Morgunblaðið - 13.02.2013, Page 44
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190
1. Lést í nótt við JL-húsið
2. Halldóra Geirharðs selur húsið
3. Drakk tíu lítra af kóki á dag
4. Blaðberi bjargaði ...
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Breiðskífa hinnar gríðarvinsælu ís-
lensku hljómsveitar Of Monsters and
Men, My Head is an Animal, er í
fyrsta sæti á ástralska plötulist-
anum. Engin íslensk hljómsveit eða
tónlistarmaður hefur náð þeim
árangri í sögu listans, að því er fram
kemur í frétt á vefnum The Music
Network. Er tónleikaferð þeirra um
Ástralíu og mikilli útvarpsspilun m.a.
þakkaður þessi frábæri árangur.
Morgunblaðið/Eva Björk
Breiðskífa OMAM í
fyrsta sæti í Ástralíu
Hið víðlesna
málmrokkstímarit
Metal Hammer
fjallar um íslensku
svartmálmssveit-
ina Dynfara í nýj-
asta tölublaði
sínu. Hljómsveitin
kemur fram á
þremur dögum í
þessari viku, annað kvöld á Bar 11,
föstudaginn 15. febrúar á Dillon og 16.
febrúar á smáhátíðinni Dautt and-
rúmsloft á Íslenska rokkbarnum í
Hafnarfirði. Verða það síðustu tón-
leikar Dynfara áður en upptökur hefj-
ast á þriðju plötu hljómsveitarinnar.
Fjallað um Dynfara
í Metal Hammer
Útgáfutónleikum hljómsveitarinnar
Nick Cave & The Bad Seeds, sem
haldnir verða í kvöld í Berlín
vegna breiðskífunnar
Push the sky away,
verður útvarpað í beinni
útsendingu á Rás 2 í
þættinum Hlustið og
þér munið heyra.
Útsending hefst
kl. 19.30.
Nick Cave og hljóm-
sveit í beinni á Rás 2
Á fimmtudag Norðan 5-13 m/s. Bjartviðri S-til á landinu, en dálítil
snjókoma N- og A-lands og slydda eða rigning við ströndina.
Á föstudag Norðlæg átt, víða 5-10 m/s. Bjartviðri S- og V-lands,
en minnkandi él fyrir norðan. Kólnandi í bili.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-18, hvassast um landið SA-
vert. Rigning eða slydda á SA-landi og Austfjörðum. Hlýnandi.
VEÐUR
Sverre Jakobsson, lands-
liðsmaður í handknattleik,
leikur áfram með Gross-
wallstadt í Þýskalandi að
minnsta kosti í eitt keppn-
istímabil í viðbót, jafnvel
tvö, eftir að hafa gert þar
nýjan samning. Hann er
ennfremur hættur við að
hætta með íslenska
landsliðinu og hefur nú
sett stefnuna á Evr-
ópumótið í Danmörku
í janúar 2014. »1
Sverre er hættur
við að hætta
Ásbjörn Friðriksson var í gær út-
nefndur besti leikmaðurinn í umferð-
um 8-14 í N1-deild karla í handbolta.
Atli Hilmarsson, þjálfari og fyrrver-
andi landsliðsmaður, segir að endur-
koma Ásbjörns hafi verið FH-ingum
geysilega mikilvæg og hann hafi jafnt
og þétt unnið sér það inn að vera orð-
inn einn sá besti í deildinni. »2-3
Endurkoma Ásbjörns er
FH geysilega mikilvæg
Ekki er enn ljóst eftir leik gærkvölds-
ins í íshokkíi karla hvort Björninn eða
SA Víkingar fá heimaleikjaréttinn í
úrslitakeppninni. Annar leikur lið-
anna á fjórum dögum fór fram á
Akureyri og ekki vantaði spennuna
frekar en fyrri daginn. Heimamenn
fögnuðu sigri í framlengingu, 3:2, eft-
ir að hafa lent undir, 0:2, í fyrsta leik-
hlutanum. »3
Framlengdur topp-
slagur á Akureyri
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Um síðastliðna helgi flutti Kvenna-
athvarfið í nýtt húsnæði sem bæði
er stærra en gamla húsnæðið á
Hverfisgötu og hentar betur undir
starfsemina. Með flutningunum
fjölgar svefnherbergjum úr fjórum í
átta, sturtum úr einni í fjórar og þá
verður sú breyting á að athvarfið og
skrifstofur verða aðskilin, svo fátt
eitt sé nefnt.
