Morgunblaðið - 13.02.2013, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.02.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Trjáklippingar trjáfellingar og grisjun sumar- húsalóða. Hellulagnir og almenn garðvinna. Tilboð eða tímavinna. Jónas F. Harðarson, garðyrkjumaður, sími 6978588. Gisting Gisting Akureyri Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að- staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri orlofshús við Akureyri og öll með heitum potti. orlofshus.is Leó 897 5300 Húsgögn HÓTELHÚSGÖGN www.nyvaki.is Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvk. Securitas- öryggiskerfi. Tölvulagnir. Góð samnýting. Uppl. í síma 896 9629. Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar verslun í Hagkaup Smáralind og Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Blekhylki.is, sími 517-0150. Saumavélar- saumavélaviðgerðir Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Viðgerðir á flestum gerðum sauma- véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is eða hringdu í s. 892 3567 eftir hádegi alla daga. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Verkfæri Nýtt: YRSA, Reykjavík, kvenúr. Svissneskt Ronda-verk, 50 metra vatnshelt, tveggja ára ábyrgð. Verð 14.900. Samsett í Elsass. Tilvalin gjöf á Valentínusardaginn. ERNA, Skip- holti 3, s.552 0775, www.erna.is Bílaþjónusta Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð. CC.BÍLALEIGA S. 861 2319. Varahlutir Sendu eina fyrirspurn á 39 PARTASaLa og þeir svara þér ef hluturinn er til. www.partasalar.is Notalegt eldra einbýli Til sölu á Akranesi fallegt eldra ein- býli í fínu standi, 5 herb., ljósleiðari, tvö garðhús, góður sólpallur, skipti á ódýrari íbúð í fjölbýli eða sumarhúsi. Laust fyrir páska. Uppl. í síma 896 1422. Kristján. ✝ Hrefna Sigríð-ur Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík hinn 15. desember árið 1917. Hún and- aðist hinn 12. jan- úar sl. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ólaf- ur Sigurðsson frá Neistakoti á Eyr- arbakka og Ingi- björg Sveinsdóttir frá Mið-Mói í Flókadal í Skaga- firði. Elstur barna þeirra var Sigurður Sveinn, f. 1908, d. 1970; þá Geir, f. 1909, d. 1976; þá Baldur Rafn, f. 1911, d. 2001; Þuríður Magna f. 1913, d. 1929. Hrefna var yngst þessara systk- ina. Hrefna giftist hinn 16. desem- ber 1940 Carl Emil Ole Möller Jónssyni, f. í Stykkishólmi 11. mars 1912, d. 1958, sonur hjónanna Jóns Júlíusar Björns- sonar og Dórótheu Kristínar Möller. Carl Emil og Hrefna áttu heima á Freyju- götu 10 og síðar á Bergstaðastræti 21b. Börn þeirra eru: Ólafur, kvænt- ur Sigrúnu R. Jóns- dóttur. Hann átti áður Önnu Hall- grímsdóttur. Jón, kvæntur Möggu Hrönn Árnadóttur. Dóróthea Ingibjörg, gift Jóni Gröndal. Dagný, gift sr. Geir Waage. Carl Emil hafði áður átt Valentínu Valgeirsdóttur. Með henni átti hann tvo sonu: Val- geir og Björn. Hrefna gekk Birni í móðurstað, en Valgeir ólst upp til sextán ára aldurs hjá móðurömmu sinni og -afa. Val- geir er kvæntur Unni Krist- insdóttur, en Björn átti lengst af Kristínu Markan. Útför Hrefnu fór fram í kyrr- þey, að hennar ósk. Með söknuð í hjarta og full þakklætis minnumst við systkin- in ömmu Hrefnu sem nú hefur kvatt okkur 95 ára að aldri. Amma Hrefna var einstök kona, dugleg og ósérhlífin sem ung