Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
✝ GuðmundurJónsson fæddist
í Reykjavík 23. sept-
ember 1952. Hann
lést á líknardeild-
inni í Kópavogi 15.
febrúar 2013.
Foreldrar Guð-
mundar voru hjónin
Ingibjörg Ó. Guð-
mundsdóttir, f. 11.
ágúst 1931, d. 11.
desember 2009, og
Jón Sigurðsson, f. 14. apríl 1927,
d. 3. september 1983. Þau slitu
samvistum. Alsystkini Guð-
mundar eru Hólmfríður, f. 1949,
og Grétar, f. 1950. Samfeðra
systkini eru Gunnar, f. 1964, Þur-
íður, f. 1965, Heiða, f. 1966, og
Þröstur, f. 1971. Fyrri eiginkona
Guðmundar var Kristín Páls-
dóttir, f. 1952, frá Dalvík og eiga
þau tvö börn: 1) Páll Baldvin, f.
1973. Hans dætur eru Helena Ýr,
f. 1997, og Karen Birta, f. 2001.
2) Elísa Rut, f. 1981. Hennar dótt-
ir er Krista Mist, f. 2011. Eftirlif-
andi eiginkona Guðmundar er G.
vistum og fluttist Guðmundur frá
Dalvík og hóf sjósókn á hinum
ýmsu bátum á vertíðum víðs veg-
ar um landið. Árið 1992 kynnist
Guðmundur seinni eiginkonu
sinni og fluttist til Ísafjarðar árið
1993. Á Ísafirði leið Guðmundi
vel við sjóinn og sjávarútvegs-
verkamannavinnu. Árið 2000
varð atvinnuleysi á Ísafirði og
þurftu þau hjónin að flytja til
Reykjavíkur til atvinnuleitar, og
hóf Guðmundur störf sem bif-
reiðarstjóri hjá Strætisvögnum.
Einnig keyrði hann á sumrin rút-
ur víðs vegar um landið með
ferðamenn. Guðmundur hafði
mjög gaman af tónlist og var
m.a. í Strætókórnum. Einnig
lærði hann á harmónikku á Ísa-
firði og hin síðari ár í Reykjavík.
Guðmundur las mikið um dulræn
efni og sótti fundi um þau mál.
Ferðalög voru þeim hjónum
mjög hugleikin og ferðuðust þau
saman mikið innanlands og utan.
Útför Guðmundar verður gerð
í dag, 22. febrúar 2013, frá
Grensáskirkju og hefst kl. 13.
Ásgerður Jens-
dóttir, f. 1954, og
giftu þau sig árið
1999. Hennar börn
og stjúpbörn Guð-
mundar eru: 1) Elm-
ar Jens Davíðsson,
f. 1979, kvæntur
Helgu Kristínu Guð-
mundsd., f. 1981.
Þeirra börn eru: a)
Ásgeir Þór, f. 2001,
b) Viktoría Ýr, f.
2004, c) Elenborg Ýr, f. 2009. 2)
Hrannar Freyr Abrahamsen, f.
1981. Hann á einn son, Andra
Hrafn, f. 1998. 3) Jenný Ágústa
Abrahamsen, f. 1986, sambýlis-
maður hennar er Sigurður Bóas
Pálsson, f. 1980. Þeirra börn eru:
a) Camilla Mist, f. 2009 b) Em-
anúel Bóas, f. 2011. Ungur að ár-
um byrjaði Guðmundur lífsbar-
áttuna við ýmiss konar vinnu.
Átján ára gamall fluttist hann til
föður síns til Hríseyjar og vann
hjá honum í frystihúsinu þangað
til hann kynntist fyrri eiginkonu
sinni. Árið 1989 slitu þau sam-
Elsku hjartans pabbi.
Ég gæti skrifað heila bók um
minningar um þig. Þú tókst á móti
mér með opnum örmum þegar ég
var aðeins fimm ára gömul. Þú
varst og verður ávallt faðir minn.
Það er of sárt fyrir mig að með-
taka það að þú sért farinn fyrir
fullt og allt. Fyrir aðeins ári vor-
um við saman á Flórída að
skemmta okkur vel. Aldrei óraði
mig fyrir því að ári seinna yrði þú
tekinn frá okkur.
