Morgunblaðið - 13.02.2013, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2013
Við léttum þér lífið
F
A
S
TU
S
_H
_0
5.
01
.1
3
Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 | Síðumúli 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900
WWW.FASTUS.IS
Stuðningshandföng Göngugrindur Griptangir Salernis- og sturtustólar
Fastus ehf. býður upp á heildarlausnir innan endurhæfingar, hjúkrunar og hjálpartækja. Í verslun Fastus að
Síðumúla 16, 2. hæð er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum. Sérhæft fagfólk á sviði endurhæfingar, hjúkrunar
og hjálpartækja leggur metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða við val á vörum fyrir einstaklinga og stofnanir.
Komdu og skoðaðu úrvalið
- við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Í nýjum myndlistarlögum, sem sett
voru í fyrrasumar, eru þau nýmæli
að komið er á fót myndlistarsjóði og
skipað myndlistarráð. Samvæmt
lögunum er markmið myndlistar-
sjóðs að „efla íslenska myndlist með
fjárhagslegum stuðningi og kosta
önnur verkefni er falla undir hlut-
verk og starfsemi myndlistarráðs“.
Fjárveitingar til sjóðsins í ár nema
45 milljónum króna. Sama upphæð
rennur til hönnunarsjóðs.
Myndlistarsjóður, sem ætlað er
að styðja við innlenda myndlist og
sýningar innan lands og utan, hefur
ekki verið til áður, þótt ráðuneytið
hafi lengi veitt styrki til myndlistar-
manna vegna sýninga og annarra
verkefna erlendis, auk þess að veita
fjárstuðning til reksturs á Kynning-
armiðstöð íslenskrar myndlistar.
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og
menningarmálaráðherra, segir að
eins og styrkjaumhverfi listgrein-
anna hafi verið byggt upp, með
verkefna- og launasjóðum, hafi
vantað sjóði fyrir myndlist og hönn-
un. „Myndlistarsjóðurinn fær fjár-
magn gegnum fjárfestingaáætlun
ríkisstjórnarinnar,“ segir hún. „Eitt
er að sækja um starfslaun fyrir af-
mörkuð verkefni einstaklinga en
þarna gefst kostur á að sækja um
fyrir afmörkuð verkefni, þar sem
eru fleiri en einn listamaður, sem er
í takt við margt sem er að gerast í
myndlistarheiminum.“
Katrín hefur skipað í fyrsta
myndlistarráðið. Helstu verkefni
þess eru að úthluta styrkjum úr
myndlistarsjóði, stuðla að alþjóð-
legu samstarfi og kynningu á
myndlistarmönnum, auk þess að
vera ráðherra til ráðgjafar. For-
maður myndlistarráðs er Auður
Ava Ólafsdóttir, forstöðumaður
Listasafns HÍ og rithöfundur. Vara-
formaður er Ólöf K. Sigurðardóttir,
forstöðumaður Hafnarborgar, og
aðrir stjórnarmenn eru listamenn-
irnir Ásmundur Ásmundsson og
Ósk Vilhjálmsdóttir og Halldór
Björn Runólfsson, forstöðumaður
Listasafns Íslands.
Katrín segir myndlistarráð gera
annars vegar tillögur um úthlutun
úr myndlistarsjóði og hins vegar
vera ráðherra til ráðgjafar um
stefnumótun í myndlistarmálum.
„Mikið hefur verið skorið niður í
svokölluðum safnliðum og mín sýn
er sú að best sé að færa sem mest af
styrkveitingum í hendur faglega
skipaðra úthlutunarnefnda og
tryggja þar samráð við grasrótina,
með því að fá tilnefningar um skip-
an ráðanna,“ segir hún.
Katrín segir að í liðinni viku hafi
verið haldinn samráðsfundur í
ráðuneytinu um styrkjakerfi
listanna og í bígerð sé að skoða það
í heild sinni. „Þetta kerfi er orðið
miklu stöndugra en það var, launa-
sjóðir og verkefnasjóðir hafa eflst
og ástæða er til að skoða hvernig
fénu er útdeilt og hvernig megi
samræma umhverfið,“ segir hún.
Morgunblaðið/RAX
Sýningarstyrkir Frá sýningu í Kling & Bang á Listahátíð. Hinum nýja mynd-
listarsjóði er ætlað að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi.
Myndlistarsjóður
fær 45 milljónir
Myndlistarráð skipað fyrsta sinni
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Það hefur lítið heyrst til hljómsveit-
arinnar Bloodgroup síðasta árið eða
þar um bil en hún hefur verið önnum
kafin við tónleikahald og upptökur á
þriðju breiðskífu sinni, Tracing Echo-
es, sem kom út 4. febrúar sl. Hljóm-
sveitin var stofnuð árið 2006 af Janusi
Rasmussen og systkinunum Halli,
Ragnari og Lilju Kristínu Jóns-
dóttur. Árið 2010 hætti Lilja Kristín í
sveitinni og í stað hennar kom söng-
konan Sunna Margrét Þórisdóttir.
