Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.02.2013, Side 64
SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2013
Dredd dómari mætir
í Leiguna 13. febrúar
Þín ánægja er okkar markmið
Hann er í senn dómari, kviðdómur og böðull
og berst við glæpahyskið í Mega City One.
Sjáðu hvernig hann lætur réttlætið sigra
í Leigunni í Vodafone Sjónvarpi.
5.1
SURROUND
FÁANLEG Í
vodafone.is/leigan
Þetta var nú alltaf svona í gamla daga. Leikur vik-unnar bara. En þetta er gífurleg afturför varð-andi þjónustu,“ segir Gylfi Þór Orrason, einn
helsti stuðningsmaður West Ham hér á landi.
Gylfi styður lið sem leikur oft á laugardegi klukkan
þrjú og er leikur liðsins oft á hliðarrásum Stöðvar 2
sport. Eitthvað sem stuðningsmenn minni liða gætu lið-
ið fyrir en samkvæmt nýjum reglum sem forsvarsmenn
ensku úrvalsdeildarinnar íhuga nú að setja, þá verður
aðeins einn leikur í beinni útsendingu á laugardögum
sem Gylfi segir að sé eins og að fara úr einbýlishúsi í
kústaskáp. „Ég mun samt ekkert sérstaklega sakna
þess að sjá West Ham spila. Allavega ekki eins og liðið
spilar núna. Þetta er svolítið leið eitt hjá Sam Allardyce.
Það var eiginlega skemmtilegra að horfa á liðið í fallbar-
áttu hérna í gamla daga. Þá voru þeir allavega að spila
fótbolta.“
Hugmyndirnar ganga út á það að banna öllum rétt-
höfum í Evrópu að sýna fleiri en einn leik í beinni út-
sendingu klukkan 15 á hverjum laugardegi. Engar tak-
markanir eru á þessu núna.
Ef Gylfi Sigurðsson verður kominn í byrjunarlið Tott-
enham á næsta tímabili og Cardiff City fer upp í Úrvals-
deildina með Aron Einar Gunnarsson innanborðs verð-
ur því væntanlega erfitt að sjá leiki með þeim félögum.
Erfiðara en það er í dag.
Morgunblaðið/RAX
ENSKI BOLTINN ÁFRAM Á STÖÐ 2 SPORT 2
Úr einbýlishúsi í kústaskáp
Gylfi Þór Orrason segir
að verði sýningartímum
enska boltans breytt komi
það niður á stuðnings-
mönnum minni liða.
„Þó svo að Pjakkur og Píla séu
systkin úr sama goti eru þau af-
skaplega ólíkir persónuleikar,“
segir María Björk Sverrisdóttir
söngkona um kettina sína tvo.
„Píla er ákveðin og stygg og á
það til að fela sig þegar ókunnugir
koma í heimsókn. Pjakkur er lítill
bangsi, mun meðfærilegri og af-
skaplega forvitinn. Hann bíður við
útidyrnar eftir að ég komi heim á
daginn og er mjög áhugasamur um
allt sem ég geri, hvort sem það er
að elda eða syngja, svo ég er aldrei
ein. Þau eiga þó til að fara stund-
um í fýlu ef þau eru ein heima í
langan tíma. Á sumrin höfum við
því tekið þau með í hjólhýsaferðir
en þá þarf að passa vel upp á þau.
Það er nær ómögulegt að stjórna
köttum, þeir gera það sem þeir
vilja þegar þeir ætla sér það,“ seg-
ir María Björk og nefnir að hún
hafi í upphafi girt garðinn af heima
hjá sér til þess að leyfa þeim að
vera úti. Þau hafi þó fljótt náð að
brjóta sér leið í gegnum netið.
„Pjakkur er eiginlega í uppáhaldi
hjá mér og kærastinn grínast
stundum með því að segja að ég
geri upp á milli barnanna minna.
Hann hefur eflaust rétt fyrir sér,“
segir María Björk hlæjandi.
GÆLUDÝRIÐ MITT
Ferðast í
hjólhýsi
María Björk með Pjakk og Pílu sem eru af tegundinni Maine Coon. „Þeir eru
stórir eins og fjallaljón, með rosalegar loppur. Geta orðið allt að 10 kíló.“
Morgunblaðið/Ómar
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Ghandi er líkt og þeir félagar með
hjarta úr gulli. Kannski er það útlit-
ið. Kannski er það hárleysið. En líkir
eru þeir.
Ben Kingsley er líkur Agli á marg-
an hátt. Ekki bara hárleysið heldur
er hann einnig frábær leikari með
hjarta úr gulli.
Egill Ólafsson er sextugur um
helgina. Egill hefur verið þjóðareign
í langan tíma, skemmt landanum
með söng og leik.