Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út sérblað, fimmtudaginn 28. febrúar, tileinkað ÍMARK deginum. Í blaðinu verður fjallað um íslenska markaðsdaginn sem verður haldinn þann 1. mars n.k. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 22. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is ÍMARK íslenski markaðsdagurinn „Það versta er að Jón Ásgeir hefur í nokkur skipti að undanförnu reynt með ósmekklegum hætti, að því er mér finnst, að setja þrýsting á blaða- menn með því að koma umkvört- unum, vegna sannra og löglegra frétta um hann, félög sem hann tengist og dómsmál er hann tengist persónulega, til stjórnar fyrirtæk- isins og æðstu stjórnenda,“ skrifar Magnús Halldórsson, viðskipta- fréttastjóri Stöðvar2 og Vísi, í við- horfsgrein á vef Vísis í gær. „Svo virðist sem Jóni Ásgeiri finn- ist þetta eðlilegt, þar sem þetta hef- ur ítrekað gerst, en í ljósi þess að hann er nátengdur eignarhaldi fyrir- tækisins, sem eiginkona hans er skráð fyrir sem stærsti eigandi og jafnframt stjórnarformaður, þá ætti hann að hugsa sig tvisvar um áður en þetta er gert. Hann má þetta, kannski í hans huga af því að hann eða hans kona á þetta, en það er ekki þar með sagt að þetta sé góð venja, heiðarlegt eða viðeigandi. Síður en svo. Mér finnst þetta ósmekkleg leið til umkvört- unar sem erfitt er að átta sig á hvað á að þýða. Stjórn 365 hefur ekkert með ritstjórnarvinnu fyrirtækisins að gera, og á ekki að hafa nein áhrif á þá vinnu, samkvæmt prinsippum blaðamennskunar og grundvallar- hugmyndinni um sjálfstæði rit- stjórna. Ekki undir neinum kring- umstæðum, jafnvel þótt stjórn 365 sé æðsta vald fyrirtækisins sem rek- ur ritstjórnarvinnuna ásamt annarri starfsemi,“ skrifar Magnús m.a. Magnús gaf ekki kost á viðtali og þá náðist ekki í Jón Ásgeir. Velja trausta blaðamenn Freyr Einarsson, ritstjóri Vísis og fréttastofu Stöðvar 2, segir af og frá að Jón Ásgeir setji þrýsting á blaða- menn um tiltekin efnistök. „Ég hef stýrt þessum miðlum síð- an í maí 2010 og á þeim tíma hefur það tíðkast að við sem stýrum þess- um fréttamiðlum veljum trausta blaðamenn sem við vitum að standa í lappirnar gagnvart því sem við erum að fjalla um. Aldrei hef ég nokkurn tímann stoppað eða breytt frétt á fréttastofu Stöðvar 2. Við stöðvum ekki fréttir nema þær séu algerlega rangar og ég hef aldrei þurft að gera það. Það getur hver einasti vakt- stjóri staðfest að það er enginn sem andar ofan í hálsmálið á blaðamönn- um,“ segir Freyr og heldur áfram. Hefur aldrei sett þrýsting „Jón Ásgeir er ekki að þrýsta á blaðamenn eða ritstjórn. Ég á engin samskipti við hann um fréttir á mín- um miðlum. Eins og ég skil skrif Magnúsar gerir hann athugasemd við það að Jón Ásgeir hafi einhvern tímann óskað eftir því að fá að segja álit sitt á tilteknu efni. Það sem Magnús er að fjalla um beinist ekki að þeim miðlum sem ég stýri. Magnús er að ræða athugasemd frá stjórnarmanni 365 þess efnis að hans sjónarmið hafi ekki verið reifað í frétt. Það er þá vitnað í almennar siðareglur blaðamanna sem ganga út á það að ef einn kemur með sjón- armið fái hinn aðilinn tækifæri til að svara.“ Greinin komið „mikið á óvart“ Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, sagði skrif Magnúsar koma sér í opna skjöldu. „Ég verð að segja að mér kemur þessi grein og innihald hennar afskaplega mikið á óvart. Ég kannast ekki við neinar kvartanir frá yfirmönnum þessa manns um að þessar fréttastofur séu beittar þrýstingi eða fái upplýsingar um að hann hafi kvartað við þá um að hafa orðið fyrir einhverjum slíkum þrýst- ingi,“ segir Ari en nánar er rætt við hann á fréttavef Morgunblaðsins. Gagnrýnir afskipti Jóns Ásgeirs af 365 Jón Ásgeir Jóhannesson Magnús Halldórsson  Viðskiptaritstjóri Stöðvar 2 tjáir sig Egill Ólafsson egol@mbl.is Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær í umræðum um verðtryggingu, að hún væri tilbúin til að skoða hvort til greina kæmi að setja þak á verðtryggingu nýrra húsnæð- islána. Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, ósk- aði eftir umræðu um álit fram- kvæmdastjórnar ESB um að verð- tryggð lán væru ólögleg. Hann sagði að miðað við þetta álit væri ekki hægt að draga aðra ályktun en að verð- tryggð húsnæðislán hér á landi væru ekki í samræmi við reglugerðir ESB um neytendalán. Aðferðafræðin sem viðhöfð hefði verið hér á landi við lán- veitingar verðtryggða lána uppfyllti ekki kröfur löggjafar ESB í þessum efnum. Ráðuneytið fer yfir álitið Katrín sagði að ráðuneytið væri að fara yfir þetta álit framkvæmda- stjórnar ESB. Hún sagði erfitt að draga víðtækar ályktanir úr þessu bréfi og benti á að í því væri tekið fram að ekki væri um bindandi álit að ræða. „Samkvæmt neytendalánatilskipun Evrópusambandsins á að taka verð- bólgu eins og hún er á þeim tíma með í útreikning á heildarlántökukostnaði vegna lána sem falla undir tilskip- unina og þar af leiðandi einnig á ár- legri hlutfallstölu kostnaðar. Miða skal við að verðbólga haldist óbreytt út lánstímann. Í bréfinu er tekið fram að samkvæmt tilskipuninni um órétt- mæta skilmála frá 1993 sé verðtrygg- ing heimil, en kveðið er á um að neyt- anda skuli kynntir lánaskilmálar tímanlega og þeir skýrðir með verði og helstu einkennum. Skilmálar skulu vera skýrir og á skiljanlegu máli og það felur m.a. í sér að vísitölutrygging skal útskýrð sérstaklega,“ sagði Katr- ín. Hún sagði að í nýju frumvarpi um neytendalán sem lægi fyrir þingi væru kröfur hertar og m.a. myndi þessi nýja löggjöf ná til lánveitinga Íbúðalánasjóðs. Katrín sagði rétt að lánveitendur sem lánuðu verðtryggð lán til 40 ára hefðu ekki birt spá um verðbólgu út lánstímann, kannski vegna þess að þeir hefðu óttast að vera sakaðir um að tala niður gjald- miðilinn í landinu ef þeir gerðu það. Það væri hins vegar kominn tími til að segja neytendum satt varðandi gengi gjaldmiðilsins. Auðveldara með ný lán „Varðandi þá spurningu hvort eitt- hvað hafi gerst nú sem kalli á bein inngrip í gildandi lánaskilmála, t.d. með þaksetningu á verðtryggingu, þá er því til að svara að þetta er auðvitað mjög skammur fyrirvari og við þurf- um að fara vel yfir alla þessa þætti og ég er tilbúin til að gera það. Það er auðveldara að gera þetta með ný lán en flóknara varðandi núgildandi lán, en við förum vandlega yfir það,“ sagði Katrín. Allir þingmenn sem tjáðu sig í um- ræðunni sögðust vilja afnema verð- tryggingu, en ekki var full samstaða um hvaða leiðir ætti að fara til þess að ná þessu markmiði. Samfylkingar- menn sögðu að það yrði ekki gert nema taka upp annan gjaldmiðil. Guðlaugur Þór Þórðarson sagði samfylkingarmenn haldna „sértrú“ og að sú sértrú myndi ekki nýtast heimilunum í landinu. Margrét Tryggvadóttir tók undir að gjaldmiðillinn væri „handónýtur“, en hún gagnrýndi einnig harðlega hvernig ríkisstjórnin hefði haldið á málum frá hruni og vísað fátæku fólki á dómstólana frekar en að taka á vandanum. Lilja Mósesdóttir sagði að engin þjóð í heiminum hefði farið í gegnum fjármálakreppu án þess að leyfa verðbólguskoti, sem alltaf fylgdi banka- og gengishruni, að éta upp verðmæti lána. Krafan um almenna leiðréttingu lána hefði gengið styttra því hún hefði fjallað um að lánveit- endur og lántakendur deildu með sér kostnaði við verðbólguskotið. Ríkis- stjórnin hefði hins vegar ekki einu sinni treyst sér til að ganga svo langt, heldur vísað fólki á dómstóla. Margir sem tóku gengisbundin lán hefðu orðið gjaldþrota vegna lána sem síðar hefði komið í ljós að voru ólögleg. Gunnar Bragi gagnrýndi orð þeirra sem töluðu fyrir upptöku evru. Hann sagði að „evrusnuðið sem Sam- fylkingin vildi stinga upp í heimilin væri orðið tætt og illa lyktandi“. Tilbúin að skoða þak á verðtryggingu  „Evrusnuðið“ orðið tætt og illa lyktandi segir þingmaður Framsóknarflokksins  Fátæku fólki vísað á dómstólana Morgunblaðið/Eggert Alþingi Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra sagði í umræðum í gær að erf- itt væri að draga víðtækar ályktanir af áliti framkvæmdastjórnar ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.