Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 34
1 DVD-spilaraþarf að hreinsa bæði að utan og innan. Þótt auðveldara sé að hreinsa DVD-spilara að utan en að innan eru þó nokkur atriði sem þarf að huga að.Til að rykhreinsa tækið að utan skal að sjálfsögðu slökkva á því áður og taka úr sambandi. Þá skal fara yfir yfirborðið með örlítið rökum klút, líkt og notaður er á rykugar bókahillur. Þá má strjúka aftur yfir með alveg þurrum klút. Ekki er mælt með því að hreinsa botninn. 2 Sama grund-vallaratriðigildir um þrif á DVD-spilara að utan sem innan:Að slökkva á tækinu, taka það úr sambandi og ekki má gleyma að aftengja það sjónvarpinu. Gott er að færa tækið á skrifborð þannig að vinnusvæðið sé gott og ekki síður vel upplýst. 3 Það er afar mikilvægt aðhalda loftgötunum opnumog þrífa þau reglulega svo hitinn úr tækinu komist út og það ofhitni ekki.Til þess er best að nota örlítið raka tusku.Alls ekki blása á rykið og forðist að nota rykbursta, slíkt getur þyrlað rykinu upp og það farið lengra inn í tækið. 4 Ef myndin höktir, eðamerkið „loading” birtistog helst í margar mínútur án þess að nokkuð gerist bendir allt til þess að þrífa þurfi tækið að innan. Oftast er það linsan sem er skítug.Auðveldast og öruggast er að kaupa sérstakan hreinsidisk fyrir linsuna sem fæst í flestum raftækjaverslunum.Alla jafna ef eitthvað bendir til þess að tækið sé bilað er þetta fyrsta ráðið sem fólk fær áður en það sendir það í viðgerð. Mjög góðar og ítarlegar leiðbeiningar fylgja diskunum en fyrir þá óöruggustu má benda á að á youtube er að finna leiðbein- ingar- mynd- bönd. 5 Á youtube má finna sérstaklega gott leiðbeining-armynd á íslensku sem heitir einfaldlega „hvernig áað hreinsa geislaspilara” en sama aðferð gildir við að hreinsa geislaspilara og DVD-spilara. Þetta myndband sýnir enn vandlegri þrif en linsuhreinsun með aðkeyptum búnaði en Davíð Ingi Guðmundsson átti veg og vanda af því að útbúa myndskeiðið og í því tekur hann tækið alveg í sundur og þrífur hvern einasta hluta þess að innan sem utan. Davíð er rafiðnfræðingur og meistari í rafeindavirkjun. 6 Vitaskuld ferþað eftir þvíhve mikið tækið er notað, hve oft þarf að hreinsa það. Sé miðað við meðalnotk- un heimilis ætti tækið að verða nokkuð langlíft sé það hreinsað á 6-8 vikna fresti. 7 Geymdu leiðbeiningarvísinn. Þarmá oft finna leiðbeiningar umhvernig hægt er að gera sjálfur við smávægilega hluti, svo sem að endurstilla spilarann. *Græjur og tækniSífellt fleiri velja að streyma sjónvarpsþáttum og kvikmyndum með áskrift að Netflix »36GÓÐ UMHIRÐA GERIR DVD-SPILARA LANGLÍFARILáttu tækið dugaen ekki drepast FÁTT ER LEIÐINLEGRA EN HÖKTANDI DVD-SPILARI. LÍKT OG MEÐ HEIMILIS- BÍLINN MÁ EKKI GLEYMA AÐ HIRÐA UM TÆKIÐ OG ÞRÍFA. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.