Morgunblaðið - 13.02.2013, Side 4
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samþykkt var af meirihluta borgar-
stjórnar í gær, auk fulltrúa VG, að
leggja til aukið framlag til tónlistar-
og ráðstefnuhússins Hörpu. Um er að
ræða viðbótarframlag upp á 160 millj-
ónir króna í fjögur ár, til loka ársins
2016, eða alls 640 milljónir króna.
Hlutur borgarinnar þar af er alls um
295 milljónir króna og hlutur ríkisins
345 milljónir. Að auki samþykkti
meirihlutinn að umbreyta eigenda-
lánum upp á 794 milljónir króna í
hlutafé í Hörpu, sem skiptist eftir
eignarhlutunum 54% á ríkið og 46% á
borgina. Þá var samþykkt að veita
borgarstjóra heimild til að undirrita
þríhliða samkomulag Hörpu, ríkisins
og borgarinnar um fjármögnun húss-
ins. Samhliða aðgerðunum er reiknað
með að gengið verði frá samkomulagi
við Landsbankann um skuldabréfaút-
gáfu fyrir 18,5 milljarða króna heild-
arlántöku, þar af langtímalán upp á
17,7 milljarða.
Sjálfstæðismenn í minnihluta borg-
arstjórnar greiddu atkvæði gegn til-
lögunum. Voru m.a. þau sjónarmið
viðruð að bjóða rekstur hússins út og
fela hann einkaaðilum, í stað þess að
rekstur Hörpu félli á herðar skatt-
borgara og útsvarsgreiðenda í
Reykjavík. Var einnig varað við því
fordæmi sem hefði verið gefið fyrir
önnur opinber hús með auknum fram-
lögum úr borgarsjóði til að mæta fast-
eignagjöldum og öðrum álögum.
Stefndi í 1,6 milljarða tap
Til ársins 2016 eru aukin framlög
eigenda Hörpu samanlögð um 1,4
milljarðar króna. Það bætist við nærri
milljarðs króna framlag á ári, sem
eigendurnir höfðu skuldbundið sig til
í 35 ár, til að greiða niður lán til bygg-
ingarinnar. Í greinargerð borgar-
stjóra segir m.a. að hefði ekki verið
farið í þessar aðgerðir hefði Harpa
fljótlega orðið gjaldþrota og starf-
seminni verið hætt, með tilheyrandi
kostnaði fyrir eigendur. Áætlun
Hörpu og KPMG til 2016 gerði ráð
fyrir óleystri fjárþörf, eða tapi á
rekstri, upp á samanlagt 1,6 milljarða
króna. Inni í þeirri tölu er tap síðasta
árs upp á nærri hálfan milljarð. Á
þessu ári var gert ráð fyrir tapi upp á
tæpar 350 milljónir, eða tekjum upp á
785 milljónir og gjöldum upp á 1.133
milljónir.
Þessi staða sem Harpa er komin í
er allt önnur en fyrri áætlanir gerðu
ráð fyrir. Árið 2002 sömdu ríki og
borg um byggingu tónlistarhúss og
árið 2004 var verkið boðið út. Um
einkaframkvæmd var að ræða og
eignarhaldsfélagið Portus, sem var í
eigu Landsbankans og Nýsis, samdi
við ríki og borg um bygginguna og
rekstur hússins. Þá gerðu áætlanir
ráð fyrir byggingarkostnaði upp á
12,5 milljarða króna. Framkvæmdir
hófust í byrjun árs 2007 og stöðvuðust
sem kunnugt er í október 2008 vegna
bankahrunsins.
Ákveðið var í upphafi árs 2009 að
hefja framkvæmdir að nýju og gerðu
menntamálaráðherra og þáverandi
borgarstjóri samning um yfirtöku
verkefnisins og samkomulag um
greiðslur á nýju sambankaláni upp á
16,7 milljarða. Samþykkt var að ríki
og borg greiddu samanlagt tæpan
milljarð króna á ári í 35 ár og fram
kom í máli ráðherra og borgarstjóra
að áætlanir gerðu ekki ráð fyrir frek-
ari framlögum eigenda. Annað hefur
nú komið á daginn. Hvorki áætlanir
um tekjur né gjöld hafa staðist.
