Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is
Kvikmyndin Fjögur brúð-kaup og jarðarför fráárinu 1994 er án efa einvinsælasta rómantíska
gamanmynd allra tíma. Nemenda-
félag Fjölbrautaskólans í Garðabæ
frumsýndi í gær söngleik byggðan á
myndinni undir leikstjórn Þórunnar
Ernu Clausen. „Þetta er heill vina-
hópur sem er að velta því fyrir sér
hvort þau muni finna ástina. Þau eru
alltaf í brúðkaupum en gifta sig aldr-
ei sjálf. Verkið fjallar svolítið um leit-
ina að ástinni og það sem gerist á
leiðinni,“ segir Þórunn. Það var eng-
in tilviljun að Þórunn hafði áhuga á
að setja upp þetta verk en hún sá
myndina fyrst þegar hún var átján
ára gömul. Hún hreifst svo mikið af
myndinni að hún sá hana aftur næstu
tvo daga á eftir. „Fljótlega var ég bú-
in að læra hana utan að og þessi per-
sóna sem Tómas Geir leikur og Hugh
Grant leikur í bíómyndinni varð eig-
inlega svona viðmið hjá mér, enginn
var eins sjarmerandi og hann,“ segir
Þórunn sem bendir jafnframt á að
þessi mynd hafi verið svolítið sérstök
að því leytinu að hún var bæði til-
nefnd til Óskarsverðlauna sem besta
myndin og fyrir besta handritið.
„Þannig að þetta er gæðabíómynd. Í
raun léttmeti með bæði mikilli dýpt
og sorg,“ segir Þórunn. „Það er mjög
mikið hjarta í sýningunni,“ bætir
Tómas Geir Howser Harðarson einn
aðalleikari sýningarinnar við.
Áfall breytti stefnunni
Fyrir tveimur árum stóð það til
hjá Þórunni að setja þessa sýningu
upp með nemendafélagi Fjölbrauta-
Oft má sjá fegurð
í erfiðu lífi
„Ég var að horfa á þessa bíómynd kvöldið sem Sjonni dó og var þá að setja í hlut-
verk. Það er svo skrítið hvernig lífið er. Nú tveimur árum seinna er ég að halda
áfram með þetta,“ segir Þórunn Erna Clausen leikstjóri söngleiksins Fjögur brúð-
kaup og jarðarför sem var frumsýndur í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gær. Af
öllum þeim söngleikjum sem hún hefur sett upp stendur þessi næst hjartanu.
Fólkið Aðalleikarinn Tómas Geir Howser og leikstjórinn Þórunn Clausen.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Undirbúningur Nóg að gera baksviðs þegar nokkrar mínútur eru í sýningu.
Það er virkilega gaman að skoða vef-
síðuna www.thisiswhyimbroke.com,
sem útleggst á íslensku: þetta er
ástæða þess að ég er blankur/blönk.
Stefna þeirra sem halda úti þessari
síðu er að vera með svala (cool), not-
hæfa (useful), fyndna (funny) og sér-
staka (unique) hluti. Þeir sem skoða
sig þarna um komast fljótt að því að
á síðunni fæst ótrúlega margt snið-
ugt og skemmtilegt, t.d. kúlutjald til
að hafa uppi í tré, íklæðanlegir svefn-
pokar, kúla til að hlaupa í úti á vatni
og ótal margt fleira. Flokkarnir eru
nokkrir, leikföng, heima, skrifstofan,
krakkar, rómantískar gjafir, græjur og
fleira.
Vefsíðan www.thisiswhyimbroke.com
Allskonar skemmtilegt
Íklæðanlegur svefnpoki Gæti
komið sér vel í útilegu í sumar.
Nú á sunnudag ætlar Halaleikhópur-
inn að frumsýna fjölskylduleikritið
Rympa á ruslahaugnum, í Halanum,
Hátúni 12. Leikritið er eftir Herdísi
Egilsdóttur og í leikstjórn Herdísar
Rögnu Þorgeirsdóttur. Þetta er sýn-
ing með tónlist og söngvum, fyrir
börn á öllum aldri. Leikritið fjallar um
Rympu sem býr á ruslahaugnum. Hún
er frekar ófyrirleitin og hagar lífi sínu
ekki alltaf eftir lögum og reglu. Mark-
mið Halaleikhópsins er að „iðka leik-
list fyrir alla“ og hefur hann sett upp
eina stóra sýningu árlega, stundum
fleiri. Nánar á vefsíðunni www.hala-
leikhopurinn.is.
Endilega...
...sjáið Rympu á
ruslahaugnum
Rympa Hún er skrautleg kella.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Súkkulaði, súkkulaði, súkku-laði. Ó, þú fallega, sæta,mjúka, dásamlega súkku-laði sem lætur mér líða svo
vel. Ég þrái samveru með súkku-
laðinu mínu á hverjum degi en utan-
aðkomandi öfl reyna að stía okkur í
sundur. Borðaðu hollt, fjölbreytt, lit-
ríkt, ósætt, ósaltað, oft á dag og lítið í
einu, eru skilaboð sem dynja á mér.
Bæði frá fjölmiðlum og fólki sem hef-
ur tileinkað sér að eigin sögn, heilsu-
samlegt líferni. Við ykkur boðberana
vil ég segja. Málefni ykkar er verð-
ugt. Þið viljið öðrum vel en ég mun
aldrei lifa því meinlætalífi að slíta
daglegum samskiptum mínum við
súkkulaði. Heilsumógúlarnir telja sig
hafa fundið leið að þverhausum eins
og mér, sem þvertaka fyrir að
hlusta á lofræður þeirra um þá
vellíðan sem fylgir því að sneiða
hjá sykri. Mógúlarnir koma fær-
andi hendi með dökkt 70%
sykurlaust súkkulaði og færa
mér. Þú þarft bara einn bita
af þessu og þá þarft þú
ekki meira súkkulaði
það sem eftir er dags-
ins, segja þeir. Svo er
þetta líka miklu betra
en venjulegt rjóma-
súkkulaði, halda þeir
áfram. Það er svo
augljóst að ástar-
sambönd mógúl-
anna við súkkulaði í
gegnum tíðina hafa ver-
ið algjörlega misheppnuð.
Nei, samband mitt við
Snickers er gjörólíkt
sambandi mínu við dökkt sykurlaust
súkkulaði sem er rammt og festist í
gómnum og skilur eftir sig eftirbragð
sem fylgir manni heila klukkustund
eftir að molanum hefur verið kyngt.
Það er sem sagt þess vegna sem einn
biti dugar, hið vonda eftirbragð
minnir þig á að þú vilt ekki meira
70% súkkulaði. Snickersið mitt aftur
á móti er mjúkt undir tönn. Hin full-
komna blanda af núggati, hnetum,
karamellu og rjómasúkku-
laði. Já, elsku Snickers, þér
kynntist ég þegar ég var
12 ára og þér mun ég
aldrei gleyma. Þú hefur
glatt mig meira en orð fá
lýst og ég hef lagt á mig
ótal gönguferðir í veðr-
um og vindum til þess
eins að finna þig. Við
munum vera saman það
sem eftir er og ég skal
glöð dröslast með
bumbuna mína fái ég
að vera með þér. Ég
fórna því að verða
glæsimey til þess eins að
við getum verið saman.
»Ég þrái samveru meðsúkkulaðinu mínu
á hverjum degi en utanað-
komandi öfl reyna að stía
okkur í sundur.
HeimurSignýjar
Signý Gunnarsdóttir
signy@mbl.is