Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 17

Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 17
Liður 73: Feneyjanefndin gerir ákvæði frumvarpsins umpersónukjör til Alþingis að umtalsefnimeð þeirri umsögn að það geti leitt til ofuráherslu á einstaklinga í kosningabaráttu.Um leið geti það leitt til þess aðminni agi verði á Alþingi sökumþess að þingmenn séu upp- teknir af eigin hagsmunum. Breytingin dragi úr vægi stjórnmálaflokka. Liður 74: Nefndin telur frumvarpið munu leiða til flókins kosningakerfis. Er því kallað eftir skýrari ákvæðum. Liður 75: Tillaga frumvarpsins um afnám þröskuldar fyrir flokka og frambjóðendur til að komast á þing er að mati nefndarinnar líklegt til að leiða til þess að erfiðara verði að mynda stöðugan meirihluta á þingi. Liður 78: Nefndin segir erfitt að skilja ýmis ákvæði kosningakerfisins sem lögð eru til í frumvarpinu. Liður 95: Nefndin telur ákvæði um að Alþingimuni eitt hafa vald til að stofna til þjóðaratkvæðagreiðslu um að leysa beri forseta frá embætti, sé það samþykkt af 3/4 þingmanna, ganga gegn hugmyndinni um ábyrgð forseta gagnvart þjóðinni. Liður 100: Feneyjanefndin telurhlutverk forsætisráðherra vera veikt einsogþví er lýst íV.kaflanum,Ráðherrar og ríkisstjórn. Liður 112: Nefndin er þeirrar hyggju að það stjórnmálakerfi sem lagt sé til í frumvarpinu feli í sér augljósa hættu á pólitískum óstöðugleika. Liður 116: Nefndin lýsir því yfir að hún hyggist að mestu sneiða hjá deilum um þjóðaratkvæðagreiðslur í áliti sínu. Liður 120: Lagt er til að Alþingi geti ekki lagt fram frumvarp aftur á kjörtímabilinu sem hafnað hefur verið í þjóðaratkvæði. Er hér átt við frumvarp semminnst 10% kjósenda hafa kraf- ist að fá að kjósa um í þjóðaratkvæði eftir að Alþingi hefur samþykkt það. Liður 121: Ákvæði 66. greinarinnar um að tveir af hundraði kjósenda geti lagt fram þingmál á Alþingi getur að mati nefndarinnar leitt til þess að almenn- ingur verði fyrir vonbrigðum, enda sé Alþingi ekki skylt að fylgja því eftir. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Patti verslun | Dugguvogi 2, 104 Reykjavík | Sími: 557 9510 | Netfang: patti@patti.is | vefsíða: patti.is Verslun okkar er opin: Virka daga kl. 9-18 Laugardaga kl.11-16 Sunnudaga lokað Tilboðsvörur á frábæru verði 70%afsláttur allt að af völdum vörum og sýningareintökum Borðstofustólar frá 4.900 kr Heilsukoddar 2.900 kr Borðstofuborð 40.000 Höfðagaflar 5.000 Sjónvarpsskápar 25.000 Rúm 153cm 157.000 Púðar 2.900 Vín Torino Fjarstýringavasar 2.500 Hægindastólar 99.000 Tungusófar 75.400 Hornsófar 119.450 Sófasett 99.900 Mósel AquaClean áklæði kynningarafslátturAquaClean áklæði er sérstaklegaauðvelt að hreinsa aðeins með vatni! H Ú S G Ö G N Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Formaður Sjálfstæðisflokksins seg- ir tímabært að stjórnarflokkarnir geri sér grein fyrir því að það sé óábyrgt og óraunhæft að halda áfram með stjórnarskrármálið. Formaður stjórnskipunar- og eftir- litsnefndar Alþingis segir að þegar hafi verið tekið tillit til ábendinga sem fram komi í áliti Feneyja- nefndarinnar en öðrum hafi verið hafnað. Hún telur nægan tíma til að ljúka málinu, ef unnið væri eðli- lega í þinginu. Formaður Fram- sóknarflokksins segir óhugsandi að ljúka afgreiðslu málsins á þeim dögum sem eftir eru. „Ef það var einhver alvara á bak við það að hlusta eftir sjónarmiðum Feneyjanefndarinnar hljóta menn nú að sjá ástæðu til að staldra við,“ segir Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins. „Ég tek eftir því að þeir sem fara fyrir málinu gera lítið úr at- hugasemdunum en þær eru miklar og þær eru alvarlegar og þær eru í samræmi við það sem innlendir fræðimenn hafa bent á í margar vikur. Það er orðið tímabært að stjórnarflokkarnir geri sér grein fyrir því að það er óábyrgt og óraunhæft að halda áfram með málið á þeim forsendum sem gert hefur verið. Þetta álit Feneyja- nefndarinnar er enn ein staðfesting þess.