Hærri fasteignagjöld
Tekjurnar hafa ekki staðið undir
rekstrarkostnaðinum og sem fyrr
segir varð tap á síðasta ári upp á
nærri hálfan milljarð króna. Við yf-
irtöku verkefnisins 2009 var kynnt
áætlun um greiðslu fasteignagjalda til
borgarinnar upp á 147 milljónir á ári,
eða um 182 milljónir á núvirði. Álögð
fasteignagjöld voru hins vegar 337
milljónir á síðasta ári, eða 155 millj-
ónum meiri en áætlunin reiknaði með,
og stefna í 353 milljónir á þessu ári.
Viðbótarframlag borgarinnar til
Hörpu er 73,6 milljónir en fram kem-
ur í greinargerð með tilllögum borg-
arstjóra að borgin sé í raun að leggja
til 80 milljónum minna (m.v. núv.
verðlag) en upphaflega var gert ráð
fyrir við yfirtökuna 2009.
Áætlanir um byggingarkostnað
hafa heldur ekki staðist. Við yfirtöku
var talað um 14,5 milljarða, m.v. verð-
lag í okt. 2008 en á núvirði eru það
16,7 milljarðar. Í greinargerð borgar-
stjóra segir að síðustu útkomuspár
bendi til 17,5 milljarða byggingar-
kostnaðar. Til viðbótar þessu má telja
um 10 milljarða sem afskrifaðir voru á
sínum tíma vegna gjaldþrots Portus-
ar, þannig að heildarkostnaður vegna
byggingar Hörpu er talinn nema
nærri 30 milljörðum króna.
Engar áætlanir gengið eftir
Morgunblaðið/Júlíus
Harpa Rekstraráætlanir tónlistar- og ráðstefnuhússins hafa ekki gengið eftir og ein ástæða þess er mun hærri fast-
eignagjöld en reiknað var með. Bygging hússins kostaði einnig mun meira en áætlanir gerðu ráð fyrir.
Meirihluti borgarstjórnar samþykkti viðbótarframlag til Hörpu í gær Alls 1.434 milljónir hjá ríki
og borg til 2016 Við yfirtökuna 2009 stóð ekki til að auka framlög Harpa stefndi í þrot að óbreyttu
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
160
milljónir kr. eru viðbótarframlag rík-
is og borgar á ári 2013-2016
794
milljóna kr. eigendalánum breytt í
stofnframlög til Hörpu
1.434
milljónir kr. eru samanlagt viðbót-
arframlag eigenda 2013-2016
1.000
milljónir kr. tæplega eru árlegt fram-
lag eigenda Hörpu að auki í 35 ár
1.662
milljóna kr. tap af Hörpu 2012-2016
hefði ekkert verið að gert
18.546
milljóna kr. heildarfjárþörf með
skuldabréfaútgáfu í ár
182
milljónir kr. áttu fasteignagjöldin að
vera skv. uppreikn. áætlun 2009
353
milljóna króna álögð fasteignagjöld
á Hörpu á þessu ári
321
milljón kr. er launakostnaður 2012.
‹ HARPA Í TÖLUM ›
»
Halldór Guðmundsson, forstjóri
Hörpu, segir að í áætlunum frá
árinu 2009 hafi verið gert ráð fyrir
helmingi lægri fasteignagjöldum
en raunin varð, og það sé ein meg-
inástæða þess að rekstraráætlanir
Hörpu hafi ekki gengið eftir. „Við
erum að sækja þessa leiðréttingu
fyrir dómstólum, það er alveg ljóst
að rekstur hússins getur ekki
staðið undir þessum álögum. Þjóð-
in hefur tekið Hörpu vel, hingað
koma um 20 þúsund manns á viku,
en á meðan við erum að koma
þessum rekstri í gang eru þetta
fasteignagjöld upp á milljón á dag.
