Morgunblaðið - 13.02.2013, Síða 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það getur verið gaman að fara
ótroðnar slóðir en til þess þarf bæði
kjark og þrautseigju. Sá sem biður þig
ráða sækist eftir viðurkenningu. Veldu vel
þá sem þú vilt umgangast áfram.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu að temja þér ráðkænsku og
háttvísi í samtölum við maka og nána vini
í dag. Hefur þér sést yfir eitthvað? Veltu
sparnaðarleiðum fyrir þér.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gættu þess að láta ekki hugann
hvarfla um of. Gönguferð í morgunsárið
hreinsar blóðið og slær ánægjulegan tón
fyrir daginn í heild.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er gott og blessað að leggja
fjölskyldu sinni lið, en varast skaltu aum-
ingjagæsku. Ekkert jafnast á við rökræður
og þú gætir lært af þeim.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú veist eiginlega ekkert hvernig þú
átt að vera og það veldur þér nokkrum
áhyggjum. Að vera sannur í orði og gerð-
um frelsar sálina og nærir anda þeirra
sem við erum samvistum við.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú nýtur þess að eiga stund með
sjálfum þér um þessar mundir. Hafðu
hægt um þig um sinn. Sem betur fer get-
urðu lært af mistökunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þegar einhver stendur með þér hag-
ar viðkomandi sér í samræmi við það. All-
ir virðast hafa skoðun á einkalífi þínu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér tekst að hafa talsverð
áhrif á náungann í dag, ekki síst vegna
glaðværðar þinnar. Varastu að valda
glundroða og leita að átökum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert heltekin/n af ferðaþrá
þessa dagana. Vertu ekkert að velta þér
upp úr vandamálum heldur njóttu þess
að lifa í núinu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er farsælla að velta hlut-
unum stundum fyrir sér en að bregðast
strax við. Félagsþroski þinn er í blóma.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mundu að sú/sá sem þú elsk-
ar er mennsk/ur eins og við hin. Þú gæt-
ir þurft að borga einhverja viðgerð fljót-
lega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Hjátrú getur verið jákvæð ef hún
hjálpar þér að finnast þú hafa stjórn á
ástandinu. Láttu af þeim leiða vana að
efast um eigið ágæti.
Kötturinn Jósefína Dietrich ýmistmalar eða hvæsir í bundnu
máli á fésbók. Hún heyrði af því að
forsetahundurinn Barney Bush, sem
var í fjölskyldu George W. Bush,
hefði hrokkið upp af. Jósefína lét sér
fátt um finnast: „Hvað er verið að
hlaupa með það í blöðin þó að hund-
ur geispi golunni?
Drepast hundar, frændur, fé
og fjandakornið allt sem lifir
en alveg fráleitt að það sé
eitthvað til að fárast yfir.“
Skúli Pálsson svaraði að bragði:
Jósefína Dietrich dýr
og dáindis fín læða
stundum upp á snjáldrið snýr,
snjöll er hennar ræða.
Þá Kristján Björn Snorrason:
Ljótt er að heyra um Barney Bush
blés hann lífi í glæðurnar.
Oftast var hann innan húss
að yfirfara ræðurnar.
Loks Helgi Zimsen:
Þó að detti hér af hjörum
hundur frægur lífs við kíf.
Það er enn á allra vörum
að þú hafir níu líf.
Hagyrðingurinn Óttar Einarsson er
fallinn frá og verður saknað á vísna-
þingum. Björn Ingólfsson orti fallegar
afhendingar er hann heyrði tíðindin:
Tímans megnar enginn á að ósi stemma,
Óttar genginn allt of snemma.
Þótt næsta hrygg við norpum hérna
niðurdregin
mun húmor magnast hinum megin.
Ármann Þorgrímsson orti:
Fullkomið er frelsi hans
fjarri lífsins þrasi
stígur nú við dísir dans
og dreypir öls á glasi.
Óttar sá spaugilegu hliðina á til-
verunni sem endranær er hann
skrifaði á Leirinn í haust: „Maður
gerist nú gamlaður og má segja að
allt manns vit fari í að telja töflur og
vigta skammta ofan í sig í þeirri
veiku von að tóra a.m.k. daginn í
dag – nú og hugsanlega daginn á
morgun líka ef guð lofar.“ Þessi
staka hrökk „óvart“ upp úr honum:
Tek ég lyf á lista skráð,
að lögum guðs og manna
og lifi fyrir líkn og náð
læknavísindanna.“
Síðasta vísan sem Óttar sendi á
Leirinn hljóðaði svo:
Er hún horfin þessi þrá,
þrá sem hlær og grætur?
