Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Viðtal J apanskur karlmaður á fertugsaldri fórst þegar fólksbifreið hans fór út af þjóðveginum norðan við Hofsós í Skagafirði á ellefta tímanum í gær- morgun. Maðurinn, sem var einn í bíl sínum, var látinn þegar björgunarsveitir bar að.“ Með þessum orðum hófst frétt í Morgun- blaðinu miðvikudaginn 17. september 2008. Þar sagði ennfremur að bifreiðin hefði oltið fram af ellefu metra háu bjargi, ofan í klettabelti og hafnað að lokum á hjólunum úti í sjó. Maðurinn sem lést hét Junya Nakano og hafði hann verið búsettur á Íslandi í eitt ár ásamt eiginmanni sínum, Eyþóri Eyjólfssyni. Þeir kynntust í Japan árið 1989 og bjuggu þar lengst af. Þegar Junya fórst höfðu þeir raunar ákveðið að flytja aftur til Tókýó og var Eyþór farinn utan á undan til að undir- búa flutningana. Þar fékk hann hið hræðilega símtal. „Það var eins og jörðin hryndi undan mér,“ rifjar Eyþór upp. „Við Junya unnum saman, bjuggum saman, vorum nær alltaf saman. Missir minn var algjör. Til að bæta gráu ofan á svart var ég langt í burtu, í öðru landi, og vissi að það tæki mig dágóðan tíma að komast heim til Íslands. Fyrstu stund- irnar ráfaði ég bara um íbúðina í þeirri veiku von að þetta væri einhver misskilningur. Hringt yrði í mig aftur og mér tilkynnt að Junya væri alls ekki dáinn.“ Það gerðist ekki. Vakinn aftur til lífsins Eyþór kom til Íslands síðla á fimmtudeg- inum og morguninn eftir fór hann í líkhúsið að sjá Junya. Þar gaf hjartað sig – í eigin- legri merkingu. Eyþór fékk hjartaáfall. „Ég hafði hvorki borðað né sofið frá því ég fékk andlátsfregnina og hjartað hreinlega gaf sig. Taugaáfall breyttist í hjartaáfall.“ Eyþór var fluttur með skyndi á spítala. Þar stöðvaðist hjarta hans, á gjörgæsludeild- inni. „Það var ótrúleg reynsla. Ég lá í rúm- inu á gjörgæslunni og vinkona mín sem sat við rúmstokkinn hjá mér spurði hvers vegna í ósköpunum ég væri allt í einu farinn að tala japönsku. Ég væri á Íslandi.“ Ekki stóð á svari. „Hann er kominn að sækja mig!“ „Hver?“ „Junya.“ Mikil sæla færðist yfir Eyþór. Honum leið eins og hann svifi inn í bjarta óskilgreinda hvelfingu, þar sem Junya, ástin í lífi hans, tók á móti honum – skælbrosandi. Í fjarska sá hann ömmu sína. Hann gerði sér grein fyrir því að lífið væri að fjara út, honum til ómældrar gleði. „Ég var alveg sáttur við að deyja og svífa í fangið á Junya enda var til- gangi lífs míns lokið. Án hans var ég ekk- ert.“ Þá var sem kippt væri harkalega í Eyþór og hann lá skyndilega skjálfandi í spítala- rúminu á ný og gnísti tönnum. Hann hafði fengið rafstuð sem vakti hann aftur til lífs- ins. Samtals hafði hjarta Eyþórs stöðvast í nokkrar mínútur. Í ljósi ástandsins sem hann var í voru það sár vonbrigði að fá ekki að deyja. Man ekki eftir útförinni Eyþór ýjaði að þessu í minningargrein um eiginmann sinn í Morgunblaðinu á útfarar- daginn, 23. september 2008: „Í fyrradag skall á mér alda. Mér lá við drukknun um stund. En síðan skall á önnur alda, svo hin þriðja. Og þær halda áfram að steypa sér yfir mig og toga mig með sér á haf út. Ég veit ekki lengur af hverju ég stend í fæturna. Ég veit ekki af hverju ég læt mig ekki reka með einni þeirra út á haf. Vot gröf fyrir mig. Vot var gröfin mannsins míns. Vera við hlið hans. Þar sem ég hef verið síðustu 20 árin.