Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 H annes Hólmsteinn Gissurarson, pró- fessor í stjórn- málafræði við Há- skóla Íslands, fagnar sextugsafmæli 19. febrúar næstkomandi. „Þegar ég var ungur maður fundust mér menn sem voru sextugir býsna gamlir,“ segir Hannes og bætir við: „Það sem heldur mér tiltölulega ungum er að ég er að kenna ungu fólki og hef gaman af að blanda geði við það.“ Var leitandi sál Segðu mér fyrst aðeins frá for- eldrum þínum og uppeldi. „Móðir mín var stórkostleg kona sem sinnti mér mjög vel en ég held að ég hafi á unga aldri van- metið föður minn. Hann var ekki eins sterkur persónuleiki og móðir mín en hafði marga góða hæfileika. Hann var mannblendinn, skraf- hreifinn, afskaplega elskulegur og góðgjarn, víðsýnn og hófsamur. Sem barn var ég satt að segja dálítill prófessor. Móðir mín var barnakennari að mennt og kenndi mér að lesa tiltölulega snemma og síðan lærði ég dönsku af Andrés- arblöðunum, gekk á eftir móður minni og þráspurði hana um merk- ingu einstakra orða. Eftir að ég lærði að lesa dró ég mig nokkuð í hlé frá leikjum hinna krakkanna. Ég hafði ekki áhuga á því sem þeir voru að gera og steig inn í heim bókanna. Ég var frekar ómannblendinn og feiminn en mér var ekki útskúfað og varð ekki fyr- ir einelti sem ég tók eftir. Ég var stilltur, alvörugefinn og þægur drengur. Mér gekk vel í skóla, kennarar héldu upp á mig og námsbrautin var bein og greið. Í menntaskóla kynntist ég mörgum af þeim sem enn eru vinir mínir og á milli okkar er hið þægilega sam- band sem verður á milli manna sem hafa þekkst áratugum saman og þurfa engan að plata. Aðrir í vinahópi mínum eru þeir sem ég kynntist í háskólapólitíkinni í gamla daga og held enn mjög góðu sambandi við, til dæmis ritstjóri þíns ágæta blaðs.“ Er eitthvað sem þú hefðir viljað gera öðruvísi í lífinu? „Já, ég hefði gjarnan viljað stunda meira nám í íslensku og bókmenntum. Ég hefði líka viljað koma mér upp mun fyrr þeirri þekkingu og reynslu sem ég bý að í dag. Núna veit ég nákvæmlega hvernig ég vil nota tímann og hvað ég vil gera í tómstundum. Þegar ég var yngri var ég leitandi sál. Ég get þó ekki sagt að ég sjái sér- staklega eftir allri þeirri leit. Ég tek undir með Ólafi Thors að við eigum ekki að eyða lífinu í það að kvíða fyrir eða sjá eftir.“ Finnst þér þú hafa átt góða ævi? „Já. Ég hef búið við góða heilsu og frá því í barnaskóla þar til ég lauk menntaskóla vantaði mig ekki einn einasta dag í skóla. Ég hef lif- að mjög innihaldsríku og áhuga- verðu lífi. Mér hefur gefist kostur á að kynnast vel mörgum stærstu öndum 20. aldar, Friedrich von Hayek, Milton Friedman og Karli Popper. Einnig öflugum erlendum stjórnmálamönnum: Berlusconi, George Bush, Chirac, Thatcher. Þessir einstaklingar áttu það sam- eiginlegt að hafa svo mikla útgeisl- un og aðdráttarafl að andrúms- loftið breyttist þegar þeir stigu inn í herbergið. Ég var eitt sinn á ráð- stefnu með Milton Friedman og þótt hann væri agnarsmár gat ég alltaf vitað hvar hann var vegna þess að í kringum hann var stærsti hópurinn.