Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 ✝ Vigdís Sverr-isdóttir fæddist í Hvammi, Norður- árdal, Mýrasýslu 27. mars 1920. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 14. febrúar síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Sverrir Gíslason, bóndi í Hvammi, fyrsti for- maður Stéttarsambands bænda, og Sigurlaug Guðmundsdóttir húsfreyja, frá Lundum í Stafholtstungum. Vigdís átti fimm bræður en aðeins Einar lifir systur sína. Bræður Vigdísar eru: Guðmundur kvæntur Sigríði Stef- ánsdóttur (látin), Andrés kvæntur Ernu Þórðardóttur, Ólafur kvæntur Önnu Ingadóttur (látin), Ásgeir kvæntur Sigríði M. Magn- úsdóttur (látin). Einar, kvæntur Vilborgu Þorgeirsdóttur. Vigdís giftist 14. september 1946 Jóni Sigbjörnssyni sem var fæddur á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá 15. maí 1921 og lést 9. desember 1996. Foreldrar hans voru Sig- björn Sigurðsson, fæddur á Hjart- arstöðum, og Anna Þ. Sigurð- ardóttir frá Borgarfirði eystri. Jón starfaði á tæknideild Rík- Bryndís dætur Vigdísar og Brynjúlfs Halldórssonar. Elín Birna og Magnús Björn börn Sig- rúnar og Hallgríms Garð- arssonar. Guðmundur Óskar og Hallgrímur Orri börn Sigrúnar og Kristjáns Guðmundssonar. Sunna Kristín dóttir Birnu og Ríkarðs S. Axelssonar. Þorsteinn Bent sonur Birnu og Benedikts Helgasonar. Aron sonur Signýjar og Sam- úels Perrella Fontes. Breki og Ylfa börn Egils og Sigynar B. Kristinsdóttur. Vigdís hóf skólagöngu sína heima í Norðurárdal í farskóla. Síðan fór hún Í Reykholtsskóla í Borgarfirði og lauk gagnfræða- prófi. Hún stundaði einnig nám við Húsmæðraskólann á Lauga- landi í Eyjafirði. Ung vann Vig- dís ýmis störf heima í sveitinni og á stríðsárunum vann hún oft á hótelinu í Fornahvammi. Eftir að til Reykjavíkur kom vann hún verslunarstörf. Lengst starfaði hún í Bókabúð Helgafells. Laugavegi 100. Jón og Vigdís reistu sér hús á Skólabraut 37, Seltjarnarnesi, árið 1954 og þar ólust börn þeirra upp. Síðustu æviár Jóns og Vigdísar saman bjuggu þau á Austurströnd 14. Síðustu árin bjó hún á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, deild V4. Þar naut hún frábærrar umönnunar. Útför Vigdísar verður gerð frá Neskirkju í dag, föstudaginn 22. febrúar 2013 og hefst athöfn- in klukkan 13. isútvarpsins. Börn Vigdísar og Jóns eru: 1. Anna Vigdís hjúkrunarfræðingur gift Jörundi Guð- mundssyni prentara. Börn: Jón (látinn 2001), Edda hjúkr- unarfræðingur og Hrund kennari. 2. Sigurlaug kennari og talmeinafræð- ingur, gift Hallgrími Þ. Magn- ússyni lækni. Dætur: Vigdís hjúkrunarfræðingur, Sigrún mat- vælafræðingur og Birna píanó- leikari. 3. Sverrir læknir, kvæntur Danfríði Kristjónsdóttur, hjúkr- unarfræðingi og ljósmóður. Börn: Kristjón tölvunarfræðingur, Vig- dís læknanemi og Kristín verk- fræðinemi. 4. Sigbjörn bygging- arverkfræðingur kvæntur Valgerði Hildibrandsdóttur, nær- ingarrekstrarfræðingi og næring- arráðgjafa, Börn: Arna tónlist- arnemi, Jón verkfræðinemi, Signý Valbjörg, iðnhönnuður og innan- hússarkitekt, Egill Arnar, B.A. í lögfræði og Andri Heiðar, nemi í stjórnmálafræði. Langömmubörn Vigdísar eru. Jón Jörundur sonur Eddu og Guðmundar Reynis Gunnlaugssonar. Sigurlaug og Kveðja til minningar um tengdamóðir mína, Vigdísi Sverr- isdóttur. Þitt hjarta geymdi gullið dýra og sanna, að gleðja og hjálpa stærst þín unun var. Því hlaust þú hylli Guðs og góðra manna og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar. Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér geymi, og bæn til Guðs mín hjartans kveðja er. Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi, svo lífið eilíft brosi móti þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku Dísa mín. Danfríður Kristjónsdóttir. Tengdaforeldrar mínir Dísa og Jonni voru hlý og traust og afar gestrisin. Á námsárum okkar Sig- urlaugar í Svíþjóð stóð heimili þeirra okkur alltaf opið þegar við komum heim til Íslands og við nutum þess einnig að fá þau í heimsókn. Ég minnist þess hversu fljótt var brugðist við þegar Birna yngsta dóttir okkar fæddist. Ég hringdi heim til að láta vita af fæð- ingu hennar og gat þess að helst vildi ég bara fá þau í heimsókn. Næsta dag voru þau mætt. Segja má að þetta sé dæmigert þegar ég hugsa um tengdaforeldra mína því bónþægari manneskjur þekkjast varla. Ég minnist áranna á Skóla- brautinni þegar elstu barnabörnin komu í heiminn. Þangað var gott að leita og hvergi betra að eiga at- hvarf. Ömmu og afa var líka með einhverjum hætti svo eiginlegt að halda sínu striki þó að börnin bæri að garði. Afi úti að þvo bílinn með aðstoð lítilla vinnuglaðra handa. Amma í eldhúsinu að baka og að- stoð þegin við uppvask af mun meiri áhuga barnsins sem í hlut átti heldur en varð síðar þegar við- komandi hafði fulla getu í verk- efnið. Matargerðarlist Dísu var við- brugðið. Það var alveg sama hvað hún bar á borð. Maturinn bragð- aðist alltaf afar vel. Stundum komu athugasemdir frá börnun- um um að allt væri betra hjá ömmu og öllum bar saman um að hvergi væri hægt að fá betri grjónagraut. Það var alltaf tilhlökkunarefni þegar afi bauð fjölskyldunni með í orlofshús RÚV, einkum í Munað- arnes. Þar í nágrenninu gafst barnabörnunum tækifæri til að kynnast æskuumhverfi ömmu í Borgarfirðinum en einnig ef farið var austur á land á æskuslóðir afa. Síðustu starfsár Vigdísar var ég svo heppinn að fá hana til að vinna hjá mér. Hún hafði þá ný- lega hætt að vinna utan heimilis og fékkst til að vera í mótöku læknastofu minnar hálfan daginn. Það var enginn svikinn af vinnu- framlagi hennar. Fáum hef ég kynnst sem eru jafn ósérhlífnir og húsbóndahollir. Eftir að Jonni lést árið 1997 var Vigdís dugleg að finna sér við- fangsefni. Hún fór í leikfimi tvisv- ar í viku, söng í kór aldraðra og spilaði brids. En síðustu árin fór að bera á minnisleysi og hún hætti að njóta tómstundaiðju sinnar. Um tíma fór hún í dagvist en þeg- ar kom að því að hún gat ekki lengur búið ein flutti hún á Dval- ar- og hjúkrunarheimilið Grund. Það reyndist henni þungbært að geta ekki búið áfram í eigin íbúð. En með tímanum sætti hún sig betur við hlutskipti sitt enda vel hugsað um Vigdísi á Grund. Að leiðarlokum vil ég og fjöl- skylda mín þakka fyrir að hafa átt hana Vigdísi að. Við kveðjum hana með söknuði en um leið þakklæti fyrir að hafa hana svo lengi meðal okkar. Við fundum undir