Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 „Þetta er niðurstaðan í því ferli sem var farið í. Óháðir aðilar gerðu ítar- legri úttekt á fræðslumálum og sér- fræðiþjónustu í bænum en gerð hef- ur verið á sambærilegri þjónustu annars staðar,“ segir Eyþór Arn- alds, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Árborgar, um ákvörðun bæjarstjórnar að segja sig úr sam- starfi sveitarfélaga á Suðurlandi um Skólaskrifstofu Suðurlands. Fimm manna vinnuhópur fagmanna fór í kjölfar úttektarinnar yfir valkosti og fjórir þeirra töldu, að sögn Ey- þórs, heppilegast að taka sérfræði- þjónustuna inn í fræðslusvið Ár- borgar. Hann útilokar ekki samstarf við sveitarfélög á Suðurlandi á öðr- um forsendum. Aðspurður hvort ekki hafi verið erfitt að segja sig úr samstarfinu segir Eyþór að tilhneigingin sé sú að oft sé ótti við breytingar og því sé mikilvægt fyrir aðila í Árborg og í hinum sveitarfélögunum að líta til þess hvaða tækifæri felist í breyting- unum. Hann leggur áherslu á að verið sé að auka framlag til fræðslumála og sérfræðiþjónustu í bæjarfélaginu, stefnt sé að því að fara í ný verkefni, t.d. með aukinni samræmingu skóla- stiga, bæði grunn- og leikskóla og grunn- og framhaldsskóla. Hefur gríðarleg áhrif Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, segir að forsendur samstarfsins um skólaskrifstofu séu gjörbreyttar enda hlutdeild Árborgar um 46%. „Þetta hefur gríðarleg áhrif, Árborg getur væntanlega risið ein undir þessu en önnur sveitarfélög verða að leita annarra leiða. Minni sveitar- félögin hafa notið góðs af stærð og styrk skólaskrifstofunnar, t.d. varð- andi sérkennsluráðgjöf, sálfræðiað- stoð og fleira,“ segir Gunnar. „Nálg- unin verður öðruvísi, en hún hefur verið byggð upp á grunni fjöl- breyttrar þjónustu á skólaskrifstof- unni sem getur tekið á öllum þeim málum sem snúa að sérfræðiþjón- ustu við grunnskóla á svæðinu,“ seg- ir Gunnar. heimirs@mbl.is Hefur mikil áhrif á Suðurlandi  Breytingar niður- staðan eftir úttekt Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Skólastarf Nemendur Barnaskól- ans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Árlegur bókamarkaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda verður haldinn í Perlunni dagana 22. febr- úar til 10. mars. Markaðurinn hef- ur verið í Perlunni undanfarinn áratug en að sögn Benedikts Kristjánssonar, framkvæmda- stjóra Félags íslenskra bókaútgef- enda, er hafin leit að nýjum sama- stað því Perlan er nú í söluferli. „Ég á þó von á að þetta leysist far- sællega,“ segir Benedikt. Markaðurinn er ætíð vel sóttur af ungum sem öldnum og eykst að- sóknin með hverju árinu. Að þessu sinni verða rúmlega 10.000 bóka- titlar fáanlegir en það er mun meira úrval en áður hefur verið. Að sögn Benedikts þurftu skipu- leggjendur markaðarins nú í fyrsta sinn að bæta við fleiri borðum og skápum en hann telur að bókatitl- um hafi fjölgað um 20% frá fyrra ári. Markaðurinn á sér um sextíu ára sögu en megintilgangur hans er að selja eldri bækur á vægu verði. Bókamarkaðurinn verður opinn frá 10 - 18 alla dagana. Þegar hon- um lýkur í Perlunni 10. mars verð- ur hann haldinn á Akureyri yfir páskana og fer að því búnu til Egilsstaða. larahalla@mbl.is. Síðasti markaðurinn í Perlunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Bækur Í ár verða rúmlega 10.000 bókatitlar til sölu á bókamarkaðinum. Hæstiréttur hef- ur dæmt fyrrver- andi ritstjóra vefritsins Press- unnar til að greiða manni, sem bauð sig fram til stjórn- lagaráðs, 200 þúsund krónur í miskabætur og 800 þúsund krón- ur í málskostnað vegna ærumeið- andi ummæla sem birtust í miðlinum í febrúar 2011. Ummæli voru jafn- framt ómerkt. Ægir Geirdal Gíslason höfðaði málið og krafðist þess að sex til- greind ummæli um meint kynferð- isbrot hans gegn systrum yrðu dæmd dauð og ómerk. Hæstiréttur féllst á að þeir sem gæfu kost á sér til trúnaðarstarfa í þágu almennings yrðu að þola um- fjöllun á opinberum vettvangi sem snerti hæfni þeirra og eiginleika og hvort þeir væru traustsins verðir. Það gæti hins vegar ekki réttlætt að Ægi væri borin á brýn sú refsiverða háttsemi sem fram hefði komið hjá netmiðlinum. Hefði Ægir hvorki verið fundinn sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um né sætt rannsókn lögreglu af slíku tilefni. Steingrímur Sævarr Ólafsson, þá- verandi ritstjóri Pressunnar, var dæmdur til að greiða Ægi miska- bætur og málskostnað. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað Steingrím og taldi að með ummælunum hefði ekki verið farið út fyrir mörk þess tjáning- arfrelsis sem varið sé í stjórnarskrá. Gert að greiða miskabætur Steingrímur Sævarr Ólafsson Fjórir stórmeist- arar eru efstir og jafnir á Reykja- víkurskákmótinu að lokinni fjórðu umferð sem fram fór í gærkvöldi í Hörpu. Íslend- ingarnir Hannes Hlífar Stefáns- son og Stefán Kristjánsson fylgja fast á hæla þeirra með 3½ vinning. Hjörvar Steinn Grétarsson gerði jafntefli gegn Wesley So frá Fil- ippseyjum. So er 19 ára og þriðji stigahæsti skákmaður heims undir tuttugu ára aldri. Þetta voru því góð úrslit fyrir Hjörvar, sem stefnir að því að ná þriðja og síðasta stór- meistaraáfanganum á mótinu. Friðrik Ólafsson tefldi við þýska skákmeistarann Frank Drill og gerði jafntefli með svörtu í 20 leikj- um. Friðrik er enn ósigraður á mótinu en hann hefur í þrígang orðið sigurvegari á Reykjavíkur- mótinu í 49 ára sögu þess. Hannes og Stefán meðal efstu manna Skákmenn í Hörpu. ÚTSÖLU- MARKAÐUR EDDUFELLI VERÐHRUN VERSLUNIN LOKAR Eddufelli 2, s. 557-1730 TORMEK HVERFISTEINAR Opið virka daga frá 9-18 og lau frá 10-16 Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - brynja@brynja.is Verð 118.300 kr. Margsinnis valdir „Best in test“ í fagtímaritum. Stýringar fyrir sporjárn, hefiltennur, hnífa, skæri, renni- og útskurðarjárn, vélhefiltennur o.fl fyrirliggjandi. Einnig svartir steinar fyrir HHS-stál og japanskir með kornastærð 4000. Verð 68.900 kr. Búið að stækka í BÆJARLIND Af því tilefni er 20% AFSLÁTTUR af öllum vörum föstudag og laugardag Bæjarlind 6, sími 554-7030 www.rita.is STÓR OG GLÆSILEG Áður 34.990 kr Nú 9.990 kr Stuttir kjólar frá 5.000 kr Lagersala á árshátíðarkjólum Laugavegi 54, sími 552 5201 Allt að 70% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.