“ Kominn með sigg á sálina Stundum er sagt að fólk mildist með árunum, þótt það sé örugg- lega ekki algilt. Hefur þú mildast með árunum? „Ég er ekki viss um að skoðanir mínar hafi breyst því ég tel að þær hafi frá upphafi verið til- tölulega hófsamlegar, þótt mörgum finnist hið gagnstæða. Það sem hefur frekar gerst er að ég kippi mér ekki lengur eins upp við and- stöðu og ósanngirni og ég gerði áður fyrr. Með öðrum orðum: Ég er kominn með sigg á sálina.“ Var erfitt fyrir þig að vera svo umdeildur? „Ég held að mjög margir hefðu í sömu sporum komist í miklu meira uppnám en ég. Haustið 2004 stóð ég til dæmis andspænis því að höfðað var mál á hendur mér vegna bóka minna um Halldór Laxness sem voru skrifaðar í óþökk Laxness-fjölskyldunnar og á sama tíma var ég dreginn fyrir dóm í Lundúnum. Þetta kostaði mig stórfé, samtals um 30 millj- ónir. Við bættist að hafin var mikil herferð gegn mér í Háskóla Ís- lands. Þetta var ekki skemmtilegur tími. Ég stóðst prófið og komst óskaddaður frá því en auðvitað tók þetta á.“ Þú ert mjög vinnusamur maður. Færir vinnan þér ánægju? „Við hliðið mitt ég heimanbúinn stend, á himni ljómar dagsins gullna rönd. Sú gjöf mér væri gleðilegust send að góður vinnudagur færi í hönd. Þessi einfalda staka eftir Jón Helgason prófessor er kjörorð mitt í lífinu.“ Á nokkur skábörn Margir velta fyrir sér einkalífi þínu. Ætlarðu einhvern tímann að tjá þig um það? „Ég hef ekkert á móti því að tjá mig um einkalíf mitt en ætla ekki að gera það í Morgunblaðinu. Í þessu viðtali hef ég rætt um fjöl- skyldu mína en ég held að ég geymi aðra kafla í einkalífi mínu fyrir bækur sem ég ætla að skrifa síðar meir og yrði ekki hissa á að myndu sæta tíðindum. Öll þurfum við að glíma við vanda tilverunnar og ég hef gert það á minn hátt og get miðlað öðrum af því. Ég hef hugsað mér að skrifa bækur um reynslu mína af ýmsum toga. Einnig ætla ég að skrifa bók um minnisstæða menn sem ég hef kynnst og sögulega viðburði sem ég hef orðið vitni að.“ Finnst þér verra að vera barn- laus? „Já og nei. Í raun og veru á ég börn. Systur mínar eiga dætur sem eru hálfgerðar fósturdætur mínar og Aníta Ylfa Jónsdóttir, dóttir fráskilins vinar míns sem leigði lengi hjá mér, er sömuleiðis eins konar fósturdóttir mín. Þannig að ég á nokkur skábörn. Það er góð viðbót við manns eigið líf að geta stutt aðra og fengið stuðning frá öðrum. Þetta minnir mig á það að þegar ég var ungur drengur þá bjó vinafólk foreldra minna í næstu íbúð. Nágrannakonan hét María Haraldsdóttir og hún var mér eins og önnur móðir. Mér þótti allt gott sem María gerði. Þegar ég vildi ekki matinn heima hjá móður minni fór ég yfir til Maríu til að fá mat hjá henni. Móðir mín laum- aðist þá til Maríu með matinn sem ég hafði ekki viljað og ég borðaði Hamingjan er uppgjör við lífið HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON, SEM VERÐUR SEXTUGUR Í NÆSTU VIKU, RÆÐIR UM BARNÆSKU OG VINNUSEMI. EINNIG TALAR HANN UM SKÁBÖRN- IN SEM HANN Á OG LÍFIÐ Í BRASILÍU. ERFIÐIR TÍMAR OG HAMINGJAN BERAST EINNIG Í TAL. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is * Öll þurfum við að glíma við vandatilverunnar og ég hef gert það á minnhátt og get miðlað öðrum af því. Ég hef hugsað mér að skrifa bækur um reynslu mína af ýmsum toga. Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.