Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 12
Að sögn Björgvins G. Sigurðssonar, formanns allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis, sem stjórnaði sameiginlegum fundi með stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd um FBI- málið í gær, var fundurinn gagn- legur og varpaði frekara ljósi á málið. Réttarbeiðnin sem FBI hafi lagt fram í byrjun júlí hafi snúið að tveimur málum, annars vegar fyrir- hugaðri tölvuárás á tölvukerfi Stjórnarráðsins og hins vegar saka- málarannsókn á hendur Wikileaks. Björgvin segir að hann hafi skilið ríkissaksóknara þannig að rannsókn beggja málanna rúmaðist innan réttarbeiðninnar þar sem þau væru samstofna. „Mér finnst hins vegar blasa við eftir þessa yfirferð að svo var ekki. Þetta eru tvö ólík mál og ráðuneyt- inu bar að grípa inn í til að þetta rúmaðist innan rétt- arbeiðninnar. Ráðuneytið brást hárrétt við og sinnti sínu lögbundna hlutverki með sóma. Mestu máli skipt- ir að ekki var um að ræða pólitísk afskipti af rann- sókn á máli,“ segir Björgvin. Að sögn Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra, sem sat fyrir svörum um málið á fundi þing- nefndanna í gær, var hlutverk embættisins, eftir að ríkis- saksóknari sendi ríkislögreglu- stjóra réttarbeiðnina til með- ferðar, að veita bandarískum lögregluyfirvöldum aðstoð við rannsókn þeirra á samtökum al- þjóðlegra tölvuhakkara. Á sama tíma fór fram rannsókn íslensku lögreglunnar undir stjórn ríkissaksóknara vegna ætl- aðra tölvubrota sem beindust meðal annars að Stjórnarráði Íslands. Rannsóknin á fyrirhuguðu tölvuárásinni á Stjórn- arráðið sem hófst í júní 2011 er enn í gangi en Har- aldur vill ekki upplýsa hver staða hennar sé núna. Hann geti hins vegar upplýst að lögreglan sé enn að afla gagna í málinu og muni að því búnu fara yfir málið með ríkissaksóknara. Hins vegar liggi fyrir að komið var í veg fyrir tölvuárásina í samvinnu við FBI. Telur viðbrögðin rétt  Ekki pólitísk afskipti, segir Björgvin G. Sigurðsson  Rannsóknin enn í gangi, segir ríkislögreglustjóri Björgvin G. Sigurðsson Haraldur Johannessen 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Innanríkisráðuneytið og embætti ríkissaksóknara lögðu ekki sama skilning í það hvort réttarbeiðni sem bandaríska alríkislögreglan FBI lagði fram í byrjun júlí 2011 næði yfir komu fulltrúa hennar í lok ágúst sama sumar til að ræða við ís- lenskan mann sem hafði gefið sig fram við bandaríska sendiráðið og sagst vera með upplýsingar sem vörðuðu tölvuárás á Stjórnarráðið. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra lagði fyrir á ríkisstjórn- arfundi og á sameiginlegum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og allsherjar- og menntamála- nefndar Alþingis í gær. Öfugt við ríkissaksóknara taldi ráðuneytið fulltrúana ekki hafa heimild til þess að koma hingað til lands í þeim erindagjörðum. Misminnti um brottförina Ögmundur telur ekki að af- skipti hans og utanríkisráðherra af málinu, sem fólust meðal annars í því að krefjast þess að íslenska lög- reglan ynni ekki með fulltrúum FBI og að þeir hyrfu af landi brott, hafi verið óeðlileg. „Það er ráðuneytisins og ráð- herra að meðhöndla réttarbeiðnir sem koma frá útlöndum, samkvæmt lögum er það í okkar höndum. Þeg- ar við teljum að hingað séu komnir fulltrúar til starfa frá erlendu ríki án þess að það liggi fyrir rétt- arbeiðni í samræmi við komu þeirra er eðlilegt að ráðuneytið hafi af- skipti af því. Við bentum á að rétt- arbeiðnin sem lægi fyrir frá því í júní rúmaði ekki þessa heimsókn. Það var eðlilegt að á það væri bent og afskipti höfð af því.