Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 BÓK VIKUNNAR Lögreglustjóri Napóleons, hin magnaða ævisaga Stefans Zweig um Joseph Fouché, er komin á met- sölulista og þar á hún skilið að vera. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Eftir að tilkynnt var hver hefði hrepptÍslensku bókmenntaverðlaunin í ársagði kunningi minn: „Hvernig í ósköpunum var hægt að hafna Gyrði?“ Kunninginn er landskunnur ljósmyndari sem hefur sérstaka tilfinningu fyrir fögr- um stíl, náttúrustemningum og ljóðrænni einsemd. Ég get ekki annað en tekið undir með hon- um. Suður- gluggi Gyrðis Elíassonar var fullkomnasta skáldverk síð- asta árs. Lista- verk sem ekki gleymist. Kannski fannst dómnefndinni að Gyrð- ir væri búinn að fá sinn skammt af verð- launum, það væri ofrausn að afhenda honum enn ein verðlaunin. Ef það var hugsunin – sem þarf reyndar ekki endi- lega að vera – þá er ástæða til að gera at- hugasemd. Þegar kemur að Íslensku bókmenntaverðlaununum eiga fyrri af- rek og viðurkenningar ekki að draga úr líkum á því að rithöfundur hljóti verð- launin. Þetta er mikilvægt að dómnefndir hafi í huga. En kannski fannst þessari dómnefnd að Illska væri betri skáldsaga en Suðurglugginn – jafnskrýtið og manni finnst það nú. En hvað sem líður hugsun eða smekk dómnefndar þá á Gyrðir Elías- son fjölda aðdá- enda sem hefðu viljað sjá hann hreppa verðlaunin. Engin bók síðasta árs átti verðlaunin fremur skilið – nema þá bókin um Nonna. Ævisaga Nonna eftir Gunnar F. Guð- mundsson hlaut svo einmitt verðlaunin í fræðibókaflokknum. Þegar mér var sagt frá þeirri niðurstöðu byrjaði ég að tala um bókina en varð þá svo klökk að ég varð að þagna og þurrka tár. Þessi yndis- lega bók hefur þannig áhrif á mann að sálin mildast og viðkvæmni færist yfir mann. Það er í henni tónn sem erfitt er að skilgreina en er svo hreinn og tær að manni finnst maður verða betri mann- eskja eftir lesturinn. Svo sannarlega á Gunnar F. Guðmundsson skilið marg- föld verðlaun fyrir að hafa skilað þessu dásemdarverki. Vinnan við bókina tók mörg ár og óneitanlega hvarflar að manni að höfundurinn hafi lagt allt sitt þrek í verkið. Hógværð Gunnars og lítillæti endurspeglaðist svo einkar fallega í þakkarræðu hans á Besstastöðum og í stuttum viðtölum sem hann veitti. Á tím- um þegar athyglissýki hrjáir svo marga er kærkomin gleði að sjá rithöfund sem kærir sig ekki um sviðsljósið. Dómnefndin gerði vel þegar hún verð- launaði heiðursmennina Nonna og Gunn- ar. Orðanna hljóðan BESTU BÆK- URNAR Gyrðir Nonni N orski rithöfundurinn Alf Kje- til Walgermo var nýlega staddur hér á landi og heim- sótti grunnskóla á Suður- nesjum og á höfuðborgar- svæðinu og sagði nemendum frá bók sinni Með tifandi hjarta sem kom út fyrir síðustu jól hjá Draumsýn. Bókin fékk afar góða dóma þegar hún kom út í Noregi og hefur verið seld til fjölmargra landa, þar á meðal Þýskalands og Frakklands. Alf Kjetil segir heimsóknirnar í grunn- skólana hafa verið einstaklega skemmtilegar. „Mér finnst gaman að sjá bókina mína á ís- lensku því ég er mikill aðdáandi íslenskrar tungu þótt ég skilji hana ekki. Ég las fyrst upp úr bókinni á norsku og spurði krakkana hversu mikið þau skildu. Þau skildu einstaka orð og síðan las ég á íslensku. Ég skil ekki mikið í íslensku en get lesið hana upphátt og þá með sterkum norskum hreim. Ég talaði síðan almennt um bókina og aðrar bækur mínar en Með tifandi hjarta er fimmta bók- in mín og sú fyrsta sem er þýdd á íslensku.