Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 24

Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Ertu að taka til … … á vinnustaðnum Komdu spilliefnunum og raftækjunum á söfnunarstöðina næst þér … … við sjáum um framhaldið! Gufunesi · 112 Reykjavík · Sími 559 2200 · efnamottakan.is… í bíls umkúrn Ísland hefur í gegn- um aldirnar tekið reglulegum breyt- ingum í fullkomnu samræmi við lögmál náttúrunnar, öflum sem okkur er ekki ætl- að að ráða við heldur aðlagast. Þessi öfl hafa ekki bara mótað land- ið, heldur einnig við- horf Íslendinga til náttúrunnar og hvernig gæði náttúr- unnar skulu nýtt á hverjum tíma. Aukin vakning fyrir náttúru og um- hverfi hefur leitt til þess að almenn- ingur hefur stofnað fjölmörg frjáls félagasamtök sem hafa ýmist það að markmiði að fræðast um náttúru Ís- lands, nýta gæði hennar með skyn- samlegum hætti eða láta hana meira og minna ósnerta. Sameiginleg markmið Öll sjónarmið í þessu eru góð og gild, þróunin heldur áfram og okkar helsta verkefni er að ná sátt um nauðsynlegar aðgerðir þar sem þær koma að gagni, t.d. með lagasetn- ingu, skilvirkari hlutverkaskiptingu og skipulagi stofnana, skilgreiningu tekjustofna og aðkomu almennings. Málefni Vatnajökulsþjóðgarðs voru vendipunktur í samskiptum yf- irvalda og almennings og prófsteinn á getu stjórnmálamanna og embætt- ismanna til að aðlagast breyttum að- stæðum, þ.e. auknu aðhaldi almenn- ings. Almenningur lítur á aðgengi að náttúru Íslands sem jafn sjálfsagðan hlut og að geta gengið óáreittur inn- an veggja síns eigin heimilis, þar sem almennar siðareglur gilda um sambýli (tillitssemi, umburðarlyndi og virðing). Nú stöndum við hins vegar frammi fyrir ofurtrú stjórn- valda á að leysa sameiginlegan vanda með boðum og bönnum, enda er það eina lausnin sem er í boði, stundi menn ekki samráð. Markmið allra útivistarfélaga er að koma í veg fyrir að spjöll eigi sér stað á verðmætum sem hafa ekki kostað almenning neina fjármuni að njóta, þó svo að kostn- aður vegna ferðamáta, búnaðar og þjónustu sem útivistinni tengist sé mjög breytilegur og hafi oft numið háum fjárhæðum. Aðalatriðið er að aðgengi sé tryggt án þess að spjöll hljót- ist af, óháð ferðamáta. Ný náttúruverndarlög og aðkoma almennings Drög að nýjum náttúruvernd- arlögum eru nú til umfjöllunar á Al- þingi og sagan virðist vera að end- urtaka sig. Stjórnvöld hafa ekkert lært af reynslunni þrátt fyrir alla gagnrýnina um skort á samráði og að ekki sé leitað í þekkingarbrunn almennings í gegnum frjáls fé- lagasamtök á sviði útivistar, þ.e. þeirra sem eru að nýta sér þau lífs- gæði sem felast í útivist og ferðalög- um um landið. Þessi félög hafa staðið fyrir öflugri fræðslu og fyrirbyggj- andi aðgerðum í tugi ára, allt í sjálf- boðavinnu, til að ná sömu mark- miðum, þ.e. að vernda náttúru Íslands og það löngu áður en stjórn- völd tóku að ranka við sér og ætluðu að redda hlutum með sínum aðferð- um, þ.e. að innleiða boð og bönn, auka réttaróvissu meðal almennings og útbúa löggjöf sem gengur út á refsingar en ekki hvatningu og fræðslu þar sem almenningur í gegnum frjáls félagasamtök ætti að vera hluti af lausninni. Árósasamningurinn og samráð Tilgangur laga er að veita frelsi og vernd. Hlutverk þingheims er að út- búa góð lög sem byggjast á þessum grunngildum. Nú er það hinsvegar svo að flest verkefni þingmanna snúa að því að ákveða hvernig sam- eiginlegum fjármunum er varið, nokkuð sem hefur mjög skýrt gildi og skýra mælikvarða. Þegar kemur að umhverfismálum erum við hins- vegar að ræða verðmæti sem eru ekki metin í krónum og aurum. Náttúra Íslands er griðastaður sem gefur almenningi kost á að kúpla sig frá hversdagsleikanum og allri um- ræðu um veraldleg gæði og tengjast uppruna