Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
Lagðar eru fram ýmsar breyt-ingatillögur á stjórnar-skrárfrumvarpinu ígreinargerðum þriggja lög-
fræðinga sem falið var af stjórnskip-
unar- og eftirlitsnefnd að skoða um-
sögn Feneyjanefndarinnar um
stjórnarskrárfrumvarpið. Um er að
ræða þrjá af þeim fjórum lögfræð-
ingum sem fengnir voru til að gera
lögfræðilega úttekt á tillögum stjórn-
lagaráðs, þ.e. þau Hafstein Þór
Hauksson, lektor við lagadeild Há-
skóla Íslands, Oddnýju Mjöll Arn-
ardóttur, prófessor við lagadeild Há-
skóla Íslands, og Pál Þórhallsson,
skrifstofustjóra og sérfræðing við Há-
skólann í Reykjavík.
Bregðast við athugasemdum
Páli var falið að koma með ábend-
ingar um hvernig bregðast mætti við
athugasemdum Feneyjanefndarinnar
við IV. og V. kafla frumvarpsins. Í
greinargerð sinni fjallar Páll meðal
annars um athugasemd nefndarinnar
við 60. gr. frumvarpsins, sem kveður á
um málskotsrétt forsetans, en Fen-
eyjanefndin álítur það óheppilegt að
heimildin sé þannig uppbyggð að beit-
ing hennar leiði til átaka milli annars
vegar Aþingis og ríkisstjórnar og hins
vegar forseta.
Páll leggur fram tvær tillögur um
viðbrögð við ábendingum nefndarinnar
um málskotsrétt forsetans. Annars
vegar að gefa forseta til viðbótar við
heimildina kost á því að skjóta nýsam-
þykktum lögum til Lögréttu eða vísa
viðkomandi frumvarpi aftur til þings-
ins. Hins vegar að í stað málskotsheim-
ildar verði forseta heimilt að vísa ný-
samþykktum frumvörpum til dómstóls
eða einhvers annars úrskurðaraðila eða
þá að gert verði ráð fyrir einhvers kon-
ar synjunarvaldi sem Alþingi getur yf-
irunnið. Að mati Páls er þó óraunhæft
að afnema málskotsheimild forsetans.
Smávægilegar breytingar
Í greinargerð Oddnýjar um at-
hugasemdir nefndarinnar við mann-
réttindakafla frumvarpsins kemur
m.a. fram að athugasemdirnar gefi til-
efni til ýmissa breytinga, sér í lagi í
ljósi ábendinga um að núverandi texti
frumvarpsins kunni að vekja óraun-
hæfar væntingar meðal almennings.
Þá vekur Oddný athygli á að einkum
sé um að ræða smávægilegar form- og
orðalagsbreytingar.
Feneyjanefndin lagði til að rétt-
indum af öllum kynslóðum mannrétt-
inda væri ekki blandað saman í einn
kafla án meiri aðgreiningar þar sem
lögð væri áhersla á mismunandi stöðu
þeirra. Oddný leggur til töluverðar
formbreytingar á frumvarpinu sem fel-
ast annars vegar í því að raða upp rétt-
indum með skipulagðari hætti, þ.e. eftir
kynslóðum, og hins vegar í því að ein-
angra þau „lagalegu“ réttindi einkaaðila
sem fólgin eru í 32.-36. gr. frumvarpsins
og eftir því sem við á tengja þau við önn-
ur ákvæði eiginlegs mannréttindakafla
en færa að öðru leyti inntak ákvæðanna
í sérstakan kafla sem kvæði ekki á um
einstaklingsbundin réttindi sem hægt
er að krefjast fyrir dómi.
Hafsteini Þór var falið að veita álit
á umfjöllun Feneyjanefndarinnar um
113. gr. frumvarpsins, sem fjallar um
framkvæmd stjórnarskrárbreytinga. Í
áliti Hafsteins Þórs segir að niðurstaða
nefndarinnar sé sú að fyrirkomulagið
sem gert er ráð fyrir í ákvæðinu sé of
viðurhlutamikið og þarfnist nánari
skoðunar. Sjálfur leggur Hafsteinn Þór
fram tvær mögulegar breytinga-
tillögur, annars að halda ákvæði 79.
gr. núverandi stjórnarskrár óbreyttu
í nýrri stjórnarskrá og hins vegar að
breyta 113. greininni þannig að tvö
þing þurfi að samþykkja stjórnar-
skrárbreytingar. Sé um að ræða
breytingar á II. kafla frumvarpsins
skuli þær samþykktar bæði af
tveimur þingum og í þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Ringulreiðin í málinu
er ekki að minnka
Morgunblaðið/Golli
Feneyjanefndin Jan Helgesen, varaformaður nefndarinnar, og Thomas
Markert, ritari hennar, á blaðamannafundi í lok janúar síðastliðins.
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þingmennsegja aðátta starfs-
dagar séu til þing-
loka. Það er svo
sem í það mesta,
en þetta líður auð-
vitað frá. Frétt-
irnar sem berast
úr þinghúsinu eru ekki beint
uppörvandi. Og þá er átt við
þann hluta þeirra sem er
nokkurn veginn skiljanlegur.
