Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
✝ Elísabet Sig-friðsdóttir
(Beta), fæddist í
Reykjavík, 12.
september 1963.
Hún lést í Sönder-
borg, Danmörku,
að morgni 12.
febrúar sl. á heim-
ili systur sinnar.
Foreldrar henn-
ar eru Erla Þórð-
ardóttir og Sigfrið
Ólafsson í Reykjavík. Hinn
10.7. 1987, fæddist henni son-
ur, Sigfrið Smári Jónsson, sem
er búsettur í Rönne, Dan-
mörku, og er þar í danska
hernum, kærasta hans er Catr-
ine Holm Nielsen, hún vinnur
við tryggingasölu. 25.3. 1991
fæddist svo Hrannar Örn
Karlsson en hann starfar hjá
Tali eins og kærasta hans
Guðfinna Kristinsdóttir. Systk-
ini Betu eru Þórður Gústaf en
hann býr í Svíþjóð ásamt konu
sinn Banniku Chaiwan Sigfrið-
sson og eiga þau Melissu Erlu
og Daníel Thor, Þórður átti
fyrir Petru Dögg snyrtifræð-
ing og Ýmir Gný nema í Dan-
mörku. Systir
Betu er Lára
María og hennar
sambýlismaður er
Guðmundur Ólafs-
son en hann vinn-
ur hjá Danfoss en
Lára er sjúkraliði
á elliheimili í Sön-
derborg, og þau
eiga Tristan Orra
Ragnar, en Lára
átti fyrir Þórð sem
er nemi í Háskóla Íslands. 16
ára fór Beta að vinna í fisk-
vinnslu í Þorlákshöfn. Síðan
flutti hún til Reykjavíkur og
fór að vinna á leikskólum,
meðal annars í Fálkaborg og
leikskólanum Hofi. Beta gekk í
Breiðholtsskóla áður en hún
fór út á vinnumarkaðinn. Árið
2000 fluttu hún og synirnir
hennar til Sönderborgar og
bjó hún þar til 2006 er hún
flutti með Hrannari til Íslands,
en Smári varð eftir í Dan-
mörku.
Útför Elísabetar fer fram
frá Guðríðarkirkju, Graf-
arholti, í dag, 22. febrúar
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
Skrítið að hugsa til þess að ég
eigi aldrei eftir að hitta hana
Betu mömmsu mína aftur og Vic-
toria aldrei eftir að hitta ömmsu
sína aftur. Get einhvern veginn
ekki hugsað þessa hugsun til
enda. En núna þegar ég hugsa til
baka þá er svo margt skemmti-
legt sem kemur í hugann.
Eins og utanlandsferðirnar
okkar, góða og skemmtilega
spjallið okkar hvort sem það var
heima, í símanum eða bílnum á
leið í búðaráp.
Hugsa mest um þann tíma
þegar ég var ólétt að Victoriu
hvað þú varst spennt að komast
til Danmerkur að kaupa föt á
litla krílið okkar, þegar við skoð-
uðum H&M og völdum föt á hana
og þegar þú komst með þetta allt
heim. Þú varst jafn spennt og við
að eignast svona ömmustelpu.
Svo þegar ég var að eignast hana
þá voruð þið mamma í stöðugu
símasambandi þar sem þú vildir
sjá hana áður en þú færir út. Síð-
an hringdir þú reglulega til að fá
sendar myndir. Er svo innilega
þakklát fyrir að hafa átt þig sem
mömmsu og ennþá þakklátari
fyrir að Victoria hafi átt þig sem
ömmsu. Leit alltaf á þig, Beta
mín, sem góða vinkonu og mína
aðra mömmu þar sem maður
getur nú aldrei átt nóg af þeim.
Stefán Axel, Emil Daði og Vic-
toria Emma litu öll á þig sem
svona aukaömmu svo þín verður
sárt saknað en ég veit að Haukur
tekur vel á móti þér svo ég veit
þú ert á góðum stað.