Fyrsta breiðskífan, Sticky Situation,
kom út 2007 og sú næsta, Dry Land,
undir lok árs 2009.
Rúm þrjú ár milli platna er býsna
drjúgur tími og má því gera ráð fyrir
að einhver breyting hafi orðið á tón-
list sveitarinnar milli platna. Eða
hvað? „Ég held að við séum bara orð-
in ákveðnari í því hvað við viljum
gera,“ svarar Janus, söngvari og
hljómborðsleikari Bloodgroup, þeirri
spurningu. „Á fyrstu plötunni vorum
við eiginlega bara að leika okkur,
nokkrir rokkarar sem vorum öll í
rokkhljómsveitum og komin með
leiða á því, vildum gera aðra músík,“
útskýrir hann. Á Dry Land hafi
hljómsveitin verið orðin betur með-
vituð um hvernig tónlist hún vildi
gera. „Þetta er fyrsta platan þar sem
við vorum örugg allan tímann, vissum
hvað við vorum að gera áður en við
fórum af stað,“ segir Janus um Trac-
ing Echoes. „Við fórum kannski
meira út í „electronics“ en samt með
„acoustic“ áhrifum, mikið af lifandi
trommuleik.“ Plötuútgáfan Kölski
gefur Tracing Echoes út hér á landi
en Sugarcane Recordings á erlendri
grundu (sem gefur m.a. út skífur Hot
Chip, Davids Lynch og Hercules &
Love Affair) og AdP sem gaf einnig
út síðustu plötu Bloodgroup.
Þekkt í Póllandi
– Nú hefur lítið spurst til ykkar í
dágóðan tíma. Hafið þið verið á stans-
lausum tónleikaferðalögum?
„Já, við erum búin að vera að spila
úti bara, erum búin að túra mikið,“
svarar Janus. Hljómsveitin hafi leikið
í hinum ýmsu löndum og þá mest í
Evrópu. En er hljómsveitin þá orðin
þekkt erlendis? „Við erum frekar
þekkt í Póllandi skilst mér en við er-
um ennþá „indie“-band og finnst það
flott,“ segir Janus. Dry Land hafi
verið gefin út víða erlendis en Trac-
ing Echoes dreift á heimsvísu.
Hið virta dagblað Guardian fjallaði
fyrir skömmu með jákvæðum hætti
um fyrstu smáskífu nýju plötunnar,
„Fall“ og það hlýtur að teljast býsna
góð auglýsing fyrir sveitina. Spurður
að því hvort erlendir fjölmiðlar séu í
auknum mæli farnir að fjalla um Blo-
odgroup svarar Janus að það færist í
aukana. „Það eru allir rosa jákvæðir,“
segir hann um umfjallanir erlendra
fjölmiðla um plötuna nýju.
Bloodgroup heldur útgáfutónleika
í Iðnó 14. mars og tveimur dögum
síðar á Græna hattinum. En næstu
tónleikar hennar eru á tónlistarhátíð-
inni Sónar Reykjavík í Hörpu, 15.
febrúar. Spurður að því hvort hljóm-
sveitin sé ekki spennt fyrir hátíðinni
svarar Janus því til að hún sé það
vissulega. Margir flottir tónlist-
armenn komi þar fram og því ekki
annað hægt en að hlakka til.
„Ákveðin í því hvað
við viljum gera“
Tracing Echoes nefnist þriðja breiðskífa Bloodgroup
Blóðflokkur Janus, Hallur, Sunna og Ragnar í Bloodgroup.
Falleg Ljósmyndin sem prýðir umslag Tracing Echoes. Þrjár ljósmyndir
voru teknar hver ofan í aðra með þessari fallegu útkomu.
bloodgroup.is
sonarreykjavik.com
Ljósmynd/Sigríður Ella Frímannsdóttir
„Velgengni bók-
arinnar skýrist
ekki af því að
Þjóðverjar séu
svona hrifnir af
Hitler. Þetta þýð-
ir bara að þjóðin
getur ekki losnað
undan honum.
Þjóðverjar eru
Hitlerssjúkir,“
segir rithöfund-
urinn og samfélagsrýnirinn Henryk
M. Broder um bókina Hann er kom-
inn aftur (d. Er ist wieder da) eftir
Timur Vermes. Um er að ræða
fyrstu bók höfundar sem hefur án
auglýsingar selst í um 400 þúsund
eintökum og náð hátt á þýska met-
sölulistanum. Bókin, sem er háðs-
ádeila, fjallar um endurkomu Hitl-
ers sem samtíminn sér nánast sem
skemmtikraft. Í blaðaviðtölum hef-
ur Vermes látið hafa eftir sér að
hann vilji með bók sinni vara við
lýðskrumurum.
„Þjóðverjar
Hitlerssjúkir“
Adolf Hitler snýr
aftur í nýrri bók.