“ Þá segir ráðherrann að það hafi verið misminni hjá sér að FBI- mennirnir hefðu yfirgefið landið strax daginn eftir að hann var upp- lýstur um veru þeirra hér þann 25. ágúst 2011, eins og hann hefur áður látið hafa eftir sér í fjölmiðlum. Komið hefur fram að Bandaríkja- mennirnir voru hér á landi í tæpa viku eftir að innanríkisráðherra fyr- irskipaði lögreglu að draga sig úr rannsókninni. „Ég taldi að þeir hefðu farið fyrr af landi brott en við nánari skoðun á gögnum þá var stað- reyndin sú að þeir voru nokkra daga til viðbótar og mér átti að vera kunnugt um það. Það var mitt mis- minni og ekki við neinn annan að sakast,“ segir Ögmundur. Í kjölfar málsins hefur ráðu- neytið tekið verklagsreglur og lög- gjöf um gagnkvæma réttaraðstoð í sakarmálum til endurskoðunar og væntanlegrar uppfærslu. Breytt afstaða ráðuneytisins Auk innan- og utanríkis- ráðherra komu Sigríður J. Friðjóns- dóttir ríkissaksóknari, Haraldur Jo- hannessen ríkislögreglustjóri, og Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks, fyrir nefndirnar. Sigríður segir að innanríkis- ráðuneytið hafi endanlegt ákvörð- unarvald um að afgreiða réttar- beiðnir. Hennar embætti hafi talið að réttarbeiðnin frá í byrjun júlí næði yfir komu FBI-mannanna í lok ágúst. Ráðuneytið hafi hins vegar verið á öðru máli. „Það var fulltrúi frá innanríkis- ráðuneytinu á fundinum deginum áður [en FBI-mennirnir komu til landsins í lok ágúst] en eftir að það var skoðað frekar í ráðuneytinu þá var það þeirra túlkun að þessi að- gerð sem átti að fara í hérna félli ekki undir þessa réttarbeiðni. Við töldum okkur vera með sameig- inlegan skilning á þessu. Við höfðum þessa sýn [á beiðnina] en síðan breyttist afstaða ráðuneytisins hvað þetta varðar,“ segir Sigríður. Tekist á um heimild fyrir komu FBI-manna Morgunblaðið/Ómar Þingnefnd Sameiginlegur fundur var hjá tveimur þingnefndum í gær til þess að ræða FBI-málið.  Ólíkur skilningur innanríkisráðherra og ríkissaksóknara Ögmundur Jónasson Sigríður J. Friðjónsdóttir Voltaren 11,6 mg/g, hlaup. Inniheldur 11,6 mg af díklófenaktvíetýlamíni. Ábendingar: Staðbundnir bólgukvillar. Skammtar og lyfjagjöf: Fullorðnir og börn 14 ára og eldri: 2-4 g af hlaupi borið á aumt svæði 3-4 sinnum á sólarhring. Mælt er með handþvotti eftir notkun, nema verið sé að meðhöndla hendur. Ef meðhöndla á bráð, minniháttar meiðsli í stoðkerfi skal ekki nota Voltaren lengur en 7 daga án samráðs við lækni. Hafið samband við lækninn ef einkenni eru viðvarandi eða versna eftir meðferð í 7 sólarhringa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, asetýlsalisýlsýru og öðrum bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID). Sjúklingar sem hafa fengið astma, ofsakláða eða bráða nefslímubólgu af völdum asetýlsalisýlsýru eða annarra bólgueyðandi gigtarlyfja (NSAID) eiga ekki að nota lyfið. Síðustu 3 mánuðir meðgöngu. Má ekki nota handa börnum og unglingum 14 ára og yngri. Sérstök varnaðarorð: Má eingöngu bera á heila og heilbrigða húð og alls ekki á slímhúðir eða augu. Getur valdið húðertingu. Varast skal mikið sólarljós, notkun samhliða bólgueyðandi lyfjum eða að hylja notkunarsvæðið með loftþéttum umbúðum. Gæta skal sérstakrar varúðar hjá öldruðum eða astma-/ofnæmis-sjúklingum (hefur valdið berkjukrampa). Hætta á meðferð ef útbrot koma fram eftir notkun. Við notkun á stór húðsvæði eykst hættan á almennum aukaverkunum, t.d. á nýru. Við brjóstagjöf eða meðgöngu má eingöngu nota lyfið í samráði við lækni. Lesið leiðbeiningar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ Fæst án lyfseðils Verkir í hálsi og öxlum? V O L1 30 10 2 01 02 Verkjastillandi og bólgueyðandi við verkjum í hálsi og öxlum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.