Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 9
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 07.35 Æi, nei. 07.44 Skottast á fætur. Hilmar Atli, frumburður-inn, er búinn að vera veikur og er ekki á leið í leikskólann. Ég næ því að sofa óvenjulengi þennan morguninn. Skutla í mig smá jógúrti og lýsi og klæði mig í einhverja larfa. Maður fer víst ekki út á nærbuxunum einum fata. Að minnsta kosti ekki í þessu veðri. 08.10Kominn í strætó og á leið til vinnu. Strætóer fínasti fararskjóti og það er fínt að vera með einkabílstjóra. Set góða tónlist í eyrun og hækka í botn. Unleashed – Odalheim ratar í tækið. Tvöföld bassatromma er tvöfalt betri en tvöfaldur espresso svona í morgunsárið. Það er staðreynd. Svo er líka svo vinalegt að láta einhvern öskra á sig svona nývaknaðan. 08.40Hafragrautur og ristaður kókos á leikskól-anum. Síðan kaffi. Kaffi er gott, mjög gott. Og það er best fyrir alla að ég drekki mikið af því. 09.30Kominn í skipulagt starf. Í dag æfum viðleikritið okkar sem við ætlum að sýna öðr- um börnum og starfsfólki á Garðaborg á öskudaginn. Leikritið er frumsamið og það er óhætt að segja að það gangi á ýmsu í þessu verki. Við sögu koma sjóræningjar, sjóræningjafuglar, prinsessur, hafmeyja, risaeðla og tannlæknar. Tímamótaverk. Á morgun verður svo farið í að sníða búninga á persónur og leikendur og gera börnin það sjálf. Mjög skemmtilegt að sjá hversu gríslingarnir geta verið frjóir í þessari búningagerð. 10.45 Ljósmyndari á vegum Morgunblaðsinskíkir í heimsókn og tekur nokkrar myndir. Börnin eru til fyrirmyndar meðan á dvöl hans stendur. Það eru helst samstarfsmenn mínir sem eru til vand- ræða. Svo mikilla að ljósmyndarinn sér sig knúinn til að ávíta þá. Vel gert. 11.55 Lesum aðeins í framhaldssögunni okkar,Fíasól í Hosiló, meðan við bíðum eftir matnum. Hún er í meira lagi uppátækjasöm hún Fíasól. 12.15Hádegismatur. Miðvikudagar eru uppá-haldsdagarnir mínir því þá fæ ég grænmet- isrétt hjá honum Mikka mínum. Grænmeti er hollt. Og gott. Í dag er boðið upp á dýrindis grænmetislasagna. Sérdeilis vel heppnað í þetta sinnið og ég er pakksaddur. Takk fyrir matinn, Mikki minn. 13.55Kominn út að leika. Það mætti samt verameiri vetur og meiri snjór. Þá er yfirleitt mesta fjörið í útiverunni. 16.30 Vinnudegi lokið og tímabært að fara aðskombera heim á leið. 16.43Missti af strætó. Óþarfa droll á manni viðað koma sér úr húsi. Frank Mullen og Suf- focation stytta þó biðina eftir næsta vagni til muna. Frá- bær söngvari Frank Mullen. Tveir hrafnar koma aðvíf- andi og tylla sér vinalega á nálægan ljósastaur. Krunka smá og halda svo sína leið. Það verður mikið um að vera á næstu dögum, útgáfutónleikar og alls konar og ég kýs að líta svo á að þetta boði einungis gott. 17.12Kominn heim. Jóna Birna að ríghalda sér,búin að skúra og svona. Þetta er til eftir- breytni. Hildur Edda, 6 mánaða, er í miklu stuði og reytir af sér brandarana. Skoða dýrabókina með Hilm- ari í þúsundasta skipti, og þá helst opnuna með risaeðl- unum. Fín bók. Svo þarf að hafa til einhvern mat og svona. Það er yfirleitt líf og fjör á heimilinu seinni part- inn og fram að háttatíma. Aldrei dauð stund. 20.37Kominn á æfingu með Skálmöld uppi íNorðlingaskóla. Byrjum á því að setjast niður yfir kaffi og fara yfir stöðuna ásamt Kidda, um- boðsmanni dauðans. Framundan eru útgáfutónleikar í Háskólabíói og svo hyggjum við á smá túr um landið í byrjun mars. Það er að mörgu að hyggja og margt sem þarf að ræða, gera og græja. En við erum í góðu stuði eftir sérdeilis vel heppnaða tónleika í Hofi á Akureyri síðustu helgi. Við æfum okkur líka í að spila og syngja lögin. Förum yfir það sem betur má fara í spilamennsku og öðru þar að lútandi. Það er nefnilega bannað að sökka. Edda Tegeder úr Angist kíkir í heimsókn. Hún söng með okkur í einu lagi á nýju plötunni, Börn Loka, og verður að sjálfsögðu með okkur á laugardaginn. Við rennum laginu aðeins í gegnum tækin. Gengur allt sam- an eins og smurt. Svo er að pakka öllu draslinu saman og gera klárt til flutninga vestur í bæ. 00.14Kominn aftur heim. Fæ mér eplasafa ogpopp og tek saman það helsta sem gerst hefur þennan daginn. Hef aldrei haldið dagbók og ég er ekkert endilega viss um að ég ætli að fara að leggja það í vana minn héðan af. Samt, aldrei að segja aldrei. 02.00 Bursta tennurnar og kem mér í bælið.Lofa sjálfum mér því að ég ætli að fara snemma að sofa á morgun, líkt og alla aðra daga síðast- liðin 20 ár. Það bara hlýtur að koma að því einhvern daginn. DAGUR Í LÍFI BJÖRGVINS SIGURÐSSONAR SÖNGVARA SKÁLMALDAR Morgunblaðið/Golli Aldrei dauð stund NORÐLENDINGURINN BJÖRGVIN SIGURÐSSON ER VIRÐULEGUR KENNARI Í LEIKSKÓLA Á DAGINN EN Á KVÖLDIN OG UM HELGAR BRYÐUR HANN BÁRUJÁRN MEÐ ÞUNGA- ROKKSHLJÓMSVEITINNI SKÁLMÖLD SEM EFNIR TIL ÚTGÁFUTÓNLEIKA UM HELGINA. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Björgvin Sigurðsson Skálmeldingur í góðum félagsskap á leikskólanum Garðaborg í Reykjavík. Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.