sínum, stórkostlegur stað- ur til að vera á. Það er því ekki að ástæðulausu sem við höfum innleitt Árósasamninginn sem ítrekar ein- mitt aðkomu almennings þegar kemur að þessum málum. En hvað hefur breyst eftir innleiðingu Ár- ósasamningsins, nákvæmlega ekk- ert! Stjórnvöld halda uppteknum hætti og túlka samráð sem leyfi al- mennings til að hafa opinbera skoð- un á því sem stjórnvöld eru að gera, en lítið er gert með þessar at- hugasemdir. Það er staðreynd. Ráðgjafar stjórnvalda Stjórnvöld styðjast mest við „Hvítbækur“ sem meginheimildir fyrir lagasetningu, en stóra spurn- ingin í þessu samhengi er hverjir eru stjórnvöldum til ráðgjafar í und- irbúningsferlinu? Gallinn við núver- andi nálgun er ekki sá að okkur vanti upplýsingarnar um þær stað- reyndir sem blasa við, þær hafa gert það áratugum saman og þarf enga „Hvítbók“ til að upplýsa reynda úti- vistarmenn um það sem er í gangi, þó svo að „Hvítbækur“ séu ágæt samantekt og heimild til að stíga næstu skref innan stjórnsýslunnar. Gallinn við nálgunina er sá að lög eiga að vera hluti af lausn, lausn sem skilar árangri mun ekki nást án virkrar aðkomu og ráðgjafar frjálsra félagasamtaka á sviði útivistar, þrátt fyrir fagurgala stjórnvalda um ann- að. – Þetta er veruleikinn og því fyrr sem stjórnmálamenn aðlagast þess- um veruleika, þeim mun fyrr verður sameiginlegum markmiðum náð á sviði sjálfbærrar nýtingar. Tími fag- urgala er liðinn, stjórnvöld þurfa að aðlagast nýjum tímum og lifa þau gildi sem eru boðuð um samráð. Ferðafrelsi.is Áhyggjur almennings eru raun- verulegar, um það vitnar góð þátt- taka í undirskriftasöfnun Ferða- frelsishópsins sem nú stendur í rúmum 14.000 þegar þessi orð eru skrifuð. Náttúra Íslands, samráð og aðlögunarhæfni Eftir Arne Sólmundsson » Lausn sem skilar ár- angri mun ekki nást án virkrar aðkomu og ráðgjafar frjálsra fé- lagasamtaka á sviði úti- vistar … Arne Sólmundsson Höfundur er verkfræðingur, veiði- maður og varaformaður SKOTVÍS. Nú hefur það komið upp úr dúrnum í snot- urri grein séra Hall- dórs í Holti í Morg- unblaðinu í vikunni sem leið, að hann fór í tvær spandansreisur um Suðurland til þess að eiga við fólkið þar viðræður um framboð sitt og ekki síst stöðu formanns Sjálfstæð- isflokksins. Minnir þetta dálítið á ferðir annars boðbera sannleikans undan Eyjafjöllum, eða þegar Eirík- ur á Brúnum tók að boða trú mor- móna fyrir margt löngu. Halldóri var vel fagnað á bæjunum og gerður góður rómur að erindi hans, en þessu var allt öðru vísi farið hjá bóndanum á Brúnum, því fáir virtu hann viðlits og presturinn sem þá sat í Holti sigaði á hann hundum. Það var ýmist að frumkvæði séra Halldórs í þessum reisum eða við- mælenda hans að bollaleggingar um stöðu formannsins voru til umfjöll- unar, en það fer þó ekki fram hjá nokkrum manni hvar áhugi séra Halldórs liggur. Hann færir stuðn- ingsleysið við formanninn í bókhald sitt í sverum prósentum, en ekki er vitað til þess að Eiríkur á Brúnum hafi fært vondan stuðning við trúboð sitt í þess konar reiknikúnstir. Það væri býsna fróðlegt að vita hverjum stuðningi Sunnlendingar lofuðu frambjóðandanum Halldóri Gunn- arssyni, nema það hafi gleymst, sem er ekki ólíklegt, þegar í ljós kom hvern veg atkvæði féllu. Það er eins og gengur að ekki eru allar ferðir til fjár og ekki kæmi mér á óvart að þessar ferðir um Suður- land muni litlu skila Halldóri í Holti við það óhappaverk að ætla að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Það kæmi reyndar ekki á óvart að hann hætti bara við og snéri sér að einhverju öðru þarfara, sem væri fagnaðar- efni, því það munar um hann, þegar hann bregður vana sínum og sýnir ljósu hliðina. En úr því að prósent- ur eru nefndar þykir mér rétt að nefna það í