Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Þönglabakka 1 (inní Nettó búðinni) » 109 Reykjavík » Sími 587 4900
Allt fyrir farsíma, smartsíma og fistölvur
Allar GSM rafhlöður
2.990.-
SanDisk minniskort og minnislyklar í miklu úrvali -
Micro-SD - SDHC - Compact Flash - Memory Stick
Gerið verðsamanburð!
iPad borðstandur - Festing fyrir
sætisbak fylgir 5.990.-
Landsins mesta úrval af GSM aukahlutum!
Nettir en öflugir ferðahátalarar fyrir iPod/iPhone/iPad
og aðra spilara eða síma.
Innbyggð rafhlaða. 4.990
Allt fyrir IPod og Ipad
Ipad bílhleðslutæki
1.490.-
Öll GSM bílhleðslutæki
990.-
12V tvídeilir 1490.-
Flott úrval 12V fjöltengja
í bílinn, húsbílinn eða fellihýsið.
12V þrídeilir með Micro-USB
útgangi og viðvörunarljósi ef raf-
geymirinn í bílnum er að tæmast
2.990.-
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Pétur Einarsson, forstjóri Straums,
keypti 6% hlut í Straumi við lok síð-
asta árs, samkvæmt ársreikningi fyr-
irtækisins. Níu aðrir lykilstarfsmenn
keyptu 24% en hlutur þeirra í fyr-
irtækinu er misstór, að sögn forstjór-
ans. Kaupverðið er ekki gefið upp, en
eigið fé bankans nam 1,3 milljörðum
króna við árslok.
Pétur segir í samtali við Morgun-
blaðið að starfsmennirnir hafi fengið
lán til kaupanna og þeir hafi lagt til
talsvert eigið fé. Lánin beri markaðs-
vexti. Þetta sé ekki kaupréttarsamn-
ingur eða annað slíkt. „Við erum að
fjárfesta í Straumi til lengri tíma,“
segir hann.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær
að hópur starfsmanna Straums hafi
keypt 30% hlut í fjárfestingarbank-
anum. ALMC á 70% hlut í Straumi
en átti hann að fullu fyrir þessi við-
skipti. ALMC er gamli Straumur
sem hefur farið í gegnum nauða-
samninga.
Að sögn Péturs eiga lykilstarfs-
menn oft 30-50% í minni fjárfesting-
arbönkum erlendis. Þetta sé í takt við
það sem gengur og gerist. Straumur
sé þekkingarfyrirtæki og því mikil-
vægt að binda hagsmuni starfs-
manna og eigenda fyrirtækisins sam-
an. „Reksturinn byggist alfarið á
starfsfólki, hugmyndum og sam-
böndum þeirra til að skapa verðmæti.
Það gerist ekkert á nóttunni á meðan
við sofum,“ segir hann og nefnir að
þegar fram í sækir og ALMC selur
Straum, sé það jákvætt fyrir seljanda
og kaupanda, að þeir hafi ákveðna
vissu fyrir því að lykilstarfsmenn
verði áfram innanborðs.
Starfsmennirnir keyptu bréfin fyr-
ir íslenskar krónur, að sögn Péturs,
en ekki erlendan gjaldeyri. Eigendur
ALMC voru upphaflega kröfuhafar í
gamla Straumi. Þeir voru að stórum
hluta erlendir og eru því áhugasamir
um að komast yfir erlendan gjald-
eyri. Nú ganga bréfin kaupum og söl-
um og ekki er opinbert hvernig eig-
endahópurinn er samsettur. „Það eru
fjármagnshöft í landinu, við getum
ekki nálgast gjaldeyri,“ segir Pétur.
Straumur hagnaðist um 203 millj-
ónir króna á síðasta ári, en það var
fyrsta heila starfsár fyrirtækisins en
það fékk fjárfestingabankaleyfi 31.
ágúst 2011. Meðal verkefna ársins
var að veita Eimskip ráðgjöf vegna
skráningar fyrirtækisins í Kauphöll-
ina. Fjöldi starfsmanna hefur tvö-
faldast í 35 frá þeim tíma. Arðsemi
eiginfjár nam 18% á árinu og var eig-
infjárhlutfallið (e. CAR) 35%. „Þetta
er hagnaður af grunnstarfsemi,“ seg-
ir Pétur. Rúm 80% af tekjum ársins
koma frá ótengdum aðilum en þær
námu 1,3 milljörðum króna. Straum-
ur er með þjónustusamning við
ALMC.
Forstjóri Straums
keypti 6% hlut
Lykilstjórnendur eiga 30% í fjárfestingarbankanum
Morgunblaðið/Ernir
Fjárfesta Lykilstjórnendur hafa keypt í Straumi. „Við erum að fjárfesta í
Straumi til lengri tíma,“ segir Pétur Einarsson, forstjóri Straums.
Alþekkt erlendis
» Að sögn forstjóra Straums
eiga lykilstarfsmenn oft 30-
50% í minni fjárfestingar-
bönkum erlendis.
» Hér á landi séu lögmenn og
endurskoðendur t.d. oft með-
eigendur á sínum vinnustað.
» Straumur hagnaðist um 203
milljónir króna á síðasta ári.
Um 20.000 skil-
vísir viðskipta-
vinir Íslands-
banka munu
næstkomandi
mánudag fá end-
urgreidd 30% af
þeim vöxtum sem
þeir greiddu af
húsnæðislánum
og öllum almenn-
um skuldabréfalánum hjá bank-
anum á síðasta ári. Undanskilin eru
þau húsnæðislán sem verða endur-
reiknuð í samræmi við dóma
Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
bankanum.
