Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 SIMPLY CLEVER ŠKODA Fabia er byggður á einfaldri hugmynd: Það á að vera skemmtilegt að keyra. Þess vegna er bíllinn svo nettur að utan en rúmgóður fyrir fólk og farangur að innan. ŠKODA Fabia er nýr og frábær bíll sem þú einfaldlega verður að prófa! ŠKODA Fabia kostar aðeins frá:* 2.340.000,- *Skoda Fabia Classic 1.2 beinskiptur 70 hestöfl. Eyðsla: 5,5 l/100 bl. akstur, CO2 : 128 g/km ŠKODA Fabia HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði „Verðið á þorskafurðum hefur lækk- að verulega undanfarið og einnig hefur orðið talsverð lækkun á grá- lúðu,“ segir Vilhjálmur Vilhjálms- son, forstjóri HB Granda, að- spurður um verðþróun á mörkuðum. „Það er athyglisvert að á síðustu vikum hefur fengist hærra verð fyrir fryst ufsaflök en fyrir fryst þorsk- flök. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst áður.“ Ástandið ekki alslæmt Vilhjálmur segir að ástandið sé þó alls ekki alslæmt. Þannig hafi verð á mjöli og lýsi hækkað í vetur og einn- ig á frystri loðnu og fleiri uppsjáv- artegundum. Karfi hafi haldið sínu sem og ufsinn, en karfi er verðmæt- asta útflutningstegund HB Granda. Þorskurinn hefur farið verst út úr verðlækkunum, að sögn Vilhjálms, og þá sérstaklega stærri fiskurinn, þar sem framboð hafi aukist mikið. HB Grandi flytur bæði út frystar þorskafurðir sem og ferska þorsk- hnakka með flugi og skipum. Grandi er stærsta sjávarútvegs- fyrirtæki landsins, sem byggist á þremur meginstoðum; uppsjávar- tegundum, ísfiski/landvinnslu og frystitogurum. Fyrirtækið er með mikinn kvóta í mörgum tegundum og kemur fjölbreytnin sér vel þegar áföll verða í einhverjum greinum. Enginn saltfiskur er verkaður hjá HB Granda. Inn á rússneskan markað Fyrirtækið flytur sjálft út eigin afurðir og segir Vilhjálmur það eiga stóran þátt í því að tekist hafi að komast hjá birgðasöfnun „Því er ekki að neita að verðlækk- anir á þorski undanfarið taka veru- lega í,“ segir Vilhjálmur. „Þær stafa fyrst og fremst af auknu framboði inn á markaði og byrjuðu að koma fram um leið og heimildir voru aukn- ar í Barentshafi. Margir eru hins vegar þeirrar trúar að botninum sé náð og menn hafa séð merki þess. Þannig er verð fyrir sjófryst þorsk- flök orðið það lágt að rússneski markaðurinn er farinn að ráða við að kaupa þessa vöru.“ Fyrr í þessum mánuði tilkynnti HB Grandi um breytingar á útgerð fyrirtækisins. Einum frystitogara verður lagt og öðrum breytt í ísfisk- togara. „Það er mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni áfram felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávar- afurðum,“ sagði í frétt frá HB Granda. aij@mbl.is Morgunblaðið/RAX Breytingar HB Grandi hefur ákveðið að fækka frystitogurum en fjölga ís- fisktogurum. Helgu Maríu AK verður breytt í ísfisktogara í Póllandi í haust. Lægra þorskverð tekur verulega í Karfi mikilvægastur Vægi tegunda í útflutningi HB Granda á síðasta ári í verð- mætum. Karfi 22% Síld 15% Þorskur 14% Makríll 14% Loðna 14% Ufsi 12% Vilhjálmur Vilhjálmsson Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Erfiðleikar á saltfiskmörkuðum Ís- lendinga við Miðjarðarhafið hafa aukist verulega á síðustu vikum og mánuðum. Fer þar saman að sala hefur verið þung og verð lækkað. Fari sem horfi gæti orðið birgða- söfnun á saltfiski, en það er nokkuð sem framleiðend- ur hafa ekki þurft að glíma við lengi. Framleiðendur hafa í samstarfi við stjórnvöld hleypt af stað markaðsátaki fyrir íslenskar saltfiskafurðir og gæti kostnaður við það numið 