Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 16
*Ferðalög og flakkVíetnam er heimur út af fyrir sig. Mannmergð og fjöldi mótorhjóla vekja athygli ferðalanga »18 Ferjan sem gengur frá Ystad á Skáni í Svíþjóð er um klukkustund til Rönne, höfuðstaðar Borgundarhólms. Á þessari dönsku Eystra- saltseyju búa um 40 þúsund manns. Þetta er gróðursæll staður og því er hér stundaður öflugur landbúnaður og margir bændur fást við heimavinnslu á matvælum. Þó má segja að ferðaþjónusta haldi þessum stað uppi. Hingað koma um það bil 650 þúsund ferða- menn á ári; mörgum Dönum er metnaðarmál að heimsækja þessa paradís sem áður var listamannanýlenda. Hér býðst ferðamönn- um margvísleg afþreying og fræðsla, t.d. um víkingatímann. Við hjónin búum hér í Gudhjem, 700 manna þorpi og rekum Hótel Klett, sem er nafn við hæfi á hömrum girtri eyju. Björn S. Lárusson Björn S. Lárusson og Eydís Stein- þórsdóttir, hjón og hótelfólk. Paradís í Eystrasaltinu Götumynd frá Gudhjem. PÓSTKORT F RÁ BORGUN DARHÓLMI Víða er fallegt á Borglundarhólmi og hér er horft yfir höfnina í Gudhjem. Hvað heillaði þig við Írland? „Upphaflega var það tónlistin sem heillaði mig. Amma mín var mjög hrifin af írskri tón- list og ég hlustaði á hana með henni. Seinna bar ég óttablandna virðingu fyrir þessari þjóð af því að þau unnu svo oft í Eurovision og eftir að ég fór til Írlands í fyrsta sinn og skoðaði mig um var það landslagið, þjóð- arsálin og margar hefðirnar sem ég áttaði mig á að höfða mjög sterkt til mín. Írar eru ákaflega skemmtilegt fólk, gott grín í þeim, ekki mikið að stressa sig og þó svo að efna- hagsástandið, veðrið og allt hitt þyki bagalegt er það ekkert sem ekki jafnar sig á pöbbnum. Þeir eru stoltir af sögunni og arfleifðinni sinni og mikið baráttufólk án þess þó að taka sig of hátíðlega. Munurinn á írska lýðveldinu og Norður-Írlandi er talsverður svo það er mjög athyglisvert að eyða tíma og skoða sig um á báðum stöðum. Mér hefur aldrei liðið jafn- notalega og þegar ég settist inn á funheitan pöbb í Derry eftir þriggja tíma langa Bloody Sunday-göngu á ísköldum janúardegi, allt fullt af fólki, Drisheen og Guinness og góð tónlist. Fullkomið.“ Lumarðu á góðum ráðum fyrir ferðalanga sem vilja skoða sig um á Írlandi? „Dublin er líklega algengasti áfangastaður þeirra sem heimsækja landið í nokkra daga en ég mæli eindregið með því að fara út fyrir borgina og í litlu bæina og þorpin. Svo er vin- sæl hefð að fara í nokkurra daga ferðalag um landið og fá sér að minnsta kosti einn Guin- ness í hverri sýslu (32 sýslur). Kerry-sýsla á suðurströndinni er ægifögur og í Cork má kyssa Blarney-steininn og öðlast gríðarlega mælsku fyrir vikið. Donegal í norðri er dásamlega fallegt svæði og ég mæli með því að eyða tíma í Derry, Omagh og nærsveitum á Norður-Írlandi auk þess sem Belfast er mjög skemmtileg borg. Á Norður-Írlandi þarf að muna að vera með bresk pund á sér og að vera ekki í bol með bresku konungsfjölskyld- unni framan á.“ Lentirðu í einhverjum hremmingum í ferðinni? Ég hef komið nokkuð oft til Írlands og yf- irleitt lent í einhverju skemmtilegu þó svo að það flokkist kannski ekki beint undir hremm- ingar. Ég þyki víst helst til glannaleg í vinstri umferð, reyndar ekki orðið vör við það sjálf. (Ég tel litla hringtorgs-dramað mitt í Tralee ekki með.) Einu sinni ákvað ég að hjóla heim af pöbbnum í smábænum Doolin en tók með- vitaða ákvörðun um að hjóla óvart aðeins ofan í skurð á leiðinni með smávægilegum meiðslum. Þar voru þrír asnar í nálægri girð- ingu sem komu og gáðu að mér þar sem ég klifraði upp úr skurðinum. Það var ánægju- legt. Írar nota líka mikið af gelískum orðum sem þeir hafa lagað að enskunni svo misskiln- ingur á tungumálagrundvelli var mjög algeng- ur til að byrja með. En allt gerir þetta ferð- irnar ennþá eftirminnilegri og skemmtilegri.“ FERÐASAGA FRÁ ÍRLANDI Ástandið jafnar sig á pöbbnum SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, RITHÖFUNDUR OG STARFSMAÐUR UNICEF Á ÍS- LANDI, ELSKAR ALLT VIÐ ÍRLAND. SÉRSTAKLEGA TÓNLISTINA EN HÚN BER VIRÐINGU FYRIR HVAÐ ÍRAR HAFA UNNIÐ EUROVISION OFT. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.