Síðasta kvöldið þitt með okkur
var kveðjustundin. Þetta var svo
góð stund sem ég mun geyma í
hjarta mér. Það var eins og þetta
hefði verið fyrirfram ákveðið, því
allt var fullkomið. Þú varst svo
hress og veðrið var svo fallegt. Við
hlógum svo mikið saman. Við sát-
um úti með þér að reykja og horfð-
um á stjörnurnar. Þú vildir vera
aðeins lengur úti, þú vissir að
þetta væri þitt síðasta skipti undir
berum himni á eitthvern hátt. Þú
brostir þínu breiðasta þegar
mamma kom í gluggann. Bara
þessi stund er mér svo dýrmæt.
Svo slökktum við í síðustu sígar-
ettunni þinni.
Þú hringdir oftast á hverjum
degi í mig og endaðir alltaf símtöl-
in með orðunum „ég elska þig, ást-
in mín“. Það eitt segir allt um þig,
hvernig þú hugsaðir til mín, um
mig og þú varst svo ófeiminn við
að tjá tilfinningar þínar með orð-
um og gjörðum. Vildir oft bara
faðma mig upp úr þurru og láta
mig vita að þér þætti vænt um
mig. Þú spurðir alltaf hvernig mér
liði á hverjum degi.
Þú varst einn besti afi sem
hægt var að óska sér. Þú nýttir all-
an tímann þinn með þeim við að
leika við þau og þegar þú varst að
keyra strætóinn í hverfinu okkar
hringdirðu yfirleitt til að láta vita
af því að þú værir að fara að keyra
framhjá, eins til þess að láta börn-
in koma út og sjá „afa í strætó“.
Þú stoppaðir við götuna og flaut-
aðir til þeirra brosandi, alveg
þangað til að börnin héldu ekki
lengur athygli. Í hvert skipti sem
Camilla sér strætó ert þú alltaf
undir stýri í hennar huga. Hún
segir „það er ekki gott að vera dá-
inn“, og hún ætlar sko að fara líka
upp til himna og hitta þig. Hana
langar að sjá þig aftur án veikind-
anna og án hjólastólsins, sem hún
kallaði einfaldlega „hjólið hans
afa“.
Ég minnist hans sem fyrir-
myndar afa og góðs manns sem
vildi bara fá viðurkenningu sem
hann ekki alltaf fékk í gegnum líf-
ið.
Ég elska þig, pabbi minn.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún.)
Þín verður sárt saknað en
minningarnar hlýja hjörtu okkar.
Ástarkveðjur,
Jenný Ágústa Abrahamsen.
Barátta þín við erfið veikindi
hefur nú tekið enda. Þú sýndi okk-
ur hversu sterkur þú varst en
jafnframt hversu ósanngjarnt spil
þér var gefið því andstæðingur
þinn var ósigrandi.
Okkar kynni hófust þegar ég og
Jenný Ágústa (dóttir þín) fórum
að vera saman í lok árs 2002. Við
áttum margar góðar stundir sam-
an á ferðalögum innanlands sem
utan. Mér er afar minnisstæð sú
ferð sem við fórum til Flórída í
janúar á síðasta ári. Þar leigðum
við Jenný og börn ásamt ykkur
Ásgerði saman íbúð, keyrðum víða
um og fórum í Disney-garða svo
fátt eitt sé talið. Þessi ferð var afar
ánægjuleg og áttum við góðar
stundir saman.
Þú varst svo sannarlega yndis-
legur afi og hafa börnin mín, Ca-
milla Mist og Emanúel Bóas,
ávallt haft á þér miklar mætur.
Þegar dyrnar opnuðust var hlaup-
ið af stað og öskrað „afi … amma“
þegar þið Ásgerður komuð í heim-
sókn. Alltaf gafstu þér tíma til að
leika við krakkana og þú gafst
þeim svo sannarlega mikið af þér
enda gáfu móttökur þeirra til
kynna að mikil eftirvænting og
gleði fylgdi því að fá þig/ykkur í
heimsókn. Það var þér afar dýr-
mætt að vera afi þeirra og þú
stóðst svo sannarlega undir öllu
því sem góður afi þarf að bera.
Guðmundur var jafnlyndismað-
ur, hógværð og léttleiki var honum
mest að skapi en hann var einnig
mjög hjálpsamur og hafði mikla
samúð með sínum nánustu ef þeim
leið ekki vel eða áttu um sárt að
binda. Hann lagði mikið upp úr því
að Ásgerður væri alltaf ánægð og
liði vel. Þau áhugamál sem þau
deildu ekki saman voru líklegast
ekki til. Þau nutu þess að ferðast
og var alltaf einhver ferð sem þau
hlökkuðu til að fara í. Það var gam-
an að sjá hversu náin þau voru og
það fór ekki framhjá nokkrum
manni að þarna fóru hjón sem áttu
vel saman.
