Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is „Tilgangurinn er að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund innan ferðaþjón- ustunnar með handleiðslu og stuðn- ingi ásamt því að byggja upp sam- félagslega ábyrgð,“ segir Elías Bj. Gíslason hjá Ferðamálastofu og verkefnisstjóri Vakans, gæða- og umhverfiskerfis fyrir aðila í ferða- þjónustu. Ferðamálastofa heldur utan um verkefnið sem unnið er í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálasamtök Íslands og Ný- sköpunarmiðstöð Íslands. Verkefn- inu var hrundið af stað fyrir ári og þegar hafa átta fyrirtæki fengið við- urkenningu Vakans auk þess sem nú eru 46 fyrirtæki í ferli og stefna að því að fá flokkun. Áhersla á liðsinni Í gæðahlutanum er horft á nokkra þætti í starfsemi ferðaþjónustuaðila, s.s. hvernig staðið er að sölu og þjón- ustu, stjórnun og starfsmönnum, menningu og sögu auk þess sem mik- il áhersla er lögð á öryggismál. „Við leggjum mikið upp úr öryggi, velferð og ábyrgð, eitt af því sem við gerðum var að láta útbúa leiðbeiningarrit um gerð öryggisáætlana,“ segir Elías en undanfarið hefur verið töluverð um- ræða um öryggismál í ferðaþjónustu. Hann segir jafnframt að öryggis- málin séu sá hluti vinnunnar sem taki einna mestan tíma. Til að fá við- urkenningu Vakans er áskilið að fyr- ir hendi sé öryggisáætlun innan við- komandi fyrirtækis sem inniheldur áhættumat, verklagsreglur og við- bragðsáætlun svo eitthvað sé nefnt. Í umhverfiskerfi Vakans er t.d. horft á stefnumótun og framtíðarsýn, innkaup, endurvinnslu, nátt- úruvernd, upplýsingagjöf til við- skiptavina og samfélagslega ábyrgð. Elías segir að fyrirtæki séu mjög misjafnlega stödd þegar kemur að þeim þáttum sem eru metnir innan gæða- og umhverfiskerfanna. „Við leggjum mikla áherslu á handleiðslu og stuðning. Það sem við höfum sagt frá upphafi er að Vakinn má ekki vera vonda löggan heldur er aðal- atriðið að liðsinna fyrirtækjum og hjálpa þeim að uppfylla viðmiðin,“ segir Elías og nefnir að í tengslum við verkefnið hafi verið útbúið mikið af hjálpargögnum sem allir hafa að- gang að, hvort sem þeir stefna að við- urkenningu eða ekki. Allar gerðir sýna áhuga Nokkur stór fyrirtæki hafa þegar fengið viðurkenningu og fleiri eru byrjuð að huga að ferlinu. Nefnir Elí- as stóra aðila eins og Ferðafélag Ís- lands og Vatnajökulsþjóðgarð sem séu í ferlinu. Einnig hefur fjöldi minni og meðalstórra fyrirtækja ver- ið með og sýnt verkefninu mikinn áhuga. „Við erum mjög ánægð að þessir stóru aðilar sýna okkur mik- inn áhuga, það skiptir okkur miklu máli,“ segir Elías. Vilja aðstoða ferðaþjónustuna  Stefnt á að efla gæði, öryggi og samfélagslega ábyrgð  Gæða- og umhverfiskerfið Vakinn getur komið fyrirtækjum að góðum notum  Átta fyrirtæki þegar fengið viðurkenningu og 46 í ferli Morgunblaðið/Golli Þjónusta Erlendum ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega hér á landi undanfarin ár og einnig fyrirtækjum sem starfa innan ferðaþjónustunnar. Eftir að hafa farið í gegnum ferl- ið og markmiðin hafa verið upp- fyllt fá fyrirtæki viðurkenningu Vakans. Elías segir að eftir miklu geti verið að slægjast fyr- ir fyrirtækin og þau geti t.d. notað viðurkenninguna í mark- aðstilgangi. „Erlendir gestir leita í auknum mæli eftir því hvort fyrirtæki eru með flokkun eða vottun, rúmlega helmingur þeirra velur fyrirtæki sem hefur viðurkenningu frá þriðja aðila.