“ Eyþór jafnaði sig merkilega fljótt, líkam- lega, og var útskrifaður af spítalanum á mánudeginum. Degi síðar var útför Junya gerð frá Lágafellskirkju. „Ég man ekkert eftir athöfninni, það var allt í móðu,“ segir Eyþór en að læknisráði var hann á mjög sterkum deyfilyfjum. „Ég var alveg dofinn, fann eiginlega ekki fyrir neinu. Eftir á sögðu læknarnir mér að það hefði verið með ráðum gert, þeir hefðu haft verulegar áhyggjur af heilsu minni. Bæði andlegu og líkamlegu ástandi. Voru hræddir um að ég myndi hreinlega deyja. Eftir á að hyggja er ég þeim mjög þakklátur fyrir að hafa gert þessa ráðstöfun.“ Léttist um fimmtán kíló Að þremur vikum liðnum hætti Eyþór á lyfj- unum og þá helltist sorgin yfir hann á ný. Við tók mjög erfitt tímabil og Eyþór léttist um fimmtán kíló á tveimur mánuðum. Ekki bætti úr skák að íslensku bankarnir féllu eins og spilaborg þremur vikum eftir fráfall Junya og þar með missti Eyþór vinnuna. Hann hafði tekið að sér að stýra útrás Glitn- is í Japan og Eyjaálfu. „Ofan í mína persónulegu sorg var erfitt að horfa upp á þjóðina sína í þessu uppnámi, bál fyrir framan Þjóðleikhúsið og fólk að berja á lögreglunni,“ segir hann. Það tók Eyþór dágóðan tíma að endur- heimta lífslöngunina en hann segir fjölskyldu sína og vini hér heima hafa veitt sér ómet- anlegan stuðning í svartasta myrkrinu. Að því kom að Eyþór þurfti að fara á ný til Jap- ans og segir hann það hafa verið afar þung- bært, hann hafi séð Junya á hverju horni. „Þannig gekk þetta í nokkur skipti, það var fyrst núna í janúar að ég hlakkaði til þess að fara utan og vera þar. Það bendir til þess að ég sé kominn yfir versta hjallann.“ Var mjög róttækur Eyþór Eyjólfsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1983 og hélt að því loknu til náms í Moskvu. „Ég var mjög róttækur á þeim tíma, byltingarsinn- aður og gekk jafnvel um í hermannafötum til að undirstrika mína afstöðu til lífsins.“ Það var þó bara yfirvarp. „Ástæðan fyrir því að ég fór utan hafði ekkert með pólitísk- ar hugsjónir að gera, hún snerist um kyn- hneigð mína. Ég vissi að ég var samkyn- hneigður en gat ekki hugsað mér að koma út úr skápnum eins og þeim málum var háttað hér heima á þessum tíma. Síðan vonaði ég auðvitað bara að þetta myndi eldast af mér og ég finna mér góða konu.“ Það gerðist ekki. „Ég varð ástfanginn af karlmanni í fyrsta skipti í Sovétríkjunum – af öllum stöðum.“ Hann brosir. Eyþór varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum með Sovétríkin. Það var ekki draumaríkið sem hann hafði séð í hillingum. „Til að gera langa sögu stutta flúði ég þaðan eftir eins árs dvöl og færði mig yfir til Þýskalands, þar sem ég skráði mig í kínversku í háskól- anum í München. Ég hafði heillast af austur- lenskri menningu í Sovétríkjunum vegna kynna minna af japönskum samstúdentum mínum, þeirra á meðal manninum sem ég varð ástfanginn af.“ Fjölskyldan sem klettur Árið 1984 fékk Eyþór foreldra sína í heim- sókn til München og notaði tækifærið til að greina þeim frá kynhneigð sinni. Hann segir það ekki hafa komið þeim á óvart, móðir hans hafi alltént vitað að hann væri samkyn- hneigður. „Það er alltaf þyngsti steinninn að koma út gagnvart foreldrum sínum og það var ekkert öðurvísi með mig. Sem betur fer tóku þau mér strax vel en eins og svo marg- ir foreldrar urðu þau svolítið leið til að byrja með vegna þess að þau vissu að þetta þýddi að ég myndi líklega aldrei eignast börn og að líf mitt gæti orðið erfitt. Það eru eðlileg viðbrögð. Foreldrar mínir hafa allar götur síðan staðið eins og klettur við hlið mér og litu frá fyrstu tíð á Junya sem sinn eigin son.“ Ári síðar tók Eyþór sér frí frá námi til að ferðast um Kína. Það fór eins og með Sovét- ríkin, vonbrigðin voru mikil og Eyþór sveið hvað kommúnisminn hafði leikið kínverska menningu grátt. Hann fékk far með jap- önsku flutningaskipi frá Sjanghæ til Japans og það var ást við fyrstu sýn. „Ég heillaðist strax af Japan og þegar ég sneri aftur til Þýskalands skipti ég um fag og fór í jap- önsku.“ Hann lauk meistaraprófi í japönsku og málvísindum frá háskólanum í München 1989 og fékk þá styrk til að stunda rannsóknir í Hiroshima. Eyþór hafði ekki búið nema í tvær vikur í Japan þegar hann kynntist Junya. Eyþór var 25 ára, Junya 19. Þannig minntist hann þeirra kynna í fyrr- nefndri minningargrein í Morgunblaðinu: „Tveir bláfátækir stúdentar fyrir 20 árum í háskólanum í Hiroshima: að öllu leyti ólíkir. Annar er lítill, hinn er stór. Annar er Japani, hinn er Íslendingur. Annar í raungreinum, sem kryfur mál til mergjar, á vísindalegan hátt. Hinn í heimspekideild, flækir mál ef hægt er, klæðir þau í retórískan búning. Annar alinn upp í anda Búdda, hinn í anda Krists. Tveir heimar mætast, þeir kenna hvor öðrum. Og þeir kynnast. [...] Lifa þann- ig í 20 ár. Því meir sem þeir kynnast, því meir elska þeir hvor annan. Tveir heimar verða að einum. Heimur þar sem kynþáttur, trúarbrögð, kynhneigð eru ekki til. Þeirra heimur.“ Foreldrarnir höfnuðu Junya Fyrst um sinn voru Eyþór og Junya aðeins „vinir“ enda staða samkynhneigðra bágborin í Japan. Það féll svo í grýttan jarðveg þegar Junya kom út úr skápnum. „Foreldrar hans höfnuðu honum. Móðir hans hótaði meira að segja að svipta sig lífi hætti hann ekki að vera „öfuguggi“. Skilningur var enginn. Þetta fékk mjög á Junya sem kom ekki upp orði í fjórar vikur. Missti málið. Eftir þetta voru samskipti Junya og foreldra hans engin og sambandið við eina systkinið, systur, var ekki gott.“ Hann þagnar. Eyþór segir baráttu samkynhneigðra í raun ekki hafna í Japan, réttindin séu engin. „Litið er á samkynhneigð sem kynferðislega löngun sem hefur ekkert með fjölskyldu og hjónaband að gera. Þess vegna eru margir samkynhneigðir menn kvæntir og eiga jafn- vel börn en sinna sínum löngunum bak við luktar dyr, í baðhúsum eða á öðrum slíkum stöðum. Það er ömurleg staða að vera í og veiklyndir einstaklingar geta auðveldlega brotnað. Ég hef horft upp á vini mína taka sitt eigið líf. Það er átakanlegt.“ Eyþór og Junya bjuggu alla tíð saman og Eyþór segir öllum hafa átt að vera ljóst að þeir væru par. Aldrei hvarflaði þó að þeim að haldast í hendur, hvað þá kyssast, á al- mannafæri í Japan. „Eflaust hafa einhverjir Sorgin er brúin aftur til lífsins EYÞÓR EYJÓLFSSON VAR HÆTT KOMINN FYRIR HÁLFU FIMMTA ÁRI EFTIR AÐ EIGINMAÐUR HANS, JAPANINN JUNYA NAKANO, FÓRST Í BÍLSLYSI Í SKAGAFIRÐI. HANN GÆGÐIST RAUNAR YFIR MÓÐUNA MIKLU. EYÞÓR, SEM BJÓ Í ALDARFJÓRÐUNG ERLENDIS, RÆÐIR HÉR UM MISSINN, SORGINA, STÖÐU SAMKYNHNEIGÐRA Á ÍSLANDI OG Í JAPAN OG BREYTINGUNA SEM ORÐIÐ HEFUR Á ÍSLENSKU SAMFÉLAGI UNDANFARNA ÞRJÁ ÁRATUGI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Það er engin leið til að stytta sér leið í sorginni,“ segir Eyþór Eyjólfsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.