Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 47
MENNING 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
ÍListasafni Árnesinga, Hvera-gerði, stendur nú yfir for-vitnileg sýning á verkumKristins Péturssonar (1896-
1981) og ber hún heitið Tómið.
Horfin verk Kristins Péturssonar.
Sýningin er unnin í samstarfi við
Listasafn ASÍ sem varðveitir verk
listamannsins. Sýningarstjóri er
Markús Þór Andrésson og hefur
hann fengið fjóra núlifandi lista-
menn til að gera „athugasemdir“
við verk Kristins, þau Hildigunni
Birgisdóttur, Hugin Þór Arason,
Sólveigu Aðalsteinsdóttur og Unn-
ar Örn. Þannig hefur að sögn safn-
stjórans, Ingu Jónsdóttur, verið
efnt til samræðu milli „19. aldar
listamanns við myndlist 21. ald-
arinnar“. Kristinn hlaut hefð-
bundna listmenntun en var ávallt
vakandi fyrir nýjum straumum í
samtímanum, hugleiddi þá vand-
lega og útfærði í eigin verkum.
Framsækni seinustu verka hans –
sem á rætur í alþjóðlegum list-
hræringum 6. og 7. áratugarins –
flæðir því áreynslulaust inn í okkar
samtíma.
Safneignin hefur verið flutt aust-
ur í heild sinni, þaðan sem hún var
flutt að Kristni gengnum en lista-
maðurinn bjó og starfaði í Hvera-
gerði frá 1943 er hann hóf að reisa
sér þar hús og vinnustofu. Hús
þetta, Seyðtún, varð síðan órjúf-
anlegur hluti af listsköpun Kristins
á efri árum. Þá hóf hann að vinna
rýmisverk – lágmyndir, högg-
myndir og staðbundin verk. Aðeins
hluti þessara verka hefur varð-
veist, og raunar eru þrívíðu verkin
glötuð. Á sýningunni er meg-
ináhersla á þennan þátt á ferli
Kristins. Yfirskriftin vísar því til
tómarúms eða þekkingarskorts á
verkum hans vegna hinna týndu
verka, og til rýmishugsunar Krist-
ins sem sjálfur velti mikið fyrir sér
tóminu, núllinu og neindinni.
Mörg verka Kristins eru sem
sagt horfin í tómið en varðveist
hafa ljósmyndir af sumum þeirra
auk þess sem Kristinn skilur eftir
sig áhugaverð skrif um viðhorf sín
til myndlistar – raunar heilt hand-
rit sem varðveitt er í Þjóð-
skjalasafninu. Hægt er að fletta af-
riti þess á sýningunni. Skrifin eru
yfirveguð en þau spegla ríkulegan
og raunar ástríðufullan hug-
myndaheim. Ásamt ljósmyndunum
hafa þau nýst við gerð eins konar
skáldlegrar heimildamyndar um
horfnu verkin sem sýnd er í safn-
inu. Þar óma orð Kristins sjálfs og
fylla upp í tómarúmið sem gestir
skynja á sýningunni. Tilgátur að
höggmyndum, sem þar sjást, varpa
mikilvægu ljósi á tilraunakennd
málverk og skissur sem sýnd eru í
sölum 1, 2 og 3 ásamt verkum
hinna listamannanna.