Guðmundur keyrði strætó og
var það hans aðalstarf en einnig
keyrði hann langferðabíl í
vaktafríum og á sumrin. Ásgerður
var stundum eirðarlaus í sínum
vaktafríum sem sjúkraliði hjá
Landspítalanum og tók hringinn
með Gumma sínum á strætó eða
fór í ferðir með honum á rútu eitt-
hvert út á land, þó svo að henni
hafi aldrei liðið sem best í bíl en
svo náið var þeirra samband að
það kom ekki að sök.
Það er með miklum söknuði og
tregatárum sem ég kveð þig nú í
hinsta sinn.
Ég vil þakka þér fyrir allar fal-
legu minningarnar sem þú skap-
aðir með okkur fjölskyldunni,
þakka þér fyrir þá fyrirmynd sem
þú sýndir börnunum mínum og
fyrir þann tíma sem ég fékk að
njóta með þér.
Ég veit að þú munt vaka yfir
okkur og vernda litlu englana þína,
leiða þau frá hættum og stýra
þeim í átt að hinu góða og fallega
sem lífið hefur upp á að bjóða.
Þinn tengdasonur og vinur,
Sigurður Bóas Pálsson.
Hann Gummi bróðir og mágur
hefur nú kvatt okkur síðustu
kveðju. Vanalega þegar við hitt-
umst heilsaði hann okkur: „Sæl
elskurnar mínar“ og faðmlagið var
þétt og alveg ekta. Hann var
hreinskiptinn og hjartahlýr maður
og börnin okkar segja: „Hann
Gummi var svo hress og kátur.“
Hann fór snemma að vinna
bæði á landi og á sjó en síðustu tólf
árin var hann bílstjóri hjá Strætó.
Þar var látið vel af honum og ein-
hverjir höfðu á orði að hann hefði
keyrt fólk, sem átti bágt með að
komast leiðar sinnar eða ef veður
var vont, heim að dyrum. Kannski
á sú lýsing best við um hugulsem-
ina og hjálpsemi hans.
Þar sem við búum úti á landi en
móðir okkar í Reykjavík, kom á
hann að standa við bakið á henni
og kunnum við honum bestu þakk-
ir fyrir.
Síðasta kveðja hans til okkar
var: „Þið eruð velkomin í mitt
hús.“
Okkar hinsta kveðja og þakk-
læti til Gumma frá okkur og börn-
um okkar.
Við sendum Ásgerði konu hans
og börnunum innilegar samúðar-
kveðjur.
Grétar bróðir og Steinunn.
Guðmundur Jónsson
HINSTA KVEÐJA
Fel þú, Guð, í faðminn þinn,
fúslega hann afa minn.
Ljáðu honum ljósið bjarta,
lofaðu hann af öllu hjarta.
Leggðu yfir hann blessun þína,
berðu honum kveðju mína.
(L.E.K.)
Camilla Mist Sigurðar-
dóttir og Emanúel Bóas
Sigurðsson.
Við hjónin vorum stödd erlend-
is. Smáskilaboð bárust í símann,
Guðmundur Óli Ólafsson vinur
okkar var látinn. Það var eins og
heimurinn stöðvaðist, svo var
okkur brugðið.
Vinskapur okkar Guðmundar
Óla byrjaði er við báðir sátum
námskeið í flugumferðarstjórn
flugmálastjórnar veturinn 1955-
1956. Þessi vinskapur entist fram
á þennan dag. Vorið 1956 stóð-
umst við báðir próf flugumferð-
arstjóra og í framhaldi hófum við
verklegt framhaldsnám og störf á
Keflavíkurflugvelli. Það var tekið
eftir því að á sama tíma var Guð-
mundur Óli í 6. bekk Menntaskóla
Reykjavíkur og brottskráðist sem
stúdent vorið 1956.
Það var fjörugur hópur sem
hóf störf þarna á sama tíma, flug-
málastjórn var að taka við þjón-
ustunni af Bandaríkjamönnum.
Námið var endalausar verklegar
æfingar sem enduðu einnig með
prófi og skírteini og við vorum
fastráðnir.
Guðmundur Óli vann sig upp í
varðstjórastöðu og síðan skipaður
yfirflugumferðarstjóri 1983, sem
Guðmundur Óli
Ólafsson
✝ Guðmundur ÓliÓlafsson, fyrr-
verandi yfirflug-
umferðarstjóri á
Keflavíkurflugvelli,
fæddist í Reykjavík
hinn 1. apríl 1935.