Þingmenn höfðu á orði í
síðustu viku að nýta yrði síð-
ustu þingdagana til að fjalla
um helstu hagsmunamál
heimilanna og hin þekktu
sviknu loforð gagnvart þeim.
Í gær notuðu þeir þó lungann
af deginum í eitthvað sem
kallað er í þingskjalinu
„Ríkisútvarpið“. Starfsmenn
í Efstaleiti afnámu það heiti
og hugtak án lagabreytingar
fyrir fáeinum árum. Ekki
einn einasti starfsmaður þar
tekur sér lögvarða heitið
nokkurn tíma opinberlega í
munn. Í þingskjalinu er
hvergi minnst á „RÚV“ en
það á hins vegar að tryggja
að sérhver króna af því, sem
áður var kallað afnotagjald,
sem lagt er á skattgreið-
endur, skuli örugglega ganga
til „Ríkisútvarpsins“. Hvað
verður þá um starfsmenn
„RÚV“ sem láta jafnan eins
og þeir eigi fyrirtækið og geti
leikið það að geðþótta?
Og mál gærdagsins er svo
sannarlega mál gærdagsins,
enda snerti það ekki almenn-
ing að öðru leyti en því að
véla um hvernig mætti
tryggja að þeir tæpu fimm
milljarðar króna, sem lands-
menn eru neyddir til að borga
í gegnum nef sín, nefskatt-
urinn til „ríkisútvarpsins“,
rynnu allir örugglega til
þeirrar stofnunar, en ekki til
neinna þjóðþrifaverkefna.
Umræðan í þinginu um
„Ríkisútvarpið“ var að öðru
leyti ekki aðeins hallærisleg
heldur einnig kunnugleg.
Flestir þingmenn fara í sér-
stakar stellingar þegar þeir
ræða þessa stofnun í þing-
salnum. Það er mikið um holl-
ustueiða eins og óöruggt fólk
hafi hætt sér í ræðustólinn.
Jafnan virðist þá gengið út
frá því að ekkert hafi gerst í
landinu síðan kreppan geisaði
á stofnári „Ríkisútvarpsins“,
á því herrans ári 1930. Rætt
var um fámenna þjóð í stóru
landi og víðáttu sem enginn
fái ráðið við nema Ríkis-
útvarpið, sem framvegis mun
ein stofnana að lögum talin
starfa í þjóðarþágu! Það
verður þó aldrei sagt um
„RÚV“.
Hvernig stend-
ur á því að opin-
ber fréttastofa,
sem er notuð með
þeim hætti sem
alþekkt er, skuli
telja sig þurfa að
fá slíka skreyt-
ingu í lagaheiti?
Og hvers konar liðléttingar
eru það sem láta slíkan fárán-
leika eftir?
Umræða í þeim dúr, eins
og var í þinginu í gær, bendir
til að áhugamenn um „Ríkis-
útvarpið“ álíti að enn séu ein-
göngu reiðvegir í landinu.
Ekki sé búið að finna upp
flugvélar og enginn geti spil-
að tónlist af diskum nema al-
menningur sé nauðugur lát-
inn tryggja honum til þess
ævilangt viðurværi.
En framan af þingdeginum
var þó einnig önnur spenna í
lofti en sú, sem fólst í hinum
falska tóni, í einhvers konar
afbrigði af fornyrðislagi, um
gamla góða útvarpið okkar.
Sú tengdist tillögu þing-
mannsins Þórs Saaris um
vantraust á ríkisstjórnina.
Hún stóð stutt við tillagan sú.
En þó nægilega lengi til að
Guðmundur Steingrímsson
var búinn að missa það út úr
sér að hann myndi nota at-
kvæðisrétt sinn til að koma í
veg fyrir að ríkisstjórnin
félli. Guðmundur á nefnilega
fortíð og hún er ekki endilega
öll björt. Hann hefur ein-
göngu lýst yfir stuðningi við
fjögur mál, svo eftir verði
tekið: Tilveru Samfylking-
arinnar. Aðild að ESB.
Stjórnlagatillögur Þorvaldar
Gylfasonar og félaga og þá
dásamlegu ríkisstjórn sem er
í landinu. Það er við hæfi að
öll þessi mál snúa að fortíð-
inni og ekki er bjart yfir
nokkru þeirra.
Hins vegar er eftirtektar-
vert að menn séu að kippa sér
upp við hugmyndir einstakra
þingmanna um vantraust á
ríkisstjórnina. Núverandi
ríkisstjórn býr við fullkomið
vantraust af þjóðarinnar
hálfu. Það velkist enginn í
vafa um það. Tillöguflutn-
ingur í tíu mínútur eða lengur
í þinginu breytir engu. Rík-
isstjórnin hlaut sinn pólitíska
dauðadóm fyrir misserum.