Í sal 1 er tómið „í fyrirrúmi“ í
röð málverka á veggjum og safni
teikninga í sýningarborði, verk
unnin á árunum 1952-1975. Þarna
má sjá átök Kristins innan hins tví-
víða myndflatar, hvernig hann leit-
ast þar við að skapa rýmiskennd
og þensluorku. Hann hverfur frá
myndbyggingu þar sem áherslan
er á innbyrðis samspil forma og
lita, óháð ytra rými myndflatarins,
en lætur þess í stað form sín, lita-
fleti og línur stefna út úr myndflet-
inum, út í rýmið þar sem hógvær
verk Sólveigar standa nú eins og
vörður í salnum. Salur 2 hefur svif-
kennt og flæðandi yfirbragð í sam-
spili verka Kristins, Hildigunnar
og Hugins Þórs. Þar svífa yfir
vötnum hugmyndir Kristins um
„hversdagslist líðandi stundar“
sem lífgar upp á umhverfið með
„raunverulegum formum … lifandi
ljósspili og skuggum“, tilviljunum
og „eðlilegheitum“ andspænis
„uppstilltum hátíðleika“, svo vitnað
sé í handrit hans. Rúmfylling
höggmynda var Kristni hugleikin,
og drifkraftur í tilraunum með þrí-
víð verk. Árið 1979 vann hann mál-
verk – einlita fleti á vegg – sem
hugsuð voru sem innsetning, eða
málverk í samræðu við umhverfi
sitt. Í sal 3 hefur slík innsetning
orðið að veruleika í samtali við
verk Hugins Þórs er standa á gólf-
inu og eru sjálf á mörkum skúlp-
túrs og málverks, sem í er fólgin
hugmyndarík athugasemd við tóm-
ið og hin horfnu verk. Einlit verk
Kristins eru „malerísk“ með sjáan-
legum pensilförum og áferð. Nær-
vera listamannsins er því sterk,
ekki síst í áberandi áritun hans
sem í er fólgin viss togstreita, líkt
og hann hafi ekki verið tilbúinn að
sleppa hendinni alveg af „list-
hlutnum“ og hefðinni.
Verk Unnars Arnar í sal 4,
Sögusvið & þrír draumar, er inn-
setning þar sem öðrum verkum
Kristins hefur verið komið fyrir
líkt og í safngeymslu sem stúkuð
er af með rauðum tjöldum. Þar eru
m.a. eldri verk Kristins: fígúratíf
grafíkverk, fantasíukennd lands-
lagsmálverk, höggmyndir (port-
rett) auk dagbóka. Þarna má öðlast
innsýn í heim listamanns sem horf-
inn er af sjónarsviðinu og sveip-
aður er vissri dulúð. Leikræn tjöld-
in vísa til þess hvernig hann hefur
birst (og ekki birst) í sviðsetningu
listasögunnar. Verkið vekur til um-
hugsunar – eins og reyndar sýn-
ingin í heild sinni. Uppsetning
hennar er vönduð og úthugsuð og
hún leiðir í ljós að í verkum og
hugarheimi Kristins býr fjársjóður
sem vert er að skyggnast nánar
eftir.
Dulúð Rýnir segir uppsetningu sýningarinnar vandaða og úthugsaða „og hún leiðir í ljós að í verkum og hugar-
heimi Kristins býr fjársjóður sem vert er að skyggnast nánar eftir.“ Sýningunni lýkur um helgina.
Heimildir um tómið
Listasafn Árnesinga
Tómið. Horfin verk Kristins
Péturssonar
bbbbn
Til 24. febrúar 2013. Opið alla daga kl.
10-17. Aðgangur ókeypis. Sýning-
arstjóri: Markús Þór Andrésson.
ANNA JÓA
MYNDLIST
„Kvikmyndir
sem miðill á
sviði“ er yf-
irskrift fyr-
irlestrar Egils
Ingibergssonar,
leikhúsmanns,
ljósa-, leik-
mynda- og mynd-
bandshönnuðar,
sem haldinn er á
vegum listnámsbrautar VMA í sam-
vinnu við Sjónlistamiðstöðina í Ket-
ilhúsinu í dag kl. 14.30. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir.
Kvikmyndir sem
miðill á sviði
Egill Ingibergsson
Hljómsveitin Nolo leikur nýtt
efni í bland við gamalt á Dil-
lon í kvöld kl. 23. „Nolo spilar
lo fi proto popp í anda Ariel
Pink og John Maus,“ segir
m.a. í tilkynningu frá skipu-
leggjendum.
Annað kvöld kl. 22 leikur
Snorri Helgason síðan nýtt
efni af tilvonandi plötu sinni.
„Snorri ætlar að leyfa okkur
að heyra glæný lög af sinni
þriðju plötu sem hann vinnur
hörðum höndum við að klára,“
segir í tilkynningu frá Dillon.
Þess má geta að aðgangur er
ókeypis bæði kvöld.