Hann lést á Land-
spítalanum 8. febr-
úar 2013.
Útför Guðmundar
Óla fór fram frá
Hafnarfjarðarkirkju
14. febrúar 2013.
hann gegndi til
starfsloka 1998. Starf
okkar var ekki alltaf
auðvelt. Á þessum ár-
um öllum geisaði kalt
stríð á alþjóðavett-
vangi og stundum
gekk mikið á á flug-
vellinum, heilu flug-
sveitirnar höfðu þar
viðdvöl. Eðlilega
voru samskiptin við
varnarliðið nokkur
og einnig tókst kunningsskapur
við hermenn, sem entust stundum
lengi. Einnig urðu slys, sem tók
nokkuð á unga óreynda menn.
Guðmundur Óli tók þátt í störf-
um FÍF, sat þar í stjórn og varð
formaður þess 1967.
Í yfirmannsstöðu stóð Guð-
mundur Óli sig vel, var vinsæll og
leit frábærlega eftir hagsmunum
undirmanna sinna.
Við Guðmundur Óli rákum í
áravís eggjabú, þar var dugnaður
hans og útsjónarsemi frábær.
Einnig byggðum við saman,
ásamt vinnufélögum, sambýlishús
í Hafnarfirði. Við giftum okkur á
svipuðum tíma, börnin fæddust og
ólust upp saman í sambýlinu í
blokkinni. Það var skemmtilegur
tími og minnisstæður.
Einnig vorum við stofnfélagar
er Kiwanisklúbburinn Eldborg
var stofnaður í Hafnarfirði 1969.
Guðmundur Óli vann sig fljótt upp
sem forseti Eldborgar, síðan sem
svæðisstjóri Ægissvæðisins og að
lokum sem umdæmisstjóri 1980.
Allan þennan tíma var kunn-
ingsskapur okkar, traust og sam-
starf í hæstu hæðum.
Með Guðmundi Óla er fallinn
frá góður drengur, frábær vinnu-
félagi og vandaður maður. Hvíl í
friði.
Eiginkonu Guðmundar Óla,
Margréti, og fjölskyldu þeirra
vottum við Anna okkar dýpstu
samúð. Megi guð styrkja ykkur.
Þórir E. Magnússon
og Anna Einarsdóttir.
Með þakklæti í huga og sorg í
hjarta kveð ég afa minn. Ég fékk
að njóta elsku hans og umhyggju í
32 ár og fyrir það er ég þakklát.
Ég er þakklát fyrir að hafa getað
eytt stórum hluta barnæsku
minnar í Mávahrauninu í faðmi
ömmu og afa. Þar var alltaf til
nægur tími og næg athygli handa
litlu barni.
Ég er þakklát afa að hafa kennt
mér að njóta bóka og elska að lesa.
Ég fór oft til hans og fékk lánaðar
bækur sem hann fékk í hinum
ýmsu bókaklúbbum sem ég held
að hann hafi verið áskrifandi að
fyrir okkur fjölskylduna.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst manni eins og afa sem var
vel lesinn, víðsýnn og síðast en
ekki síst réttsýnn enda talaði afi
aldrei illa um nokkurn mann. Ég
er þakklát fyrir hlýjuna sem hann
sýndi okkur öllum og fyrir að hafa
alltaf sett fjölskylduna í fyrsta
sæti. Hann fylgdist með af áhuga,
var þátttakandi í lífi mínu, sem og
allra barnabarnanna, og var með á
hreinu hvað hver hafði fyrir stafni
og hver áhugamálin voru. Afi var
alltaf til staðar þegar á þurfti að
halda og hjálpaði hann foreldrum
mínum að byggja tvö hús.
Ég er þakklát fyrir að eldri son-
ur minn, Addi, skuli hafa fengið að
kynnast langafa sínum. Afi fylgd-
ist með honum af sama áhuga og
mér og gaf sér alltaf tíma til að
spjalla við hann og sýna honum
áhuga. Addi mun eiga fallegar
minningar um langafa sinn og
hugulsamar gjafir hans eins og
pöddubókina eftir Attenborough.
Þakklátust er ég fyrir að hafa
fengið að sjá og kynnast ástinni,
hlýjunni og virðingunni sem hann
sýndi ömmu minni til síðasta dags.
Nú mun ég hugsa vel um ömmu og
rækta fjölskyldutengslin með
minninguna um besta afann að
leiðarljósi.
