Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 Matur og drykkir V ið vinkonurnar ákváðum að hittast og fara yfir nýafstaðið brúðkaup en ein í hópnum, Ásta Björg, gifti sig fyrir tveimur vikum,“ segir Guðrún Heimisdóttir, sérfræðingur hjá Arion banka og gestgjafi í Hafnarfirði eitt þriðjudags- kvöld. Æskuvinkonur Guðrúnar hafa verið saman í saumaklúbbi, sem þær kalla reyndar nammiklúbb, í um 13 ár. Þær voru allar saman í grunnskóla og Guðrún segir að reyndar mætti kalla nammiklúbbinn hollustuklúbb í dag því undanfarið hefur aukin áhersla verið lögð á gæðafæði. „Ég er reyndar ekki mikil matarboðsmanneskja en maðurinn minn er þeim mun sterkari á því sviði og við erum gott tvíeyki þegar við fáum matargesti.“ Skálar úr suðusúkkulaði sem Guðrún útbjó fyrir boðið sýna reyndar að henni er margt til lista lagt en skálarnar eru útbúnar þannig að blöðrur sem blásið hefur verið ör- lítið í eru þaktar bráðnu suðusúkkulaði til hálfs og stungið inn í ís- skáp. Daginn eftir eru blöðrurnar sprengdar og eftir standa dýr- indis skálar sem hægt er að borða og má fylla af alls kyns gúmmelaði. „Við reynum að hittast reglulega og í þetta skiptið var kjúklingur og æðislegur kartöfluréttur sem ég mæli með í aðalrétt. Við hjónin vorum búin að prófa okkur áfram með eftirréttinn í nokkra daga og ég var afar sátt við útkomuna.“ Guðrún og Margrét Lilja hjálpast að við að raða forréttinum á bakka. MATARBOÐ Í HAFNARFIRÐI Nammi- klúbburinn María Kristín Gröndal, Margrét Lilja Pálsdóttir, Guðrún Heimisdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Ásta Björg Davíðsdóttir. GUÐRÚN HEIMISDÓTTIR OG ÆSKUVINKONUR HENNAR AF SELTJARNARNESI HITTAST REGLULEGA OG BORÐA SAMAN GÓÐAN MAT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is 1 kg kjúklingabringur ½ bolli möndlumjöl ½ bolli kókosmjöl ¼ tsk. sjávarsalt 2 egg 2 msk. kókosolía Blandið saman möndlumjöli, kók- osmjöli og sjávarsalti í skál. Hrærið eggin saman í annarri skál. Skerið kjúk- linginn í sneiðar, dýfið honum í eggið og veltið upp úr mjölinu. Brúnið kjúkling- inn upp úr kókosolíu á heitri pönnu. Raðið í eldfast mót og bakið í ofni við 180°C í 20 mínútur. Kjúklingurinn Hvítar sósur passa vel með kjúklingnum, Guðrún mælir með saffransósu og grænum Ora-baunum. Tilvalinn forréttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.