það síðasta að hún var tilbúin að kveðja þennan heim. Hallgrímur Þorsteinn Magnússon. Vigdís tengdamóðir mín hefur nú lokið sinni löngu lífsgöngu. Fyrir 43 árum er ég kom fyrst inn á heimili hennar og Jóns mætti mér vinátta og ástúð sem entist ævilangt. Skólabraut 37 undir Valhúsahæð var mikið menning- arheimili. Ættartengsl þeirra hjóna voru sterk og gamlir sveit- ungar komu þar oft í heimsókn. Í kjallaranum bjuggum við Anna Dísa fyrstu tvö ár okkar búskapar og þar mynduðust tryggðarbönd er aldrei rofnuðu. Dísa kenndi mér öll þau heimilisstörf er mér hafa gagnast. Hvammur í Norðurárdal er kirkjujörð næst Holtavörðuheiði. Þar ólst Dísa upp í stórum systk- inahóp, eina dóttirin. Þar var gest- kvæmt og oft kom hrakið fólk ofan af heiðinni. Í þá daga var verka- skipting karla og kvenna með öðr- um hætti en við þekkjum í dag og féllu inniverkin oft í hlut Dísu. Ekki líkaði henni það vel og sagði hún mér oft að í hópi strákanna yndi hún sér best. Í takt við tím- ann fóru strákarnir í samvinnu-, búnaðar-, tónlistar- og háskóla á meðan hún fór í húsmæðraskóla. Það gladdi hana mjög að sjá hina mörgu kvenafkomendur sína ganga menntaveginn. Tónlist og söngur var stór hluti af lífi Dísu og öll lærðu þau Hvammssystkinin á orgel kirkjunnar, enda var faðir þeirra þar organisti. Að Dísu voru miklar ættir, föðurafi hennar var Gísli Einarsson prófastur í Staf- holti, bróðir Indriða skálds. Föð- uramma og nafna var dóttir Páls alþingismanns í Dæli í Víðidal. Móðuramma hennar var Guðlaug frá Melum í Hrútafirði, afkomandi kammerráðsins og móðurafi Guð- mundur frá Lundum í Stafholts- tungum, afkomandi Þorbjörns ríka. Í dag er komið að kveðjustund, öldruð kona er man tímana tvenna fer frá okkur en í velsæld nú- tímans gleymum við oft því fólki er skóp okkur nútíma lífsgæði. Vigdís var lánsöm og naut ástríkis og stuðnings sinna nánustu alla ævi. Ömmubörnin hændust að henni og lærðu mikið af samskipt- um við hana og ekki síður ég sem var svo lánsamur að eiga slíkan skörung að tengdamömmu. Jörundur. Elsku amma okkar Vigdís Sverrisdóttir er látin. Við eigum ömmu Dísu margt að þakka í líf- inu. Hún var góð fyrirmynd og til hennar var gott að leita. Við eigum margar ljúfar minn- ingar frá samverustundum með þeim ömmu Dísu og afa Jonna. Þau voru mikið fjölskyldufólk og áttu marga vini. Það var því oft margt um manninn á Skólabraut- inni. Stórfjölskyldan kom gjarnan saman á sunnudögum og bauð amma þá upp á lambalæri og afi átti alltaf ís í frystikistunni. Þegar þau tóku á móti vinum fengum við að skottast í kringum þau og vor- um alltaf látnar heilsa með handa- bandi. Þannig lærðum við að bera virðingu fyrir eldra fólki og auð- vitað fengum við jákvæða og upp- byggilega athygli um leið. Það stóð ekki á ömmu að hjálpa okkur barnabörnunum að setja upp árlegt áramótaleikrit. Eitt ár- ið saumaði hún grýlubúninga úr gömlum hveitipokum og þegar okkur datt í hug að setja upp leik- rit um álfa og huldufólk fór hún í gamlan lager í verlsuninni Toft, þar sem hún vann um tíma, og fann gulli slegið efni sem hún saumaði búninga á okkur öll úr. Hún var vandvirk saumakona og á yngri árum okkar systra vorum við