Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 6
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Gert er ráð fyrir að þrjú til fjögur
þúsund manns verði í Hlíðarfjalli við
Akureyri í dag og á morgun en stöð-
ugur straumur fólks hefur verið í
skíðabrekkurnar síðan Éljagangur,
árleg vetrar- og útivistarhátíð á
Akureyri, stóð yfir um liðna helgi.
Um 14.000 reykvískir grunnskóla-
nemendur eru í vetrarfríi í þessari
viku og sem fyrr nota margar fjöl-
skyldur löngu helgina og bregða sér
norður í skíðaparadísina.
Vetrarfrí er í flestum grunnskól-
um Reykjavíkur í dag og margir
voru einnig í fríi í gær. Af þessu til-
efni bjóða frístundamiðstöðvar, fé-
lagsmiðstöðvar og sundlaugar borg-
arinnar upp á marga viðburði.
Fjölbreytt dagskrá
Frístundamiðstöðin Frostaskjól
bauð til dæmis upp á fjölbreytta
dagskrá í gær og klukkan 13 í dag
hefst fjölskylduskemmtun í íþrótta-
húsi KR. Hún hefst á þrautabraut
og síðan tekur við kökukeppni fjöl-
skyldunnar. Þátttakendur mæta
með köku og skrá sig kl. 14 til 14.30,
en frá kl. 15 býðst öllum að smakka
á kræsingunum. Nánari upplýsing-
ar á heimasíðunni (www.frosta-
skjol.is).
Hið árlega vetrarleyfisskákmót
skákdeildar Fjölnis og frístunda-
miðstöðvarinnar Gufunesbæjar
verður haldið í Hlöðunni við Gufu-
nesbæ frá kl. 12.30-14.30 í dag. Allir
grunnskólanemendur í 1.-7. bekk
mega taka þátt í mótinu og teflt
verður um fjölmörg verðlaun, m.a.
bíómiða, pítsugjafabréf, sundkort
og skíðakort í Bláfjöll. Tefldar verða
fimm umferðir og umhugsunartími
er sex mínútur á skák.
Íþrótta- og tómstundasvið
Reykjavíkurborgar hefur kortlagt
hverfi borgarinnar og safnað saman
hugmyndum um hvað hægt er að
gera í borginni. Á heimasíðu
Reykjavíkurborgar er til dæmis
Ævintýri á heimaslóð, hugmyndir
að ýmsum viðfangsefnum fjölskyld-
unnar, og Ævintýri á gönguför, sem
er ætlað yngstu borgurunum í fylgd
með foreldrum eða forráðamönnum.
Páskastemning
Guðmundur Karl Jónsson, for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðar-
fjalli, segir að páskastemning ríki í
fjallinu um þessar mundir. Reyndar
sé aðsókin jafnvel meiri þegar vetr-
arfrí séu í skólunum og ekki síst
þegar veðrið sé eins gott og nú.
Ætla megi að milli þrjú og fjögur
þúsund manns verði á svæðinu í dag
og á morgun og þar af um þrjú þús-
und manns að renna sér í brekkun-
um hvorn dag. „Veðrið spilar stóra
rullu,“ segir hann og vísar til þess að
bókanir í gistingu hafi tekið kipp eft-
ir liðna helgi þegar veðurspáin hafi
legið fyrir. „Það er sól og blíða og
allir alsælir, mikið um sólarvörn og
brunna nebba.“
Vetrarfríin hófust með Éljagangi
og standa fram á sunnudag. „Þetta
er með því betra,“ segir Guðmundur
Karl um aðsóknina að þessu sinni.
Hann segir að brugðist sé við auk-
inni aðsókn með því að fjölga starfs-
fólki. Fleiri brekkur séu troðnar en
ella og svæðið sé opið lengur. Venju-
lega sé það opið frá kl. 12 til 19 virka
daga og kl. 10 til 16 um helgar en nú
sé opið frá kl. 10 til 19 virka daga og
kl. 9 til 16 um helgar. Fleiri skíði séu
til taks í skíðaleigunni og fleiri
skíðakennarar í skíðaskólanum.
„Fólk kemur hingað fyrst og fremst
til þess að fara á skíði og við bregð-
umst við því.“
María Tryggvadóttir, verkefnis-
stjóri ferðamála hjá Akureyrar-
stofu, segir að ferðaþjónustan taki
mið af vetrarfríunum og margvísleg
afþreying sé í boði (sjá visitakur-
eyri.is). „Dagskráin glæðist víða út
af þessum vetrarfríum,“ segir hún
og nefnir að gistirými sé gjarnan
pantað með góðum fyrirvara.
Morgunlaðið/Skapti Hallgrímsson
Dýrð í skíðaþögn Mikill fjöldi fólks var á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli í gær, bæði heimamenn og gestir, og dásömuðu margir veðrið og aðstæðurnar.
Allir alsælir fyrir norðan
Mikið um að vera fyrir um 14.000 reykvíska grunnskólanemendur í vetrarfríi
Hlíðarfjall helsta aðdráttaraflið og mikið fjölmenni í brekkunum í blíðunni
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Hluti af Árnesi í Þjórsá mun fara
undir vatn sem og áreyrar ef Holta-
virkjun, ein af þremur fyrirhug-
uðum virkjunum í neðri hluta árinn-
ar, verður byggð. Stór hluti
eyjunnar verður þó ekki fyrir áhrif-
um. Eftir framkvæmdir er gert ráð
fyrir því að nýtingarmöguleikar
landeigenda í Árnesi muni aukast
verulega frá því sem nú er þar sem
aðgengi út í eyjuna verður tryggt
fyrir þá
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsvirkjun hafa viðræður við
landeigendur við Þjórsá um vatns-
og landréttindi staðið yfir allt frá
því að undirbúningur virkjana í
neðri Þjórsá hófst. Á bilinu 20-30
samningar hafa verið gerðir við
landeigendur. Vegna trúnaðar get-
ur Landsvirkjun ekki upplýst um
efni samninganna eða þær fjár-
hæðir sem um ræðir. Magnús Þór
Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs
Landsvirkjunar, segir að samning-
arnir séu í flestum tilfellum um
leigu á vatnsréttindum. Einnig eru
einhverjir samningar um afnotarétt
af landi en færri dæmi eru um að
Landsvirkjun hafi keypt land.