Hvíldu í friði.
Kveðja,
Jóhanna (Joga),
Stefán Axel, Emil Daði
og Victoria Emma
ömmsukrútt.
Að morgni þriðjudagsins 12.
febrúar fékk ég hræðilegt símtal.
Orðin sem ég heyrði voru hún
Beta okkar er dáin. Elsku fallega
vinkonan mín, trausti kletturinn,
gleðigjafinn, sólargeislinn,
kjarnorkukonan er farin frá okk-
ur, langt fyrir aldur fram. Við
eigum svo margar góðar, ljúfar
og dásamlegar minningar sem
við munum ávallt geyma.
Það er svo sárt að kveðja en
minning um yndislega fallega og
góða manneskju mun lifa áfram í
hjörtum okkar.
Elsku Smári, Hrannar, Sig-
frið, Erla og fjölskylda, við vott-
um okkar dýpstu samúð, megi
góður Guð styrkja ykkur á þess-
um erfiðu tímum.
Bjarndís, Árni og strákarnir.
Hér sitjum við vinkonurnar og
erum harmi slegnar yfir fráfalli
kærrar bernskuvinkonu. Okkur
setur hljóðar. Hjörtu okkar eru
full af sorg. Okkur finnst þetta
allt mjög óraunverulegt. Það
hvarlaði aldrei að okkur þegar
við kvöddum Betu fyrir Dan-
merkurferðina og óskuðum
henni góðrar skemmtunar í frí-
inu, að þetta yrði okkar síðasta
samverustund. Beta svo full til-
hlökkunar fyrir ferðinni sem
standa átti yfir í nokkrar vikur til
að vera með Smára syni sínum,
tengdadóttur, ættingjum og vin-
um.
Vinátta okkar hófst fyrir rúm-
um fjörutíu árum. Fjórar stelpu-
skottur, hver með sínu lagi virð-
ast ekki eiga margt sameiginlegt
en tengjast órjúfanlegum vina-
böndum sem halda enn í dag.
Þær takast á við lífið, velja hver
sína leið en halda alltaf hópinn.
En núna er hoggið skarð í hóp-
inn, skarð sem aldrei verður
fyllt.
Minningar okkar eru tengdar
Betu á einn eða annan hátt. Við
minnumst Betu með okkur í leik
og skóla áhyggjulaus í umhverfi
Neðra-Breiðholts. Fjörið og
sprellið komið í ljós og hjarta úr
gulli. Betu sem unglingi í ung-
lingavinnunni, við barnapössun,
ýmislegt brallað eins og ungling-
ar gera. Ungu konunni Betu sem
varð fljótt mjög sjálfstæð.
Beta varð fyrst okkar til að
verða móðir, okkur er minnis-
stætt þegar Smári fæddist, farið
var til útlanda í innkaupaferð.
Innkaupin fóru aðeins úr bönd-
unum því þegar við komum til
baka leit tollarinn á okkur og
sagði: „Velkomnar heim, stelpur
mínar, eruð þið að koma heim úr
námi?“ Slíkur var farangurinn,
aðallega barnadót. Fjórum árum
seinna eignaðist Beta annan son.
Fékk Ásdís að vera viðstödd
fæðinguna. Lengi var gert grín
að símtalinu til foreldra Betu
þegar hún hringdi til að tilkynna
kyn, lengd og þyngd. Hljómaði
eins og stoltur faðir. Hrannar
Örn ber nöfn okkar vinkvennana
og verðum við ævinlega stoltar af
því. Beta var óendanlega stolt af
sonum sínum enda hafði hún
sannarlega efni á því. Báðir eru
þeir efnilegir ungir menn og erfa
hjartahlýju móður sinnar. Fleiri
börn bættust í hóp okkar vin-
kvennanna. Þau léku sér saman,
hefur því bernska þeirra fléttast
saman eins og okkar.
