Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Orkuveita Reykja- víkur boðar til ráð- stefnu um vatnsvernd og útivist í Heiðmörk þann 23. feb. nk. Það er gott tækifæri fyrir okkur hestamenn til að koma okkar sjón- armiðum á framfæri og kynnast viðhorfum annarra útivistarhópa og ekki síst sjón- armiðum OR um útivist í nágrenni vatnsbóla Reykjavíkur. Hestamenn eru vel meðvitaðir um gildi vatnsverndar og eru eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæð- inu neytendur þess góða vatns sem kemur frá vatnstökusvæðunum í Heiðmörk, en um hvað snýst þá málið? Hestamennska og hesthúsahverfi á höfuðborgarsvæðinu hafa und- anfarna áratugi verið á stöðugu undanhaldi undan þenslu byggðar. Nú er svo komið að hesthúsa- byggðir eru komnar að Heiðmörk þessari útivistarperlu sem hún er og ekki verður hjá því komist að hestamennska sé stunduð þar. Það voru m.a. hestamenn sem voru frumkvöðlar að ræktun Heiðmerk- ur og sáu hana fyrir sér sem skóg- ræktar- og útivistarsvæði höf- uðborgarbúa. Skipulagsyfirvöld í Reykjavík kynntu deiliskipulag fyrir Heið- merkursvæðið sem hestamenn voru ekki sáttir með og gerðu við það athugasemdir. Áttu m.a. fundi með formanni skipulagsráðs og skipu- lagsstjóra Reykjavíkur, þar kynntu hestamenn sín sjónarmið og töldu sátt geta náðst um hestaumferð í Heiðmörk. Það gerist síðan í fram- haldinu að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafnar deiliskipulag- inu. Við hestamenn teljum meng- unarhættu vatnsbóla óverulega eða enga af hestaumferð í Heiðmörk. Vatnstökusvæðin sjálf eru ramm- lega girt af og hugsanlega ein og ein hrossataðshrúga utan þeirra girðinga mengar ekki vatnsból í Heiðmörk. Það er kunnugra en frá þurfi að segja að skógrækt í Heiðmörk er að mestu leyti tilkomin vegna búfjáráburðar og þá aðallega hrossataðs. Allt fram á vordaga 1995 voru lageruð mörg vörubílshlöss af hrossataði vítt um Heiðmörkina, hesta- menn áttu þá í deilum við Garðbæinga um reiðveg meðfram Hjöllum í Heið- mörk (Tungustíg). Þar voru þau viðhorf uppi að ein hrossataðshrúa í Hjalladal gæti mengað vatnsból Garðbæinga við Dýjakróka. For- manni umhverfisnefndar Garða- bæjar var bent á að á sama tíma og þessi málflutningur væri við- hafður þá væru vörubílshlöss af hrossaskít um alla Heiðmörk. Næstu daga á eftir var allur hrossaskítur fjarlægður úr Heið- mörkinni. En hver er sú mengunarhætta vatnsbóla sem stafar af þessum grasbít, hestinum? Flettum upp í áburðarbókinni: Áætlað áburðargildi í hrossataði, kg í tonni: Þurrefni 20%, Köfn- unarefni N 1-3 kg. Fosfór P 1-1,5 %. Kalí K 2-3%. Köfnunarefni í hrossataði sem og öðrum búfjár- áburði nýtist illa vegna þess að það gufar upp sem ammoníak. Hrossa- tað er það mildur áburður að óhætt væri að nota hann glænýjan úr skepnunni og stinga bakkaplöntum eða stiklingum niður í hann óbland- aðan. Raunverulegt áburðargildi er takmarkað og endist alls ekki ung- um plöntum nema árið. Hestar á ferð undir Hnífhóls- hjalla í Þverhjalladal, hrossataðs- hrúgur á Hnífhól í Heiðmörk í maí 1995. Sem að ofan greinir þá er áburð- argildi hrossataðs takmarkað, nitur eða köfnunarefni umbreytist í nítr- öt og ammoníak sem eru rokgjörn efnasambönd og gufa út í andrúms- loftið annað binst jarðveginum auð- veldlega. Hvað segja nú mælingar um innihald