Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Árni Sæberg Glatt á hjalla Fréttahaukarnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær ásamt þingkonunum Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Ragnheiði Elínu Árnadóttur. Ár er nú liðið frá því nýr meiri- hluti Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Y-Lista Kópa- vogsbúa tók við í Kópavogi eftir að þáverandi meirihluti lét af völdum. Á þessum stutta tíma hefur okkur í hinum nýja meiri- hluta tekist að hrinda í fram- kvæmd mörgum af okkar helstu áherslum í málefnasamningi þessara þriggja flokka. Það sem stendur efst í mínum huga er fyrsta skrefið í því að hverfa af braut skattahækkana í bænum. Fasteigna- gjöld á íbúðir og fyrirtæki voru lækkuð í upp- hafi árs, sem og vatnsskattur og sorphirðu- gjald. Með þessu vildum við gefa nýjan tón og víkja frá því viðhorfi að ávallt væri hægt að seilast dýpra í vasa skattborgaranna í stað þess að taka á rekstrinum. Fjárhagsleg staða Kópavogs hefur styrkst og með nýjum meirihluta var auk fyrrgreindra skattalækkana lögð áhersla á aukna uppbygg- ingu og framsækni sveitarfélagsins. Það þarf ekki að dvelja lengi í bænum til að sjá þá trú sem atvinnulífið hefur á Kópavogi. Víða er ver- ið að reisa ný hús í öllum stærðum og gerðum, úthlutun lóða hefur aukist til muna á síðasta ári og þetta ár fer vel af stað. Það spilar líka stórt hlutverk að Kópavogur er einstaklega vel staðsettur á miðju höfuðborgarsvæðisins og innviðir okkar eru traustir. Hér eru góðir skól- ar, leikskólar, félagsmiðstöðvar, aðstaða fyrir eldri borgara og íþróttamannvirki svo eitthvað sé nefnt. Til að hvetja fólk til að flytjast í bæinn beitti nýr meirihluti sér fyrir því að liðka fyrir lóð- kaupum með því að lækka gjöld og þar með byggingarkostnað. Lán bæjarins vegna lóða- sölu bera til dæmis ekki vexti í sex mánuði eft- ir lóðakaup til að gefa kaupendum svigrúm til að ganga frá teikningum og öðrum undirbún- ingi áður en vextir byrja að telja. Þetta hefur án efa gefið Kópavogi forskot. Bærinn heldur því áfram að vaxa og dafna og er ein birtingarmynd þess sú að síðasta haust tók ég fyrstu skóflustunguna að nýjum leik- skóla í nýju hverfum Kópavogs með rými fyrir ríflega 120 leikskólabörn. Skólinn verður tek- inn í notkun í byrjun næsta árs. Við höldum áfram að horfa fram á veginn þar sem samstarfsnefnd Kópavogs og Reykja- víkur mun skila tillögum sínum um hjóla og göngutengingu yfir Fossvoginn. Nefndin mun einnig horfa til almenningssamganga í þessu sambandi. Ég tel að þarna geti komið fram byltingarkenndar hugmyndir sem muni ger- breyta ferðamynstri í byggð sunnan Fossvogs. Þ.e.a.s. íbúa Kópavogs, Garða- bæjar og Hafnafjarðar. Þá bjóða þessar hugmyndir upp á nýjar áherslur í byggð fyrir ungt fólk á Kársnesi þar sem það verður hluti af heimasvæði Háskóla Ís- lands og Háskólans í Reykjavík. Einnig skapast ný og meiri nánd við Landspítalann, stjórnsýslu ríkisins og miðbæinn í Reykjavík og öfugt að sjálfsögðu. Fyrsta ár meirihlutans hefur svo sannarlega verið við- burðaríkt og við höfum látið hendur standa fram úr ermum. Við höfum tek- ið af skarið með hverfaskiptingu íþróttafélag- anna, sem hefur minnkað „skutl“ foreldranna, uppbyggingu á Kjóavöllum í samráði við hestamenn og Garðbæinga og í samræmi við málefnaskrá okkar höfum við stofnað hverf- aráð þar sem íbúar fá aukin tækifæri til að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi. Stjórnsýslu- úttekt var gerð hjá bænum og með hana að leiðarljósi er unnið að því að efla stjórnsýsluna enn frekar og gera hana skilvirkari. Við í bæj- arstjórn höfum líka litið í eigin barm og með breyttum reglum og nýjum fundarsköpum, höfum við freistað þess að efla málefnalegar umræður bæjarfulltrúa og gera starf okkar markvissara. Að lokum langar mig til að nefna stofnun nýs samstarfsvettvangs Kópavogsbæjar og at- vinnulífsins sem ætlað er, með sameiginlegri markaðsstofu, að efla atvinnulífið í bænum. Um hundrað manns mættu á undirbúnings- fund þessa átaks fyrir jól og sýnir það svo ekki verður um villst að þörfin er mikil. Við viljum virkja þennan kraft og áhuga og taka þátt í því með atvinnulífinu og bæjarbúum að gera Kópavog að enn betri bæ. Verk okkar fyrsta árið sýna að meirihlutanum í bænum er full al- vara með öfluga uppbyggingu og við erum óhrædd við að láta reyna á nýjar hugmyndir og nýja nálgun í bæjarmálunum. Við munum því halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem ennþá standa út af í meirihlutasamning flokkanna þriggja. Eftir Ármann Kr. Ólafsson » Fjárhagsleg staða Kópa- vogs hefur styrkst og með nýjum meirihluta er áhersla lögð á skattalækkanir, aukna uppbyggingu og framsækni sveitarfélagsins. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri Kópavogs. Að ári liðnu Þegar maður leiðir hugann að því með hvaða hætti best sé að halda uppi siðmenntuðu, öruggu og góðu samfélagi þá hugsum við flest til löggjafans, lögreglu, sak- sóknara og annara álíka stoða samfélagsinns sem halda uppi allsherjarreglu og vernda borg- arana hvern fyrir öðrum. Að flestu leyti erum við sammála um að þetta virkar með mjög góðum hætti, við setjum reglur/lög, för- um flest eftir þeim og síðan er þeim refsað sem ekki geta haldið sig innan þess ramma sem við sem samfélag setjum. En hvenær erum við farin að setja reglur og lög sem hluti samfélagsinn vill ekki? Hvaða til- gangi þjónar að lögfesta hluti sem ein- staklingar ætla ekki að fara eftir? Hvað eigum við að ganga langt í að setja lög og reglur sem vernda þig gagnvart sjálfum þér? Staðreyndir eru þær að mannskepnan er eins og hún er, breytileg, misjöfn og alls ekki alltaf tilbúin til að láta segja sér fyrir verkum. Fólk lætur ekki stjórna sér nema að takmörk- uðu leyti. Það eru allir sammála um að hreyfing og gott mataræði er rétta leiðin til betra lífs, einnig er æskilegt að neyta hvorki áfengis né tóbaks vegna þess að það er ekki heldur hollt. Sumir vilja stunda afþreyingu og íþróttir sem geta verið hættulegar, svona mætti lengi telja upp það sem æskilegt er að gera og hvað er okkur ekki holt og annað sem hreinlega skað- legt er að gera. Raunveruleikinn er sá að við neytum sykurs í miklum mæli, við neytum áfengis og tóbaks, stundum áhættusamt sport og teflum lífi okk- ar og heilsu í hættu á margan hátt á hverjum degi án þess að löggjafinn eða fram- kvæmdavaldið sé nokkuð að skipta sér af því, einfaldlega vegna þess að hver og einn ein- staklingur gerir það að sínum fúsa og frjálsa vilja. Við höfum nokkur dæmi um misgáfulegar tilraunir hins opinbera til að stjórna hegðun almúgans svo sem, bann við kaupum á vændi, bann við innflutning og sölu á fínkorna neftób- aki, bann við rekstri spilavíta og áralangt bann við innflutningi og sölu á áfengum bjór, sem reyndar hefur verið afnumið. Veruleikinn er aftur á móti eins og flestir vita að þessi bönn hafa ekki tilætluð áhrif, þegar svona reglur eru settar færist innflutn- ingur, viðskipti og sala bak við tjöldin, niður í skuggann. Verðlag, gæðaeftirlit og skatt- tekjur hverfa sjónum hins opinbera. Innflutt fínkorna tóbak er fáanlegt víða, heimabruggað áfengi er selt og vændi er hægt að kaupa hér á landi eins og í öðrum löndum heimsins. Þetta er einfaldlega vegna þess að þegar eftirspurn er til staðar verður framboð, alveg sama hvað stendur á laga- og reglu- gerðapappírum útgefnum af hinu opinbera. Ég tel að það væri vænlegra til árangurs fyrir löggjafann að búa til ramma og reglur sem auðvelda framkvæmdavaldinu að halda uppi vörnum fyrir þá borg- ara sem ekki vilja nota slíkar vörur, stunda þessa iðju, nú eða hætta notkun þeirra, frekar en að halda það að með reglum og lögum verði komið í veg fyrir að fók valdi sér skaða. Við höfum til dæmis miklar og góðar upp- lýsingar um skaðsemi reyktóbaks og marg- víslega aðstoð við þá sem vilja hætta. Fram- kvæmdavaldið hefur aftur á móti ekki skoðun á því hvort menn vilja nota reyktóbak eða ekki, enda er það ekki bannað. Síðan koma af því skatttekjur og getur hugsanlega viðeig- andi stofnun veitt hluta þeirra tekna til for- varna og meðferðar fyrir þá sem vilja hætta að nota slíkt. Ég vil hvetja okkar kjörnu fulltrúa á alþingi og embættismenn í stjórnkerfinu til að átta sig á því að neyslustýrandi hömlur virka mjög takmarkað og farsælla væri að einbeita orku sinni frekar í forvarnir og upplýsingar um skaðsemi sem fólk getur valdið á heilsu sinni frekar en með boðum og bönnum. Sem dæmi má nefna að innflutningur, dreif- ing og sala á fíkniefnum er bönnuð, en því miður virðist þetta ekki breyta nokkru um framboð og eftirspurn. En þeir sem vilja, já raunverulega vilja hætta að nota slíkt geta fengið margvíslega aðstoð við að hætta í slíkri neyslu. Því fyrr sem fólk áttar sig á því að hinn frjálsi maður gerir það sem hann vill við sitt líf því einfaldara verður að veita honum aðstoð við að breyta rétt. Eftir Gunnar Örn Hjartarson » Veruleikinn er aftur á móti eins og flestir vita að þessi bönn hafa ekki til- ætluð áhrif, þegar svona reglur eru settar færist innflutningur, viðskipti og sala bak við tjöldin, niður í skuggann. Gunnar Örn Hjartarson Höfundur er rafvirkjameistari. Löglegt og skaðlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.