Þótt samskiptin hafi verið
misjafnlega mikil á fullorðinsár-
um var alltaf eins og við hefðum
hist í gær þegar við komum sam-
an. Við gátum endalaust rifjað
upp minningar og hlegið. Frá í
haust höfum við verið að skipu-
leggja enn einn endurfund hjá
árgangi ’63 úr Breiðholtsskóla
sem verður í maí nk. Þar var
Beta aðalskipuleggjarinn, hóp-
stjórinn sem hélt utan um allt.
Það verður ekki auðvelt að ljúka
þessu án hennar en við reynum
að gera okkar besta. Að gefast
upp var ekki í anda Betu. Því
höldum við ótrauðar áfram eins
og fyrirhugað var. Beta hefði
ekki tekið annað til greina.
Við verðum ævinlega þakklát-
ar fyrir umhyggju og vináttu
Betu í gegnum árin og kveðjum
hana með hlýhug og þökkum fyr-
ir vináttu sem aldrei bar skugga
á.
Við sendum fjölskyldu Betu,
Smára, Hrannari Erni, Erlu og
Sigfrið, systkinum og fjölskyld-
um þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Við biðjum algóðan Guð að
blessa minningu hennar.
Ásdís Hrönn, Erna og
Guðlaug Hrönn (Lalla.)
Vantrú, angist og djúp sorg
voru fyrstu viðbrögð mín þegar
ég fékk fréttina af andláti þínu,
elsku Beta mín. Fríið þitt í Dan-
mörku endaði öðruvísi en okkur
óraði fyrir, elsku vinkona. Þú
varst svo sæl og glöð þegar
strákarnir þínir, tengdadætur og
Þórður, systursonur þinn, gáfu
þér ferð til Danmerkur í jólagjöf
svo þú gætir farið að hitta Smára
þinn og tengdadóttur þína, Catr-
ine, Láru systur þína og fjöl-
skyldu, vini þína í Sönderborg og
Tóta bróður þinn og fjölskyldu í
Svíþjóð.
Við kynntumst í Sönderborg
og urðum vinkonur. Vinskapur-
inn óx með árunum og við urðum
mjög nánar vinkonur síðustu ár-
in. Gerðum margt skemmtilegt
saman og er ég núna svo þakklát
fyrir allar þær góðu minningar
sem ég get yljað mér við þegar
ég sakna þín. Bakarísferðin okk-
ar er orðin víðfræg og við vin-
konurnar búnar að skemmta
okkur mikið yfir henni. Sum-
arbústaðarferðin okkar með
Tinu klúbbnum okkar var æðis-
leg, mikið hlegið dansað, sungið,
borðað, farið í splitt og spáð í
spil, göngutúrar og gerðir snjó-
englar. Jólapakkaleikirnir hjá
Elmu okkar og Gilsa með for-
eldrum þínum voru svo skemmti-
legir og við slógumst um flott-
ustu pakkana.
Þegar Smári kom heim með
dönsku vini sína þá fluttirðu til
mín í 10 daga. Við sóluðum okk-
ur, lásum sakamálasögur, sem
var algjört uppáhald hjá okkur
báðum, gláptum á kellingamynd-
ir með nammi og snakk, þetta
var frábær tími og þú varst alltaf
með þvottaburstann og viska-
stykkið. Þú varst einstakt snyrti-
menni og skipulögð. Bæjarferðin
með Láru systur í yndislegu
veðri.
