Morgunblaðið - 12.01.2013, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.01.2013, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það stefnir í átakalítinn dag hjá þér en það þýðir ekki að þú getir slegið slöku við. Vandaðu vinnubrögð þín. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér dugar lítt að sitja með hendur í skauti því þannig kemurðu engu í verk. Fólk er voða mikið að gagnrýna þig þessa dag- ana og krefst of mikils af þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er allt fullt af tækifærum í kringum þig og segja má að þú hafir ekki við að notfæra þér þau sem þér hentar. Sterk nærvera þín segir allt sem segja þarf. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ekki hafa svo miklar áhyggjur af öllum sköpuðum hlutum að þú komir engu í verk. Viðtökur annarra eiga eftir að koma þér skemmtilega á óvart. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft ekki að sitja með hendur í skauti og bíða þess að komi betri tíð með blóm í haga. Líttu vandlega í eigin barm og láttu ekki setja þig út af laginu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þeir eru margir sem vilja veðja á sköpunarkraft þinn og líða þér eitt og ann- að þess vegna. Slepptu fram af þér beisl- inu, hlæðu og skemmtu þér vel með vinum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Heildarsýn er það sem þú þarft að ná svo enginn misskilningur komi upp milli þín og þinna. Ef þú býrð yfir tilfinningagáfum ertu mjög heppinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur einbeitt þér um of að andlegri líðan þinni og um leið vanrækt lík- ama þinn. Augnabliks aðgæsluleysi getur dregið dilk á eftir sér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur öðlast margt sem þú hefur látið þig dreyma um árum saman. Fólk gefur þér ekki stórkostleg tækifæri bara af því að því líkar við þig. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að skapa þér betri yf- irsýn yfir verkefni þitt. Hver og einn þarf að gera það sem hann telur rétt hverju sinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Leggðu þig fram um að leyfa öðrum að njóta þíns góða skapferlis. Taktu þér tíma til þess að sjá hvernig landið ligg- ur og taktu svo til þinna ráða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þér kann að berast óvænt tilboð upp í hendurnar og ef þú heldur rétt á spil- unum, getur það orðið þér til gagns. Búðu þig undir öfund og afbrýðisemi en hvorugt mun á þér hrína. Karlinn á Laugaveginum hafðiengar vöflur á því þegar ég sá hann en sagði umsvifalaust: Þið er- uð með gátur í Vísnahorninu. Getur þú ráðið hana þessa? Aldrei bregður út af því ef ekki er steik á pönnunni í koti sínu hjartahlý heitt er með á könnunni. Svo fór hann að velta vöngum yf- ir nýársheitunum – það er svo sem gott og blessað að yrkja eina vísu á dag eins og Davíð Hjálmar, sagði hann. Það er bara spurning um út- hald – og bætti við eins og við sjálf- an sig: „Ein er nóg,“ sagði Sólveig frá Niku og náði í plastreglustiku „því að endar ná saman að ofan og framan ef yrkirðu limru á viku“. Fuglavísur Sólveigar frá Niku eru fallegar og bjart yfir þeim: Úti flýgur fuglinn minn, á fönninni sé ég sporið. En bráðum hækkar himininn og hillir undir vorið. Ég hef gaman af því, að Sólveig skuli skrifa „himininn“ eftir fram- burðinum. N-reglurnar fóru mjög í taugarnar á föður mínum, hann vildi skrifa eitt n í nefnifalli karl- kynsorða sem enduðu á -inn og spurði: Hver segir himinninn? Ég var að blaða í Persíus-rímum eftir Guðmund Andrésson málfræð- ing, sem dó úr landfarssótt um fer- tugt árið 1654. Þar rakst ég á þessa vísu í mansöng