Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Dýrahald
Shih tzu-rakkar til sölu
Þeir fæddust 21. des. 2012.
Eru tilbúnir til afhendingar 1. mars
2013. Innifalin er ættbók frá HRFÍ,
örmerking, ein bólusetning (við parvo
og lifrarbólgu), ormahreinsun, heilsu-
farsskoðun. Nánari upplýsingar fást í
síma 8464221 eða netfangið:
laudia92@hotmail.com
Garðar
Trjáklippingar
trjáfellingar og grisjun sumar-
húsalóða. Hellulagnir og almenn
garðvinna. Tilboð eða tímavinna.
Jónas F. Harðarson,
garðyrkjumaður, sími 6978588.
Gisting
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er með fleiri
orlofshús við Akureyri og öll með
heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
40 feta notaðir gámar til sölu
Kaldasel ehf.
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 431.
Ódýr blekhylki og tónerar
verslun í Hagkaup Smáralind og
Fjarðargötu 11, Hafnarfirði.
Blekhylki.is, sími 517-0150.
Saumavélar- saumavélaviðgerðir
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali.
Viðgerðir á flestum gerðum sauma-
véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is
eða hringdu í s. 892 3567 eftir
hádegi alla daga.
Handslípaðar kristalsljósakrónur
frá Tékklandi og Slóvakíu.
Mikið úrval og gott verð.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
Verslun
Nýtt: YRSA, Reykjavík, kvenúr.
Svissneskt Ronda-verk, auðlæs skífa,
50 m vatnshelt, 2 ára ábyrgð. Verð
14.900. Samsett í Elsass. Tilvalin gjöf
á konudaginn. ERNA, Skipholti 3,
sími 552 0775, www.erna.is
Fyrir konudaginn
Handsmíðuð silfurhjörtu með silfur-
keðjum. Allt ródíumhúðað svo ekki
fellur á. Tækifæri til að eignast vand-
aðan, handunninn grip á góðu verði.
ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775,
www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
Þarftu aðstoð við reksturinn ?
Við aðstoðum þig við:
bókhaldið,
launaútreikninga,
virðisaukaskattsuppgjör,
gerð ársreikninga,
skattframtalið,
samskipti við RSK.
Ókeypis kynningartími.
Rekstur og skattskil s.f.
Suðurlandsbraut 16.
Ýmislegt
Fylgihlutir fyrir ferminguna
Hárskraut, krossar og hringar.
Fermingahanskar kr. 1500
Skarthúsið,
Laugavegi 44
Sími 562 2466
Hringtreflar
margir litir
Verð kr. 2.990.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Ferming
Hárskraut, hanskar, krossar,
armbönd og hringar.
Fylgihlutir fyrir fermingar-
stúlkuna.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
ÚTSALA - ÚTSALA
ÚLPUR –50% AFSLÁTTUR
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Vélar & tæki
EE BÍLALYFTUR KOMNAR AFTUR
4 OG 5 TONNA GLUSSADRIFNAR
Vorum að fá nýja sendingu af 4 og 5
tonna bílalyftum, vinsælar lyftur og
traustar og á meiriháttar góðu verði.
Bjóðum hagstæð kortalán til allt að
36 mán.
Vélaverkstæðið Holti
www.holt1.is
Sími 895 6662
Bílaþjónusta
Smáauglýsingar
Nú kveð ég vin minn Björg-
vin. Ég kynntist Böbba eins og
við kölluðum hann fyrir u.þ.b. 30
árum. Hann byrjaði að æfa sömu
íþrótt og ég og okkur varð fljótt
vel til vina. Einstaklega hlýr
maður með mikinn metnað fyrir
því sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Björgvin var í Iðnskólanum í
Reykjavík að læra rafeinda-
virkjun þegar kynni okkar hóf-
ust og lauk þar prófi með glæsi-
brag. Björgvin setti sér ávallt
markmið og eitt af því var að
fara til Brasilíu og ferðast þaðan
til nærliggjandi landa eftir að
námi hans lauk í Iðnskólanum.
Þessa ferð fór hann ásamt fleiri
góðum strákum og kom hann
heim átta mánuðum seinna með
mikla reynslu og fullt af ferða-
sögum, það var sko ekki leiðin-
legt að hlusta á Björgvin segja
frá, alltaf jafn rólegur og mál-
efnalegur.
Björgvin reyndist mér dýr-
mætur vinur, vinur sem brást
mér aldrei. Við byggðum vin-
skapinn okkar upp á trausti og
bárum mikla virðingu hvor fyrir
öðrum. Ég keypti mér hús í
Reykjavík 2004 þar sem átti eft-
ir að draga í allt rafmagn, ég
spurði Björgvin hvort hann gæti
hjálpað mér með það og spurði
hann hvort hann vissi hvað það
tæki langan tíma og kostnað,
hann svaraði því til að þetta tæki
töluverðan tíma en kostnaður
hans yrði bara kaffi og bakkelsi.