Nolo og Snorri Helgason leika á Dillon
Músíkant Snorri Helgason
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fös 22/2 kl. 20:00 frum Mið 20/3 kl. 19:00 aukas Fös 3/5 kl. 19:00
Lau 23/2 kl. 19:00 2.k Fös 22/3 kl. 19:00 9.k Lau 4/5 kl. 19:00
Lau 2/3 kl. 19:00 aukas Lau 23/3 kl. 19:00 aukas Sun 5/5 kl. 13:00
Sun 3/3 kl. 19:00 3.k Sun 24/3 kl. 19:00 aukas Fim 9/5 kl. 14:00
Þri 5/3 kl. 19:00 4.k Þri 26/3 kl. 19:00 aukas Fös 10/5 kl. 19:00
Mið 6/3 kl. 19:00 5.k Fim 11/4 kl. 19:00 10.k Lau 11/5 kl. 19:00
Fim 7/3 kl. 19:00 aukas Lau 13/4 kl. 19:00 aukas Sun 12/5 kl. 13:00
Lau 9/3 kl. 19:00 6.k Sun 14/4 kl. 19:00 11.k Fim 16/5 kl. 19:00
Sun 10/3 kl. 13:00 aukas Fös 19/4 kl. 19:00 aukas Fös 17/5 kl. 19:00
Þri 12/3 kl. 19:00 aukas Lau 20/4 kl. 19:00 aukas Lau 18/5 kl. 19:00
Mið 13/3 kl. 19:00 7.k Sun 21/4 kl. 19:00 12.k Fim 23/5 kl. 19:00
Fim 14/3 kl. 19:00 aukas Mið 24/4 kl. 19:00 Sun 26/5 kl. 13:00
Lau 16/3 kl. 19:00 8.k Lau 27/4 kl. 19:00 Fös 31/5 kl. 19:00
Sun 17/3 kl. 13:00 aukas Sun 28/4 kl. 13:00 Lau 1/6 kl. 13:00
Einn vinsælasti söngleikur heims, nú loks á Íslandi. Forsala í fullum gangi.
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Sun 24/2 kl. 20:00 aukas Fös 1/3 kl. 20:00 Mið 8/5 kl. 20:00
Þri 26/2 kl. 20:00 aukas Fös 26/4 kl. 20:00 Fim 9/5 kl. 20:00
Mið 27/2 kl. 20:00 Þri 30/4 kl. 20:00
Fim 28/2 kl. 20:00 Fim 2/5 kl. 20:00
Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar komnar í sölu.
Gullregn (Stóra sviðið)
Fös 8/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00 Mið 12/6 kl. 20:00
Sun 10/3 kl. 20:00 Þri 19/3 kl. 20:00 Fim 13/6 kl. 20:00
Fös 15/3 kl. 20:00 Fim 21/3 kl. 20:00
Mannlegt verk um íslenskt fólk og útlenskt tré.
Tengdó (Litla sviðið)
Mið 27/2 kl. 20:00 6.k Fös 22/3 kl. 20:00 14.k Lau 20/4 kl. 20:00 20.k
Fim 28/2 kl. 20:00 aukas Lau 23/3 kl. 20:00 aukas Sun 21/4 kl. 20:00 21.k
Fös 1/3 kl. 20:00 7.k Sun 24/3 kl. 20:00 15.k Mið 24/4 kl. 20:00 22.k
Mið 6/3 kl. 20:00 8.k Fös 5/4 kl. 20:00 16.k Fim 25/4 kl. 20:00 aukas
Lau 9/3 kl. 20:00 9.k Lau 6/4 kl. 20:00 17.k Lau 27/4 kl. 20:00 23.k
Fim 14/3 kl. 20:00 10.k Sun 7/4 kl. 20:00 aukas Fös 3/5 kl. 20:00 24.k
Fös 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 13/4 kl. 20:00 18.k Lau 4/5 kl. 20:00 25.k
Lau 16/3 kl. 20:00 11.k Sun 14/4 kl. 20:00 19.k Sun 5/5 kl. 20:00
Sun 17/3 kl. 20:00 12.k Fim 18/4 kl. 20:00 aukas Fös 10/5 kl. 20:00
Fim 21/3 kl. 20:00 13.k Fös 19/4 kl. 20:00 aukas Lau 11/5 kl. 20:00
Grímusýning síðasta leikárs snýr aftur!