varð ekkja með fjögur börn og tvo fóstursyni, Valgeir föður okk- ar og Björn bróður hans. Lífs- baráttan var ekki alltaf auðveld en með einstökum dugnaði og eljusemi tókst henni að koma börnum sínum á legg og halda stórt heimili með miklum mynd- arbrag. Þegar litið er yfir farinn veg koma fyrst upp í hugann sam- verustundir í húsinu á Bjargar- stígnum, húsinu sem var lítið að utan en svo stórt að innan, upp- fullt af hjartahlýju og gæsku. Heimilið laðaði að sér unga fólk- ið, vini barnanna og fleiri gesti svo oft var þar margt um mann- inn enda allir velkomnir. Þá var oftar en ekki setið við eldhús- borðið yfir rjúkandi kaffi og veit- ingum og málin rædd. Rausnarskapur ömmu Hrefnu var einstakur hvort sem um var að ræða veisluhöld, gjafir eða hennar miklu góðvild. Hún naut þess að gera vel við fólkið sitt enda afburða kokkur og bakari. Hún fylgdist stolt með ört stækkandi barnahópnum og framgangi þeirra í leik, námi og starfi. Amma Hrefna skipaði heiðurs- sess á öllum okkar hamingju- stundum hvort sem um var að ræða skírnir, fermingar, afmæli, brúðkaup eða útskriftir og hún naut þess að taka þátt í viðburð- um í fjölskyldunni fram á síðasta dag. Samband hennar við börn sín og fjölskylduna alla var ein- stakt og hún naut nálægðar við fólkið sitt enda var hún ávallt umvafin af fjölskyldunni, ekki síst þar sem hún bjó um árabil í íbúð sinni í sama húsi og Jón sonur hennar og fjölskylda hans. Á hundrað ára afmælisdegi Emils afa í mars á síðasta ári kom stórfjölskyldan saman og rifjaði upp gamla tíma í máli og myndum. Þó að margir væru fjarri vegna fjarlægrar búsetu dugði ekkert annað en stór veislusalur enda hópurinn stór. Á afmælisdegi ömmu Hrefnu í desember var hefð að koma saman á heimili hennar og varð sá dagur þannig á vissan hátt hluti af jólahátíðinni ár hvert. Í desember síðastliðnum átt- um við saman dýrmæta stund á Hjúkrunarheimilinu Grund þar sem börn hennar og fleiri af- komendur komu saman yfir kaffiveitingum í tilefni af 95 ára afmæli hennar. Síðar um daginn var svo slegið upp jólaballi þar sem börn barnabörn og barna- barnabörn skemmtu sér saman. Jafnvel þó að amma Hrefna hafi ekki getað verið á staðnum þá var greinilegt að hún var með okkur í anda. Það er vonandi að sú hefð haldist innan fjölskyld- unnar að koma saman þennan dag þó að hún sé nú fallin frá. Já, minningarnar eru góðar og gefandi og auðga líf okkar og fyrir þær viljum við þakka. Megi góður Guð blessa minningu ömmu Hrefnu. Aðalheiður, Sigríður og Emil Hannes Valgeirsbörn. Hrefna S. Ólafsdóttir Gísli á Hofi var einstakur mað- ur, sannur leiðtogi á mótunartím- um íslenkrar nútímamenningar. Gísli unni landi sínu og þjóð og sá hvað gera þyrfti til að efla og styrkja samfélagið, ekki síst að nýta auðlindir jarðar, fræða fólk og efla skólastarf í byggðum landsins. Og hann kom hugsjón- um sínum og fjölmörgum verk- efnum í farsæla höfn með festu og miklum dugnaði. Gísli tók við for- mennsku skólanefndar Bænda- skólans á Hólum á erfiðum tímum í kringum 1980. Skynsemi Gísla og þrautseigja áttu mjög mikil- vægan þátt í að skólinn tók að vaxa og dafna. Á þessum árum var lagður grunnur að faglegu starfi skólans sem síðar varð til þess að hann fékk viðurkenningu sem háskóli. Gísli gerði sér grein fyrir að skól- inn og Hólastaður eru