Damefrokost-ferðin okkar
þegar við fórum nokkrar vinkon-
ur til Sönderborg og gistum hjá
Stínu okkar og hlógum út í eitt
allan tímann. Sumarbústaðar-
ferðin okkar með Björgu vin-
konu þinni þar sem við slöppuð-
um af við lestur,
prjónaskap,heitan pott, góðan
mat og kjaftagang. Erfitt verður
að geta aldrei aftur farið með
þér, elsku vina, í okkar árlegu
menningarferð um miðbæinn í
desember, þar sem við eyddum
heilum degi í ráp á milli hand-
verkshúsa og gallería, fengum
okkur gott að borða, gott kaffi og
gúmmelaði með, kvöddumst síð-
an fótafúnar krókloppnar en al-
sælar með daginn. Stundirnar
sem við áttum með Evu okkar
þegar hún kom til landsins, þá
sátum við og snæddum og spjöll-
uðum út í eitt. Sönderborgar-
partíið okkar milli jóla og nýárs
var alveg magnað og hlegið út í
eitt þar til okkur verkjaði í mag-
ann. Þú varst svo mikil perla og
góður vinur, alltaf tilbúin að
hlusta og hjálpa ef ég þarfnaðist
þín. Þú varst mikið fyrir að
skapa eitthvað fallegt, listakona
með perlur og það sýndirðu með
skartgripunum þínum, svo fal-
legt allt sem þú gerðir.
Minningarnar eru svo dýr-
mætar til að ylja okkur við á
þessum erfiða tíma sem er fram-
undan fyrir okkur öll og þá sér-
staklega strákana þína, Hrannar
og Smára, tengdadætur þínar,
Guffu og Catrine, foreldra þína
og systkini og frændsystkini. Þín
er sárt saknað, Beta mín. Ég bið
allar góðar vættir að hlúa að og
hugga þau.
Ég kveð þig nú ljúfan með
trega og tár, en minning þín lifir
um ókomin ár. Megi englar him-
ins umvefja þig vængjum sínum,
hvíl í friði, elsku vinkona.
Sólrún H. Jónsd.
Meira: mbl.is/minningar
Það er alltaf erfitt að fá fregn-
ir af andláti. Þegar ég fékk að
vita í símtali á þriðjudagsmorgun
að Beta mín væri dáin átti ég í
miklum erfiðleikum með að trúa
því. Ég og fjölskylda mín kynnt-
umst Betu og drengjum hennar í
Sonderborg. Ég fann fyrir því í
fyrsta skiptið sem ég hitti hana
hvað mér leið vel í návist hennar.
Alltaf var gott að heimsækja
Betu og drengina hennar því það
var einhvern veginn alltaf ró og
friður á heimilinu. Beta var alltaf
hress og var dugleg að hvetja
fólk til að hittast. Það var alveg
sama hvað var um að vera Beta
var mætt til að aðstoða. Beta var
sannur vinur vina sinna og það
var einstaklega gott að tala við
hana. Hún var alltaf með lausn á
öllu og oftar en ekki sá hún það
jákvæða í hlutunum. Meira að
segja þegar við vorum að vinna
við að búa til gasventla seint að
kvöldi og orðnar mjög þreyttar
þá gat Beta fundið leið til að gera
vinnuna skemmtilega.
Við áttum margar mjög góðar
stundir og ég trúi því ekki að þær
verði ekki fleiri. Minning Betu
mun lifa í hjörtum okkar. Ég og
fjölskylda mín erum einstaklega
þakklát fyrir þann heiður að fá
að kynnast Sigfriðs-fjölskyld-
unni. Frá fyrsta degi hefur alltaf
einhver úr fjölskyldunni verið
boðinn og búinn til að hjálpa en
það sem einkennir Betu og fjöl-
skyldu hennar er hjálpsemi,
dugnaður og hlýja. Elsku Smári,
Catrine, Hrannar, Guðfinna, Sig-
frið, Erla, Tóti, Lára og fjöl-
skyldur okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi góður Guð
styrkja ykkur í sorginni.
Fósturlandsins Freyja,
fagra vanadís,
móðir, kona, meyja,
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár.
(Matt. Joch.)
Helga, Sveinn og fjölskylda.
Manni varð orða vant er okkur
bárust fréttir um að Beta skóla-
systir og vinkona væri horfin úr
þessu lífi.