Títanfélagið fyrst til að semja
Fyrstu samningarnir um land- og
vatnsréttindi á virkjanasvæði Þjórs-
ár voru gerðir í upphafi 20. aldar
þegar Einar Benediktsson skáld og
Títanfélagið sömdu um kaup á þeim
við bændur vegna fyrirhugaðra
virkjana á svæðinu. Réttindi félags-
ins færðust til ríkisins um miðja 20.
öld og tók Landsvirkjun þau yfir
með sérstökum samningum við ís-
lenska ríkið.
Virkjanirnar þrjár eru í biðflokki
samkvæmt svonefndri rammaáætl-
un, sem Alþingi samþykkti nýlega.
Fá afnotarétt af Árnesi
Landsvirkjun semur um vatnsréttindi Möguleikar
landeigenda á nýtingu munu aukast við framkvæmdir
Morgunblaðið/RAX
Árnes Landsvirkjun hefur gert
samninga um Árnes (t.v.).
Tollvörður var
handtekinn í
gær, grunaður
um aðild að inn-
flutningi á rúm-
lega 20 kílóum af
amfetamíni.
Hann hefur verið
úrskurðaður í
tveggja vikna
gæsluvarðhald.
Tollgæslan fann efnið í tollpóst-
inum á Stórhöfða í Reykjavík hinn
21. janúar. Lögreglan á höfuðborg-
arsvæðinu hefur síðan rannsakað
málið í samstarfi við embætti toll-
stjórans í Reykjavík og lögregluna í
Kaupmannahöfn, þaðan sem efnið
var sent.
Alls hafa níu manns aðrir verið
handteknir og yfirheyrðir í
tengslum við rannsókn málsins og
hafa átta þeirra sætt gæslu-
varðhaldi. Fimm þeirra sitja enn í
varðhaldi.
Í fréttatilkynningu frá lögregl-
unni vegna málsins er sérstaklega
tekið fram að grunsemdir beinist
aðeins að tollverðinum sem var
handtekinn en ekki neinum öðrum í
starfsumhverfi hans hjá tollinum
eða póstinum.
Tollvörður tekinn
vegna smygls á 20
kg af amfetamíni
Hæstiréttur staðfesti í gær sex
mánaða fangelsisdóm yfir Berki
Birgissyni sem kallaði héraðsdóm-
ara „tussu“ og hrækti á hann í kjöl-
farið.
Atvikið átti sér stað eftir upp-
kvaðningu úrskurðar í Héraðsdómi
Reyjaness um að Börkur skyldi af-
plána eftirstöðvar refsingar vegna
rofs á reynslulausn. Hafnaði hrák-
inn á skikkju dómarans, Söndru
Baldvinsdóttur, og hægra handar-
baki. Í héraðsdómi 26. júní 2012 var
Börkur sakfelldur fyrir brotin og
dæmdur í sex mánaða fangelsi. Í
niðurstöðu dómsins segir að hegð-
un Barkar í dómssal hafi verið
ósæmileg og niðrandi. Það að kalla
héraðsdómara „tussu“ hafi verið
móðgun og án nokkurs vafa til þess
fallið að meiða æru dómarans.
Hæstiréttur tók undir þessar for-
sendur héraðsdóms.
Dæmdur fyrir að
hrækja á dómara
Börkur í Héraðsdómi.
VIÐ VILJUM VITA
MÖGULEG INNGANGA ÍSLANDS Í
EVRÓPUSAMBANDIÐ SNÝST UM HAGSMUNI
ALMENNINGS – UM LÍFSKJÖR – UM FRAMTÍÐ.
KLÁRUM VIÐRÆÐURNAR OG SJÁUM
SAMNINGINN.
JAISLAND.IS
Töluverð blíða hefur ríkt á Íslandi
að undanförnu og gert er ráð fyr-
ir svipuðu veðri næstu daga, en
ekki er á vísan að róa.
„Við sitjum hér við áframhald-
andi sýndarvor, en kuldi leitar
vestur um Evrópu rétt einu
sinni,“ bloggar Trausti Jónsson
veðurfræðingur. Spurður nánar
út í stöðuna segir Trausti að frá
áramótum hafi verið viðloðandi
háþrýstisvæði fyrir austan og
norðaustan land. Sunnanátt hafi
því verið algeng á landinu en kalt
loft verið vestar og yfir megin-
landi Evrópu. Þetta gerist öðru
hverju en sé tilviljanakennt. Hins
vegar hafi hlýindin staðið óvenju-
lega lengi yfir án þess að mörg
met hafi litið dagsins ljós.
Trausti segir að spáð sé að
blíðan endist fram í miðja næstu
viku, en spárnar breytist reglu-
lega. „Það hefur verið þannig í
vetur að spár meira en fimm
daga fram í tímann hafa reynst
mjög ótryggar,“ segir hann.
„Þetta er sýndarvor,“ heldur
hann áfram og bætir við að búast
megi við öllu í mars og apríl.
„Veturinn er ekki búinn fyrr en
hann er búinn og varla þá.“
Áfram sýndarvor á Íslandi
KALT LOFT YFIR MEGINLANDI EVRÓPU