samtvinn- aðir. Með stofnun og farsælu starfi Hólalax og Hitaveitu Hjaltadals, þar sem Gísli var í lykilhlutverki, var efling Hóla í Hjaltadal, þessa forna seturs menntunar og menningar, enn betur tryggð. Hólar eiga honum mikið að þakka. Ég kynntist Gísla þegar ég hóf störf við skólann upp úr 1990. Gísli var athugull, yfir- vegaður og með skarpa sýn. Hann spurði skýrt og vildi fá skýr svör. Gísli Pálsson ✝ Gísli Pálssonfæddist í Sauðanesi á Ásum í Austur-Húnavatns- sýslu 18. mars 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 30. janúar 2013. Út- för Gísla fór fram frá Blönduóskirkju 8. febrúar 2013. Að sama skapi var hann nærgætinn og stutt í húmorinn. Hann hugsaði um hag fólks og sam- félags, en það var honum fjarri að upphefja sjálfan sig á nokkurn hátt. Þegar ég tók við forstöðu skólans hafði Gísli látið af formennsku skóla- nefndar, en hann var áfram tíður gestur á Hólum. Hann sótti þá viðburði og athafnir skólans sem hann hafði tök á. Alltaf þótti mér gott að sjá bílinn hans renna í hlað. Hann var áhugasamur um málefni skólans og sá áhugi dvín- aði aldrei. Á síðustu árum heim- sótti Gísli mig reglulega á skrif- stofuna. Hann kom sér beint að efninu, vildi vita hvernig baráttan gengi og ræða hvað væri réttast og best fyrir skólann. Innsýn hans í stöðu mála í þjóðfélaginu, stuðningur hans og ráðgjöf var mér mikils virði. Þótt aldurinn færðist yfir voru viðhorf hans ætíð fersk og skilningur hans á gangi mála og hvernig best væri að takast á við hlutina var mikill. Þetta endurspeglaði ríka reynslu hans og stöðugan þroska á fal- legan hátt. Nú þegar ég hef látið af rekt- orsstarfi finn ég jafnvel enn bet- ur hvernig samskipti okkar Gísla auðguðu líf mitt. Við Sólrún vott- um fjölskyldu Gísla á Hofi okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing hans. Skúli Skúlason. Það stafaði ákveðnum ljóma af Vatnsdal í æsku minni. Göfug- mennið Ingimundur gamli bjó á Hofi á söguöld en grályndir ná- grannar á öðrum bæjum. Á seinni öldum bjuggu höfðingjar af ýmsu tagi í dalnum sem sögur gengu af. Þegar maður eltist kom í ljós að þarna bjó venjulegt fólk sem gaman var að kynnast. Einn í þeirra hópi var Gísli á Hofi, sem reyndar var ekki Vatnsdælingur að uppruna heldur ættaður úr minni sveit, fæddur í Sauðanesi. Gísli var mörg ár í hrepps- nefnd og oddviti um tíma. Á þeim árum áttu þeir Gísli og Torfi faðir minn mikil samskipti, m.a. þegar verið var að byggja skólasetrið á Húnavöllum sem stendur í landi Reykja á Reykjabraut og sveita- hreppar sýslunnar reka. Gísli kom þá oft að Torfalæk til að ráðslaga um kaup hreppanna á jörðinni og ýmsar framkvæmdir því það var alltaf hreyfing á hlut- unum þegar hann var annars vegar. Heima á Hofi var líka margt prófað, m.a. reisti Gísli eitt fyrsta fjós á landinu með ristarflór en breytti síðar í sauðfjárbúskap og byggði þá nýtískulega yfir féð, komið var að loðdýrarækt, stund- uð skógrækt og verkaður hákarl. Yfir sjálfan sig og Vigdísi konu sína byggði hann kúluhús, það fyrsta í sýslunni, ef til vill bygg- ingarmáti framtíðarinnar þegar þarf að spara orku og nýta pláss- ið vel. Hugurinn var óþreytandi. Þegar ákveðið var að skipa skóla- nefndir við bændaskólana var hann kosinn í nefndina fyrir Hólaskóla í Hjaltadal sem fulltrúi Austur-Húnavatnssýslu. Þá