vatns á vatnstökusvæð- unum Myllulækjartjörn og Gvend- arbrunnum, hvert er innihald köfn- unarefnis, nítrata? Getur verið að það sé um 0,05-0,07 mg/l. Er það tilkomið vegna hestaumferðar í Heiðmörk tvo til þrjá mánuði á ári? Varla. Við vitum að lúpína vinnur köfnunarefni úr andrúmsloftinu og dælir því út í jarðveginn, Lúpína er vítt og breitt um alla Heiðmörk og á nærsvæðum vatnsbólanna. Þrátt fyrir hrossaskítshrúgurnar um alla Heiðmörk fram til vors 1995 og að hesthúsahverfi Andvara væri nánast ofan á vatnsbólunum við Dýjakróka þá mældist minna en 1,0 mg/l nítrat í þeim vatns- bólum. Bandarískir staðlar sem almennt eru taldir mjög góðir miða við að styrkur nítrats fari ekki yfir 10,0 mg/l, en þýskir staðlar miða við 50,0 mg/l og engin ástæða fyrir okkur að miða við þá. Að sjálfsögðu ber að fara með gát í nágrenni vatnsbóla, en hes- taumferð utan sjálfra brunnsvæða á Heiðmerkursvæðinu mengar ekki vatnsbólin. Hestamennska í nágrenni vatnsbóla Eftir Halldór H. Halldórsson »Hestamenn með- vitaðir um gildi vatnsverndar og eru eins og aðrir íbúar á höfuðborgarsvæðinu neytendur þess góða vatns sem kemur frá Heiðmörkinni. Halldór H. Halldórsson Höfundur er hestamaður og búfræðingur. Nú fer í hönd landsfundur Sjálf- stæðisflokksins sem verður að venju öflugasta stjórnmálaupp- ákoma á Íslandi og gott veganesti fyrir okkur sjálfstæðismenn í kosn- ingabaráttuna framundan. Ekki veitir af, sjaldan hefur Sjálfstæð- isflokkurinn og íslenska þjóðin átt meira undir kosningum en nú. Staða flokksins í könnunum und- anfarið hefur verið viðunandi eða í kringum meðalfylgi flokksins síð- ustu fimmtíu ár og það er raunhæf- ur möguleiki nú á að ná enn betri úrslitum. Skýr framtíðarsýn Til að ná toppárangri verður Sjálfstæðisflokkurinn að koma af landsfundi með skýr skilaboð um hvað við ætlum að gera í helstu málum sem hvíla þungt á landsmönnum. Þar ber hæst atvinnumál, skuldamál þjóðarbús- ins, gjaldeyrishöftin og afnám þeirra, skattamál og ekki síst skuldamál heimilanna sem eru að koma inn í umræðuna af æ meiri þunga. Sjálf- stæðisflokkurinn er ekki flokkur skyndi- lausna og innantómra loforða en við þurfum að bjóða þjóðinni upp á plan, helst tímasett, og standa við það. Fólk mun skilja að ekki verður hægt að veifa hendi og leysa öll mál sam- stundis en Sjálfstæðisflokkurinn þarf á móti að sýna að hann mun standa með fólkinu, öllum stéttum og koma fram með lausnir sem að gagni koma þó að þær taki ein- hvern tíma. Sama gildir um at- vinnu-, skatta- og gjaldeyrismál. Atvinnulífið á sér sterkan banda- mann í Sjálfstæðisflokknum því hagur fólksins byggist á sterkum atvinnugreinum. Fyrirtækin þarf því að efla til dáða og skapa þeim starfsgrundvöll og stöðugeika. Hvernig Sjálfstæðisflokkurinn gengur til verks í komandi baráttu skiptir því sköpum. Þar mun for- ysta flokksins og frambjóðendur vera í lykilhlutverki í að gefa þjóð- inni nýja von. Hvernig þeim tekst til verður fyrirmynd fyrir okkur hin til að fylgja og með samstöðu og baráttuanda getur forystan haft mikil áhrif til að virkja sjálfstæð- isfólk um allt land til dáða. Það þarf nýja landstjórn sem hefur afl til að gera nauðsynlegar breytingar á stjórn landsins og verður þess megnug að stappa stálinu í þjóðina til að sækja fram að nýju. Sterk samtaka forysta Í