„Í fyrra voru hjá okkur að meðal-
tali tólf gestir á hverjum degi, sex
konur og sex börn, og á þannig degi
þurftum við að breyta stofunni okk-
ar eða viðtalsherbergi í svefn-
herbergi. Núna fengju sex konur
hver sitt herbergi,“ segir Sigþrúður
Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra
Samtaka um kvennaathvarf.
Hún segir að í nýja húsnæðinu
gefist kostur á því að efla starfsem-
ina. „Það er ýmislegt sem hefur set-
ið á hakanum hjá okkur vegna
plássleysis, eins og sjálfshjálpar-
hópar sem mikil aðsókn er í. Þeir
vinna í tíu vikur samfleytt og við
höfum þurft að treysta á að eiga
herbergi undir þá í þessar tíu vikur,
sem hefur ekki gengið sérstaklega
vel. En nú verðum við með sérstakt
hópaherbergi,“ segir Sigþrúður.
Þörf á öflugum forvörnum
Rekstur Kvennaathvarfsins er
fjármagnaður með framlögum frá
ríkinu en húsnæðið var keypt fyrir
gjafa- og söfnunarfé. Sigþrúður seg-
ir starfsemina standa ágætlega en
að sannarlega mætti gera meira til
að hlúa að þolendum heimilis-
ofbeldis. Vöntun sé á „útibúum“ úti
á landi og þá mætti stórefla for-
varnir.
„Það er endalaust hægt að reka
kvennaathvarf og hjálpa konum úr
klónum á ofbeldismönnum og fagna
sigri þegar þeirri baráttu er lokið en
ofbeldismaðurinn er þarna ennþá,“
segir hún.
Sigþrúður segir konurnar sem
leita til Kvennaathvarfsins eiga það
sameiginlegt að vera tilbúnar til að
leita sér aðstoðar eftir að hafa ver-
ið í ofbeldissambandi en annars séu
þær jafn ólíkar og þær eru margar.
Hún segir að þjóðfélagið hafi enn
ekki vaknað til meðvitundar um
það hvernig beri að skilgreina of-
beldi.
„Fólk veit hvað líkamlegt ofbeldi
er og fordæmir það en það vantar
kannski aukna meðvitund um and-
legt og kynferðislegt ofbeldi í sam-
böndum. Sem brotaþolarnir sjálfir
skilgreina jafnvel ekki sem of-
beldi,“ segir Sigþrúður.
Símanúmer Kvennaathvarfsins
er 561-1205 en síminn er opinn all-
an sólahringinn fyrir þá sem vilja
nýta sér þjónustu athvarfsins.
Stærra og hentugra húsnæði
Fleiri herbergi
og bætt aðstaða í
Kvennaathvarfinu
Morgunblaðið/Ómar
Athvarfið „Það er endalaust hægt að reka kvennaathvarf og hjálpa konum úr klónum á ofbeldismönnum og fagna
sigri þegar þeirri baráttu er lokið en ofbeldismaðurinn er þarna ennþá,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir.
Staðsetning Kvennaathvarfsins er
aldrei gefin upp opinberlega en
konum er gjarnan vísað þangað af
lögreglu, heilbrigðisstarfsfólki
eða öðrum konum sem hafa nýtt
sér þjónustu athvarfsins. Öðrum
þræði er um öryggisráðstöfun að
ræða en Sigþrúður segir fordóma
einnig eiga þar þátt.
„Ég vildi óska að við gætum
með stolti sett upp skilti og merkt
húsið „Kvennaathvarfið“ en sum-
um konum finnst ennþá óþægi-
legt að ganga inn í kvennaathvarf
og finnst auðveldara að fara inn í
nafnlaust hús,“ segir hún.
„Það sem veldur konum oft
skömm er þessi spurning: Af
hverju fer hún ekki bara? Það er
bara litið svo á að hún sé að velja;
að hún gæti labbað í burtu. Það
vantar skilning á eðli ofbeldis í
nánum samböndum. Þetta að sá
sem beitir þig ofbeldi er líka þinn
nánasti og þú labbar ekki svo auð-
veldlega frá því.“
„Af hverju fer hún ekki bara?“
STAÐSETNINGIN EKKI GEFIN UPP