gjarnan í kjólum sem amma saumaði. Á menntaskólaárunum kom saumakunnátta hennar sér vel því hún saumaði þó nokkra kjóla með okkur fyrir árshátíðir. Amma hafði gaman af tónlist og söng. Hún kunni ógrynni af lögum og textum sem við barnabörnin höfum lært og tileinkað okkur í gegnum tíðina. Slíkur arfur er dýrmætur og gefur okkur systr- um forskot á jafnaldra okkar þeg- ar fjöldasöngur er annars vegar. Amma gerði allt sem hún tók sér fyrir hendur vel. Allur matur- inn hennar var afbragðsgóður og baksturinn var ekki síðri. Hjá ömmu var alltaf boðið upp á eitt- hvert góðgæti eins og ristað brauð, jólaköku og kakómalt. Hún átti fallegt heimili sem alltaf var hreint og strokið og þangað var gott að koma. Hún er okkar fyr- irmynd þegar kemur að heimilis- störfum og kenndi hún okkur m.a. að brjóta saman þvott og strauja eftir kúnstarinnar reglum. Eftir að við urðum fullorðnar og eignuðumst börn hélt amma áfram að taka vel á móti okkur. Hún naut þess að vera innan um langömmubörnin sem höfðu gefið henni viðurnefnið „amma langa“. Þetta þótti ömmu sniðugt þar sem hún var allt annað en löng. Amma hafði líka gaman af því að segja krökkunum frá æskuárum sínum í Hvammi og þau voru ekki há í loft- inu þegar þau voru komin með það á hreint að amma átti fimm bræð- ur. Á þeim liðlega 92 árum sem amma lifði hefur íslenskt samfélag breyst mikið. Það var dýrmætt að kynnast þessum breytingum í gegnum ömmu. Hún ólst upp í sveit, labbaði sjö kílómetra í skól- ann og gekk í hússtjórnarskóla. Allt eru þetta hlutir sem eru börn- um nútímans fjarlægir. Við þökk- um ömmu fyrir samfylgdina í gegnum árin og allt það sem hún skildi eftir hjá okkur. Megi hún hvíla í friði. Vigdís, Sigrún og Birna. Mig langar til að minnast ömmu minnar Vigdísar Sverris- dóttur í fáeinum orðum. Amma var alltaf stór hluti af mínu lífi. Þó að hún hafi dáið södd lífdaga er söknuðurinn mikill og hugurinn reikar um þá tíma sem við áttum saman. Amma var mikill dugnað- arforkur og féll sjaldan verk úr hendi, allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af miklum myndarskap. Við barnabörnin skruppum oft eftir spilatíma til hennar á Skólabrautina, fengum heimagerða grauta og lékum okk- ur uppi á Valhúsahæð. Maður gat alltaf farið til ömmu og átti hún þannig sinn þátt í að búa okkur barnabörnunum öryggi og hlýju. Á seinni árum skipaði hún stóran sess í lífi sonar míns sem mun lengi búa að því að hafa fengið að kynnast langömmu sinni og henn- ar góðu kostum. Undir það síðasta, þar sem hún dvaldi á hjúkrunarheimilinu Grund, sá maður enn glitta í gamla kraftinn og dugnaðinn þrátt fyrir veikindi hennar. Mig langar til að þakka Siv, Margréti, Ethel og öllu því góða fólki sem sinnti ömmu af um- hyggju og hlýju á Grund síðustu æviárin. Hásumar, hugur minn líður heim yfir fjöllin með glettinni golu sem þýtur í grasi og runnum. Skýhnoðrar elta hver annan út um víðbláar jarðir unglömb í haga heiðan hamingjudag og skuggar flögra í flokkum um flóa og tún og kletta – Áður undi ég löngum átthagans svip og myndum. Aftur barn í þeim bjarta brosmilda heimi, ljós litir og orð líf mitt, hin dýra gjöf, ó flæðið um hug minn, fyllið hann