Íris.
Guðmundur Óli Ólafsson átti að
baki ríflega fjögurra áratuga far-
sælan starfsferil við að stjórna
flugumferð um stærsta flugvöll
landsins, þegar hann lét af starfi
yfirflugumferðarstjóra á Kefla-
víkurflugvelli árið 1998. Auk þess
að vera aðaltengipunktur lands-
manna við umheiminn var Kefla-
víkurflugvöllur allan þennan tíma
mikilvægur herflugvöllur á einu
viðkvæmasta leiksviði kalda
stríðsins. Miklir hæfileikar Guð-
mundar Óla við að finna lausnir á
viðkvæmum vandamálum, þar
sem litríkar persónur af fleiri en
einu þjóðerni komu saman, réðu
miklu um að hann var valinn til að
leiða þá mikilvægu starfsemi sem
fram fór í flugturninum á Kefla-
víkurflugvelli. Hann hafði þann
góða eiginleika að kunna að hlusta
á afstöðu allra hagsmunaaðila og
leggja tillögur sínar fram án mik-
illa málalenginga. Jafnframt færði
hann sterk rök fyrir afstöðu sinni
til mála, sem oftar en ekki urðu til
þess að lausnir fundust, sem flest-
ir gátu sætt sig við.
Hann kunni jafnframt þá list að
hafa ekki miklar áhyggjur af því
hverjum væri þökkuð niðurstað-
an. Trúlega hefur hann verið
sömu skoðunar og Harry Truman,
forseti Bandaríkjanna, sem sagði
að ótrúlegt væri hve miklu mætti
koma til leiðar ef menn væru ekki
uppteknir af því hver hefði átt
hugmyndina að lausn viðfangs-
efnanna.
Þegar Guðmundur Óli hafði
lokið löngum starfsferli á Kefla-
víkurflugvelli kom hann til starfa
hjá Flugmálastjórn Íslands. Þar
skóp hann sér í reynd nýjan starfs-
feril sem eftirlitsmaður með flug-
vernd og flugvöllum. Kröfur um
flugvernd, þar með talin vopnaleit,
höfðu verið að aukast jafnt og þétt
á tíunda áratug tuttugustu aldar-
innar. Öll þessi starfsemi tók þó
byltingarkenndum breytingum í
kjölfar hryðjuverkanna í Banda-
ríkunum, sem kennd eru við 11.
september 2001. Guðmundur Óli
var réttur maður á réttum stað til
að takast á við þau vandamál sem
Flugmálastjórn stóð frammi fyrir
á þessum fyrstu árum nýrrar ald-
ar. Hann tók þátt í samstarfi evr-
ópskra flugmálayfirvalda á þess-
um vettvangi og aðlögun íslenskra
flugvalla og flugstarfsemi að þeim
nýja raunveruleika, sem íslenskir
flugrekendur og flugmálayfirvöld
stóðu frammi fyrir.
Guðmundur Óli var lykilmaður í
að innleiða hinar nýju alþjóðlegu
reglur og aðferðir hér á landi, sem
skiptu miklu máli fyrir velgengni
íslensks flugreksturs. Með rök-
festu og markvissum málflutningi
hans tókst jafnframt að fá undan-
þágu frá þessum reglum í innan-
landsflugi hér á landi. Ísland er
eina landið í Evrópu sem nýtur
slíkrar undanþágu vegna sérstöðu
og legu landsins. Óhætt er að full-
yrða að Guðmundur Óli átti
stærstan þátt í því að þessi árang-
ur náðist til mikilla hagsbóta fyrir
innanlandsflug á Íslandi.
Nú þegar Guðmundur Óli er
kvaddur rifjast upp góð samskipti
og kynni af traustum dreng, sem
vann mikið og gott starf fyrir ís-
lensk flugmál á löngum og farsæl-
um starfsferli. Þægilegt viðmót
hans, rökfesta og lipurð við að
leysa erfið verkefni voru sam-
starfsmönnum hans góð fyrir-
mynd. Ég votta eignkonu hans og
fjölskyldu dýpstu samúð á þessum
tímamótum.
Þorgeir Pálsson.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um innsend-
ingarmáta og skilafrest. Einnig
má smella á Morgunblaðslógóið
efst í hægra horninu og velja við-
eigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, jafnvel þótt grein
hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann lést
og loks hvaðan og hvenær útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn, svo og
æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín undir greinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki minning-
argreina viðvart.
Minningargreinar