Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Golfklúbbur Kópavogs og Garða- bæjar var stofnaður 24. mars 1994 og verður því 20 ára á næsta ári. Klúbburinn er nú næst- fjölmennasti golfklúbbur landsins með tæplega 2.000 fé- laga. Golfvöll- urinn hefur verið í mikilli upp- byggingu síðustu ár og er í dag einn besti völlur á landinu. Mikil áhersla hefur ávallt verið lögð á barna- og unglingastarf og síðasta sumar voru um 1.000 börn og ung- lingar sem æfðu á vegum klúbbs- ins, þar af um 600 börn innan við 10 ára aldur sem sóttu sumar- námskeið sem GKG stendur fyrir. Það er því óhætt að segja að mikil gróska sé í starfseminni og mikill hugur í félögum GKG að efla og styrkja starfið enn frekar á næstu árum. Það er því bjart framundan hjá GKG, eða hvað? Vellir og samningar GKG rekur tvo golfvelli, þ.e. Leir- dalsvöll og Mýrina, sem eru í lönd- um Kópavogs og Garðabæjar. Um þann hluta Leirdalsvallar, 15,15 ha að stærð, sem er í landi Kópavogs, var gerður samningur árið 2007 til 20 ára, sem framlengist um sama tíma verði honum ekki sagt upp með árs fyrirvara. Árið 1999 var gerður leigusamningur við Rík- isspítalana, sem höfðu umsjón með landinu af hálfu ríkisins, um 46,5 ha. lands, en ríkið er eigandi landsins. Þessi samningur er einn- ig til 20 ára og framlengist sjálf- krafa um sama tíma ef honum hef- ur ekki verið sagt upp fyrir lok leigutímans. Í 2. gr. þessa samn- ings stendur m.a.: „Hið leigða land er leigt til að byggja og starfrækja á því golfvöll og er leigutaka (GKG) heimilt í því skyni að gera nauðsynlegar breytingar á landinu svo sem byggja félagsskála, verk- færageymslu, gera bílastæði og annað sem nauðsynlegt er vegna starfsemi klúbbsins, allt að fengnu samþykki skipulags- og bygginga- yfirvalda Garðabæjar. Uppdrættir af félagsskála skulu þó lagðir fyrir leigusala til samþykktar svo og af öllum meiriháttar mannvirkjum.“ Fyrir þennan leigusamning greiðir GKG 4.100.000 kr. á árinu 2013, en þetta er trúlega eina íþróttafélagið á landinu sem greiðir leigu fyrir land, en leigan rennur til starfs- mannaráðs LSH. Fáum enga lóð Félagsaðstaða GKG er löngu sprungin og hefur verið leitað eftir lóð fyrir nýja félagsaðstöðu til Garðabæjar svo árum skiptir. Skiptar skoðanir voru meðal fé- laga GKG um staðsetningu bygg- ingarinnar, þótt mikill meirihluti vildi byggja á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar. Meiri- hluti bæjarráðs Garðabæjar hafn- aði þeirri staðsetningu á fundi 20. mars 2012, en kvaðst reiðubúinn að heimila byggingu á svipuðum slóðum og núverandi skáli stend- ur. Félagar í GKG féllust á þá staðsetningu, því það er svo mik- ilvægt fyrir alla starfsemi GKG að hefja byggingu sem allra fyrst að ekki var talið forsvaranlegt að láta deilur um staðsetningu tefja málið frekar. Okkur var að sjálfsögðu ljóst, að breyta þyrfti deiliskipu- lagi áður en við fengjum formlega úthlutaða lóð. Ekki er talið að það þyrfti að taka langan tíma. Nú rúmum 10 mánuðum eftir fundinn í bæjarráði Garðabæjar virðist sem málið sé sofnað. Þrátt fyrir að stjórn GKG hafi reynt að fá nið- urstöðu í þetta mál virðist sem allt strandi á að fulltrúi í fjár- málaráðuneytinu skrifi upp á heimild til að breyta deiliskipulag- inu. Í leigusamningnum er hvergi vikið að því að ríkið þurfi að skrifa upp á breytingu á deiliskipulagi, heldur