Þegar við hittumst síðast var
hún á leið til Danmerkur daginn
eftir til að hitta eldri son sinn
Smára og tengdadóttur, systkini
og vini. Við fylgdumst að sjálf-
sögðu með frásögn hennar af
ferðalaginu á fésbókinni þar sem
við samglöddumst svo innilega
að Beta færi út til að dvelja og
vera með sínum nánustu þar í
fríi.
Upp í huga okkar koma minn-
ingar um einstaklega glaðværa,
umhyggjusama og ósérhlífna
manneskju sem sinnti vinnu
sinni og heimili af ákafa og dugn-
aði sem og uppeldi drengja
sinna, Smára og Hrannars, sem
hún var afar stolt af.
Beta var driffjöðurin í að
koma saman endurfundum
skólasystkina Breiðholtsskólaár-
gangs 1963. Fyrir hennar til-
stuðlan og áræðni skipulögðum
við ásamt fleirum næsta endur-
fund skólasystkina. Við munum
að sjálfsögðu halda áfram með
undirbúning með þinn heiður á
lofti, elsku Beta, við lofum því.
Við sendum Hrannari, Smára,
tengdadætrum, foreldrum og
systkinum Betu okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn.)
Megi englar Guðs leið þína
lýsa,
blessuð sé minning þín, kæra
vinkona
Vilborg, Guðbjörg og Klara.
Hjartans rósin mín.
Ég sit hérna dofin og get eng-
an veginn áttað mig á því að þú
sért farin, svo ótrúlega gerast
hlutirnir hratt. Minningunum
rignir yfir mig og ég spyr mig
bara hvar á ég að byrja? Jú í
Sönderborg 17. júní árið 2000,
þar hittumst við fyrst. Fljótlega
varð ákveðinn kjarni af Íslend-
ingum þar sem ein stór fjöl-
skylda og við partur af þeim. Það
sem ekki var verið að dunda sér.
Við vorum með eindæmum
veisluglaðar. Pabbi þinn formað-
ur Íslendingafélagsins, þú með í
ráðum, ég ritari og fleiri með.
Þetta var stórkostlegt tímabil.
Bingó, þorrablót, jólaböll, villi-
svínaveislur, allskonar endalaus-
ir fagnaðir í A-kjallaranum. Þú
varst alltaf hrókur alls fagnaðar.
Ég var löt að skreppa í bæinn
með ykkur stelpunum eftir partí,
en einu sinni tókst ykkur að plata
mig á Zansibar og hvað gerðum
við Beta, í flíspeysunni, á gam-
mosíunum og að mig minnir í
inniskónum tókst okkur í sam-
einingu ásamt stelpunum að rífa
allan staðinn upp í Allir dansa
kónga langt fram eftir nóttu. Á
heimleiðinni passaði akkúrat að
koma við í bakaríinu á Grundvig-
salle og kaupa rúnnstykki á lín-
una, því þeir voru akkúrat að
opna þegar við löbbuðum
framhjá. Það var ekkert lítið
hlegið að þessu eftir á.
Svo voru það öll barnapartíin
sem við héldum fyrir hönd Ís-
lendingafélagsins. Þá var yfir-
leitt skutlast hægt á Volvo Ama-
son 65 módel yfir grensuna til
Þýskalands til að kaupa nóg af
gosi, fullt af nammi og slatta af
bjór, bara ef pabbarnir yrðu
þyrstir. Eftir að við Gilsi fluttum
heim 2002 héldum við alltaf sam-
bandi og hittumst reglulega þeg-
ar þú komst til landsins.