Síðan hefur hún aðeins verið
lifandi að forminu til og þó
varla það. Það er því næstum
óviðeigandi að flytja tillögu
um vantraust gagnvart slíkri
ríkisstjórn. Þingmenn gætu
rétt eins rætt í sínum sal um
hvort almennt ætti að gefa
dánu fólki svefnlyf. Það er að
segja ef þeir hafa ekkert
þarfara umræðuefni.
Síðustu starfsdagar
núverandi ríkis-
stjórnar eru
óþægilega líkir
þeim sem á undan
hafa farið}
Þing á síðasta snúningi
S
tundum er talað um hörðu og mjúku
málin í stjórnmálum. Hörðu málin
eru skilgreind sem t.d. fjármál,
sjávarútvegur og viðskipti og þau
mjúku eru þá heilbrigðismál,
menning og skóla- og uppeldismál.
Þeir sem hafa starfað í skólum vita að mörg
lýsingarorð eru betur til þess fallin að lýsa að-
stæðum þar en „mjúkt“ og í raun er erfitt að
átta sig á því hvers vegna þessi málaflokkur
lendir þarna megin línunnar. Kannski er það
vegna þess að um er að ræða málefni barna og
ungmenna, hugsanlega vegna þess að konur
eru í meirihluta þeirra sem vinna þessi störf.
Getur verið að þessi skilgreining standi
málaflokknum fyrir þrifum? Að vegna þess að
skóla- og uppeldismál lenda í „mjúka flokkn-
um“, þá séu þau ekki tekin nógu alvarlega og
illa ígrundaðar ákvarðanir séu teknar án þess að taka
alla þætti með í reikninginn?
Að undanförnu hafa forsvarsmenn bæði Félags grunn-
skólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga sagt
að sú skólastefna sem hér er starfað samkvæmt gangi
ekki upp við núverandi aðstæður. Þessir tveir aðilar
hyggja á endurskoðun þessarar stefnu. Báðir telja að
ekki hafi tekist að brúa bilið á milli hugsjónar og veru-
leika, eða eins og formaður Félags grunnskólakennara
sagði í viðtali á mbl.is í vikunni: „Það er eitt að búa til
pólitíska menntastefnu og annað að færa hana inn í
skólastofuna og framkvæma hana. Þarna á milli er stórt
gat sem er fyrst og fremst komið til af því að
þeir sem eiga að framkvæma eru ekki hafðir
nægilega mikið með í ráðum.“ Þess ber að
geta að hvorugur þessara aðila ákveður
skólastefnu heldur er hún pólitísk ákvörðun.
Svo þótti einhverjum það afbragðsgóð hug-
mynd, kortéri eftir kreppu, að lengja kenn-
aranám um tvö ár, úr þremur í fimm. Kenn-
arar sögðust vonast til að þessi breyting
myndi skila sér í hærri launum, sem væri
auðvitað fullkomlega eðlilegt miðað við
lengra nám og allir vonuðust auðvitað eftir að
þessi breyting myndi leiða til betri skóla.
Engum sögum fer af því, en aðsókn í kenn-
aranám hefur minnkað verulega, kennara-
laun eru jafnlág og fyrr og nú er svo komið,
að fari svo fram sem horfir, verður ekki nægi-
leg endurnýjun í stéttinni.
Það er nefnilega ekkert mjúkt við skólamál, þetta er
grjótharður málaflokkur sem kostar okkur milljarða á
hverju ári og okkur á að vera annt um skólana okkar og
þá sem þar starfa. Við eigum ekki að sætta okkur við að
stúlkur útskrifist úr grunnskóla með talsvert lakari
sjálfsmynd en drengir. Það er líka algjörlega óásættan-
legt að fjórðungur unglingspilta geti ekki lesið sér til
gagns og við hljótum að velta því fyrir okkur hvernig á
því standi að meira en þriðjungur allra grunnskólanem-
enda í sumum landshlutum er í sérkennslu af einhverju
tagi. Það er kominn tími til að nálgast þennan málaflokk
af festu og ábyrgð. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Skólamál eru hörð – ekki mjúk
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
„Það ríkti mikil gleði þegar for-
maðurinn tilkynnti að nú væri
stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd (Alþingis) búin að fara ít-
arlega yfir málið og það þyrfti
ekki frekari umræðu inni í
nefndinni,“ segir Vigdís Hauks-
dóttir, þingmaður Framsókn-
arflokksins og fulltrúi í stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefnd
Alþingis, spurð um fund nefnd-
arinnar sem haldinn vær í gær.
Þá bætir Vigdís við að hún hafi
látið bóka mótmæli á fundinum
um að hún teldi málið ekki þing-
tækt.
„Í mínum huga er það í ná-
kvæmlega sama uppnámi og
það er búið að vera
um margra vikna
skeið. Ring-
ulreiðin í málinu
er ekkert að
minnka,“ segir
Birgir Ármanns-
son, þingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins og
fulltrúi í
nefndinni.
Búin að fara
yfir málið
NEFNDARUMFJÖLLUN
Vigdís Hauksdóttir