orrahríðinni undanfarin ár hef- ur Bjarni Benediktsson staðið sig vel sem formaður Sjálfstæð- isflokksins. Það hefur ekki verið auðvelt að gera öllum til geðs og flestar mikilvægar ákvarðanir hafa orkað tvímælis. Sjálfstæðisfólk eins og þjóðin öll hefur spurt erfiðra spurninga um fortíðina sem og hvað sé framundan. Hluti flokks- manna hefur viljað að Bjarni væri auðmýkri og samvinnufúsari með- an aðrir hafa viljað sjá hann harð- ari og vígreifari. Einnig hafa and- stæðingar okkar séð sér leik á borði við þessar aðstæður og sleitulaust staðið fyrir árásum á Bjarna til að skaða hann og Sjálf- stæðisflokkinn. Við sem þekkjum Bjarna vitum að þar fer góður, einarður og heill drengur. Eiginleikar sem hafa nýst Bjarna og Sjálfstæðisflokknum vel þau fjögur ár sem hann hefur verið formaður. Bjarni er alltaf málefna- legur. Honum hefur tekist að koma fram við pólitíska andstæðinga af kurteisi, leitt hjá sér oft rætin um- mæli, staðið af sér þrjú mót- framboð og tekist að sigla flokkn- um milli skers og báru meðan sjálfstæðisfólk hefur verið að ná áttum í eftirleik hrunsins. Nú hefur Hanna Birna, nýr glæsilegur odd- viti Reykvíkinga í landsmálum, gefið kost á sér í varafor- mannsembættið og 2. varaformaður, Krist- ján Þór, oddviti Norðausturkjör- dæmis, hefur talað fyrir samstöðu í for- ystu flokksins og þó að hann hafi þegar þetta er ritað ekki enn lýst yfir framboði til 2. vara- formanns gerir hann það vonandi. Þau hafa bæði spreytt sig gegn Bjarna um formannsstólinn og virðast nú ætla að standa fast við hlið formannsins sem er gleðiefni. Nú þegar líður að örlagastund er tími til að standa saman og samein- ast um sjálfstæðisstefnuna. Þessi þrjú eiga sennilega skírskotun til þorra alls sjálfstæðisfólks og með góðri samvinnu þeirra fær Sjálf- stæðisflokkurinn öfluga forystu til góðra verka á næsta kjörtímabili sem verður að vera undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Á forsendum Sjálfstæðisflokksins Að lokum, við skulum ekki lítils- virða andstæðinga okkar. Núver- andi stjórnvöld tóku sannarlega ekki við blómstrandi búi og hafa óskoraðan rétt til sinna skoðana. Þó að við sjálfstæðisfólk teljum að vinstristjórnin hafi alls ekki staðið sig í stykkinu verður það hlutverk þjóðarinnar að dæma um það í komandi kosningum. Okkar hlut- verk verður hins vegar að kynna framtíðarsýn og stefnumál okkar á skýran og einfaldan hátt þannig að þjóðin geti séð að Sjálfstæðisflokk- urinn mun skipa sér á bak við fólk- ið sem atvinnulífið, stétt með stétt, hér eftir sem hingað til. Með frels- ið og dug þjóðarinnar að leiðarljósi mun okkur vel farnast. Landsfundur 2013 – Samstaða og kraftur Eftir Jóhann Ísberg, Aðalstein Jónsson, og Sigurð Þorsteinsson » Sjálfstæð- isflokkurinn mun skipa sér á bak við fólkið sem atvinnulífið og með frelsið og dug þjóðarinnar að leiðarljósi mun okkur vel farnast. Jóhann Ísberg Aðalsteinn er bæjarfulltrúi í Kópavogi, Jóhann varabæjarfulltrúi og Sigurður ráðgjafi. Sigurður ÞorsteinssonAðalsteinn Jónsson Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Vöggusæng ur Vöggusett Póstsendum Fáanlegur í mörgum litum Verð leður 439.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Hægindastóll Ewald Schillig Movie star

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.