Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. F E B R Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  44. tölublað  101. árgangur  TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk HEIMURINN ER SVO RÁÐVILLTUR NÚ Á TÍMUM VÍÐTÆK LAND- KYNNING OG LJÚFAR KRÁSIR OFT MÁ SJÁ FEGURÐ Í ERFIÐU LÍFI AUKABLAÐ UM FOOD & FUN ÞÓRUNN ERNA CLAUSEN 10FYRIRHEITNA LANDIÐ 46 Morgunblaðið/RAX Þjórsá Áform hafa verið um að reisa þrjár virkjanir í neðri hluta árinnar.  Hluti af Árnesi í Þjórsá mun fara undir vatn sem og áreyrar ef Holta- virkjun, ein af þremur fyrirhug- uðum virkjunum í neðri hluta ár- innar, verður byggð. Stór hluti eyjunnar verður þó ekki fyrir áhrif- um. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hafa viðræður við landeigendur við Þjórsá um vatns- og landréttindi staðið yfir allt frá því að undirbúningur virkjananna hófst. Á bilinu 20-30 samningar hafa verið gerðir við landeigendur. Samningarnir eru í flestum til- fellum um leigu á vatnsréttindum. Einnig eru einhverjir samningar um afnotarétt af landi en færri dæmi eru um að Landsvirkjun hafi keypt land. Fær afnotarétt af Árnesi verði virkjað Botninum náð? » Sjófryst flök frá Íslandi hafa undanfarið selst í Rússlandi. » Vilhjálmur telur það merki um að verð nálgist lágmark. » Skjöldur óttast að botninum sé ekki náð Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það er athyglisvert að á síðustu vik- um hefur fengist hærra verð fyrir fryst ufsaflök en fyrir fryst þorsk- flök. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður,“ segir Vilhjálmur Vil- hjálmsson, forstjóri HB Granda, spurður um verðþróun á fiskmörk- uðum. Hann segir að verðlækkanir á þorski taki í, en ástandið sé þó ekki alslæmt. Þannig hafi verð á mjöli og lýsi hækkað í vetur og einnig á frystri loðnu og fleiri uppsjávarteg- undum. Karfi hafi haldið sínu sem og ufsinn. Erfitt í saltfiski „Mjög mikil þyngsli í sölu, miklar verðlækkanir og birgðasöfnun er framundan ef hún er ekki þegar byrj- uð,“ er lýsing Skjaldar Pálmasonar, formanns Íslenskra saltfiskframleið- enda, á stöðunni hjá framleiðendum og á mörkuðum við Miðjarðarhafið. Hann áætlar að síðustu 12-18 mán- uði hafi millifiskurinn, sem hafi staðið sig best, lækkað um 10-15% og stærsti fiskurinn um allt að 30%. MÞyngsli í sölunni »14 Meira fyrir ufsa en þorsk  Forstjóri HB Granda segir verðlækkun á þorski taka í en ástandið sé ekki alslæmt  Stærsti saltfiskurinn hefur lækkað um allt að 30% á síðustu 12-18 mánuðum Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Gaman Marý Austmar Þórsdóttir, fimm ára, var í Hlíðarfjalli í gær. Vetrarfrí er í flestum grunnskólum Reykjavíkur í dag og margir voru líka í fríi í gær. Margar fjölskyldur notfæra sér löngu helgina til að gera sér dagamun. Fjölmenni hefur verið á Akureyri undanfarna daga og er gert ráð fyrir að þrjú til fjögur þús- und manns verði á skíðum í Hlíðar- fjalli í dag og á morgun. Töluverð blíða hefur ríkt á Íslandi undanfarna daga og er spáð svipuðu veðri fram í næstu viku. Undanfarin ár hafa margir grunnskólakrakkar og fjölskyldur þeirra sótt Akureyri heim í vetrarfríum og eru fleiri þar á ferð nú en oftast áður. „Veðrið spilar stóra rullu,“ segir Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæð- isins í Hlíðarfjalli, og bætir við að páskastemning ríki nú í fjallinu. „Það er sól og blíða og allir alsælir, mikið um sólarvörn og brunna nebba.“ Guðmundur Karl segir að brugð- ist sé við aukinni aðsókn með því að fjölga starfsfólki. Fleiri skíðakenn- arar séu í skíðaskólanum og fleiri skíði til taks í skíðaleigunni. Fleiri brekkur séu troðnar en ella og svæð- ið sé opið lengur. » 6 Veðrið leikur við nemendur  Ungmenni fjölmenna til Akureyrar í vetrarfríinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í Laugardalshöll í gær. Í setningarræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokks- ins, að síðustu fjögur ár hefðu verið ár hinna glötuðu tækifæra. „Við höfum glatað tækifær- um til að fjárfesta og framkvæma. Það þarf að örva atvinnulífið, lækka skatta og vinda of- an af flækjustiginu. Við munum byrja á tryggingagjaldinu og halda svo áfram að greiða fyrir fjárfestingum í atvinnulífinu og taka til í ríkisfjármálunum – hætta skulda- söfnun.“ »4 Það þarf að örva atvinnulífið og lækka skatta Morgunblaðið/Styrmir Kári Landsfundur Sjálfstæðisflokks hófst í gær og stendur fram á sunnudag  Boðað hefur verið til fundar um miðja næstu viku milli lóð- areigenda hótel- reitsins við Hörpu og er- lendra fjárfesta sem hafa áform- að að byggja þar hótel undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar. Félagið Sítus á lóðina en Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður þess, segir að ekkert verði að frétta af málinu fyrr en eftir þann fund. thorsteinn@mbl.is Fundur í næstu viku um hótel við Hörpu Harpa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.