Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Faðir minn var sjálfstæðismaður allt frá þroskaár-um og allan sinn feril sem gerandi á vinnumark-aði. Hann var með öðrum orðum blár á litinn í pólitíkinni. Móðurvængurinn var á hinn bóginn vel rauð- ur þótt hún móðir mín væri til alls vís í kosningum, ánægð með Eystein og síðan Kvennaframboðið sem vildi velta valdastólunum. Ég varð mömmustrákur í pólitík. En þegar ég hugsa til baka þá sannfærist ég alltaf betur og betur um það að pólitískur litur á mönnum seg- ir ekki allt um þá. Fjarri því! Þannig var faðir minn ekki aðeins víðsýnn heldur einnig mjög róttækur maður. Tilbúinn að breyta, alltaf reiðubúinn að hugsa allt upp á nýtt, fannst endurmat nauðsynlegt, alltaf. Hugurinn yrði ævinlega að vera opinn. Þegar öllu er á botninn hvolft, vorum við, ég og hann faðir minn, sammála um grundvallarefni. Ég held mér sé óhætt að fullyrða að við vorum að segja svipaða hluti, hann um miðbik tuttugustu aldarinnar og upp úr henni miðri, og núna ég á öðrum áratug hinnar tuttugustu og fyrstu aldar. Hann blár en ég rauður. En hvað hefur breyst? Gæti verið að Sjálfstæðisflokk- urinn sé annar en hann var upp úr miðri síðustu öld? Ekki ætla ég þó að gera lítið úr stjórnmálaátökum lið- innar aldar, þegar sósíalistar og aðrir á vinstri væng stjórnmálanna vildu útrýma heilsuspillandi húsnæði, bæta réttindi launafólks, styrkja almannatrygg- ingar og efla heilbrigðisþjónustu og velferð fyrir alla, í miklu ríkari mæli og hraðar en hægri væng- urinn var tilbúinn til að gera. Stundum leiddi bar- áttan til harðvítugra verkfallsátaka. En – og þetta er stóra en-ið: Á þessum tíma vildu allir, líka sjálfstæðismenn, bæði Gunnar og Geir, að velferðarþjónustan væri fyrir alla og að við ættum að fjármagna hana með skattfé en ekki borga okkur inn á velferðarstofnanir upp úr eigin vasa. Fyrst og fremst stóð slagurinn um það hve hratt við ættum að nálgast þetta mark; hve mikið við værum tilbúin að borga í skatta til að ná þessu takmarki. Íhaldið reis undir uppnefni sínu og var íhaldssamt. Sósíal- istar vildu fara hratt í sakirnar. Í þeirra huga þoldu mannréttindi og jöfnuður enga bið. En um þá grunnhugsun að velferðarþjónustan ætti að vera öll- um opin var ekki deilt. Þarna varð til samhljómur. En er svo enn? Ríkir þjóðarsátt um grundvöll vel- ferðarkerfisins; að það skuli öllum aðgengilegt án endurgjalds og þar með án þeirrar mismununar sem gjaldtöku fylgir? Ég þykist vita að Sjálfstæðisflokk- urinn og hægri menn almennt vilji hafa öflugt heil- brigðs- og menntakerfi. Um það efast ég ekki. En þeir vilja samt ekki borga fyrir það með sköttum. Fátt annað kemst að í málflutningi þeirra þessa dag- ana en að býsnast yfir skattbyrðunum. En ef menn vilja ekki borga skatta, þá er bara ein leið eftir til að fjármagna öfluga velferðarþjónustu. Að láta borga við innganginn á Landspítalanum: Meiri sjúklingagjöld (hélt sannast sagna að nóg væri komið af slíku!). Með öðrum orðum, í stað þess að borga í heilbrigðiskerfið á meðan við erum heilbrigð og aflögufær með sköttum okkar, þá verður ekki annað séð en að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að við bíð- um eftir því að við verðum veik. Þá skuli rukkað! Göf- ugt? Varla. Réttlátt? Nei, tvímælalaust ekki, enda ávísun á meiri mismunun í samfélaginu. Sama með skólagjöld. Í stað þess að borga fyrir menntun sam- félagsins