Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Menning Alls voru 335 byggingar og skipulagsverkefni í37 löndum tilnefnd til Mies van der Rohe-verðlaunanna í ár, en það eru kunn verðlaun sem Evrópusambandið veitir annað hvert ár fyrir framúrskarandi samtímaarkitektúr. Harpa er eitt fimm eftirtektarverðra verka sem komust í úrslit að þessu sinni en það vekur ætíð mikla athygli, innan arkitektúrheimsins og utan, hvaða arkitektar ná þeim eftirsóknarverða árangri Evrópusambandið stendur að verðlaununum í sam- starfi við stofnunina Fundació Mies van der Rohe. Verðlaunin eru kennd við hinn heimskunna arkitekt van der Rohe (1886-1969), en hann var einn merkasti frumkvöðull módernísks arkitektúrs á tuttugustu öld. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að varpa ljósi á það markverðasta í nýjum hugmyndum og tækni, í byggingum og borgarskipulagi. Þau verk ein geta verið tilnefnd, sem lokið hefur verið við á tveimur ár- um áður en verðlaunin eru veitt. Samkeppnin var fyrst haldin árið 1987 og eru verð- laun veitt annað hvert ár. Þegar tilkynnt verður um sigurvegara sjötta júní næstkomandi, verður það í þrettánda skipti. Verðlaunaféð nemur 60.000 evrum, ríflega tíu milljónum króna, en þetta eru almennt tal- in mikilvægustu arkitektúrverðlaun Evrópu í dag. Sérfræðingar sem búa og starfa víðsvegar um Evr- ópu eru fengnir til að tilnefna verk til verðlaunanna, auk þess sem sérskipaðar sérfræðinganefndir leggja þar hönd á plóginn. Verkin fimm sem komust í úrslit að þessu sinni eru Harpa - Tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík. Hönnuðir eru Batteríið arkitektar, arkitektastofa Hennings Larsen og stúdíó Ólafs Elíassonar. Mark- aðshöll í Ghent í Belgíu. Hún er verk arkitektastof- anna Robbrecht en Daem architecten og Marie-José Van Hee architecten. Superkilen í Kaupmannahöfn. Hönnuðir þessara þriggja tengdu borgartorga eru BIG Bjarke Ingels Group, Topotek1 og Superflex. Hús fyrir eldri borgara í Alcácer do Sal, Portúgal. Hönnun: Aires Mateus Arquitectos. Og loks Metropol Parasol, í Seville á Spáni. Hönnun: J. Mayer H. Þrjár aðrar íslenskar byggingar voru í hópi hinna 335 tilnefndu að þessu sinni. Það eru kaffihús í Lysti- garðinum á Akureyri, sem teiknað var af Kollgátu Arkitektúr - Loga Má Einarssyni; Stöðin í Borgar- nesi, teiknuð af KRADS, þeim Kristjáni Eggertssyni, Kristjáni Erni Kjartanssyni, Kristoffer Juhl Beilman og Mads Bay Møller; og Nýja bíó-húsið í Reykjavík, teiknað af Studio Granda, þeim Margréti Harðar- dóttur og Steve Christer. Íslensk bygging mun ekki hafa komist áður í loka- úrslit keppninnar en samkvæmt heimasíðu hennar hefur 31 bygging hér á landi verið tilnefnd gegnum árin. Fyrir utan Hörpu hefur ein komist í lokaúrtak, íbúðarhúsið á Hofi á Höfðaströnd árið 2009, en það var teiknað af Studio Granda. Meðal annarra ís- lenskra bygginga sem hafa verið tilnefndar í fyrri samkeppnum má nefna Bláa lónið, Krikaskóla, sund- laugina á Hofsósi, Snæfellsstofu, höfuðstöðvar Ístaks, einbýlishúsið Blikanesi 20, þjónustuhúsið í Nauthóls- vík, Listasafn Reykjavíkur-Hafnarhús, bílastæðahúsið sunnan Kringlunnar, meðferðarheimilið Stuðla- og vinnustofu Rögnu Róbertsdóttur myndlistarkonu við Laugaveg. Morgunblaðið/Júlíus FRAMÚRSKARANDI ARKITEKTÚR VERÐLAUNAÐUR Harpa í úrslitum FIMM VERK ERU KOMIN Í ÚRSLIT EVRÓPSKU MIES VAN DER ROHE-ARKITEKTÚRKEPPN- INNAR Í ÁR. ÞAR KEPPIR HARPA VIÐ ÞRJÚ TORG OG ÍBÚÐIR FYRIR ALDRAÐA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þessar byggingar fyrir eldri borgara í Portúgal falla á athyglisverðan hátt að umhverfinu. Þetta er einskonar hvíld- arhótel fyrir sjúklinga og er bygging- unni ætlað að mynda einskonar sjálf- stæðan heim, þar sem gestir þurfa að lúta tilteknum reglum en eru um leið meðvitaðir um skilin milli einkarýmis og opinbers. Byggingarnar eru alls rúmlega 3600 fermetrar og taka mið af því að íbú- arnir eiga erfiðara með að fara um en yngra fólk. Ljósmynd/FG+SG Þessari óvenjulegu bygg- ingu í Ghent í Belgíu hefur verið lýst sem til- raun í endurreisn. Markmiðið með fjöl- nota byggingunni, er að veita vegfarendum, mörkuðum og kaffi- húsum skjól. Formin kallast á við bygging- arnar í kring. Ljósmynd/Marc De Blieck Metropol Parasol-torgið er orðið nýtt tákn Sevilla-borgar. Þessir stóru „sveppir“ eða sólhlífar, sem sitja á 18.000 fermetra torgi, eru sagðir mynda einstakt samband milli sögu- lega borgarhlutans og nútímans. Á þessum stað varð merkur fornleifa- fundur, þar er bændamarkaður, torg sem veitir allgott útsýni, og undir og kringum sveppina, eða sólhlífarnar, eru kaffihús og veitingastaðir, auk þess sem útsýnispallur með geysi- góðu útsýni er uppi á þeim. Ljósmynd/Fernando Alda Ljósmynd/Iwan Baan Superkilen er kílómetra langur garður sem myndar þrjú torg á Nørrebro í Kaupmannahöfn. Hann skiptist í þrjá hluta, Rauða torgið, Græna garðinn og Svarta markaðinn. Fjölmenningarsamfélag hverfisins er hyllt í hönnuninni, en á torg- unum er að finna hluti frá þeim 62 löndum sem íbúarnir koma frá, svo sem ísraelsk niðurföll og kínversk pálmatré. Ljósmynd/Iwan Baan Í umfjöllun á heimasíðu samkeppninnar segir að birta og gagnsæi einkenni Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu við Reykjavíkurhöfn. Byggingin sé reist á mörkum hafs og lands, hún sé hluti af endur- nýjun hafnarsvæðisins og skapi tengingu við miðborgina. Salirnir inni í byggingunni mynda þunga miðju gegn léttri ytri grind. Ljósmynd/David Franck
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.