Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013
Á
síðasta ári valdi
tímaritið Fráls
verslun feðgana Eg-
il Örn Jóhannsson
og Jóhann Pál
Valdimarsson menn ársins. Feðg-
arnir stýra Forlaginu sem er
langstærsta og öflugasta bóka-
forlag á Íslandi en Jóhann Páll
stofnaði fyrirtækið árið 2001. Það
hét í upphafi JPV útgáfa en nafn-
inu var síðar breytt í Forlagið.
Egill, sem hefur starfað hjá For-
laginu frá upphafi, var síðan á
dögunum kjörinn nýr formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda.
Afi hans, Valdimar Jóhannsson,
útgefandi í Iðunni, og faðir, Jó-
hann Páll, voru báðir formenn fé-
lagsins á sínum tíma.
„Mér finnst mikill heiður að
verða þriðji ættliður til að taka
við formennsku í Félagi íslenskra
bókaútgefenda,“ segir Egill. „Þeg-
ar ég horfi á vegginn á skrifstofu
Félags útgefenda þar sem eru
myndir af öllum formönnum fé-
lagsins til dagsins í dag og sé þar
afa minn og föður þá er óneitan-
lega notalegt að hugsa til þess að
einn góðan veðurdag verði ég líka
þarna uppi á veggnum með þeim.
Ég er hins vegar ekki að sækjast
eftir þessu starfi til þess að verða
þriðji ættliðurinn. Það að vera
þriðja kynslóð er mér frekar til
trafala en hitt. Stundum er sagt
að það sé þriðja kynslóðin sem
geri fjölskyldufyrirtæki gjald-
þrota. Ég er mjög meðvitaður um
að dæmi eru um slíkt og fyrir vik-
ið er ég örugglega miklu gætnari í
ákvörðunum en ella.“
Allsnægtir og erfiðleikar
Það er óhætt að segja að pabbi
þinn, Jóhann Páll Valdimarsson, sé
litríkasti maðurinn í íslenskri bóka-
útgáfu. Hvernig myndir þú lýsa
honum?
„Ég held að allir sem eru í
kringum föður minn yrðu sjálf-
krafa taldir daufgerðir í saman-
burði við hann því hann er svo lit-
ríkur og lifandi. Einn af hans
helstu kostum er hversu blátt
áfram hann er í öllum samskiptum
og það kemur fólki iðulega að
óvörum hversu opinskár og heiðar-
legur hann er. Hann hefur klókt
útgefandanef sem ég held að sé
ekki meðfætt heldur áunnið og þar
býr hann að þeirri reynslu að hafa
alist upp hjá foreldrum sem voru
útgefendur. Það er ekki ósvipaður
bakgrunnur og ég bý að. En ég er
ekki að segja að ég hafi sama nef
og faðir minn sem hefur gríðarlega
góða tilfinningu fyrir því hvað
virkar og hvað virkar ekki í bóka-
bransanum.“
Ferill föður þíns í bókaútgáfu
hefur einkennst af áföllum og sigr-
um. Vondu tímarnir hljóta að hafa
verið fjölskyldunni erfiðir. Hvernig
upplifðir þú þá tíma?
„Faðir minn hóf útgáfuferil sinn
í samvinnu við föður sinn og þeir
voru í sameiningu stærstu bókaút-
gefendur landsins í Iðunni. Það
kom upp ágreiningur þeirra á milli
og í febrúar 1984 skrifaði hann
föður sínum bréf þar sem hann
sagði upp störfum hjá Iðunni.
Hann las það bréf fyrir okkur
heimilisfólkið áður en hann afhenti
afa það. Síðan stofnaði faðir minn
Forlagið. Rekstur þess gekk illa og
um tíma var fyrirtækið á barmi
gjaldþrots. Þetta voru mjög erfið
ár. Reksturinn á Iðunni hafði
gengið afskaplega vel og við fórum
úr allsnægtum yfir í það að eiga
lítið milli handanna. Við fluttum úr
mjög stóru einbýlishúsi í hæð í
iðnaðarhúsi í vesturbænum. Áður
höfðum við farið nánast vikulega
út að borða og til útlanda tvisvar á
ári en nú voru engir peningar til
og stundum bara súrmjólk í mat-
inn. Tólf ára gamall þurfti ég að
lána foreldrum mínum sparnaðinn
minn í reksturinn. Þessir erfiðu
tímar voru mér óskaplega lær-
dómsríkir og nauðsynlegir. Ég finn
það hér í rekstrinum núna hvað
það hefur gagnast mér að hafa
ekki alla tíð lifað við allsnægtir.
