Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.2. 2013 Nei, hættu nú alveg ENSKI VARNARJAXLINN JAMIE CARRAGHER HJÁ LIVERPOOL TILKYNNTI Í VIKUNNI AÐ SKÓRNIR FÆRU Á HILLUNA Í VOR. ÞAR MEÐ LÝKUR 17 ÁRA GLÆSTUM FERLI. Frábær leikmaður og frábær náungi. Drepfyndinn! Klikkaður þegar við vorum yngri en gott efni í knattspyrnustjóra í dag. Rio Ferdinand varnarmaður Manchester United um Jamie Carragher. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Jamie Carragher á 723 leiki að baki með aðalliði Liverpool. Þótt af mörgum sé að taka stendur einn upp úr; úrslitaleikurinn magnaði í Meistaradeild Evrópu í Istanbul vorið 2005. Frammistaða varnar- mannsins það kvöld var undraverð. Íþróttamenn, og aðrir keppnismenn auðvitað, þurfa reglulega að fórna sér fyrir málstaðinn en sjaldan hefur það verið gert jafn eftir- minnilega og í tilfelli Carraghers þegar Liverpool tryggði sér Evró- upmeistaratitilinn eftir að hafa verið 3:0 undir gegn AC Milan. Þegar langt var liðið á leikinn fékk Carragher krampa í annan fót- inn en henti sér skömmu síðar fyrir skot Brasilíumannsins Kaka og bjargaði í horn. Undir lok framlengingar lá Carragher aftur í grasinu með krampa; virtist algjörlega að niðurlotum kominn. En ekki gafst hann upp. Fór af velli eins og lög gera ráð fyrir en hökti umsvifalaust inn á aftur og bjargaði í horn fáeinum andartökum síðar. „Eins og Carragher hefði verið klónaður“ Annar eftirminnilegur leikur þennan vetur var viðureign gegn Eiði Smára Guðjohnsen og félögum í Chelsea, í undanúrslitum Meist- aradeildarinnar, stuttu eftir að Chelsea tryggði sér enska meist- aratitilinn. Carragher lék á við tvo, jafnvel þrjá, í vörninni. Chelsea sótti stíft og oft skapaðist mikil hætta við mark Liverpool en varn- armennirnir, ekki síst Carragher, hentu sér fyrir skot andstæðing- anna hvað eftir annað. Eiður fékk gullið tækifæri til að skora seint í leiknum, en Carragher – hver annar? – kom í veg fyrir mark á síð- ustu stundu. „Ég hélt að boltinn væri á leið í markið en það var eins og Carragher hefði verið klónaður. Hann var alls staðar,“ var haft eftir Eiði í staðarblaðinu, Liverpool Echo. Carragher á að baki 496 leiki í ensku deildinni og hefur gert 3 mörk. Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu síðustu misseri, en var í byrjunarliðinu tvívegis á dögunum, gegn stórliðum Manchester City og Arsenal, og var frábær. Sýndi að enn lifir í gömlum glæðum, en notaði svo tækifærið til að tilkynna ákvörðun sína um að skórnir færu á hilluna í vor. Vel við hæfi að láta vita af því þegar vel gengur. Gera má ráð fyrir að 497. deildarleikur Carraghers verði gegn WBA á mánudagskvöldið og 500 leikja markinu verði náð fljótlega. Leikir hans í ensku bikarkeppninni eru orðnir 40, 35 í deildarbik- arnum og hann á að baki alls 148 leiki í Evrópukeppninni. Leikir með enska A-landsliðinu urðu 38. Á góðri stund með pólska mark- verðinum Jerzy Dudek sem lengi lék með Liverpool. AP UNDRIÐ Í ISTANBUL AFP um betur gefið að skora en honum. Fáum er hins vegar betur gefið að verjast og um nokkurt skeið var hann án efa einn besti varnarmaður Englands og jafnvel heims- ins. Mörgum kom spánskt fyrir sjónir að hann átti ekki fast sæti í landsliði Eng- lands nema skamma hríð, því áreiðanlegri varnarmaður var vandfundinn, en hugs- anlega hafði áhrif að hann var notaður í ýmsar stöður hjá Liverpool; aftasti maður á miðjunni, hægri eða vinstri bakvörður en festi á endanum rætur sem miðvörður við góðan orðstír, þar sem ódrepandi bar- áttuvilji og útsjónarsemi kom sér vel. Tímasetning er eitt það mikilvægasta í fari varnarmanns; að vita hvenær skal ráðast að andstæðingi en hvenær hinkra. Carragher sýndi enn einu sinni gott tíma- skyn á fimmtudaginn; þá var ákvörðun hans tilkynnt á heimasíðu félagsins. „Það er óþarfi að þjálfarinn sé að svara spurningum um framtíð mín fyrst ég hef þegar tekið ákvörðun,“ sagði Carragher. James Lee Duncan Carragher hefurverið eitt helsta tákn enska knatt-spyrnufélagsins Liverpool í mörg ár, ásamt fyrirliðanum, Steven Gerrard. Carragher er sannur harðjaxl sem aldr- ei gefur þumlung eftir; einn þeirra sem eru alltaf tilbúnir að fórna sér fyrir mál- staðinn. Varnarmaðurinn, sem er orðinn 35 ára, tilkynnti í vikunni að ferlinum lyki í vor. Ekki er algengt að leikmenn starfi fyrir sama félag allan ferilinn en sú er raunin með þá félaga úr Bítlaborginni. Carragher – sem var stuðningsmaður erkifjendanna í Everton í æsku – byrj- aði hjá Liverpool níu ára. Eftir farsælan feril í drengja- og unglingaliðunum fékk hann að spreyta sig með aðalliðinu vet- urinn 1996-97 og var orðinn fastamaður veturinn eftir. Carragher byrjaði sparkferilinn sem framherji en var strax sem barn færður aftar á völlinn, enda flest- Carragher eða Diego Mara- dona! Eftir úrslistaleikinn fræga í Istanbul vorið 2005. Morgunblaðið/Skapti

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.