Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 35
8 Ekki giska á hvers konar hreinsiefni henta DVD-spilaranum. Hægt er að kaupa sérstök hreinsikerfi,yfirleitt með hreinsidisk sem kostar milli 1-2.000
krónur. Er hann með sérstökum hreinsivökva fyrir linsur í
geisladrifum, DVD-drifum og -spilurum.
9 Stundum eru geisladiskarorðnir það illa farnir að þeir getaskaðað DVD-spilarann. Hægt er að
prófa sérstök rispuviðgerðarsett á DVD-diska.
10 Aldrei tengja DVD-spilarann þinn með sjón-varpið í gangi. Þetta eru mjög algeng byrjanda-mistök og getur eyðilagt tækið. Byrjaðu að setja
allar snúrur á sinn stað, koma þeim fyrir í réttum götum,
stingdu svo tækinu í samband og tengdu við sjónvarpið. Þá
loks mátti kveikja á græjunum.
11 Alls ekki hafa viftu í gangi nálægt DVD-spilara. Það eina sem viftan gerir er aðþyrla upp ryki og hjálpa því flugleið-
ina inn í mótorinn og á linsuna.
12 Það er gott að eiga varahluti á lager, til dæmis auka AV-snúru (sér í lagi ef það eru gæludýr á heimilinu) og prófaað skipta henni út ef tækið virkar ekki og tækið er orðið
lúið. Ekki venja lítil börn á að fá að ganga í tækið og skipta um diska að
vild (ein algengasta ástæðan fyrir því að tækin þurfa að fara í viðgerð).
13 Að lokum. Ef þú ákveður að fá þér HD-DVD-spilara eða Blu-Ray, ekki hendagamla DVD-spilaranum. Finndu fremur
annan stað fyrir spilarann og tengdu hann við sjónvarp ef þú átt annað fyrir á heimilinu.Til
dæmis ef þú átt ungling sem er nýbúinn að fá sjónvarp er spilarinn frábær gjöf.
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35