“ Elías segir að tengiliðir erlendis horfi einnig til þess hvort fyr- irtæki séu með flokkun eða vottun. Þá líti aðilar, sem séu í viðskiptum við fyrirtækin, t.d. tryggingafélög, til öryggisþátt- anna sem fylgja gæðakerfinu. Skiptir máli á markaði GÆÐASTIMPILL 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 FRIÐUR OG STRÍÐ Í SALNUM, KÓPAVOGI Laugardaginn 23. febrúar, kl. 16-18 (enginn aðgangseyrir) Jón Ögmundur Þormóðsson, höfundur bókarinnar Peace and War: Niagara of Quotations Skráning og morgunverður Ráðstefna sett Graeme Newell – Emotional marketing Hlé Kaspar Basse – Joe & the Juice Capacent rannsókn Hádegishlé – léttur hádegisverður Simonetta Carbonaro - People’s longing for authenticity. More than just a new marketing trend. Tom Allason – Shutl: Delivering web orders in 90 minutes will change buyers behaviour. Hlé Peter Dee – Johnnie Walker: Keep Walking Ráðstefnulok. 08.30 09.00 09.10 10.10 10.30 11.15 11.30 12.45 13.45 14.30 15.00 16.00 Dagskrá ÍMARK dagsins ÍMARK Dagurinn 1. mars 2013 Harpa Skráning á imark.is #imark Hin fimmfræknu Fimm frábærir fyrirlesarar á ÍMARK deginum í Hörpu föstudaginn 1. mars. Fróðleg og skemmtileg erindi sem enginn markaðsmaður vill missa af. Ráðstefnustjóri er Ingólfur Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Marel. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Vegagerðin hefur kynnt hugmynd að breyttri legu nýs vegar yfir Öxi á milli Háubrekku í Berufjarðardal og Reiðeyrar við botn Berufjarðar. Nýja veglínan sem nú er kynnt er 8,2 km löng, er tillagan um hana lögð fram sem viðbót við áður birta mats- skýrslu um umhverfismat Axarveg- ar, hringvegar í Skriðdal og hring- vegar um Berufjarðarbotn. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, sagði að verið væri að kanna matsskyldu á þessari breytingu, hvort hún þyrfti að fara í sérstakt umhverfismat eða hvort eldra umhverfismat dygði. Nýja veglínan er nánast öll inni á rannsóknarsvæðinu sem var undir í umhverfismatinu. Breytta veglínan var send öllum umsagnaraðilum til umsagnar. Málið fer síðan til Skipu- lagsstofnunar sem ákveður um mats- skylduna. Vegagerðinni var falið árið 2008 að endurbyggja hringveginn á kafla í Skriðdal og að byggja nýjan veg um Öxi þaðan og að hringvegi í Beru- firði. Einnig að endurbyggja hring- veg um botn Berufjarðar, færa hann til á kafla og byggja nýja brú yfir Berufjarðará og nýjan hringveg. Þessi vegagerð er alls 30-34 km. Matsskýrsla var lögð fram í mars 2011. Skipulagsstofnun birti álit sitt í apríl 2011 og voru helstu niðurstöður í því „að framkvæmdin myndi hafa veruleg neikvæð áhrif á landslagið vegna umfangs vegarins og óaft- urkræfni áhrifanna.“ Landeigendur í Berufirði lögðu áherslu á að nýr Ax- arvegur yrði sunnan Berufjarðarár. Hættulegur vegur Núverandi vegur yfir Öxi er talinn hættulegur með tilliti til umferða- öryggis. Hann er mjór, hæðóttur og hlykkjóttur malarvegur og víða mjög brattur. Nýi vegurinn verður upp- byggður og með bundnu slitlagi. Ax- arvegur styttir leiðina milli Egils- staða og suðurhluta Austfjarða um 61 km. Með nýju veglínunni „vonast Vegagerðin til að draga úr áhrifum framkvæmdarinnar á náttúrufar, fornleifar, jarðmyndanir og landslag jafnframt því sem hún er gerð með tilliti til óska landeigenda um veglínu í sunnanverðum Berufjarðardal,“ segir í kynningarskýrslunni. Áætlað er að það taki 3-5 ár að vinna verkið. 800 milljónir eru ætl- aðar til framkvæmdarinnar á 3. tíma- bili vegaáætlunar, það er á árunum 2019-2022. Ekkert liggur þó fyrir um hvenær framkvæmdirnar geta haf- ist. Tillaga að nýjum vegi yfir Öxi til kynningar  Gerð vegarins er á vegaáætlun árin 2019-2022 Tölvumynd/Mannvit og Vegagerðin Nýr Axarvegur Hér sést hugmynd að nýrri veglínu til vinstri. Núverandi vegur sést hægra megin. Nýja veglínan er 8,2 km löng. Vegurinn um Öxi Loftmyndir ehf. Egilsstaðir Djúpivogur Berufj. La ga rfl jót Fáskrúðsfjörður Breiðdalsvík Reyðarfjörður Eskifj. Seyðisfj. Sk rið da lu r Öxi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.