Árið 2006 ákvaðst þú svo að
flytja heim með Hrannar og for-
eldrum þínum og sem betur fer,
því þú varst límið í hópnum. Þú
bauðst fram húsnæði til að halda
jólahittinga fyrir heimflutta Sön-
derborgara, svo ekki sé minnst á
Damefrokost. Það var gert að ár-
legum viðburði og hattahug-
myndirnar þínar slógu sífellt í
gegn enda vannstu bikarinn alla-
vega tvisvar. Mér finnst óbæri-
legt að hugsa til þess að við eig-
um ekki eftir að undirbúa fleiri
veislur saman í þessu lífi, en það
verður þá að vera í öðru lífi.
Áfram munum við þá halda í
hefðir, enginn laukur og ekkert
kíví.
Elsku Beta mín sæta. Ég sé
þig fyrir mér í uppáhaldslitnum
þínum, kóngabláu, með falleg
perluarmbönd og eina kúlu um
hálsinn, hannað svo snilldarlega
af þér sjálfri, að bjóðast til að
vera sparifrænka allra á himn-
um. Þannig varst þú. Alltaf til
staðar fyrir þá sem á þurftu að
halda. Gleði og hamingja var þitt
mottó og ávallt tókst þér að
breiða út boðskapinn í allar áttir.
Sérstaklega til barna sem hænd-
ust svo fljótt að þér. Fallegu
drengirnir þínir Smári og
Hrannar sem þú gerðir að gull-
molum enda sagðirðu okkur
margoft að þeir væru bara svo
líkir mömmu sinni. Og það er sko
hverju orði sannara.
Elsku hjartans Betufjölskylda
okkar dýpsta samúð með von um
birtu og yl af endalausum góðum
minningum um yndislega hjarta-
hlýja manneskju sem verður svo
sárt saknað. Hugur okkar er hjá
ykkur.
Kveðjur
Elma, Þorgils,
Bergur og Máni.
Alveg einstakur vinur, þannig
var okkar vinátta. Í dag kveð ég
þig, elsku vinkona, þegar ég
hugsa til baka kemur margt upp
í huga mér. Hvað þú varst mér
og fjölskyldu minni góð. Þú varst
alltaf til staðar fyrir mig og okk-
ur, hvort sem þú bjóst hér á landi
eða í Danmörku. Mér er svo of-
arlega í huga þegar þú leyfðir
Hauki að koma til þín til Dan-
merkur og vera hjá þér í dekri
þegar hann var sem veikastur.
Líka þegar Jóhanna Clara mín lá
á gjörgæslunni og Haukur var á
líknardeildinni þá tókst þú þér
frí í vinnunni til að hlúa að og
hugsa um hann Bjögga minn. Þú
varst alltaf tilbúin að hjálpa okk-
ur í öllum stórviðburðum hjá
okkur fjölskyldunni. Þú tókst
ástfóstri við börnin mín og
barnabörn, þú varst ammsan
hennar Victoriu Emmu. Þú
hjálpaðir mér með svo margt,
elsku Beta. Og þegar þú fluttir
til mín í Veghúsin gerðum við svo
margt saman, sem ég er enda-
laust þakklát fyrir. Við ætluðum
að gera svo margt fleira saman
en þessa ferð ákvaðst þú að fara
án mín, elsku Beta mín. En eitt
veit ég að hann Haukur tekur vel
á móti þér. Elsku Beta mín, þú
varst mamman sem ég á ekki, þú
varst systirin sem ég á ekki, en
fyrst og fremst varstu besta og
kærleikríkasta vinkona mín.
Núna veit ég að þú hvílir verkja-
laus í faðmi Hauks og hann mun
taka við af mér að hugsa um þig,
elsku vinkona. Ég vona að ég
hafi reynst þér eins góð vinkona
og þú reyndist mér.
Hvíldu verkjalaus í faðmi
Hauks okkar, kæra vinkona.
P.S. Björvin Margeir biður að
heilsa besta stærðfræðikennar-
anum og skilaðu kveðju til
pabba.
Kveðja,
Björg.
Elísabet
Sigfriðsdóttir
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn, svo
og æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningargreinar