Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 38
Bergur Ebbi Bendiktsson, lög- fræðingur og hluti af grínhópn- um Mið-Íslandi, á það til að kaupa of lítil föt. Ljósmynd/Ernir Eyjólfsson Best er að kaupa heilar gínur segir Bergur. Einu sinni munaði litlu að Bergur hefði keypt Tag Hauer úr á 700 þúsund krónur. Bergur velur Guðmund Jörundsson fatahönnuð fram yfir Hugo Boss. BERGUR EBBI GRÍNISTI Best er að kaupa heilar gínur BERGUR EBBI BENEDIKTSSON Í MIÐ-ÍSLANDS-HÓPNUM ER MIKILL SMEKKMAÐUR. TÖFFARI AF GUÐS NÁÐ. MIÐ-ÍSLAND ER MEÐ UPPISTAND ALLAR HELGAR Í ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARANUM ÞAR SEM HLÁTURTAUGARNAR ERU KITLAÐAR. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hver hafa verið bestu fatakaupin þín? Það eru ekki til góð fatakaup. Við eigum að vera með nagandi samviskubit í hvert skipti sem við kaupum föt. Guð skapaði okkur nakin en Eva stóðst ekki freistingar djöfulsins og í kjölfarið varð skömmin til og þess vegna þurf- um við sífellt að hylja líkama okkar. Að vera stoltur af fatakaupum er svipað eins og að vera stoltur af vanmætti sínum, en slíkt nefn- ist dramb og er ávísun á siðferðislega hnignun manneskjunnar. En þau verstu? Ég á það til að kaupa of lítil föt. Ég var lít- ill eftir aldri og það tognaði ekki úr mér fyrr en ég var 16 ára. Ég er enn fastur í þessu. Stundum kaupi ég peysur með ermum sem ná varla yfir olnboga. Ég er enn að lenda í því að vakna um miðjar nætur og hrökkva í kút yfir hvað ég er með langa fætur og hendur. Stundum er þetta allt komið í hnút undir sænginni. Hvar kaupir þú helst föt? Ég veit það ekki. Þau koma bara til mín. Ég held hreinlega að ég sé með þetta allt í láni. Hver er flottasta búð sem þú hefur komið í? Ég fór einu sinni inn í úradeildina í Ka- DeWe í Berlín, en það er stærsta verslunarhús borgarinnar, og var að skoða Tag Heuer og eitthvert gúmmelaði. Það kom upp að mér eldri maður í jakkafötum og spurði hvort ég vildi leggjast á bekk á meðan hann sýndi mér úrin. Mér leið eins og ég væri að ganga í Vís- indakirkjuna og var mjög nálægt því að kaupa mér ca. 700 þúsund króna úr. Manstu eftir einhverjum tískuslysum sem þú tókst þátt í? Ég var með eyrnalokk þegar ég var 13 ára. Silfraðan hring. Það er ógeðslega ljótt. En sem betur fer var ég enn barn á þessum tíma og fólk hefur bara haldið að ég ætti smekk- lausa foreldra. Hvað hefurðu helst í huga þegar þú velur föt? Í hvert skipti sem ég klæði mig hugsa ég eftirfarandi: Hvað ef það kæmi maður upp að mér núna og rétti mér brúnt umslag? Í um- slaginu væri bankatékki upp á 8 milljónir evra og farseðill til München ásamt litlum miða sem á stæði: „taktu við þessu lítilræði, góur- inn, eina skilyrðið er að þú mátt ekki skipta um föt næstu þrjú árin.“ Litadýrð eða svarthvítt? Í fimm ár dreymdi mig stöðugt í svarthvítu og nefni ég þetta tímabil ævi minnar jafnan „radíó-tímabilið“. Þegar mig byrjaði að dreyma aftur í lit tók ég eftir því að „rauð“ brögð, til dæmis jarðarberjabragð og kirsju- berjabragð, voru orðin gul og minntu frekar á sítrónu og vanillu. Í dag tala ég um það sem „orange-tímabilið“ því skilin á milli guls og rauðs máðust út og urðu að einhverskonar appelsínugulu suði, sem ég gat einmitt heyrt skýrt og greinilega ef það var alger þögn í kringum mig. En sem sagt … bíddu … hver var aftur spurningin? Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Maður á að kaupa föt hratt og algerlega eftir tilfinningu. Ef maður byggði fatakaup sín eingöngu á rökhugsun þá ætti maður bara tvo eiturefnagalla og eitt par af támjóum skóm. Svo er ég með annað ráð. Best er að kaupa heilar gínur. Ganga inn í búð og benda á gínu og kaupa það sem hún klæðist. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég hef alltaf öfundað einræðisherra. Þeir virðast komast upp með að klæðast mjög þægilegum og stílhreinum fötum. Undirmenn þeirra, til dæmis æðstu yfirmenn hersins og ráðherrar í ríkisstjórninni, eru yfirleitt í óþægilegum ullarjakkafötum með hundrað þungar medalíur utan á sér, en einræðisherr- ann sjálfur er yfirleitt í kragalausri mussu og með gott hár. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Ég hef aldrei skilið tískuheiminn eða hvern- ig maður velur sér uppáhaldshönnuð. Ég veit til dæmis að Hugo Boss er ekki nettur gaur sem hannar föt heldur þýskur klæðskeri sem dó árið 1948 og vann sér það helst til frægðar að hafa saumað föt á nasistaflokkinn. Í dag sitja hins vegar hundruð hönnuða sveittir í ítölsku vöruhúsi og hanna eitthvað í „anda“ gamla nasistans. Ég veit ekki með hverjum maður á að halda í þessum málum. Ekki nema ég velji einhvern sem ég þekki. Guð- mundur Jörundsson er íslenskur fatahönn- uður sem ég veit fyrir víst að hannar fötin sín sjálfur og fötin eru mjög flott. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég hef oft pælt í þessu. Segjum sem svo að ég ætti endalaust af peningum. Þá væri ég væntanlega einnig mjög valdamikill og að öllum líkindum einnig siðferðislega brenglaður. Ef við gefum okkur að ég væri bæði ríkur, valdamikill og siðspilltur þá myndi ég ganga um í pelsi úr lif- andi minkum og með a.m.k. þrjár skammbyssur á mér sem fylgihluti. Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða ár myndirðu velja og hvert færirðu? Ég væri frekar til í að ferðast aftur í tímann til að selja fólki föt en að kaupa þau. Það væri til dæmis gaman að selja Júlíusi Ses- ar FILA-jogginggalla því hann myndi pottþétt vera mikið í honum. *Föt og fylgihlutir Það er ekki seinna vænna að huga að sundfatnaði fyrir vorið nú þegar sól fer að hækka á lofti »40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.