. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni annast samveru sunnudagaskólans. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Viðari Stefánssyni guðfræðinema. Kór Áskirkju syngur, organisti er Magnús Ragnarsson. Kaffisopi á eftir. Guðs- þjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13 í umsjá sóknarprests. Forsöngv- ari er Tinna Sigurðardóttir, organisti Magnús Ragnarsson. BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Um- sjón hafa sr. Hans Guðberg, Fjóla, Finnur, Agnes og Karen Ösp. Sameig- inleg messa eldri borgara í Garða- prestakalli og Víðistaðaprestakalli verður í Víðistaðakirkju kl. 14. Söng- hópur úr Garðaprestakalli syngur, stjórnandi og organisti er Bjartur Logi Guðnason. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Margréti Gunnarsdóttur. Á eftir verður boðið upp á veitingar í safn- aðarheimili Víðistaðakirkju. BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjón- usta og sunnudgaskóli kl. 11. Prestur er sr. Bryndís Malla Elídóttir. Kór Breiðholtskirkju syngur og organisti er Bjarni Jónatansson. Sunnudagaskól- inn er í umsjá Þóreyjar Daggar Jóns- dóttur. Kaffi og djús á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í umsjá Báru Elíasdóttur. Messa kl. 14 Prestur sr. Eiríkur Jóhannsson, or- gangisti er Jónas Þórir. Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða messusöng. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, org- anisti er Kári Þormar. Sunnudagaskól- inn á kirkjuloftinu. FELLA- og Hólakirkja | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Prestur sr. Guð- mundur Karl Ágústsson. Pétur Ragn- hildarson og Hreinn Pálsson leiða stundina. Stúlkur úr listasmiðjunni Lit- róf leiða sönginn undir stjórn Ragn- hildar Ásgeirsdóttur djákna. Organisti Guðný Einarsdóttir. Kirkjuvörður og meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 13. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiða sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Bassaleikari er Guðmundur Pálsson og organisti Skarphéðinn Þór Hjart- arson. FRÍKIRKJAN Kefas | Fjölskyldu- samvera kl. 11. Tónlist, söngur og fræðsla. Hressing á eftir. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Skírn- arguðsþjónusta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson þjónar fyrir altari. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og fyrrverandi landsliðsmaður í knatt- spyrnu, fjallar um lífið, tilveruna og heilbrigt líferni. Fermingarbörn taka þátt. Sönghópur Fríkirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Leiðtoga- messa kl. 11. Sr. Lena Rós Matthías- dóttir þjónar fyrir altari. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson, kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng. Messuþjónar lesa ritningarlestra. Messan verður til- einkuð leiðtogum úr nærumhverfinu. Allir leiðtogar við kirkjuna, vígðir og óvígðir úr öllum þáttum starfsins eru boðaðir til messunnar. Sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Guðrún Karls Helgu- dóttir prédikar og umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir, undirleikari er Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10 og bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11, umsjón hafa Helga, Nanda María og Ingunn Huld. Messa kl. 11. Altarisganga. Samskot í líkn- arsjóð. Messuhópur þjónar. Kirkjukór Grensáskirkju syngur og organisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eftir. Hvers- dagsmessa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GUÐRÍÐARKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sig- ríður Guðmarsdóttir, organisti Hrönn Helgadóttir. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. Kaffisopi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Bar- börukórnum syngja, organisti er Guð- mundur Sigurðsson. Umsjónarmaður barnastarfs Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni. Prestur sr. Þórhildur Ólafs. Veitingar í Ljósbroti, safnaðarheim- ilinu Strandbergi. Morgunmessa á miðvikudg kl. 8.15. Organisti Guð- mundur Sigurðsson, prestur er sr. Þór- hildur Ólafs. Morgunmatur í Odda, safnaðarheimilinu Strandbergi. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni Ómari Gunnarssyni og hópi messuþjóna. Félagar úr Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngja. Org- anisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson, organisti Jón Ólafur Sigurðs- son. Félagar úr kór kirkjunnar leiða söng og messusvör. Sunnudagaskóli kl. 13. Batamessa kl. 17. Sjá hjalla- kirkja.is. HVALSNESSÓKN | Messa í safn- aðarheimilinu í Sandgerði kl. 14. Hljómsveitin Suðurnesjamenn annast tónlistina og leikur undir söng. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Sól- risukaffi Félags eldri borgara á Suð- urnesjum á eftir. Eldri borgarar hvattir til þátttöku. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma og brauðsbrotning kl. 11. Vörður Leví Traustason prédikar. Sam- koma á ensku í Alþjóðakirkjunni kl. 14. Brandon Bergvinsson prédikar. Kvöldsamkoma kl. 18. Helgi Guðna- son prédikar. KAÞÓLSKA kirkjan: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Þorlákskapella, Reyðarf. | Messa kl. 11. Virka daga er messa kl. 18. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30 og virka daga kl. 18.30 (nema föstudaga). Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30 og virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13.00 á pólsku og á ensku kl. 18. Virka daga er messa kl. 18. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11 og virka daga kl. 18.30. Laugardaga er messa á ensku kl. 18.30. Stykkishólmur | Messa kl. 10. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón- usta og barnastarf kl. 11. Sr. Erla Guð- mundsdóttir, Systa, Jón Árni og Esther stýra barnastarfinu. Arnór Vilbergsson stýrir kór Keflavíkurkirkju sem syngur við athöfnina. Messuþjónar taka þátt. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Veit- ingar á eftir. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameig- inlegt upphaf. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son héraðsprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. Umsjón með sunnudaga- skólanum hafa Þóra Marteinsdóttir og Sólveig Anna Aradóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Guðbjörg Jóhann- esdóttir þjónar fyrir altari. Orgel Ólafur W. Finnsson. Kvartett úr kór Langholts- kirkju syngur við athöfnina. Kristín og Einar taka á móti krökkum. Kaffisopi á eftir. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Tosikhi Toma þjónar ásamt kór Laugarnes- kirkju, Arngerður María Árnadóttir leik- ur á orgelið, sunnudagaskólakennarar og messuþjónar halda utan um sín verkefni. Kaffi og djús í á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11 með léttu sniði. LINDAKIRKJA Kópavogi | Sunnu- dagaskóli í Boðaþingi og Lindakirkju kl. 11. Messa kl. 20. Kór Lindakirkju syng- ur undir stjórn Óskars Einarssonar tón- listarstjóra. Sr. Petrína Mjöll Jóhann- esdóttir þjónar. Frá og með 13. janúar verða guðsþjónustur í Lindakirkju á kvöldin. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sænski presturinn Elisabeth Gerle prédikar sem kennir mannréttinda- siðfræði við Uppsalaháskóla og Arn- fríður Guðmundsdóttir og Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari. Há- skólakórinn syngur undir stjórn Gunn- steins Ólafssonar. Umsjón með barnastarfi hafa sr. Sigurvin, Katrín og Ari. Veitingar á eftir. ÓHÁÐI söfnuðurinn | Messa kl. 14. Stoppleikhúsið sýnir leikritið „Ósk- irnar tíu“. Kór safnaðarins leiðir söng- inn undir stjórn Árna Heiðars Karls- sonar. Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir altari, meðhjálpari er Petra Jóns- dóttir. Maul eftir messu. Sjá ohadis- ofnudurinn.is. SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 í safnaðaheimili Grensárskirkju. Ræðumaður er sr. Kjartan Jónsson. SELJAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jó- hann Borgþórsson prédikar. Kór Selja- kirkju leiðir söng, organisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar ásamt organista kirkjunnar. Ferming- arbörn lesa lestra. Kaffi. ÚTSKÁLAKIRKJA | Sameiginleg messa í safnaðarheimilinu í Sand- gerði kl. 14. Sjá Hvalsnessókn. VEGURINN kirkja fyrir þig | Sam- koma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð, pré- dikun og fyrirbæn. Högni Valsson pré- dikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Friðrik Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari en leiðtogar sunnudagaskólans ann- ast börnin á meðan. Bjartur Logi Guðnason er organisti og félagar úr Kór Vídalínskirkju leiða sönginn. Mola- sopi og djús á eftir. Heimsókn eldri borgara í Garðaprestakalli í Víðistaða- kirkju kl. 14. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson prédikar og þjónar fyrir altari en Bjartur Logi Guðnason og Álft- aneskórinn annast tónlistina. Kaffi í boði Víðistaðasóknar á eftir. VÍÐISTAÐAKIRKJA Hafnarfirði | Sunnudagaskólinn kl. 11. Messa kl. 14 fyrir eldri borgara í Víðistaðasókn, Garðasókn og Bessastaðasókn. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson þjónar fyrir altari og prédikar. Sönghópur úr Garðaprestakalli syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Að lokinni guðsþjónustu syngur Gaflarakórinn undir stjórn Kristjönu Þ. Ásgeirsdóttur. Veitingar á eftir í boði Víðistaðakirkju. ORÐ DAGSINS: Þegar Jesús var tólf ára. (Lúk. 2) Hjallakirkja í Ölfusi. komum allir úr ýmsum áttum tón- listarlega og Bjössi var alltaf pönkarinn okkar. Hann átti oftast voða erfitt með að standa kyrr þegar hann komst í gírinn. Spil- andi við hliðina á honum á litlum sviðum er skemmtilegt að minnast þess að maður þurfti oft að fylgj- ast með hvort hann væri á leiðinni að slá mann í hausinn með bass- anum sínum. Bjössi átti alltaf auðvelt með að læra ný lög eða kafla úr lögum. Eftir að honum höfðu verið sýnd gripin og nóturnar kryddaði hann það alltaf með sínum eigin stíl og þannig eignaði hann sér bassalín- una. Yfirleitt var það þannig að strengurinn var plokkaður eða sleginn fastar svo að hljómurinn brotnaði aðeins upp og þannig skinu í gegn áhrifin sem hann Bjössi lagði fram í hljóm hljóm- sveitarinnar. Sá eiginleiki Bjössa að semja um frið og hittast á miðri leið er líka mjög minnisstæður og góð lýsing á hans persónutöfrum. Ósjaldan stóðu þessar friðarum- ræður í marga daga. Bjössi stóð á sínu og ekki var það alltaf auðvelt að sannfæra hann um einhverja aðra lausn en hann hafði fundið upp á en alltaf náðust sáttir að lok- um Ólafur Steinsson úr hljóm- sveitinni Skátar. Það sem stendur í Hávamálum um orðspor gott sem aldrei deyr á einstaklega vel við um Bjössa. Erfitt að ímynda sér greiðviknari einstakling eða betri vin. Hvað sem hann gerði gerði hann líka af ákveðni, metnaði og dugnaði svo af bar. Árangur hans í starfi strax að loknu námi er gott vitni þar um. En það var líka bara góð- mennska, hjálpsemi og óeigingirni sem gerði það að verkum að það var gott að eiga hann að, sannkall- aður haukur í horni þegar á þurfti að halda. Viðræðugóður, með al- gjöra andúð á hvers kyns rifrild- um og illindum svo hann fékkst aldrei til að rífast. Vildi frekar rök- ræða um hluti og forðaðist sem dæmi að rífast um pólitík, m.a.s. þegar hann kaus Framsóknar- flokkinn eitt kjörtímabil. Aldrei aftur eigum við eftir að rökræða um pólitík. Þetta voru eiginleikar sem gerðu það að verkum að hann var í ábyrgðarhlutverki í flestu því sem hann kom nálægt. Okkar vinskap- ur var í gegnum hljómsveitarstúss og þar var hann sannarlega for- ystusauður. Bjössi hafði mesta reynslu af tónleikahaldi og hljóm- sveitarstússi af okkur í Skátum og hafði gott minni og yfirsýn yfir tónsmíðarnar. Vissulega leiddi þetta stundum til skoðanaskipta um hvað hentaði best hverju lagi, en svoleiðis á það líka að vera. Enda var tónlist mikið hjartans mál fyrir Bjössa held ég. Þar skein líka í gegn metnaður hans til að gera hlutina almennilega. Lögin áttu ekki að vera neitt hálfkák og þessi metnaður Bjössa var drif- kraftur í bandinu. Það er erfitt að fylla það rúm sem Bjössi hefur skilið eftir sig. Erfitt að hugsa til þess að við eig- um ekki eftir að spila saman aftur, rökræða um hlutina eða horfa á fótbolta saman aftur. Fjölskyldu hans