Þessi hjálp var okkur hjónum
ómetanleg og okkur Björgvini
auðnaðist það að hjálpa hvor
öðrum í hvívetna ef við kölluðum
eftir því, við mátum ekki vin-
skapinn okkar til fjár. Við hjálp-
uðumst að þegar á þurfti að
halda og töldum ekki tímann
hvor ofan í annan. Það er dýr-
mætt að eiga vin sem kann að
hlusta og gefa ráð af heilindum,
þannig var Björgvin, hann hlust-
aði og gaf ráð.
Lengi framan af var Björgvin
einstæðingur, hann hafði farið til
Ísafjarðar í vinnu og var þar í
tvö ár og þangað fór ég tvisvar
til hans í heimsókn og á góðar
minningar þaðan. Það urðu
ákveðin kaflaskil í lífi Björgvins
þegar hann kynntist Vilborgu,
hann var ástfanginn af þessari
konu og það sást á honum og það
var dásamlegt að fylgjast með
honum stíga hvert ábyrgðar-
skrefið af öðru. Svo kom að því
að þau hjúin ákváðu að gifta sig
og stofna fjölskyldu, stóru skref-
in skyldu tekin með þessari konu
sem hann var búinn að finna og
þetta var svo sannarlega skref
til heilla fyrir hann. Björgvin og
Vilborg voru dásamleg saman og
var það mér sannur heiður að
vera svaramaður Björgvins þeg-
ar þau giftu sig. Þær eru svo
margar minningarnar um góðan
dreng, hlátur hans og tilsvör eru
ógleymanleg, fasið hans og
hreyfingar, minningar þar sem
hann situr í jógastellingu með
eitthvað í kjöltu sinni og gerir
við af einstakri natni og ein-
beitni. Ég kveð þig að sinni,
elsku vinur minn, og bið Guð að
geyma þig. Ég mun aldrei
gleyma þér.
Þinn einlægur vinur,
Kristján.
Björgvin
Ingimarsson
✝ Björgvin Ingi-marsson, kenn-
ari og sálfræð-
ingur, fæddist 16.
nóvember 1965.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 9.
febrúar síðastlið-
inn.
Útför Björgvins
var gerð frá Dóm-
kirkjunni í Reykja-
vík þriðjudaginn 19. febrúar
2013.
Ég man ekki ná-
kvæmlega hvenær
það var, en líklega
hefur það verið
haustið 1979 þegar
ungur piltur, dökk-
ur yfirlitum, gekk
inn í aðstöðu Kime-
waza í Brautarholti.
Hann sagðist heita
Björgvin og vera úr
Kópavogi. Eins og
venjulega þá litum
við þjálfararnir yfir sviðið og
spáðum í hverjir myndu endast
og hverjir ekki. Mælistikan var
harka og úthald. Vitnisburður
okkar var að þessi dökki þarna
myndi nú ekki endast lengi.
Tíminn leið, æfingum fjölgaði
og erfiði samfara því og í hvert
skipti sem ég mætti var Björg-
vin þarna líka. Vikur og mánuðir
liðu og enn var Björgvin á staðn-
um. Það var þá eitthvað við
þennan dreng, best að fara að
ræða við hann. Þetta voru okkar
fyrstu kynni og upphafið af ára-
langri vináttu. Framundan var
lífið með sína sigra, gleði, og
hlátur, einstaka grát og djúpar
beygjur í duftið en alltaf stóðum
við upp, dustuðum af okkur og
héldum áfram.
Við vildum ferðast, við vildum
ekki festast í lífsgæðakapp-
hlaupi, eftirsókn eftir vindi og
hégóma. Við vildum leysa lífs-
gátuna og svipta hulunni af
þokukenndu mistri þess sem við
köllum þekkingu og speki. Við
snérum okkur að bókmenntum,
heimspeki, bardagalistum, og
blönduðum því öllu saman í leit
að svörum við tilgangi lífsins,
sem á endanum reyndist
vera … 14.
Svo hófust ferðalög þín um
allan heim, póstkort frá Suður-
Ameríku, símtal frá Venice
Beach, bréf frá Barcelona, heim-
sókn til mín og Dísu í Dan-
mörku. Allt saman hluti af þekk-
ingarleit og leit að öðruvísi fólki.
Svo varstu allt í einu giftur og
búinn að eignast barn, kominn
til Skotlands til að þreyta meist-
arann í sálfræði – með að sjálf-
sögðu glæsilegum árangri.
Það er létt að minnast þín
Björgvin vinur minn, og þrátt
fyrir sorg síðastliðna daga get
ég ekki komist hjá því að brosa
út í annað í hvert skipti sem ég
hugsa til þín. Þú ert og verður
einfaldlega eitt af best heppnuð-
ustu sköpunarverkum Guðs, ein-
lægur njótandi lífsins sem miðl-
aðir af lífsgæðum þínum til
okkar hinna án þess að taka
nokkuð fyrir.