Manni liggur ekkert á
allra síst á fætur!
Pétur Blöndal pebl@mbl.is
Vísnahornið
Af forsetahundi, frelsi
og föllnum hagyrðingi
Í klípu
„MJÖG ÁHUGAVERT. ERTU MEÐ
EINHVERJA MENNTUN EFTIR
LEIKSKÓLA?“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞAÐ ER LÍTIL MYNDAVÉL
FRAMAN Á HENNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hjálpa að laga
brotið sjálfstraust.
TAKK, SMÁFÓLK,
FYRIR 50 ÁR AF
GÓÐRI SKEMMTUN!
AF HVERJU LÍTUR ÆGIR ÆGILEGI SVONA
HARÐUR OG ÓTTALAUS ÚT ÞEGAR HANN
SITUR MEÐ HENDURNAR SVONA?
HANN ER AÐ REYNA AÐ
FELA ÞAÐ AÐ HANN...
...NAGAR Á SÉR
NEGLURNAR!
ÉG GET
EKKI SOFIÐ
GRETTIR!
ÉG HELD AÐ ÞAÐ
SÉ SKRÍMSLI Í
SKÁPNUM MÍNUM
ÉG HEYRÐI
ÞAÐ ÖSKRA
ÞAÐ SÁ
EFLAUST INN Í
FATASKÁPINN
ÞINN!
Víkverji lagði malbik undir hjól áSafnanótt og skoðaði bæði
Flæði á Kjarvalsstöðum og rólur og
kaðla Bjarkar Viggósdóttur í Hafn-
arborg. Sýningin Flæði byggist á úr-
vali úr safneign Listasafns Reykja-
víkur. Verkunum er skipt út
reglulega, jafnvel á meðan gestir
eru viðstaddir, eins og segir í kynn-
ingu.
x x x
Þessi sýning er ekki síst skemmti-leg vegna þess að þar dúkka upp
verk eftir listamenn, sem ekki hafa
verið áberandi hin síðari ár. Á sýn-
ingunni er greinilega lögð áhersla á
að koma sem mestu að. Gerólík
verkin eru hvert ofan í öðru á veggj-
unum svo úr verður skemmtilegur
glundroði. Auðvitað eru verkin mis-
jöfn, en þau bera því vitni hvað eign
safnsins er fjölbreytileg og vekja
auðvitað til umhugsunar um hvort
ekki ætti oftar að gefa almenningi
kost á að skyggnast í þennan fjár-
sjóð Listasafnsins.
x x x
Í Hafnarborg var Björk Viggósdótt-ir í miðjum samræðum við roskn-
ari gesti sína þegar Víkverja bar að
garði, en yngri gestir klifruðu í köðl-
um og róluðu sér af miklum móð.
Inntak glímu listamannsins við að-
dráttaraflið er ofar skilningi Vík-
verja þannig að hann tók sér börnin
til fyrirmyndar, lagði reyndar ekki í
kaðlana, en rólaði sér feimnislega
örskotsstund og fannst rólan reynd-
ar fullnálægt gólfi til að hann gæti
notað langa skanka sína til að kom-
ast á almennilega ferð en kannski er
það öryggisráðstöfun.
x x x
Liðamótalaus dansari, sem sýndilistir sínar þarna um kvöldið, fór
hins vegar létt með að athafna sig
þótt rólan væri lág og átti ekki held-
ur í neinum vandræðum með að-
dráttaraflið, sem virtist einfaldlega
ekki virka á dansarann. Víkverji hef-
ur fyrir satt að sýningin Aðdráttar-
afl í Hafnarborg hafi einmitt mikið
aðdráttarafl á yngri kynslóðir Hafn-
firðinga, sem athafna sig í hlýju
safnsins í stað þess að kúldrast und-
ir berum himni á leikvöllum, óvarin
fyrir veðri og vindum í hafnfirska
vetrinum. víkverji@mbl.is
Víkverji
Finnið og sjáið að Drottinn er góður,
sæll er sá maður sem leitar hælis hjá
honum. (Sálmarnir 34:9)
Fossaleyni 2, 112 Reykjavík, sími 586 1000
husgogn.is
Heill heimur
af ævintýrum