votta ég innilega samúð mína. Pétur Már Guðmundsson úr hljómsveitinni Skátar. Stundum stendur maður frammi fyrir fólki sem er svo ótrú- legt, líf þess er svo ólíkt manns eigin, að það er lyginni líkast. Ég var svo heppinn að kynnast Bjössa þar sem ég upplifði tvö ólík horn á því sem ég sé núna að var ótrúlegt lífshlaup hans. Frá því að njóta lífsins inn í innstu kima yfir í að njóta lífsins út í hina ystu. Það gaf mér tækifæri til að verða vitni að því að allt er mögulegt. Þvílíkur innblástur að sjá hann fara sínar eigin leiðir án þess að láta á því bera. Að langa eitthvað, fara þangað, og gera það allt á sinn hógværa og hugulsama hátt. Bjössi bar umhyggju fyrir öðrum og var umhugað um samfélagið. Það var gott að vera í hljómsveit- inni Skátum með honum, hann var svo duglegur í öllu umstanginu í kringum bandið, var lím sem hélt öllu saman (líka músíklega), mála- miðlari og sá sem sætti menn. Það gat oft verið vanþakklátt starf og hann vissi það, en tók það samt. Hann var svo duglegur. Allan tímann sem við stóðum í hljómsveitarstússi saman gerði hann aldrei mikið úr því hversu mikið væri að gera í skólanum hjá honum, sem þó hlýtur að hafa verið nóg. Vegna þess hversu mikið hann var á staðnum á æfingum hugsaði maður aldrei út í að hann væri að klára lögfræðinámið sitt, fyrr en allt í einu var komið að því. Bjössi horfði fram á veginn og gaf frá sér orku þess sem hefur upplifað hluti. Spenntur fyrir lífinu og möguleikum þess. Það var unun að tala við hann og ég sakna þess að heyra fallega, óstöðvandi hlát- urinn hans þegar hann leyfði tár- unum að streyma fram yfir fárán- leika mannlífsins. Kolbeinn Hugi og Benedikt Reynisson úr hljómsveitinni Skátar. Ætíð fylla sorg og söknuður sál- artetrið þegar sest er niður til þess að rita minningargrein. En stund- um er það þó huggun harmi gegn þegar manneskjan, sem um ræðir, átti langa og góða ævi, náði að dreifa hlýju og væntumþykju til samferðafólks síns og var í alla staði til ánægju og yndisauka. Ekki það að þess fólks sé ekki sárt saknað; en engu að síður er manni fullkunnugt um að enginn er eilífur og á auðveldara með að sætta sig við hlutskiptið. Nú er málum ekki svo farið. Manni er barasta lífsins ómögulegt að sætta sig við fráfall Björns Kol- beinssonar. Ómögulegt. Og á í megnustu vandræðum með að berja saman þennan texta þótt margar séu góðu minningarnar sem grassara í huganum. Minning- arnar sem áttu að verða svo miklu, miklu fleiri; hlýjunnar, væntum- þykjunnar, ánægjunnar, yndisauk- ans, viskunnar og einstaklega þægilegrar nærveru hans áttum við að fá að njóta svo miklu, miklu lengur. Björn Kolbeinsson var annálað ljúfmenni og þótt enginn sé full- kominn er án vafa leitun að mann- eskju sem gæti látið um hann styggðarorð falla. Um það erum við vinir hans úr hljómsveitinni Skátum sammála og gætum við viðhaft langt mál um okkar kæra vin. Hann mun að eilífu vera einn okkar besti vinur og að eilífu Skáti í hug okkar og hjarta. Ólafur Guðsteinn Kristjánsson og Markús Bjarnason úr hljómsveitinni Skátar. Fréttir af fráfalli Björns Kol- beinssonar nú um áramótin komu sem reiðarslag yfir vini og sam- starfsmenn hans hér í Genf. Menn áttu bágt með að trúa því að þessi góði drengur væri fallinn frá í blóma lífsins. Sem starfsmaður EFTA hafði Björn á stuttum tíma áunnið sér traust og virðingu samstarfs- manna sinna og ekki síður meðal aðildarríkjanna. Hann var framúr- skarandi lögfræðingur sem leitaði lausna frekar en að einblína á vandamál. Hann þótti skarpur og úrræðagóður og var lykilmaður í samningateymi EFTA. Hann var og vinsæll meðal kollega sinna sem sjá nú á eftir hjartahlýjum, lífs- glöðum, skrafhreifnum og skemmtilegum félaga. Allir Íslendingar sem starfa á erlendum vettvangi eru sendiherr- ar sinna heimaslóða. Það hlutverk rækti Björn óaðfinnanlega. Var sér, sínum og þjóð sinni til mikils sóma. Glæsilegur fulltrúi – val- menni. Fjölskyldu, vinum og ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd fastanefndar Íslands hjá EFTA í Genf, Martin Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.