Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Qupperneq 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Qupperneq 53
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Gaflaraleikhúsið sýnir Hjartaspaða á sunnudags- kvöldið og er óhætt að mæla með sýningunni við leikhúsunnendur. Leikið er með heil- grímum og hefur sýningin fengið afar góða dóma. 2 Eitt helsta meistaraverk Charlies Chaplins, Borgar- ljós eða City Lights, verður sýnt í þrjúbíói í Bíó Paradís á sunnudag. Þessi klassíska kvikmynd var gerð árið 1931 en í henni verður flækingurinn ástfanginn af blindri blómasölustúlku. Þetta er mynd sem allir verða að hafa séð. 4 Listrænn leiðbeinandi Bord- erlines-ljósmyndaverkefnisins sem sýnt er Norræna húsinu, hinn grísk-breski George Georgiou, heldur þar fyrirlestur um sína eigin ljósmyndun á laugardag klukkan 13. 5 Á laugardagskvöld er hægt að slá því saman að skoða nýja Stúdentakjallarann og upplifa þar pönkpartí sem hljómsveitirnar Grísalappalísa og Skelkur í Bringu bjóða til. Fjörið hefst stundvíslega klukkan 21 en húsið lok- ar tveimur tímum síðar. 3 Áhugafólk um vatnsíþróttir getur flykkst í sundlaugar borgarinnar á laugardags- kvöld, þar sem sundlauganótt er hluti vetrarhátíðar. Í Vesturbæjar- laug hefst partí klukkan 20, með plötusnúðum og 4000 sjálflýsandi ljósum í lauginni. Gestgjafi er Kitty Von Sometime. MÆLT MEÐ 1 sókn,“ segir Guðný. „Þetta er orðinn fastur liður í starfi margra þeirra, enda Sjálfstætt fólk einna vinsælasta lesningin. Við erum líka með sérsniðna pakka fyrir grunnskólanema og fá krakkar á miðstigi vasakompu og blýant til að hripa niður hjá sér punkta og hugmyndir, eins og höfundar gera í sinni undirbúningsvinnu. Halldór Laxness var alltaf að því. Ef hann hitti skemmtilegt fólk átti hann til að spyrja það út úr fyrir persónugallerí- ið. Við reynum því að vekja áhuga krakkanna á því hvernig rithöfundar starfa. Á þessum aldri eru þau almennt ekki farin að lesa verk Halldórs, fyrir ut- an að þau kunna öll Maístjörnuna. Mark- miðið er að vekja áhuga á lestri og skap- andi hugsun.“ Svo kemur dyggur hópur á Gljúfrastein til að hlusta á tónleika á sunnudögum á sumrin og upplestra á aðventunni fram undir jól, að sögn Guðnýjar. „Þá er alltaf pakkað í húsinu og setið í tröppunum, al- veg eins og í gamla daga þegar búið var í húsinu.“ Einnig stendur til að nota rafræna miðla til að stækka húsið, eins og Fríða Björk orðar það. „Við erum til dæmis að skoða möguleika á símaappi, sem gæti leiðbeint fólki sem fer eftir gönguslóðum skáldsins eða gengur í gegnum húsið,“ segir hún. „Það er spennandi viðfangsefni að víkka rýmið í þessum stafræna veruleika, til dæmis að hlaða niður myndum og hnitum til að ganga eftir og hlusta á viðeigandi bút úr Innansveitarkróniku eða frásögn sem tengist lífinu í húsinu. Þar eru mögu- leikarnir óendanlegir. Ég held það gæti hjálpað okkur að víkka út starfsemina þar til móttökuhúsið verður að veruleika.“ „Ekki það að okkur langi til að vera stærst í heimi,“ segir Guðný. „En við vilj- um endilega nota það sem hér er – þetta er eign þjóðarinnar – og finna leiðir til að opna alla skápa.“ Maríuklæðið sem Auður saumaði í tilefni af því að Halldór hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1955. Vindill í öskubakkanum og Þjóðviljinn innan seilingar. Vegabréf skáldsins útgefið 1979. Hann var 177 cm að hæð, háraliturinn ljós og starfsheitið rit- höfundur. Málverk af Erlendi í Unuhúsi hangir fyrir ofan skrifpúlt Halldórs í vinnuherberginu á Gljúfra- steini. Myndina málaði Nína Tryggvadóttir. *„Við reynum þvíað vekja áhugakrakkanna á því hvernig rithöfundar starfa. Á þessum aldri eru þau almennt ekki farin að lesa verk Halldórs, fyrir utan að þau kunna öll Maí- stjörnuna. Markmiðið er að vekja áhuga á lestri og skapandi hugsun.“ Guðný og Fríða Björk í vinnuherbergi skáldsins á Gljúfrasteini. Í horninu í stofunni er stóllinn „Eggið“ eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen en í hinum stólnum er púðinn Landaparís. Auður teiknaði mynstrið eftir fyrstu ferð sína með Halldóri til Parísar þar sem hún sá sýningu á verkum Picassos og hreifst mjög.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.