Þegar svo Mál og menning tók
Forlagið yfir árið 1988 þá breyttist
þetta mjög og pabbi varð ekki
rekstraraðili heldur starfsmaður
Máls og menningar. Hann stofnaði
síðan JPV útgáfu árið 2001.“
Faðir þinn hefur sagt frá því að
eftir að hann lét af störfum hjá Ið-
unni hafi hann ekki talað við föður
sinn í mörg ár. Hvaða áhrif hafði
þetta ósætti föður þíns og afa á
þig og systkini þín?
„Þeir töluðust ekki við árum
saman en við barnabörnin héldum
alltaf samskiptum við afa og ömmu
og ég var töluvert hjá þeim. Auð-
vitað var það sérkennilegt ástand
að upplifa að foreldrar mínir töl-
uðu ekki við afa minn og ömmu en
í kjölfar þess að afi fékk heilablóð-
fall náðu faðir minn og afi sáttum
og það var mjög gott á milli þeirra
síðustu árin.“
Gat ekki hætt
Hvernig atvikaðist það að þú fórst
að vinna með föður þínum í bóka-
útgáfu?
„Árið 1994 hætti ég háskólanámi
og hóf störf á lager Máls og menn-
ingar. Ég vann þar og við sölustörf
hjá fyrirtækinu í mörg ár. Þegar
JPV útgáfa varð til árið 2001 ætl-
aði ég ekki að taka þátt í þeim fyr-
irtækjarekstri. Ég fór til foreldra
minna á sunnudegi í febrúar til að
tilkynna þeim að ég hefði tekið
ákvörðun um það að fylgja þeim
ekki í JPV útgáfu. Þau sneru mér
hins vegar. Þegar ég kom svo
heim til konunnar minnar spurði
hún hvernig hefði gengið að segja
þeim að ég ætlaði ekki að vera
með. Þá varð ég að segja eins og
var: Ég gat ekki hætt.“
Forlagið er fjölskyldufyrirtæki.
Fylgja því erfiðleikar að vinna náið
með fjölskyldunni alla daga?
„Það fylgja því ýmsir erfiðleikar
en einnig fjölmargir kostir og ef
fólk nær vel saman þá eru kost-
irnir miklu fleiri en gallarnir. Ég
starfa á Forlaginu með móður
minni, föður mínum, konunni
minni, systur minni, bróður mín-
um, tengdamóður minni og föður-
bróður mínum. Þetta getur verið
ansi snúið og ég fer þá leið að af-
tengjast fjölskyldunni milli kl. 9 og
5 og verð svo aftur hluti af fjöl-
skyldunni eftir klukkan fimm. Í
vinnutímanum erum við eins og
hverjir aðrir starfsmenn og ég
reyni að vera eins lítið meðvirkur
og mögulegt er. Ég veit að það fer
mjög fyrir brjóstið á einstaka fjöl-
skyldumeðlimum þegar ég er hvass
eða leiðinlegur í vinnutímanum,
eins og stundum gerist, vonandi
samt ekki oft. En það er náttúr-
lega ekki þannig að allir starfs-
menn Forlagsins séu fjölskyldu-
meðlimir, langt frá því. Hér vinnur
hópur af góðu fólki og það er
óskaplega notaleg tilfinning að
koma í vinnuna á hverjum degi og
hitta allt þetta fólk sem ég veit að
ég get treyst fullkomlega.“
Forlagið er langstærsta bóka-
forlagið á markaðnum, þið eruð
veldi. Felst engin hætta í því að
eitt bókaforlag hafi yfirburðastöðu
á markaðnum?
„Ég held að það fari mjög mikið
eftir því hvernig sá aðili hegðar
sér á markaðnum. Bókaútgáfa er í
eðli sínu ólík flestum öðrum grein-
um því þar er ekki verið að fram-
leiða sömu vöruna ár eftir ár. Á
hverju einasta ári er Forlagið
dæmt af verkum sínum og það
getur orðið stórt fyrirtæki í ein-
hvern tíma en er jafnfljótt að
verða lítið ef það veðjar ekki á
réttu bækurnar.
Ég er kannski ekki rétti maður-
inn til að segja það en mér finnst
Hef lært að
nýta tímann vel
EGILL ÖRN JÓHANNSSON ER NÝR FORMAÐUR FÉLAGS ÍSLENSKRA
BÓKAÚTGEFENDA. HANN STÝRIR FORLAGINU, STÆRSTA BÓKAFORLAGI
LANDSINS, ÁSAMT FÖÐUR SÍNUM, JÓHANNI PÁLI VALDIMARSSYNI.
Í VIÐTALI RÆÐIR EGILL UM ERFIÐA TÍMA OG SIGRA.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Svipmynd