Saga þjóðar (Litla sviðið)
Lau 23/2 kl. 20:00 Sun 24/2 kl. 20:00 Fim 7/3 kl. 20:00
Íslandssagan á hundavaði í tónsjónleik með Hundi í óskilum. Aukasýningar.
Ormstunga (Nýja sviðið)
Fös 22/2 kl. 20:00 9.k Fim 28/2 kl. 20:00 Fim 7/3 kl. 20:00
Lau 23/2 kl. 20:00 10.k Fös 1/3 kl. 20:00 Lau 9/3 kl. 20:00
Sun 24/2 kl. 20:00 11.k Lau 2/3 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Mið 27/2 kl. 20:00 Mið 6/3 kl. 20:00 Fim 14/3 kl. 20:00
Tungan rekin framan í þjóðararfinn á ný
Nóttin nærist á deginum (Litla sviðið)
Fös 22/2 kl. 20:00 Sun 3/3 kl. 20:00
Lau 2/3 kl. 20:00 Sun 10/3 kl. 20:00
Nýtt, íslenskt verk eftir Jón Atla Jónasson
Skoppa og Skrítla í leikhúsinu (Litla sviðið)
Sun 24/2 kl. 11:00 Sun 24/2 kl. 13:00 Sun 3/3 kl. 13:00
Leikhús með söng og dansi fyrir börn frá níu mánaða aldri
Mary Poppins – frumsýning í kvöld kl 20
Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is
Fyrirheitna landið (Stóra sviðið)
Lau 23/2 kl. 19:30
Frumsýning
Fim 7/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 9.sýn
Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 10.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 7.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 14/3 kl. 19:30 8.sýn
Kraftmikið nýtt verðlaunaverk!
Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið)
Sun 24/2 kl. 13:00 Sun 10/3 kl. 13:00 Sun 24/3 kl. 13:00
Sun 24/2 kl. 16:00 Sun 10/3 kl. 16:00 Sun 24/3 kl. 16:00
Sun 3/3 kl. 13:00 Sun 17/3 kl. 13:00
Sun 3/3 kl. 16:00 Sun 17/3 kl. 16:00
Eitt ástsælasta barnaleikrit á Íslandi!
Með fulla vasa af grjóti (Stóra sviðið )
Sun 3/3 kl. 20:30 Sun 10/3 kl. 20:30 Sun 17/3 kl. 20:30
Nýtt sýningatímabil! Miðasala í fullum gangi!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 23/2 kl. 13:30 Lau 2/3 kl. 13:30 Lau 9/3 kl. 13:30
Lau 23/2 kl. 15:00 Lau 2/3 kl. 15:00 Lau 9/3 kl. 15:00
Lau 23/2 kl. 16:30 Lau 2/3 kl. 16:30 Lau 9/3 kl. 16:30
Sun 24/2 kl. 13:30 Sun 3/3 kl. 13:30 Sun 10/3 kl. 13:00
Sun 24/2 kl. 15:00 Sun 3/3 kl. 15:00 Sun 10/3 kl. 15:00
Sun 24/2 kl. 16:30 Sun 3/3 kl. 16:30 Sun 10/3 kl. 16:30
Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka!
Karma fyrir fugla (Kassinn)
Fös 1/3 kl. 19:30
Frumsýning
Sun 3/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 5.sýn
Lau 2/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 8/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 10/3 kl. 19:30 6.sýn
Fyrsta leikrit Kristínar Eiríksdóttur og Karí Óskar Grétudóttur
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 22/2 kl. 20:00 Fim 28/2 kl. 20:00 Fös 1/3 kl. 23:00
Fös 22/2 kl. 23:00 Fös 1/3 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Segðu mér satt (Kúlan)
Fös 22/2 kl. 19:30 Mið 6/3 kl. 19:30
Sun 24/2 kl. 19:30 Fim 7/3 kl. 19:30
Leikfélagið Geirfugl sýnir
Homo Erectus - pörupiltar standa upp (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 2/3 kl. 21:00 Lau 16/3 kl. 21:00 Lau 23/3 kl. 21:00
Pörupiltar eru mættir aftur!