er skýrt kveðið á um heim- ild GKG til að byggja félagsað- stöðu að fengnu samþykki skipu- lags- og byggingayfirvalda í Garðabæ. Mér virðist því að þetta mál sé alfarið í höndum bæjaryf- irvalda í Garðabæ. Ég vil skora á alla félaga í GKG að leggjast nú á árarnar með stjórninni í að fá lausn í þessu máli sem allra fyrst. GUÐMUNDUR ODDSSON, formaður GKG. Hvers á GKG að gjalda? Frá Guðmundi Oddssyni Guðmundur Oddsson Enn berast fréttir af miklum síld- ardauða í Kolgrafafirði, súrefn- isskortur vegna veðrabrigða segja þeir vísu menn hjá Hafrannsókna- stofnun og er það sjálfsagt rétt greint. En af hverju kemur þetta fyrir allt í einu núna og það tvisvar með skömmu millibili og af hverju hef- ur þetta ekki komið fyrir á undan- förnum árum eða einhvern tímann áður. Það er athyglisvert að velta því svolítið fyrir sér hvort þarna séu kannski einhverjar aðrar ástæður en vanalegar veðurbreytingar að verki, eitthvað annað en við eigum að venjast svona dags daglega? Eru síldargöngur kannski svona miklu meiri nú en undanfarin ár og þess vegna verði ástandið svona miklum mun alvarlegra fyr- ir vikið? Á Snæfellsnesi eru nokkuð margar og smáar eldstöðvar frá nútíma og að sjálfsögðu eldstöðin í sjálfum konungi Snæfellsnessins, Snæfellsjökli, og hafa sumar þeirra komið upp á ólíkleg- ustu stöðum eins og Eldborgin fagra á Mýrum og eldstöðin sem sendi hraunið niður í Hrauns- fjörð sem er næsti fjörður við Kolgrafafjörð. Svo virðist því sem virkni sé talsverð í jarðskorpunni þarna og hugsanlega þarf hún stundum að losa sig við gasteg- undir sem kannski sum eld- stöðvakerfi losa sig við í gegnum hverasvæði en þarna er ekki mikið um hverasvæði þó að vísu sé þarna eitthvað um heitar laugar. Gæti það verið möguleiki að móðir jörð sé að losa sig við gas og gufur upp um sprungur sem mögulega geta verið á botni fjarð- arins? Væri ekki full þörf á að jarð- fræðingar kæmu að rannsókn þessara furðulegu atburða og þá hvort á þessum svæðum væri eitt- hvað það að gerast í jarðskorp- unni sem vert væri að veita at- hygli. Snæfellsnesið skartar einum fremsta eldfjallafræðingi verald- arinnar og ættu því að vera hæg heimatökin að fá menn með sér- þekkingu á svona málum. Ef eitthvað svona lagað væri á ferðinni þarna þarf ekki að hafa mörg orð um þá hættu sem skap- ast gæti við að stefna miklum mannfjölda á staðinn. Ég vona að þessar ábendingar mínar hræði engan og vil benda á að ég er enginn sérfræðingur, heldur einungis óbreyttur almúga- maður sem hefur áhuga á svona dularfullum atburðum og eru þetta einungis hugarórar mínir og hugrenningar um þennan skyndi- lega og furðulega fiskidauða sem virkilega er þörf á að okkar fremstu sérfræðingar rannsaki á allar hugsanlegar hliðar. HJÁLMAR MAGNÚSSON, Kópavogi. Vangaveltur um síldar- dauðann í Kolgrafafirði Frá Hjálmari Magnússyni Hjálmar Magnússon Trésmiðja GKS ehf, Funahöfða 19, sími 577 1600, gks@gks.is, gks.is Gæði - Kunnátta - Sveigjanleiki Dreymir þig nýtt eldhús! Hjá þaulvönum starfsmönnum GKS færðu sérsmíðað eldhús og allar innréttingar sem hugurinn girnist. Við bjóðum framúrskarandi þjónustu og gæðasmíði alla leið inn á þitt heimili. LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 ER ÞÖRF Á MARGSKIPTUM GLERAUGUM? MARGSKIPT GLER -25% Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.