40-50 milljónum króna. Skjöldur Pálmason, formaður Ís- lenskra saltfiskframleiðenda og framleiðslustjóri hjá Odda hf á Pat- reksfirði, segir að framleiðendur hafi áhyggjur af stöðunni. Stærsti fisk- urinn sé sérstaklega erfiður í sölu, en framboð á honum hefur aukist mjög. Gæti leitt til birgðasöfnunar „Mjög mikil þyngsli í sölu, miklar verðlækkanir og birgðasöfnun fram- undan ef hún er ekki þegar byrjuð,“ er lýsing Skjaldar á stöðunni hjá framleiðendum saltfisks. Hann segir að verðlækkun á mörkuðum sé breytileg eftir stærð, vöruflokkum og markaðslöndum. Lækkun hafi orðið 2009, sem hafi síðan gengið að hluta til baka. Síðustu 12-18 mánuði áætlar hann að millifiskurinn, sem hafi staðið sig best, hafi lækkað um 10-15 %, og stærsti fiskurinn um allt að 30%. Algengt segir hann að fram- leiðendur berjist við 15-20% verð- mætarýrnun á innan við einu ári. Skjöldur nefnir einkum tvennt sem skýri verðlækkanirnar. Aukið framboð af þorski úr Barentshafi hafi haft mikið að segja og undanfar- ið hafi orðið veruleg verðlækkun á hráefni í Noregi. Efnahagsástandið í löndunum við Miðjarðahafið vegi einnig þungt. Líka erfitt í ferska fiskinum „Það er ekki bara í saltfiski sem mikil lækkun hefur orðið, verðlækk- unin er ekki minni í ferska fiskin- um,“ segir Skjöldur. Lækkunar hafi orðið vart þegar á haustmánuðum er tilkynnt var um aukinn kvóta í Bar- entshafi og hún hafi síðan haldið áfram eftir áramót er veiðar byrj- uðu. Hann nefnir sem dæmi að ekki sé óalgengt að menn selji nú kíló af ferskum þorskhnakka á 5,70 evrur, en fyrir aðeins nokkrum mánuðum hafi verið borgaðar 8-10 evrur fyrir sams konar vöru. Hann segir að framboð af ferskum fiski hafi aukist mikið og verðið lækkað að sama skapi. „Ég óttast að botninum sé ekki náð í þessari skriðu verðlækkana,“ segir Skjöldur. Hann segir að það sé helst frysti fiskurinn sem hafi haldið sínu á síðustu mán- uðum. Prófsteinn á samvinnu Um átak saltfiskframleiðenda og stjórnvalda segir Skjöldur að það sé í raun prófsteinn á það hvernig sam- vinna innan greinarinnar og með stjórnvöldum gangi. Markaðsátak- inu verði fyrst í stað beint inn á Spán, en síðan verði áherslan flutt yfir á Portúgal og Ítalíu. Íslands- stofa hefur umsjón með verkefninu og hefur sérstök verkefnastjórn ver- ið skipuð, en síðan verður ráð sér- fræðinga fyrir hvert landanna þriggja. Átakið á að standa í eitt ár. Stjórnvöld leggja fram 20 milljónir og fyrirtæki í greininni, framleiðend- ur, útflytjendur og kaupendur, ann- að eins eða meira. Útflutningur á saltfiski frá Íslandi nam um 30 milljörðum króna í fyrra. Spurður hvort 40 milljónir séu ekki eins og dropi í hafið segir Skjöldur að svo þurfi ekki að vera. Klárlega betri vara „Við erum í þessu átaki til að styrkja og viðhalda þeim viðskiptum sem við höfum haft og horfum til inn- flytjenda og dreifiaðila á mörkuðum, en ekki beint á neytendur. Norð- menn hafa milljarða til að nota í markaðsstarf og þeirra kynning beinist að neytendum, sem er mjög kostnaðarsamt. Sú vinna Norð- manna gæti hins vegar skilað já- kvæðum áhrifum fyrir sölu á okkar afurðum. Það skiptir líka miklu máli þegar upp er staðið að við erum klár- lega að bjóða betri vöru heldur en Norðmenn,“ segir Skjöldur. Þyngsli í sölunni og miklar verðlækkanir  Algengt að framleiðendur saltfisks glími við 15-20% verð- mætarýrnun á innan við ári  Óttast að botninum sé ekki náð Ljósmynd/Oddi hf. Lægra verð Starfsfólk við vinnu hjá Odda hf. á Patreksfirði. Skjöldur Pálmason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.