leiðinni að í nýlegri könnun gefur að líta að fylgi Sjálfstæðisflokks- ins sé afgerandi mest í kjördæmi formannsins Bjarna Benediktssonar eða 42% og 7 þingmenn kjörna á sama tíma og það mælist um 32% í höfuðborginni og jafn marga kjörna þingmenn. Þetta er niðurstaðan, þrátt fyrir að í því kjör- dæmi sé öflugustu frambjóðendum hinna flokkanna að mæta. Eins og ég hef litla trú á prósentureikningi prestsins held ég að útilokað sé, þrátt fyrir góðan vilja, að skýra þetta öfluga fylgi flokksins í Krag- anum með því að formaður hans njóti ekki trausts. Við séra Halldór hljótum að fagna því að Hanna Birna ætlar að styrkja forystusveitina með því að beita sér af alefli í komandi kosningum og kveða þannig niður sundurlynd- isfjandann. Ég er sammála séra Halldóri um það að nauðsynlegt er að Sjálfstæð- isflokkurinn kveði skýrt að um þau úrræði, sem hann ætlar að nota til þess að leysa skuldavanda heim- ilanna. Sá flokkur sem gerir það ekki á ekkert gott skilið og mun í kosningunum í vor „eiga litla von hjá ljúfum Drottni.“ Læt ég hér með þessum skylm- ingum við prestinn í Holti lokið á síð- um Morgunblaðsins en hlakka til að hitta hann á Landsfundi. Prósentu- reikningur í Holti Eftir Árna Emilsson Árni M. Emilsson » Við séra Halldór hljótum að fagna því að Hanna Birna ætlar að styrkja forystusveit- ina ... Höfundur er fyrrverandi bankamaður og áhugamaður um þjóðmál. Sveit Vina Reykjanesmeistari Reykjanesmótið í sveitakeppni fór fram helgina 9.-10. febrúar. Tíu sveitir kepptu um sjö sæti í undan- úrslitum Íslandsmótsins auk þess sem áttunda sveitin kemst inn sem fyrsta varasveit í sætið sem Reykja- vík nýtti ekki. Sveit Garðs Apóteks vann mótið á endasprettinum eftir að Sigtryggur vann hafði haft góða forystu lengst af. Vinir eru hins veg- ar Reykjanesmeistarar 2013 þar sem þrjár efstu sveitirnar voru ekki löglega skipaðar til að keppa um þann titil. Sveit Vina skipa þeir Heimir Tryggvason, Árni Már Björnsson, Gísli Tryggvason, Leifur Kristjánsson og Þorsteinn Berg. Sveit Garðs Apóteks skipuðu Björn Eysteinsson, Guðmundur Sv. Her- mannsson, Jón Þorvarðarson og Hermann Friðriksson. Röð efstu sveita varð annars þessi. Garðs Apótek 191 Sigtryggur vann 173 Vinir 136 Pétur og Úlfarnir 136 GSE 133 Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 8. febrúar 2013 var spilað á 14 borðum hjá FEBH með eftirfarandi úrslitum í N/S: Jón Sigvaldason – Katarínus Jónsson 356 Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 350 Örn Einarss. – Steinmóður Einarss. 346 Albert Þorsteinss. – Björn Árnason 336 A/V: Anton Jónsson – Ólafur Ólafsson 388 Sigurður Tómáss. – Guðjón Eyjólfss. 365 Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 363 Tómás Sigurjónss. – Björn Svavarss. 359 Eldri borgarar Reykjavík Fimmtudaginn 7. febrúar var keppt í tvímenningi hjá Bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor var 216 stig. Efstir í N-S: Jón Lárusson – Ragnar Björnss. 252 Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 251 Siguróli Jóhannss. – Auðunn Helgas. 243 Hrafnh. Skúlad. – Guðm. Jóhannsson 241 A-V Bergur Ingimundars. – Axel Láruss. 253 Guðm. Steinbach – Bjarni Guðnas. 250 Jón Þ. Karlss. – Ægir Ferdinandss. 240 Sigurjón Helgas. – Helgi Samúelss. 240 Mánudaginn 11. febrúar var spil- aður tvímenningur á 14 borðum. Meðalskor var 312 stig. Efstir í N-S: Ágúst Helgason - Haukur Harðarson 372 Magnús Oddsson - Oliver Kristófersson 358 Hrafnh. Skúlad. - Guðm. Jóhannsson 357 Valdimar Ásmundss. - Björn Péturss. 338 A-V Albert Þorsteinsson - Bragi Björnsson 407 Bergur Ingimundarson - Axel Lárusson 362 Elías Einarss. - Höskuldur Jónsson 353 Bjarni Guðnason - Guðm. K. Steinbach 351 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.