Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Qupperneq 57
10.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Allir hljóta að sækjast eftir því
að hleypa gleði inn í líf sitt. Að
velja gleði eftir Kay Pollak er
bók sem fjallar um það að vaxa
og þroskast sem manneskja. Í
bókinni eru ótal æfingar og
leiðbeiningar sem hjálpa fólki
til að skapa sér betra líf. Hér er
meðal annars fjallað um þá ár-
áttu manna að eigna öðrum
eigin hvatir. Einnig er fjallað um
fyrirtlitningu og einelti og
kraftinn sem felst í því að
breyta hugsunum sínum.
Höfundurinn Kay Pollak er
kvikmyndaleikstjóri og einn
vinsælasti fyrirlesari Svíþjóðar
á þessu sviði. Þessi bók hans
varð metsölubók í Svíþjóð og
hefur verið þýdd á fjölmörg
tungumál.
Að hleypa gleði
inn í líf sitt
Eymundsson sendir vikulega frá sér lista yfir
mest seldu bækurnar í verslunum sínum og
nýjasti listinn er birtur á þessari opnu. En nú
hefur Eymundsson tekið upp þá nýbreytni að
senda einnig frá sér rafbóka-metsölulista fyr-
ir rafútgáfu á íslensku. Rétt er að taka fram
að sölutölur á þeim lista eru smáar í saman-
burði við prentaðar bækur.
Það er Auður Jónsdóttir sem situr í
fyrsta sæti á fyrsta rafbóka-metsölulista Ey-
mundssonar með bók sína Ósjálfrátt en
óhætt er að segja að sú bók hafi slegið í gegn
hjá íslenskum lesendum. Klámbókin Fimm-
tíu skuggar frelsis er í öðru sæti og
spennubókin Kuldi eftir Yrsu Sigurðar-
dóttur í því þriðja. Athygli vekur að Jonas
Jonasson er í sjöunda sæti listans með hina
bráðskemmtilegu og einkar fyndnu skáld-
sögu Gamlinginn sem skreið út um
gluggann og hvarf. Sannarlega ekki nýlega
útgefin bók þar á ferð en ekkert lát virðist á
vinsældunum enda er skemmtilegri bók varla
í boði. Auður Jónsdóttir Lesendur sækja í Ósjálfrátt.
Morgunblaðið/Ómar
AUÐUR Á TOPPI
RAFBÓKALISTANS
Rafbókarútgáfan af glæpasögunni
Engin spor eftir Viktor Arnar
Ingólfsson, eða House of Evi-
dence, eins og hún heitir í enskri
útgáfu, skaust upp í fjórða sæti á
heildarmetsölulista bandarísku
Amazon-vefverslunarinnar og í
fyrsta sæti á metsölulista yfir
krimma síðastliðinn þriðjudag.
Fyrir tæpu ári komst önnur bók
Viktors Arnars, Flateyjargáta,
inn á listann og þá í sjötta sæti á
heildarlistanum.
Engin spor er sakamálasaga
sem var tilnefnd til Glerlykilsins,
norrænu glæpasagnaverðlaunanna,
árið 2001. Í bókinni finnst sagn-
fræðingur og bankamaður af
virðulegri ætt látinn í gömlu húsi í
Reykjavík, en í ljós kemur að faðir
hans hafði verið skotinn í sömu
stofu og með sömu byssu næstum
þrjátíu árum áður – án þess að
tækist að upplýsa morðið.
VIKTOR ARNAR Á METSÖLULISTA AMAZON
Viktor Arnar Ingólfsson Bókin hans Engin spor komst á
metsölulista Amazon.
Morgunblaðið/Eggert
Vísnabókin ástsæla hefur verið
endurútgefin. Hún kom fyrst út
árið 1946 og hefur hvað eftir
annað verið endurútgefin. Með
tímanum var aukið við bókina
og henni breytt en hér kemur
hún út í nákvæmri eftirmynd
frumútgáfunnar.