fögnuði og yndi, hug sem er einatt hlaðinn haustgráum skýum og þungum. (Snorri Hjartarson.) Hvíl í friði, elsku amma. Þín, Edda. Þær eru margar minningarnar sem koma í hugann við andlát Vig- dísar Sverrisdóttur. Minningar sem einkennast af þakklæti, gleði og virðingu. Þegar ég kynnist tengdafólki mínu fyrir rúmum 20 árum og hóf ungur maðurinn sambúð með Vigdísi Hallgrímsdóttur tóku þau Jón og Dísa mér opnum örmum og dýr- mætt var að eiga þau að. Á heimili þeirra Jóns og Dísu að Austur- strönd var gjarnan gestkvæmt og kom fjölskyldan þar oft saman. Voru þar ætíð veislur og þau hjón- in nutu sín sem góðir gestgjafar, allt eins og best varð á kosið og vel útilátið. Jón passaði upp á drykk- ina og Dísa sá um matinn af mikilli kostgæfni. Jón sá þó um árlegt grill að vori og þá voru lambakjöt- inu gerð góð skil. Þegar Jón féll frá í desember árið 1996 hafði ég átt með honum tæplega fjögur góð og lærdómsrík ár. Jón var sérlega greiðvikinn, úrræðagóður og lag- hentur maður. Dísa hélt áfram fyrirmyndar heimili og til hennar var gott að koma og spjalla. Dísa ræddi málin tæpitungulaust og stutt var gjarnan í glettin svör og smitandi hlátur. Í brúðkaupsveislu okkar Vig- dísar í desember árið 2000 var afi minn heitinn, Sigurður B. Guð- brandsson, sérlega stoltur og glaður. Það var Dísa líka, glæsileg að vanda og stolt af nöfnu sinni og vinkonu. Dísa hafði unun af söng og kirkjutónlist var henni kær. Nú eftir því sem fjölskyldan óx þá stækkaði faðmur Dísu og var hún þá gjarnan kölluð „amma langa“. Dísa var í raun alveg ótrúlega iðin húsmóðir alla tíð. Hún var glögg og víða heima í málefnum líðandi stundar. Minningin er ljúfsár og get ég ekki annað en brosað þegar ég rifja upp kvöld eitt á Hótel Sögu, en þá sungu þau saman Borðeyrarvalsinn Dísa og Raggi Bjarna, „dúett“ sem gladdi gesti á Mímisbar. Hún var ern og hraust allt þar til heilsu hennar hrakaði og síð- ustu árin dvaldist hún á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund uns hún kvaddi þennan heim södd líf- daga. Ég þykist vita að hún er sátt við vistaskiptin. Elsku Dísa, ég þakka allar góðu stundirnar, meg- ir þú hvíla í friði. Brynjúlfur Halldórsson. Elsku besta amma mín. Það er erfitt að lýsa tilfinningum sínum þessa dagana, svo erfitt að kveðja. Ég brosi þó í gegnum tárin nú þegar góðar minningar hrannast upp frá næturpössun hjá ömmu Dísu. Austurströndin er í minnum mér einhverskonar Valhöll, must- eri leiks og sköpunar. Það var hægt að gera allt hjá ömmu, píanó, orgel, spólusafnið, æfingahjól, kistan í anddyrinu, fataskápur, gervitennur, ísinn í kjallaranum og snillingurinn amma Dísa. Ég gleymi því aldrei hversu skilningsrík þú varst á viðkvæmu gelgjustigi mínu, þú saumaðir gólfsíða dökkbláa glanspilsið mitt, toppurinn á tilverunni, en þér fannst þó geimveruskórnir sem voru við pilsið forljótir. Hrein- skilni vantaði ekki og í dag er ég þér hjartanlega sammála. Ég elska þig, sakna þín, geymi í huga mér ógrynni góðra minninga og mun gera mitt allra besta til að bera nafn þitt vel. Vigdís Sverrisdóttir. Mikið sem ég lánsöm er, fyrir tímann ég átti með ömmu. Minning aldrei úr huga mér fer, af minni uppáhalds