Með auknu framlagi ríkis og borg-
ar lít ég svo á að verið sé að koma
til móts við þessa aðstöðu,“ segir
Halldór og bendir
á að tekjur Hörpu
í fyrra hafi verið
um 640 milljónir
en fasteigna-
gjöldin eingöngu
verið nærri 340
milljónir. „Dýr-
asta leið skatt-
borgara hefði
verið að loka
húsinu. Þá hefðu eigendur þurft að
borga, að meðtöldum fast-
eignagjöldum, um 500 milljónir á
ári án þess að hafa tekjur á móti.“
Halldór segir ráðstefnubókanir í
sókn. Bókanir fyrir þetta ár eru um
50% meiri en 2102 og farið er að
taka við bókunum til ársins 2017.
Dýrasta leiðin að loka húsinu
HALLDÓR GUÐMUNDSSON, FORSTJÓRI HÖRPU
Halldór
Guðmundsson
Í undirbúningi er
stofnun nýs
stjórnmálaflokks
sem mun leggja
sérstaka áherslu
á málefni og
hagsmuni lands-
byggðarinnar.
Magnús Háv-
arðarson, tölvu-
og kerfisfræðingur á Ísafirði, á
frumkvæði að stofnun Landsbyggð-
arflokksins. Hann hefur komið
heimasíðunni landsbyggdin.is á fót
og hyggst kanna áhuga fólks á
landsbyggðinni á framtakinu. „Þetta
er í hendi fólks á landsbyggðinni, ef
það sýnir þessu stuðning og áhuga
þá bjóðum við fram í öllum lands-
byggðarkjördæmunum,“ segir
Magnús og hvetur áhugasama til að
líta á heimasíðuna.
Magnús segir viðtökurnar hafa
verið jákvæðar en síðan fór í loftið
um helgina. Komið hafi á óvart að
margt ungt fólk á landsbyggðinni sé
áhugasamt um framtakið.
Flokkur sem einbeit-
ir sér að málefnum
landsbyggðarinnar
Heimir Snær Guðmundsson
heimirs@mbl.is
Meiri áhersla verður lögð á land-
vinnslu í starf-
semi HB Granda
í kjölfar breyt-
inga sem fyrir-
tækið hefur til-
kynnt. Ónógar
aflaheimildir og
meiri möguleikar
til verðmæta-
sköpunar í land-
vinnslu eru m.a.
ástæður þess að
fyrirtækið ætlar
að leggja einum frystitogara og
breyta öðrum í ísfisktogara.
Síðastliðin þrjú ár hafa bolfisk-
heimildir HB Granda minnkað um
3.445 þorskígildistonn en það er
mat félagsins að meiri verðmæta-
sköpun muni felast í því að vinna
aflann í landi frekar en að frysta á
sjó. Er það m.a. vegna aukinnar
eftirspurnar erlendis eftir ferskum
sjávarafurðum. „Við höfum orðið
varir við áhuga stórra kaupenda
og dreifingaraðila á ferskum fiski,
sérstaklega gætum við gert meira
í ufsa og karfa. Það sem liggur
fyrir hjá okkur er að auka gæði
þess afla til að koma honum frekar
út með gámum en flugi sem sparar
kostnað,“ segir Vilhjálmur Vil-
hjálmsson, forstjóri HB Granda.
Samfara breytingunum fækkar
sjómönnum um 34, úr 320 í 286.
Hinsvegar mun störfum í land-
vinnslu fjölga um 50 og eftir
breytingarnar mun stöðugildum
innan fyrirtækisins fjölga um 16.
Vilhjálmur segir alltaf erfitt að
þurfa að segja upp starfsfólki.
Hann segir að í ljósi þess að
starfsmönnum í landvinnslu fjölgi
sé möguleiki á að sjómenn geti
starfað í landvinnslunni og þeim
hafi þegar verið bent á þann
möguleika.
Þá verður frystitogaranum
Helgu Maríu breytt í ísfisktogara.
Það verður gert í Póllandi þar sem
skipið fer einnig í almennt viðhald.
Að sögn Vilhjálms mun kostnaður
vegna þessa nema samtals um 400
milljónum króna.
Fækka á sjó en fjölga í landi
Auka áherslu á landvinnslu í starfsemi HB Granda Meiri verðmætasköpun í
því að vinna afla í landi Fækka sjómönnum en fjölga starsfmönnum í landvinnslu
Morgunblaðið/Ernir
Fiskur Meiri verðmætasköpun felst í að vinna afla í landi en sjó í rekstrinum.Vilhjálmur Vilhjálmsson