Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 18
VIÐTAL
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Verktakafyrirtækið MótX vinnur að
því að reisa tvö fjölbýlishús í Kópa-
vogi. Um er að ræða fjárfestingu
fyrir samtals um tvo milljarða
króna. Annars vegar er um að ræða
35 íbúða fjölbýlishús í Þorrasölum
og hins vegar 28 íbúða fjölbýlishús í
Kópavogstúni
Verið að ljúka við uppsteypu á
húsnæðinu í Þorrasölum og fyrsta
skóflustunga í Kópavogstúni verður
tekin í sumar. Íbúðirnar verða 100
til 150 fermetrar að stærð. Bygg-
ingafélagið Silfurhús stendur að
framkvæmdinni, en aðalverktaki
framkvæmdanna er MótX sem jafn-
framt er hluthafi í Silfurhúsum.
„Það hefur skapast rými fyrir
unga menn að láta til sín taka í
verktakabransanum,“ segir Svanur
Karl Grjetarsson, annar eigandi
MótX. „Það eru að verða kynslóða-
skipti. Margir af gömlu jöxlunum
hafa ekki látið til sín taka eftir
kreppuna. Það þarf ekki að vera
vegna þess að þeir urðu gjaldþrota,
heldur hafa þeir ákveðið að láta gott
heita,“ segir Vignir Steinþór Hall-
dórsson, eigandi í MótX.
Þeir segja að þeir sem eldri séu í
þessum geira og enn að, hafi oftar
en ekki verið með ákveðin verkefni í
vinnslu við hrunið sem þeir hafi kos-
ið að ljúka við. Hinir yngri kaupi
lóðir og byrji á nýjum verkefnum.
MótX var stofnað árið 2005.
Vignir Steinþór nefnir að árlega
þurfi 1.200-1.500 nýjar íbúðir á ári.
Á árunum fyrir hrun hafi verið
byggðar alltof margar íbúðir eða um
3.500 íbúðir árlega, en eftir hrun,
nánast ekki neitt. Engu að síður sé
margt ungt fólk að stíga sín fyrstu
skref inn á íbúðamarkaðinn. Það sé
því klárlega skortur á íbúðarhús-
næði. „Það er mikið talað um sex
þúsund tómar íbúðir í fjölmiðlum en
þær eru utan höfuðborgarsvæðis-
ins,“ segir hann.
Í ljósi þessa húsnæðisskorts og
meiri bjartsýni hjá Íslendingum
segjast þeir treysta sér til að ráðast
í þessar framkvæmdir.
Oft er talað um að byggingar-
kostnaður sé of hár miðað við fer-
metraverð. Aðspurðir hvernig þau
mál horfa við þeim segjast þeir
gæta þess að yfirbygging fyrirtæk-
isins sé lítil. Þeir vinni báðir á bygg-
ingarstöðum, auk þess sem fyrir-
tækið sinni verkefnum fyrir aðra, og
með þeim hætti megi nýta manna-
aflann, sem telur um 20 manns, sem
best.
MótX hefur meðal annars smíðað
tvö einbýlishús nokkru eftir hrun
fyrir fólk sem kosið hefur að flytja
aftur til Íslands eftir að hafa búið
erlendis. Þegar eru 25 áhugsamir
um að kaupa íbúðir í Þorrasölum og
það styttist í að Kópavogstún fari í
sölu. „Þegar um er að ræða svona
skemmtilegar staðsetningar og
vönduð hús, hafa margir áhuga á að
festa sér eign,“ segir Svanur.
Reisa fjölbýlishús fyrir um
tvo milljarða í Kópavogi
„Það hefur skapast rými fyrir unga menn að láta til sín taka“
Framkvæmdir Vignir Steinþór Halldórsson og Svanur Karl Grjetarsson, eigendur verktakafyrirtækisins MótX.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Mikil þörf á íbúðum
» Mikil þörf hefur myndast
fyrir nýjar íbúðir á höfuðborg-
arsvæðinu.
» Árlega þarf 1.200-1.500 nýj-
ar íbúðir. En lítið hefur verið
byggt eftir bankahrun.
» Verið er að ljúka við upp-
steypu á fjölbýlishúsi í Þorra-
sölum og fyrsta skóflustunga í
Kópavogstúni verður tekin í
sumar.
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
STUTTAR FRÉTTIR
● Dr. Kjell Nilsson
hefur verið ráðinn
forstjóri hjá Nord-
regio, rannsókna-
stofnun ráðherra-
nefndar Norður-
landa í Stokkhólmi.
Kjell Nilsson tók
við sem fram-
kvæmdastjóri 1.
febrúar 2013. Hann
er landslags-
arkitekt að mennt, útskrifaðist 1989
með doktorsgráðu frá Landbúnaðar-
háskóla Svíþjóðar, en vann síðast hjá
skóga- og landslagsstofnun Kaup-
mannahafnarháskóla. Þar var hann að-
stoðarforstjóri.
Forstjóri hjá Nordregio
Dr. Kjell
Nilsson
● Japanski myndavélaframleiðandinn
Olympus lækkaði í gær afkomuspá sína
fyrir rekstrarárið vegna minni eftir-
spurnar eftir stafrænum myndavélum.
Er nú gert ráð fyrir að hagnaðurinn
nemi 6 milljörðum jena, 8,3 milljörðum
króna, á rekstrarárinu sem lýkur í lok
mars. Fyrri spá hljóðaði upp á 8 millj-
arða jena hagnað. Er því spáð að salan
verði 740 milljarðar jena sem er 2,2%
minni sala en fyrri spá hljóðaði upp á.
Olympus lækkar afkomu-
spá sína í 6 ma jena
Breski Barclays-bankinn greindi frá
því í gær að hann áformaði að segja
upp að minnsta kosti 3.700 starfs-
mönnum sínum í ár.
Uppsagnirnar eru liður í sparnað-
araðgerðum bankans og viðbrögð við
þeim fjársektum sem bankinn þarf
að greiða eftir að upp komst um aðild
hans að Libor-hneykslinu svokall-
aða.
Hæsta stjórnvaldssekt
Þar er talið að nokkrir af stærstu
bönkum heims hafi stundað vaxta-
svindl á LIBOR-millibankavöxtum
frá árinu 2005 með því að senda inn
villandi og rangar upplýsingar.
Sektin nemur 290 milljónum sterl-
ingspunda, sem jafngildir 57 millj-
örðum íslenskra króna. Þetta er
hæsta sekt sem bresk stjórnvöld
hafa lagt á banka hingað til.
Í tilkynningu frá Barclays segir að
1.800 verði sagt upp hjá fyrirtækja-
og fjárfestingarsviði bankans og
1.900 hjá starfsstöðvum hans í Evr-
ópu. Ekki liggur fyrir hvenær ársins
verður ráðist í uppsagnirnar.
AFP
Uppsagnir Nokkurn veginn jöfn skipting verður í uppsögnum Barclays-
banka á milli starfsstöðva bankans í Bretlandi og Evrópu.
3.700 verður sagt
upp hjá Barclays
Afleiðingar Libor-hneykslisins
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+11.23
+,4.1,
,,.1--
,3.,3+
,/./+,
+31
+.32-+
+12.21
+5+.24
+,-.32
,//./,
+,5.,1
,3./22
,3.,11
,/./5+
+31.31
+.34,+
+14.+5
+5,./0
,33.3++5
+,-.44
,//.2+
+,5.44
,3.+,,
,3.345
,/.+3
+31.5-
+.344+
+14.52
+5,.2,
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á