konu, henni ömmu. Þrjóskan og þvermóðskan, fóru ei fram hjá neinum. En ástin og umhyggjan, voru heldur hvergi í leynum. Jólaboð, spjall og spólukvöld, hjá ömmu var alltaf gleðin við völd. Marías tarnir voru fram eftir kveldi, og langa-vitleysan í öllu sínu veldi. Hlýjar hendur og augun bláu, allir hennar hlýhug sáu. Alpahúfan og brosið bræddi, sýndi mér áhuga og einnig fræddi. Elskulega besta amma mín, ég verð alltaf stelpan þín. Kristín Sverrisdóttir. Ég man eftir hverjum krók og kima í íbúðinni á Austurströnd. Þar sátu amma og afi sitt í hvorum stólnum, hann með neftóbak í nös og hún með krosslagða fætur. Það var alltaf hægt að finna sér eitt- hvað skemmtilegt að gera heima hjá þeim og þau alltaf tilbúin að aðstoða og annast okkur. Mér er ómögulegt að geta talið allan þann fjölda af íspinnum sem ég og Jón bróðir borðuðum hjá þeim, hversu oft við horfðum á Múmínálfana eða hversu oft ég og amma Dísa spiluðum „lönguvitleysu“. Ég á margar yndislegar minn- ingar um ömmu. Síðustu stund minni með henni mun ég aldrei gleyma. Við sátum í setustofunni á Grund rétt fyrir síðustu jól. Amma gat verið beinskeytt og ákveðin og jafnvel hvöss á manninn ef satt skal segja frá. Þennan ákveðna dag var hún sérstaklega glöð. Hún var svo glöð að hitta okkur, himin- lifandi yfir að kakan var svo góð og söng lag eftir lag af hjartans lyst. Við sungum „Adam átti syni sjö“ en við hefðum betur átt að breyta textanum í „Dísa átti bræður fimm“. Þrátt fyrir aldur og elliglöp þá hélt hún sínum sterka persónu- leika. Hún var einlæg, hjartahlý og alltaf gat hún svarað fyrir sig. Hún elskaði að syngja og kunni alla texta reiprennandi. Ég vil þakka ömmu Dísu minni fyrir samferðina, sönginn og allar hennar sterku skoðanir og hnyttnu ábendingar og svör. Ég mun halda hennar sönggleði við lýði og ég og Jón bróðir munum minnast hennar kærleika og umönnunarsnilldar um alla fram- tíð. Tyllir sér á græna grein gott að hvíla lúin bein Ómar söngur hjartahlýr hlusta ég á lífsins ævintýr. Þegar haustar aftur að af einlægni ég bið um það að mega syngja sönginn þinn sumargestur, litli fuglinn minn (Einar Georg Einarsson.) Arna Sigbjörnsdóttir. Við kveðjum okkar yndislegu vinkonu Vigdísi, á þessum degi. Fyrir um 50 árum áttum því láni að fagna að kynnast dásam- legum hjónum Vigdísi og Jóni Sigur- björnssyni. Upp frá þeim tíma urðum við nánir vinir, tókum þátt í mörgum Bændaferðum erlendis. Árlega vorum við saman í ferðum hér innanlands. Alltaf var ánægju- legt að vera með þeim. Vigdís söng með í öllum lögum, hún kunni alla texta og söng hreint og tært. Þær stundir sem við dvöld- um saman voru alltaf til að minna okkur á hvað lífið getur fært okk- ur margar hamingjustundir með góði fólki, sem er ljúft og gott. Endalaust fellur í eilífðarsæ elfur vors mannlífs í stormi og blæ Hvort sem að fellur hún hægt eða strangt hvort sem að fellur hún skammt eða langt. Út yfir höf, út yfir gröf stormsins að strönd, stjarnlýstan geim. Lífgjafans hönd megi leiða þig heim, leiða þig heim – í sín hásumarlönd. (Guðmundur Böðvarsson.) Agnar Guðnason og Fjóla Guðjónsdóttir. Vigdís Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.