Morgunblaðið - 12.01.2013, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013
Veturinn er notalegur tími í sveitinni. Ég fer til gegninga á tí-unda tímanum en svo kemur róleg stund. Þá finnst mér ein-mitt gott að líta í bækur; hef gaman af ævisögum og nú um
jólin var ég að lesa um Natan Ketilsson og Herra rokk, sögu Rúnars
heitins Júlíussonar sem Ásgeir Tómasson skráði,“ segir Örn Þórar-
insson, bóndi á Ökrum í Fljótum, sem er 62 ára í dag.
Örn hefur búið í Fljótunum alla sína tíð og er bóndi með um 280
fjár. „Maður er farinn að eldast og ég hef því aðeins minnnkað við
mig,“ segir Örn sem jafnhliða búskap er með fornbókasölu á netinu
á vefslóðinni www.bokmenntir.netserv.is. Segir Örn að í þessu efni
skipti staðsetningin lita máli; á vefsetrinu finni fólk bókina sem það
leitar eftir, panti og fái fáum nokkrum dögum síðar. „Ég sjálfur hef
mest gaman af fróðleik og svo alls konar gamansögum. Gríp oft í
slíkar bækur,“ segir Örn sem lengi hefur verið fréttaritari og pistla-
höfundur fyrir ýmis blöð og tímarit.
Veðurspáin fyrir daginn í dag er góð og segir Örn því sennilegt að
hann bregði sér eitthvað af bæ. „En kannski held ég mig heima. Í
dag er fyrsti leikur okkar á HM í handbolta, þar sem okkar menn
etja kappi við Rússa. Mér finnst gaman að fylgjast með landsliðinu
og læt spennandi leik ganga fyrir öðru hafi ég tök á,“ segir Örn á
Ökrum að síðustu. sbs@mbl.is
Örn Þórarinsson er 62 ára í dag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bóndinn „En kannski held ég mig heima. Í dag er fyrsti leikur okkar
á HM í handbolta,“ segir Örn Þórarinsson sem er 62 ára í dag.
Fornbókabóndi
norður í Fljótum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Kristján Bene-
diktsson fyrrver-
andi kennari og
borgarfulltrúi er
níræður í dag, 12.
janúar. Hann
dvelur nú á
,,hjúkrunar-
gangi“ Landa-
kotsspítala.
Árnað heilla
90 ára
Hafnarfjörður Ívar Bragi fæddist 29.
apríl 2011. Hann vó 1.240 g og var 38
cm langur. Foreldrar hans eru Anna
Dögg Gylfadóttir og Einar Þór Birg-
isson.
Nýr borgari
Þ
órir fæddist á Siglufirði og
ólst þar upp til sjö ára
aldurs. Þá missti hann
föður sinn, var á Dala-
tanga í Mjóafirði í eitt og
hálft ár og síðan hjá móður sinni að
Ystafelli I í Kinn, og Sigurði Mar-
teinssyni, er síðar varð sjúpfaðir
hans.
Þórir lauk stúdentsprófum frá MA
1983, Cand.odont.-prófi frá HÍ 1990
og stundaði sérnám í tannréttingum
við Universität Bern í Sviss 2002-
2005.
Þórir fór 15 ára í vegavinnu, var
háseti á togurum og Akureynni, ein-
um fyrsta frystitogara landsins, frá
1981 og vann síðan við jarðvegsbor-
inn Jötunn á sumrin er boranir hófust
við Nesjavelli. Þórir var tannsmiður
1988 og aðstoðartannlæknir sumarið
1989. Hann festi kaup á tannlækna-
stól og fór, ásamt Bjarna Elvari Pét-
urssyni, beint úr síðasta prófinu í
tannlæknadeildinni austur á Egils-
staði þar sem þeir opnuðu tann-
læknastofu 1990. Þeir störfuðu sam-
an til 1996 en Þórir starfrækti
tannlæknastofur og tannsmíðaverk-
Þórir Schiöth tannlæknir – 50 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Teitur, Helga, Elísabet Véný, afmælisbarnið og Tjörvi.
Ökuþór og veiðimaður
Ein á báti Þórir og eiginkona hans, Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir, virða
fyrir sér aftanskin við Eyjafjörð.
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
- með morgunkaffinu
GJÖRIÐ
SVO VEL!
Hafðu það hollt
í hádeginu
HAFÐU SAMBAN
D
OG FÁÐU TILBO
Ð!
HEITT & KALT | S: 533 3060 | heittogkalt@heittogkalt.is
HEITT OG KALT býður starfsfólki fyrirtækja hollan og
næringaríkan mat í hádegi.
Matseðill fyrir hverja viku er birtur á: www.heittogkalt.is
Sturla Birgisson er margverðlaunaður matreiðslumeistari
og er í dómnefnd fyrir Bocuse d’Or sem er ein virtasta
matreiðslukeppni heims.