að sjöttu rímu: Forlög koma ofan að, örlög kringum sveima, álögin úr ugga stað, ólög vakna heima. „Ugga staður“ merkir hafið sem skýrir og dýpkar þá mynd sem skáldið sér fyrir sér. Nokkur orðamunur er í hinum ýmsu handritum og sums staðar er vísan talin eftir Pál Vídalín, en í Vísnakveri hans útg. í Kaupmanna- höfn 1897 er botninn svona: álögin úr ýmsum stað, en ólög fæðast heima. Guðmundur útskrifaðist úr Hóla- skóla og varð djákni á Reynistað, en hrökklaðist úr þeirri stöðu kringum 1640, þar sem hann hafði verið rægður við biskup fyrir upp- lognar sakir. Hvað skal þeim að dilla dátt sem drifinn er burt frá mengi, hvörsu sem hann hljóðar hátt heyrir til hans engi. Boðskapur þessarar vísu er klassískur eins og margur hefur fundið fyrir á sínu eigin skinni á þessum síðustu og verstu tímum. En það hillir undir vorið! Halldór Blöndal halldor@simnet.is Vísnahorn Ólögin úr ugga stað Í klípu HVATARÁÐ #731: REYNDU AÐ HÖFÐA TIL EIGINHAGSMUNA STARFSMANNANA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „MAÐURINN MEÐ ÁTTA FETA SJÓNVARPIÐ ER KOMINN AÐ HITTA ÞIG.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... einhver sem getur klórað þér á stöðum sem þú nærð ekki til. YKKAR DÓT ANNARRA DÓT LÁTUM EINS OG ÉG HAFI GERT ÞAÐ. HVAÐ ERTU AÐ GERA? ÞYKJAST SVITNA. ÉG ER OF ÞREYTTUR TIL AÐ KLIFRA Í TRJÁM. HEIMILIS- STÖRF ERU SVO LEIÐINLEG! HVERNIG ÆTLI HÚN ÞOLI VIÐ? „AAAAALLA DAGA EINTÓMT PUUUUÐ ...“ „EN Á LAUGARDAG VERÐUR VERSLUNARSTUUUUUÐ!“ Víkverji lifir þessa stundina á brún-inni og engist um. Víkverji á það til að taka einkennilegar ákvarðanir sem valda því að hann lifir á milli vonar og ótta. Ástæðan fyrir hegðunargreiningu Víkverja á sjálf- um sér er sú að hann þurfti að endur- nýja vegabréfið sitt. Þegar komið var í sýslumannsembættið í Kópavogi tók fýlulegur starfsmaður á móti honum í afgreiðslunni. Víkverji til- kynnti honum glaðbeittur erindið og sú fýlda spurði hvenær áætluð brott- fær væri. „Vegabréfið verður komið daginn sem þú ferð út. Pósturinn tek- ur sér þrjá daga til að koma þessu til skila. Þetta er of stuttur tími. Ég mæli með að þú sækir um hrað- passa,“ segir sú fýlda. x x x Á þessum tímapunkti stækkuðusjáöldrin og hjartað sló hraðar í Víkverja og margar misgáfulegar hugsanir flugu í gegnum hugann: „Ekki ætla ég að láta hlunnfara mig og borga fleiri þúsundkalla en ég mögulega kemst upp með. Annáluðu göngugarparnir hjá Póstinum eru aldrei þrjá heila daga að koma þesssu til skila, ha? Frekar tek ég sénsinn. Auk þess er ekki brottför af heimil- inu fyrr en á hádegi. Þetta reddast.“ Víkverji tók ákvörðun byggða á þess- um firnagóðu rökum og svaraði fullur sjálfstrausts þeirri ólundarlegu að hann kysi almennan passa. x x x Þegar heim var komið spratt svit-inn fram á efri vör Víkverja og nagandi efinn gerði vart við sig: „Hvað ef vegabréfið kemur ekki í póstkassann í tæka tíð og ekkert verður af ferðinni?“ x x x Þessar hugsanir grófu um sig íhuga Víkverja. Fyrir vikið hlakkar hann ekki vitund til ferðar- innar og þaðan af síður hefur hann skipulagt nokkurn hlut. Þegar heim er komið rýkur púlsinn upp í hvert skipti sem tómum póstkassanum er lokið upp. En þangað til heldur Vík- verji áfram að keyra á rauðglóandi bensínljósinu í mælaborðinu – það er svo spennandi að vita hvort hann kemst heim. víkverji@mbl.is Víkverji Nálægið ykkur Guði og þá mun hann nálgast ykkur. Hreinsið hendur ykkar, þið syndarar, og gerið hjörtun flekk- laus, þið tvílyndu. (Jakobsbréfið 4:8) Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál KROM 53x80 cm • Aluminum / Ál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.