Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 49
17.2. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 L íkt og verðlaunapall- arnir sýna er ljóst að Nóa kropp er með vinsælasta íslenska góðgætinu að mati álitsgjafa Sunnudagsblaðs Morg- unblaðsins. Fast á hæla kroppsins koma súkkulaðirúsínurnar sem Góa hefur framleitt í um 40 ár og þriðja sætinu deildu nokkrar gerðir; fylltar Appolo-lakkr- ísreimar, Lakkrísdraumur, Hrís- kúlur og Þristur. Samsuðan súkkulaði og lakkrís er greinilega vinsæl hérlendis en erlendis er þessi blanda lítt þekkt. Þess má geta að árið 2007 komst Þristur einmitt í heimsfréttirnar þegar vefsíðan Weeklydig birti sælgæt- isgagnrýni sem bandaríski rithöf- undurinn Steve Almond skrifaði og lofaði þar súkkulaðið í hástert. Þótt könnunin sé ekki hávís- indaleg staðfestu talsmenn tveggja efstu sætanna, hjá Góu og Nóa Síríusi, að kroppið og Kaliforníu rúsínur væru með vinsælustu vörum þeirra svo einhverjar álykt- anir má draga af atkvæðatalningu. Samkvæmt því sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur skoðað eru elstu dæmi um merkingu orðsins sæl- gæti yndi, unaður og munaður. Sælgæti virðist fyrst koma fyrir í íslensku máli á 16. öld. Þegar líð- ur á 19. öldina er sælgæti hins vegar notað um eitthvað sem er bragðgott en það getur verið kjöt- meti og fiskur, grautur og kaffi svo eitthvað sé nefnt. sælgætisins „Það er í kringum árið 1983 sem framleiðsla hefst á Nóa kroppi. Ég vann við vöruþróun á þessum tíma og á þessum tíma vorum við að framleiða karamellukúlur og súkkulaðirúsínur og vorum að leita að ein- hverri skemmtilegri vöru í svipuðum flokki og duttum niður á þessa lausn,“ segir Rúnar Ingibjartsson, gæðastjóri hjá Nóa Síríusi, um Nóa kropp. Nóa kropp fékk flest atkvæði sem besta íslenska sælgætið en mikill meirihluti álitsgjafa Morgunblaðsins sagði súkkulaðikexkúlurnar vera í eftirlæti. „Á þessum tíma var ekki svo mikið af smærra sælgæti til sölu. Við vorum jú með brjóstsykur og hjúplakkrís en framboðið var meira í stærri súkkulaðistykkjum. En þessi atkvæði stemma alveg við okkar sölutölur. Nóa kroppið varð strax feikilega vinsæl vara sem selst mjög jafnt yfir allt árið. Þannig að þetta er ekki bara jóla-, páska- eða sum- arvara eins og oft er. Kroppið er líka ein af þeim vörum sem hafa orðið vinsælar í bakstri og eftirréttum.“ Kúlurnar eru nákvæmlega eins í dag og þær voru fyrir um þrjátíu ár- um, með sama súkkulaði og af sömu stærð – þótt ýmis tilbrigði hafi einnig litið dagsins ljós. Kroppið að nálgast fertugsaldur Rúnar Ingi- bjartsson hjá Nóa Síríusi. „Kaliforníu súkkulaðirúsínurnar eiga sér eflaust í það minnsta fjörtíu ára sögu,“ segir Helgi Vilhjálmsson, jafnan nefndur Helgi í Góu. Miðað við atkvæði álitsgjafa Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins eru súkku- laðihúðaðar rúsínur, svokallaðar Kaliforníu rúsínur, annað vinsælasta ís- lenska sælgætið. „Súkkulaðirúsínur eiga sér langa sögu en ég man fyrst eftir þessari vöru frá Viking. Þær voru seldar í glærum poka með gulum miða.“ Helgi man sælgætissögu Íslendinga vel en eftirlætis sælgætið hans fyrr og síðar er ekki lengur framleitt en það hét Ábætir. Helgi staðfestir að vinsældir rúsínanna séu það miklar að álitsgjöf Morgunblaðsins séu líklega á pari við sölutölur. „Ég fór sjálfur til Kali- forníu til að finna þessar rúsínur sem ég hjúpa svo súkkulaði hér heima. Ég ákvað að fara út einn daginn eftir að þessar „beru“ rúsínur eins og ég kalla þær beint af skepnunni, hækkuðu gífurlega í verði hjá heildsal- anum. Þá skruppum við vinur minn út og ákváðum að gera þetta sjálfir. Ég flyt inn um fjóra gáma af þessum rúsínum á ári. Annars stendur Hraunið mitt rúsínunum ekki langt að baki og nýtur stöðugra vin- sælda.“ Íslendingar borða um fjóra gáma á ári Helgi Vilhjálmsson, jafnan kallaður Helgi í Góu. Ingibjörg Reynisdóttir rithöfundur og leikkona Blandaður Appolo-lakkrís er í uppáhaldi, eins finnst mér Nóa-kropp og gömlu góðu kókosbollurnar líka voða góðar. Jón Margeir Sverrisson sundkappi og íþróttamaður Reykjavíkur Bingókúlur,Trompbitar og Bananasprengjur. Kjartan Guðmundsson blaðamaður Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður María Birta Bjarnadóttir leikkona Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur Síríus-suðusúkkulaði, tvöfalt í bréfinu, bæði til að laga heitt súkkulaði með rjóma og til áts, Lakkrísdraumur og Nóa- súkkulaðirúsínur. Páll Einarsson jarðskjálftafræðingur Það er nú verið að reyna að draga úr sælgætisneyslu á heimilinu, en Nizza með lakkrís stenst náttúrlega enginn. Nota það ef mér bráðliggur á að auka vinsældir mínar. Pétur Örn Guðmundsson lagahöfundur Sólveig Guðmundsdóttir leikkona Stefán Hilmarsson tónlistarmaður Ég er aðallega súkkulaði- maður, lítið fyrir annað nammi, gríp þó endrum og sinnum í lakkrístengt slikk. Ég sætti mig nánast við hvað sem er, svo fremi sem það er súkkulaðiór- íenterað. En get t.d. nefnt Æði, Flórída, Hraun, Conga.Allt er þetta háklassík. Sölvi Tryggvason dagskrárgerðarmaður Sunna Dís Másdóttir blaðamaður Ég er, eins og svo margir aðrir, forfallinn lakkrís-súkkulaðikombó aðdáandi. Ég tek með mér nesti ef ég fer út fyrir landssteinana í lengri tíma þar sem aðrar þjóðir virðast ekki hafa uppgötvað þessa snilld. Þorbjörg (Tobba) Marinósdóttir dagskrárgerðarkona Völundur Snær Völundarson matreiðslumaður Yesmine Olsson listakokkur og dansari Þristur, Djúpur og Nóa-kropp. Þóra Arnórsdóttir sjónvarpskona Ljósar Californiu-súkkulaði- rúsínur, Nóa-hjúplakkrís og Trítlar. Einnig Opal-appelsínu- súkkulaði og fylltar Appolo- reimar. PI PA R \T BW A -S ÍA Sæktu um lykil núna á ob.isí tíunda hvert skipti sem þú dælir 25 lítrum eða meirameð ÓB-lyklinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.