“ Bjarni telur enga ástæðu til að túlka álit Feneyjanefndarinnar. Nóg sé að lesa það til að sjá hversu miklar og alvarlegar athugasemdir eru gerðar við fjölmarga kafla. Búið að bregðast við mörgu „Við erum búin að bregðast við mjög mörgu af því sem þarna kem- ur fram,“ segir Valgerður Bjarna- dóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, og vísar þar til breytingartillagna meiri- hluta nefndarinnar. Hún tekur fram að nefndin hafi ekki gert neinar tillögur um breytingar á ákvæðum upphaflegra tillagna um æðstu stjórn ríkisins og þjóðar- atkvæðagreiðslur. Ákveðið hafi ver- ið að bíða eftir áliti Feneyjanefnd- arinnar í því efni. „Við munum lesa þetta saman og væntanlega leggja til einhverjar breytingar, væntan- lega á milli annarrar og þriðju um- ræðu,“ segir Valgerður. Hún segir að ýmislegt sem þarna er fjallað um hafi þegar verið at- hugað og ákveðið að breyta ekki. „Þetta hjálpar okkur að halda áfram,“ segir Valgerður um áhrif álits Feneyjanefndarinnar. Hún segir að farið verði yfir það lið fyr- ir lið og sé sú vinna þegar hafin. Það taki tíma og segist hún ekki geta sagt til um hvort niður- staðan fáist fyrir eða strax eftir helgi. Þingfrestun er áætluð 15. mars og aðeins fjórtán þingfundardagar eftir. Valgerður segir vel hægt að ljúka af- greiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins á þeim tíma. „Ef fólk vill, þá er tíminn ekki það sem háir okkur í þessu, ef þetta er unnið eins og fólk vinnur venjulega þegar það gengur að einhverju verki. Hins- vegar er ljóst að ef menn halda málinu hér inni í þingsal og það kemst ekki aftur í nefnd, þá verður það ekki klárað.“ Þora ekki að viðurkenna „Miðað við það sem þar kemur fram [í fréttum af áliti Feneyja- nefndarinnar] er það staðfest betur en áður að það er óhugsandi að hægt sé að ljúka þessu máli á þeim fjórtán þingfundardögum sem eftir eru,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, og bætir við: „Reyndar hefur mér nú sýnst að meirihluti stjórnarliðsins sé löngu búinn að gera sér grein fyrir því að ekki sé hægt að klára þetta en hafi ekki lagt í að viðurkenna það vegna ótta við að missa stuðning Hreyfingarinnar. Fyrir vikið hefur tíminn ekki verið nýttur í það sem er æskilegast, að vinsa úr nokkur atriði og ljúka þeim fyrir kosn- ingar og halda svo áfram að kosn- ingum loknum.“ Hann rifjar upp að þingflokkur framsóknarmanna hafi sérstaklega nefnt ákvæði um þjóðaratkvæða- greiðslur og auðlindir í því sam- bandi. „Ennþá er hægt að breyta um kúrs, en það þarf þá að gerast hratt ef möguleiki á að vera að ná einhverju í gegn. Menn breyta ekki stjórnarskrá án þess að vera nokk- uð vissir um hvað verið er að gera. Feneyjanefndin bendir einmitt á að það kunni að skapast stjórnmálaleg óvissa og óvissa um dómstólana. Það er ekki það sem við þurfum á að halda núna,“ segir Sigmundur. Óraunhæft að halda áfram með málið  Meirihlutinn segist hafa tekið tillit til athugasemda Umræður á Alþingi » Hverjum dettur það í hug að bjóða upp á það að það náist að afgreiða á þessu þingi stjórnar- skrárfrumvarpið eins og það er statt?“ sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. „Við urðum vitni að því hér í gær, þegar Hreyf- ingin setti ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar og ríkisstjórnin fór á taugum og ríkisstjórnarflokk- arnir.“ » Ragnheiður Elín Árnadóttir, samflokksmaður Jóns, vildi beina athyglinni að erfiðleikum vegna kjaradeilu á Landspítal- anum og vanda heimila og fyrir- tækja sem væri mikill eins og áður. Bjarni Benediktsson Valgerður Bjarnadóttir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.