var eins og opnaðist nýr vettvangur fyrir starfsorku hans. Hann átti drjúgan þátt í mikilli uppbygg- ingu á Hólum, skólabyggingum, hitaveitu og laxeldi. Sú saga gekk að eitt sinn hefði staðið til að skipa atvinnumálanefnd í Skaga- firði en Skagfirðingar svöruðu þá því til að þeir þyrftu enga at- vinnumálanefnd, þeir hefðu Gísla á Hofi. Um sjötugsaldurinn, þegar um hægðist í búskapnum, gaf Gísli út ættartölu í tilefni ættarmóts móðurættar sinnar. Þetta átti að vera ein bók en nú var stofnað forlag og áður en yfir lauk voru bækurnar orðnar fimmtíu að tölu. Þær fjölluðu um hrossa- rækt, ættfræði og veiðiárnar í sýslunni, en einnig ýmislegt fleira. Hygg ég það sé nánast einsdæmi að aldraður bóndi í sveit vinni slík stórvirki. Ég kynntist honum nokkuð í sambandi við útgáfu sumra þess- ara bóka og fylltist sífellt meiri aðdáun á vinnubrögðum hans. Hann sýndi lipurð í samningum og stóð við alla hluti, hvort sem voru munnlegir eða skriflegir. Hann var sanngjarn varðandi efnistök og smekkvís að eðlisfari og hafði mikla hagleiksnáttúru. Við söfnun efnis sýndi hann mikla elju og þolinmæði. Sjálfur sagði Gísli mjög vel frá og hafði gott auga fyrir því skoplega í lífinu. Jóhannes bróðir minn og Elín á Torfalæk taka undir þessi kveðjuorð, en þau og Gísli áttu drjúga samvinnu um árabil, og við Sigríður sendum Vigdísi, börnum og aðstandendum Gísla Pálssonar hlýjar samúðarkveðj- ur. Jón Torfason. Sögufélagið Húnvetningur hefur eignast ýmsa öfluga liðs- menn á 75 ára ferli sínum. Gísli á Hofi er einn þeirra. Eldmóður og hugkvæmni mótuðu störf hans. Þess naut Sögufélagið eins og ýmis önnur félög. Gísli starfaði að fjölþættri bókaútgáfu og að mál- efnum Sögufélagsins. Bókaút- gáfa Gísla var kennd við býlið fornfræga á Hofi í Vatnsdal þar sem þau Vigdís Ágústsdóttir, kona hans, unnu ötullega að ræktunar- og uppbyggingar- starfi. Bókaútgáfan á Hofi gaf út tugi bóka, sumar eftir Gísla, stundum fékk hann ritstjóra eða ritstýrði þeim sjálfur en krafturinn sem bjó í þessum vel mennta bónda nýttist einnig vel bókaútgefand- anum. Hann lét sér ekki vaxa í augum að leggja frá landi þó veð- urútlit væri tvísýnt. Hann hafði traust taumhald á stýrinu og flutti góðan og mikinn afla að landi. Hestar í norðri, bækur um hesta, hestabú og hrossaættir eru fyrirferðarmestar þegar aug- um er rennt yfir lista bókaútgáf- unnar. Hann lét þýða þær á þýsku, ensku, sænsku og fleiri mál. Þessi útgáfa hófst upp úr 1990 og náði yfir margar sýslur. Íslenski fjárhundurinn fékk sína bók, nokkur niðjatöl komu út hjá bókaútgáfunni og bók um heima- sveitina Torfalækjarhrepp. Ná- granni Gísla, Jón Torfason, sagn- fræðingur og skjalavörður, var dyggur samstarfsmaður hans á akri sagnfræði og ritstýrði nýj- ustu bókinni sem kom út fyrir 2 árum og ber heitið Gísli á Hofi vakir enn. Með bókaútgáfu sinni jók Gísli Pálsson drjúgum við fræðaarf- inn. Af verkum Gísla og lífshlaupi sést vel hver ræktunarhugur hans var ríkur. Sýslungi hans Stefán á Kagaðarhóli hefur fróð- legt viðtal við Gísla í Húnavöku- ritinu 1990 og velur því heitið: Hef alltaf haft mikinn áhuga á ræktun. Verk Gísla munu verða öðrum hvatning til starfa. Sögufélagið Húnvetningur þakkar verk hans í þágu húnvetnskra fræða. Ingi Heiðmar Jónsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.