Símon Jóh. Ágústsson valdi
vísurnar af einstakri smekkvísi
og Halldór Pétursson mynd-
skreytti á sinn eftirminnilega
hátt.
Þetta er bók sem íslensk
börn hafa lesið og skoðað í
rúma sex áratugi. Sígild bók
sem gleður.
Sígild vísnabók
sem stöðugt
gleður
Halldór Pétursson
Hvernig á að
lifa lífinu sem
best?
NÝJAR BÆKUR
ÞAÐ EINKENNIR NÝJAR BÆKUR Á MARKAÐI AÐ
ÞAR ER LESENDUM SAGT HVERNIG BEST SÉ AÐ
LIFA FARSÆLU LÍFI. GLEÐI OG HAMINGJA ERU Í
FORGRUNNI Í TVEIMUR ÞESSARA BÓKA. HAND-
BÓK UM ÞAÐ HVERNIG Á AÐ ELSKA GAGNAST
SVO ÖRUGGLEGA EINHVERJUM EN ÞEIR SEM
VILJA SKÁLDSKAP FÁ SÉR VÍSNABÓKINA.
Að finna hamingjuna – 10 leiðir að
hamingjuríku lífi eftir Barböru Ber-
ger fjallar, eins og nafnið gefur til
kynna, um hamingjuleitina. Hér er
hægt að fræðast um 10 leiðir að
hamingjuríku lífi. Meðal þess sem
höfundur brýnir fyrir lesendum er
að sætta sig við það sem er, sýna
heiðarleika, átta sig á kjarna málsins
og læra að horfa framhjá hverful-
leikanum.
Hvernig á að
finna hamingju?
Svona á að elska er leiðarvísir fyrir eldheita elskendur.
Þar geta þeir lesið sér til um daður og kelerí og fleira
skemmtilegt sem tilheyrir tilhugalífi. Myndir með ítar-
legum leiðbeiningum fylgja. Þeir sem vilja til dæmis
kynna sér hvernig á að bera sig að við fótadaður fá
hér nákvæmar lýsingar í myndum og máli. Djarfari
leiðbeiningar eru svo fjölmargar, eins og til dæmis
hvernig eigi að búa til kynlífsrólu.
Fjölbreytt og hugmynda-
ríkt ástarlíf
*Öll óregla og ógæfa bæði manna og þjóða er kom-in af því að menn hafa ekki gætt nema að sjálfumsér og einmitt með því gætt allra síst að sjálfum sér.
Jón Sigurðsson
BÓKSALA 30. janúar-5. febrúar
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Pennanum Eymundsson
1 Hver er ég - og ef svo er, hvemargir?
Richard D. Precht
2 Lilli klifurmús og hin dýrin íHálsaskógi
Thorbjorn Egner
3 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir
4 Sjóræninginn - skálduð ævisagaJón Gnarr
5 Iceland Small World - lítilSigurgeir Sigurjónsson
6 Undir hraunSigurður Guðmundsson
7 UndantekninginAuður Ava Ólafsdóttir
8 Ástir - kiljaJavier Marías
9 Lögreglustjóri Napóleons - kiljaStefan Zweig
10 Almanak Háskóla Íslands 2013Þorsteinn Sæmundsson
Kiljur
1 ÁstirJavier Marías
2 Skugga-BaldurSigurjón B. Sigurðsson - Sjón
3 Boðskapur LúsífersTom Egeland
4 GræðarinnAntti Tuomainen
5 IðrunHanne-Vibeke Holst
6 Hin ótrúlega pílagrímsgangaHarolds Fry
Rachel Joyce
7 AfleggjarinnAuður Ava Ólafsdóttir
8 AuðninYrsa Sigurðardóttir
9 SlátturHildur Knútsdóttir
10 ÓvinafagnaðurEinar Kárason
MÁLSHÁTTUR
VIKUNNAR
Kastaðu ei steinum úr glerhúsi.