“ Með tifandi hjarta segir sögu Amöndu sem er fjórtán ára og verður ástfangin af Davíð. „Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um samband Amöndu og Davíðs og á sama tíma er gefið í skyn að eitthvað sé að fara úr- skeiðis,“ segir Alf Kjetil. „Eftir því sem líður á söguna breytist tónninn því Amanda er með hjartasjúkdóm sem stafar af því að hjarta hennar er of stórt. Hún þarf að fara í aðgerð og fá nýtt hjarta því annars mun hún deyja. Ég ætla ekki að segja frá því hvernig bókin endar en ég held að þeir sem lesi bók- ina fái á tilfinninguna að hlutirnir muni fara vel. Ég kaus að segja þessa sögu frá sjónar- horni Amöndu sem er þroskandi fyrir mig sem 35 ára gamlan karlmann. Ég vildi takast á við ögrandi verkefni og sem betur fer var bókinni afar vel tekið í Noregi.“ Alf Kjetil skrifaði fyrstu sögu sína sjö ára gamall. „Það er glæpasaga þar sem enginn veit hver er morðinginn, ekki einu sinni ég sem skrifaði söguna sem var reyndar mjög stutt, einungis þrjár blaðsíður.“ Hvað ertu að skrifa núna? „Ég er að skrifa unglingabók um tvær systur og líf þeirra í gleði og sorg.“ Þú nefnir sorg. Þú hikar ekki við að fjalla um alvarleg efni í unglingabókum þínum. „Ég skrifa um erfið efni. Ein af fyrri bók- um mínum fjallar um tíu ára gamla stúlku sem missir foreldra sína. Hún býr hjá afa sínum og ömmu, tekst á við sorgina og talar við Guð. Sú bók kom út fyrir fjórum árum og henni var afar vel tekið. Börn og unglingar eiga skilið að fá í hend- ur bækur sem taka þau alvarlega sem les- endur. Margar bækur sem ætlaðar eru ung- lingum einblína í afþreyingargildið og spennuþátturinn verður í fyrirrúmi, sagan sjálf gleymist og oft er ekki hugað að stíl. Ungmenni verða að fá í hendur bækur sem fjalla um alvöru málefni. Um leið skiptir máli að þessar bækur séu vel skrifaðar. Unglings- árin eru mikilvæg og á þeim árum mótast bókmenntasmekkurinn.“ Hvaða skoðun hefur þú sem rithöfundur á Harry Potter-bókunum og Hungurleikunum? „Ég ætla ekki að segja neitt misjafnt um Harry Potter því þær bækur efldu lestrar- áhuga hjá fjölmörgum börnum um allan heim. Útgáfa Harry Potter-bókanna varð til góðs. Ég hef meiri efasemdir um Hungur- leikana því þar er á ferðinni afþreyingarsaga um ungmenni sem drepa hvert annað. En ég ætla ekki að gagnrýna aðrar bækur til að koma mínum bókum á framfæri. Mín skoðun er hins vegar sú að unglingar þurfi ekki ein- ungis afþreyingu, heldur bækur sem segja þeim sitthvað um hið raunverulega líf.“ ALF KJETIL WALGERMO VAR SJÖ ÁRA ÞEGAR HANN SKRIFAÐI FYRSTU SÖGU SÍNA Ég skrifa um erfið efni Alf Kjetil Walgermo segir að ungmenni verða að fá í hendur bækur sem fjalla um alvöru málefni. Um leið skiptir máli að þessar bækur séu vel skrifaðar. Morgunblaðið/Kristinn NORSKI RITHÖFUNDURINN ALF KJETIL WALGERMO VAR HÉR Á LANDI TIL AÐ KYNNA UNGLINGA- BÓK SÍNA MEÐ TIFANDI HJARTA. Tveir höfundar hafa verið kærir félagar sem ég vitja aftur og aftur í áranna rás: Halldór Lax- ness og Robertson Davies. Lestur bóka þeirra er nánast trúarleg athöfn og mannbæt- andi. Benedikt Gröndal er einn- ig mikilvægur póstur í lestrar- hringekjunni, sérlundaður og dálítið klikkaður afi sem allir ættu að eiga. Peter Ackroyd hefur kveikt margar uppljómunarstundir, ég á það til að hverfa inn í bækur hans og koma ringlaður til baka. Gore Vidal hefur verið öflugur uppalandi í gegnum „essaya“ sína líkt og þeir sem taldir eru upp hér að ofan og skáldsögur eins og Julian og Creation hafa breytt sýn minni á mannkyns- söguna. Skáldsaga hans Kalki er ein minnis- stæðasta lestrarupplifun mín og ég þakka guð- unum fyrir að Mick Jagger, sem keypti kvik- myndaréttinn, náði aldrei að leika aðalsögu- hetjuna. – Að heyra 10. holdgun hindúaguðsins Vishnu tala „mockney“ væri ekkert annað en goðgá af verstu sort. Í UPPÁHALDI HILMAR ÖRN HILMARSSON TÓNLISTARMAÐUR Hilmar Örn Hilmarsson Morgunblaðið/Styrmir Kári Benedikt Gröndal Mick Jagger

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.