með almennum sköttum, yrði barnafólkið að greiða beint fyrir menntun barna sinna, nokkuð sem sjálfstæðismaðurinn hann pabbi minn hefði aldrei samþykkt. Set þetta fram til umhugsunar með helgarkaffinu. Pabbi og pólitíkin ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Bjargaði heimsminjum Fríða Björk Ingvarsdóttir „Eru ekki til ein- hver Nóbels- verðlaun fyrir gamlan kall sem bjargaði heimsminjum í Timbúktú nánast upp á eigin spýtur, með því að ferja þessi ómetanlegu handrit í hveitisekkjum á handvagni í öruggt skjól af ótrúlegri þrautseigju og hug- rekki??“ Umdeildur hæstaréttardómur Helga Þórey Jónsdóttir skrif- aði um undir- skriftasöfnum Knúz.is. „Næstum því 2000 ofstækis- og öfgafemmar mót- mæla hér niðurstöðu Hæstaréttar þar sem klip í leggöng og endaþarm voru EKKI skilgreind sem kynferðis- brot. Bættu þér á listann! Þess má geta að aðeins um fjórðungur undir- ritaðra eru karlar, það væri gaman að sjá það hlutfall jafnara.“ Ragnhildur Sverrisdóttir „Ég velti einu fyrir mér vegna hæstarétt- ardómsins: Hvað ef í næsta máli sem kemur fyrir réttinn er „bara“ árás af því tagi sem rétturinn telur núna ekki kynferðisbrot? Mun rétt- urinn þá telja að slík árás sé minni háttar líkamsárás og engin ástæða sé til að taka þungt á slíku broti?“ Helga Vala Helgadóttir ræddi þetta mál í Kastljósi og í kjölfarið skrifuðu margir á Facebook-vegg hennar, þar á meðal Svavar Knút- ur: „Takk fyrir mig snillingur! Ótrú- legur klassi hjá Brynjari að líkja þess- um ógeðslegu aðförum og gersamlegu markayfirferðum við pungspark í slag. Segir ýmislegt …“ Bolludagur framundan Þóra Sigurðardóttir: „Var að átta mig á því að bolludagur er í næstu viku – líður í alvörunni eins og ég hafi unnið í lottó!“ AF NETINU Tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds býður upp á skemmtilega nýjung á heima- síðunni sinni olafurarnalds- .com. Þar er hægt að hlusta á lagið Only the Winds af vænt- anlegri plötu Ólafs, For Now I Am Winter, og leika sér að- eins með það. Fikta í allskyns tökkum og breyta laginu eftir eigin hentuleika. Mjög auð- velt er að festast í þessu litla verkefni Ólafs og hver sem er getur verið sinn eigin Ólafur Arnalds. Ólafur samdi nýver- ið við Universal Music label Mercury Classics og er plat- an For now I am Winter fyrsta samstarf þeirra við Ólaf. Hægt er að sjá Ólaf á Sónar tónlistarhátíðinni hinn 16. febrúar. Morgunblaðið/Kristinn Þitt eigið Ólafs Arnalds lag Ólafur Arnalds spilar í Hörpu um næstu helgi og heldur svo aftur tónleika í Hörpu þann 30. apríl. Fyrirsætan og leikkonan hálfíslenska Angela Jonsson hefur verið kosin ein best klædda kona Mumbai. Dagblaðið Hindustan Times valdi fyrir nokkrum dögum átta þekkta ein- staklinga þar í landi sem þykja skara fram úr í stíl en Mumbai er aðalmiðstöð afþreyingar- iðnaðarins í Indlandi. Stíl Angelu er lýst svo: „Óaðfinnanlegur vöxtur Angelu gerir það að verkum að hún getur hreinlega klæðst hverju sem er. Föt sem henta ekki öðrum konum, eru of lítil eða illa sniðin, eru alltaf flott á Angelu. Dags dag- lega er hún í smart hversdagslegum fatnaði og á rauða dreglinum velur hún alltaf óað- finnanlega hönnun þekktra hönnuða.“ Ang- ela hóf feril sinn sem fyrirsæta en hefur verið lóðsuð yfir í Bollywoodkvikmyndirnar. Flottust í Mumbai Angela Jons- son á tísku- sýningu í Mumbai. AFP Vettvangur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.