Björgvin er vinur minn, hann
var kennari, fræðimaður og lífs-
ins listamaður, prúðmenni og
húmoristi fram í fingurgóma.
Þessir eiginleikar þínir geisluðu
þegar við ræddum veikindi þín
og óumflýjanlegan dauða og,
þrátt fyrir alla sorgina og þung-
an tregan, dróst þú mig að þessu
veisluborði lífsins sem þú út-
bjóst þannig að ég mátti mettur
standa þaðan upp og halda á vit
minna eigin örlaga. Ég hef leitað
að tilgangi með þessu öllu sam-
an, ég hef spurt Guð og var þá
sýnt að þetta snýst ekki um und-
ankomuleiðir frá hinu endanlega
heldur að umfaðma tilgang þess.
Síðustu vikur lífs þíns hér á
jörð ræddum við það sem í
vændum var, þú baðst mig að
taka þetta einn dag í einu, þú
neitaðir frekari lyfjameðferð, þú
sagðist vera sáttur, allt þetta
með einhverri óendanlegri ró og
yfirvegun. Ég kvaddi þig inni-
lega þinn síðasta dag, svo tókstu
stutt andvarp og varst farinn
Vilborg og börn, Sigrún og
Jónas. Ég votta ykkur innilega
samúð mína og megi Guð geyma
ykkur.
Og Björgvin … við sjáumst
næst
Þinn vinur,
Guðmundur.
Samstarf með Björgvini Ingi-
marssyni í Iðnskólanum í Hafn-
arfirði var gjöfult, einkum vegna
þess hve fjölfróður hann var, án
þess að hann hefði þörf fyrir að
guma af eða flíka þekkingu sinni,
hún var einfaldlega til staðar.
Frásagnir hans af dvölinni í
Suður-Ameríku, kunnátta í
spænsku og dönsunum þeirra
kryddaði tilveruna. Ekkert okk-
ar á kennarastofunni hafði stað-
ið á bryggju við Miðjarðarhafið
og boðist til að aðstoða við
skútusiglingu, nema Björgvin,
þannig leitaði hann ævintýranna
og miðlaði af reynslu sinni.
Kennslan reyndist honum
auðveld, nemendur mátu hann
að verðleikum og þar sem
kennsluefni í rafeindavirkjun
skorti þá skrifaði hann það ein-
faldlega sjálfur og nefndi, Rása-
kverið, handbók í rafeindatækni.
Raf- og efnaboð líkamans
voru Björgvini hugleikin og hóf
hann nám í sálfræði með fullu
starfi í skólanum, því námi lauk
hann á tilsettum tíma, en loka-
ritgerðinni lauk hann sumarið á
eftir, þetta var afrek.
Edinborg varð fyrir valinu til
framhaldsnáms, þar sem þau
Vilborg gátu bæði stundað nám.
Veikindi settu þó allt of fljótt
strik í reikninginn og baráttan
við „drekann“ hófst. Lokaprófi
til Cand. Psych-gráðu lauk hann
hér heima 2010 og fjallaði loka-
ritgerð hans um, próffræðilegt
mat á DASS-sjálfsmatskvarðan-
um. Þunglyndi, kvíða og streitu.
Baráttuna við drekann háði
hann með Vilborgu sér við hlið,
ásamt fjölskyldu og vinum. Op-
inská og einlæg skrif Vilborgar
um sjúkdóminn hafa verið aðdá-
unarverð. Hlutlægt mat á stöð-
unni hverju sinni var í anda
Björgvins vinar míns.
Innilegar samúðarkveðjur til
Vilborgar, barnanna, móður og
bróður,
Bryndís Helgadóttir.
Einstök kona á undan
samtíð,
ótroðnar slóðir, svo
hugrökk.
Víðförul, ánægð, svo brosandi augu,
ræðin og tengd öllu.
Ákveðin kona í sinni samtíð,
Þórdís S.
Guðjónsdóttir
✝ Þórdís fæddistí Reykjavík
hinn 21. september
1929. Hún lést 7.
febrúar 2013 á
Garðvangi, Garði.
Útför Þórdísar
fór fram í kyrrþey
14. febrúar 2013.
skoðanaföst, svo
beinskeytt.
Árangursmiðuð, svo
þrautseigar taugar,
innri jafnvægis styrkur.
Hlý kona í sinni samtíð,
Áhugi, umhyggja, svo
falleg.
Viðkvæm, skapandi, svo
gefandi hjarta
góðleg sál og allra.
Elsku amma, ég
er þakklát og stolt fyrir það sem
þú hefur gefið mér.
Hvíl í friði.
Þórdís.