Ákvörðun Íslandsbanka um að
endurgreiða vexti til skilvísra við-
skiptavina bankans nær hins vegar
eingöngu til einstaklinga en ekki til
fyrirtækja.
Heildarupphæð endurgreiðsl-
unnar er um 2,5 milljarðar króna
en að meðaltali mun hver við-
skiptavinur fá endurgreiddar um
120.000 krónur. Endurgreiðslan
getur að hámarki numið 500.000
krónum á hvern viðskiptavin.
Upphæðin verður lögð inn á
sparnaðarreikning í nafni við-
skiptavinar, Vaxtaþrep 30 dagar. Í
tilkynningu segir að með því að
greiða upphæðina inn á Vaxtaþrep
30 daga vilji bankinn leggja grunn
að sparnaði viðskiptavina sinna en
hafa ber i huga að í sumum til-
vikum getur besti sparnaðurinn fal-
ist í að greiða niður skuldir sem
bera háa vexti. „Við vonum að með
þessari endurgreiðslu geti margir
lagt grunn að sparnaði eða greitt
niður skuldir,“ er haft eftir Birnu
Einarsdóttur, bankastjóra Íslands-
banka, í fréttatilkynningu.
2,5 millj-
arða end-
urgreiðsla
Viðskiptavinir
fá endurgreitt
Birna Einarsdóttir
● Már Guðmundsson seðlabankastjóri
sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem
hann gagnrýnir frétt Bloomberg-
fréttaveitunnar frá 19. febrúar. Segir
hann að staðhæfingar sem þar séu
settar fram séu blaðamanns en ekki
hans sjálfs, þótt óbeint sé gefið í skyn
að svo sé. Segir Már að viðtalið gefi vill-
andi mynd og að hann hafi meðal ann-
ars ekki sagt að ómögulegt væri að láta
krónuna fljóta án einhvers konar hafta.
Orðrétt segir m.a. í yfirlýsingu seðla-
bankastjóra: „Í frétt Bloomberg eru
beinar tilvitnanir í mig sem þegar
grannt er skoðað stangast ekki á við
það sem ég hef áður sagt (þó svo að
fréttin sem slík geri það).“
Yfirlýsingu Más Guðmundssonar má
lesa í heild á mbl.is
Segir fréttina villandi
● Allir meðlimir peningastefnunefndar
Seðlabankans voru sammála tillögu
seðlabankastjóra um óbreytta stýri-
vexti þann 8. febrúar síðastliðinn. Aldrei
slíku vant hefði enginn nefndarmaður
kosið aðra niðurstöðu, en það hefur
ekki gerst síðan í desember 2011.
Fram kom í morgunkorni greining-
ardeildar Íslandsbanka að í fundargerð
nefndarinnar hefði 0,25% vaxtalækkun
verið rædd, en slíkt hefur ekki gerst í
talsverðan tíma.
Allir voru sammála
Stuttar fréttir…
!"# $% " &'( )* '$*
+,-./0
+-/.,/
+,/.+
,,.1-0
,,./2/
,3.+,2
+0-.34
+.0-+/
+-5.20
+/3.1
+03.34
+-/./2
+,/.4/
,,.-5
,,.1,4
,3.+14
+0-.40
+.0-21
+-/.+,
+/+.,1
,0,./+4/
+03.02
+-1.,0
+,/.14
,0.3,/
,,.1-+
,3.,40
+0-.1,
+.0---
+-/./+
+/+./5
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri
Icelandair Group, keypti í gær í fyr-
irtækinu fyrir 3,5 milljónir króna á
genginu 11,5. Eftir kaupin nemur
hlutur hans í félaginu um 15 millj-
ónum króna, samkvæmt tilkynningu
til Kauphallarinnar.
IFS greining mælti með því í verð-
mati sem gefið var út fyrir tveimur
dögum að fjárfestar héldu bréfum
sínum í Icelandair Group. IFS metur
bréf félagsins á 11,3 krónur á hlut og
níu til tólf mánaða markgengi sé
11,9. Við lok markaðar í gær var
gengið 11,6. Markaðsvirði Icelandair
Group er 57 milljarðar króna og hef-
ur aukist um 46% á þremur mán-
uðum, samkvæmt upplýsingum frá
Kauphöll Íslands.
Icelandair hefur tekist að vaxa og
skila hagnaði á sama tíma og það
hyggur á mikinn vöxt á næstu fimm
til sjö árum. Félagið hefur keypt 16
nýjar Boeing 737-vélar og hefur
kauprétt að átta vélum til viðbótar. Á
sama tíma er ekki stefnt að því að
selja eldri flugvélar sem nú eru í
notkun heldur á að nýta þær til frek-
ari vaxtar. Nýju vélarnar verða af-
hentar á árunum 2018-2021. Kaup-
verð þeirra hefur ekki verið gert
opinbert en ljóst er að um háar fjár-
hæðir er að tefla. Nokkur óvissa er
því uppi í verðmatinu þar að lútandi.
Morgunblaðið/Ernir
Vöxtur Icelandair hefur tekist að vaxa og skila hagnaði að undanförnu og
hyggur á mikinn vöxt. Fjárfestum er ráðlagt að halda í bréf félagsins.
Ráðleggja fjárfestum að
halda bréfum í Icelandair
Forstjóri fyrirtækisins keypti í gær