Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Síða 37
segir að fyrirtækið ætli sér að vera
leiðandi í gerð hágæða þátta, og
hefur vonast eftir því að fá til liðs
við sig þáttastjórnendur sem séu
óhræddir við að leika sér með
formið. Hann tekur sérstaklega
fram að Netflix sjái enga ástæðu til
þess að fylgja hinni viðteknu hefð
bandarískra sjónvarsprása að efni
sé framleitt í tveimur lengdum, 22
mínútur (hálftími með auglýs-
ingum) og 45 mínútur (klukkutími
með auglýsingum), þar sem dag-
skrá Netflix þurfi alls ekki að lúta
að úreltum lögmálum sjónvarps-
dagskrárinnar. Netflix leggur gríð-
arlega mikið undir í þessari innrás
sinni á sjónvarpsmarkaðinn, en fyr-
irtækið ætlar sér að framleiða efni
fyrir um $300 milljónir á þessu ári.
Sumir keppinautar fyrirtækisins
hafa látið í ljós efasemdir um að
tekjumódel Netflix standi undir
slíkri fjárfestingu. En ef áætlanir
Netflix ganga upp er ekki ólíklegt
að sjónvarpsstöðvar verði að bregð-
ast við þeirri þróun með ein-
hverjum breytingum á sýning-
artímum sínum. En jafn skrýtið og
það kann að hljóma, þá er það lík-
lega Internetið, sem Neflix byggir
tilveru sína á, sem kann að vera
helsta ástæðan fyrir því að sjón-
varpsstöðvar sjái sér hag í að halda
sem fastast í hið gamla módel.
Ástæðan er sú gríðarlega umfjöllun
sem sjónvarpsefni skapar á sam-
félagsmiðlum. Í dag er erfitt að sjá
sjónvarpsþætti ekki á sama tíma og
allir hinir, án þess að vera fyrir
löngu búinn að frétta hvað gerðist í
þættinum. Þetta veit enginn betur
en undirritaður sem óvart las sér
til um endalok Lost áður en honum
gafst færi á að sjá þáttinn.
Kevin Spacey er einn aðalleikara í House of Cards. Hann hefur hlotið mikið lof
gagnrýnenda vestanhafs fyrir frammistöðuna í þáttunum.
AFP
Leikstjórinn Joel Schumacher, framleiðandinn David Fincher og aðalleikarinn
Kevin Spacey í góðum gír í frumsýningarteiti.
AFP
Leikkonurnar Robin Wright og Kate
Mara í frumsýningarteitinu.
AFP
Sandrine Holt er ein af leikkonunum í
þáttaröðinni House of Cards.
AFP
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
GENEVA S
Magnari, útvarp, iPod stöð
og klukka.
GENEVA M
Magnari, útvarp, iPod stöð,
klukka.
Verð: 65.000.-
Tilboð: 50.000.-
Verð: 114.000.-
Tilboð: 90.000.-
Verð: 150.000.-
Tilboð: 110.000.-
www.genevalab.com
GENEVA L
Magnari, útvarp,
iPod stöð, CD.
Verð: 200.000.-
Tilboð: 160.000.-
GENEVA XL
Magnari, útvarp,
iPod stöð CD
Verð: 366.000.-
Tilboð: 290.000.-
Standur: 30.000.-
Standur: 30.000.-
GENEVA M/CD
Magnari, útvarp, iPod stöð
og CD spilari.
thdan@simnet.is ÁRMÚLA 38 - SÍMI 588 5010
Söluaðili
N
etflix er áskriftarþjónusta sem gerir þér
kleift að streyma myndefni yfir netið,
bæði bíómyndum og sjónvarpsþáttum,
ekki ósvipað þeirri þjónustu sem íslensk
símafyrirtæki reka yfir VOD.
Netflix er hins vegar með umtalsvert meira úrval
kvikmynda og þátta, sem er aðgengilegt gegn föstu 8$
mánaðargjaldi. Netflix hóf starfsemi í USA sem bréfa-
DVD-mynddiskaleiga. Þú borgaðir fast gjald og fékkst
sendar kvikmyndir á DVD heim til þín með pósti, og
sendir þær svo aftur til baka eftir að hafa notið þeirra.
Í dag er Netflix-streymiþjónustan fáanleg um alla
Norður- og Suður-Ameríku, á Bretlandseyjum og
Norðurlöndum, utan Íslands.
Það er þó með einföldum hætti og litlum tilkostnaði
hægt að nýta sér þjónustu Netflix á Íslandi. Hægt er
að nýta sér VPN-þjónustu á borð við Hide My Ass,
eða DNS-þjónustu á borð við Unotelly eða Playmo.tv.
Áskrift að slíkri þjónustu kostar að meðaltali um 5$,
og má því segja að Netflix, hingað komið, kosti um
13$ á mánuði.
Þá er hægt að njóta Netflix gegnum borðtölvuna,
snjallsímann eða spjaldtölvuna eða streyma í gegnum
sjónvarpið frá Apple TV eða sambærilegum tækjum.
Til viðbótar er hægt að nýta DNS-þjónustu til að
opna fyrir þjónustu a borð við Hulu, Spotify og Pan-
dora, sem eru vinsæl streymiþjónusta fyrir tónlist og
myndefni, ásamt ýmsu öðru sem ekki er hægt að ná á
Íslandi.
ÁSKRIFT AÐ SJÓNVARPSEFNI OG KVIKMYNDUM
Hvað er Netflix?
ÞAÐ KOSTAR UM 13 DALI Á MÁNUÐI AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ NETFLIX FRÁ ÍSLANDI