Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013
Heilsa og hreyfing
Blanda þessi er borin í hárið að kvöldi dags
og núið svo um það að hár og hörund verði
þvalt af olíunni. Þjett kollhetta er bundin yfir
hárið og varast að koma of nærri ljósi eða
eldi. Að morgni er kollhettan tekin af og hárið
þvegið úr heitu vatni og sápu.
Venjulega drepst öll lús og nit, en gera má
ráð fyrir að eitthvað hafi þó undan sloppið.
Þess vegna er borið aftur í hárið á sama hátt
eftir vikutíma, og bregst þá sjaldan að alt sje
dautt. Karlmenn ættu að klippa hárið snöggt
áður en borið er í það, en ungir piltar ættu
ætíð að vera snoðklipptir.
Öllu þrifalegra og þægilegra er „kúprex“
lyf, sem getið er um síðar. Það er lyktarlaust.“
Lokaorðin í greininni eru áskorun til ís-
lensku þjóðarinnar að útrýma lúsinni: „Land-
hreinsun væri það, ef vjer gætum útrýmt allri
lús úr landinu. Engin þjóð í heimi hefir unnið
það afreksverk. Svo ríkt er sinnuleysið og
gamall vani.
Ef vjer vildum, gætum vjer útrýmt lúsinni á
einum mánuði, svo hún væri hvergi til. Á einu
ári væri það hægðarleikur. Húsmæður vorar
og kvenfjelög hafa hjer þarft verk að vinna.
Vilt þú styðja gott mál og hjálpa til? Undir
þjer er það komið, hvort þetta tekst.“
HÖFUÐLÚSIN HRELLIR
Lýs
og
menn
HÖFUÐLÚSIN HEFUR FYLGT
MANNINUM FRÁ ÖRÓFI ALDA.
BARÁTTAN VIÐ HANA STENDUR
ENN YFIR OG HEFUR ÝMSUM
BRÖGÐUM VERIÐ BEITT.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Samkvæmt þessu gæti mikil notkun tölvu-
leikja í litlum snjallsímum og spjaldtölvum
verið vinur lúsarinnar.
Lúsin hefur lengi verið áhyggjuefni lands-
manna eins og sjá má í grein í Morgunblaðinu
frá 5. mars 1925. Þar eru gefin góð ráð um
hvernig eigi að losna við lúsina.
Steinolía til bjargar
„Með daglegri kembingu á hárinu og góðum
kambi má á nokkrum tíma útrýma lúsinni. Þó
gengur þetta fljótar með lyfjum. Tveimur
hlutum af steinolíu er blandað saman við einn
hluta af bómolíu eða skilvinduolíu.
A
llir geta fengið lús og lúsasmit er
ekki merki um óþrifnað en lúsa-
faraldur virðist koma upp á hverju
ári. Eins og fram kemur á vef
Heilsugæslunnar smitast lúsin nær eingöngu
við beina snertingu. „Það er sáralítil hætta á
að smitast af umhverfinu en það er möguleiki
að smitast af greiðum/burstum og höfuðfötum.
Lús sem dottið hefur úr höfði verður fljótt
löskuð og veikburða.“
Dr. Guðjón Magnússon skrifaði greinina
„Höfuðverkur á hverju hausti?“ í tímaritið
Heilbrigðismál árið 1983. Þar kemur meðal
annars fram að höfuðlús hafi fylgt manninum
frá örófi alda en það sjáist meðal annars á því
að lús finnist á steingerðum líkamsleifum
manna í Ameríku, Asíu og Afríku. Þar segir
líka: „Baráttan gegn lúsinni virðist lengi vel
hafa verið í lágmarki. Þannig segir í Íslensk-
um þjóðháttum séra Jónasar Jónassonar
(1856-1918) að flær og lýs hafi verið algengir
gestir á flestum bæjum og „virtist svo sem
sumir væru á því að þær væru heldur til holl-
ustu og heilsubótar, drægju illa vessa út úr
líkamanum. Sumir héldu að ekki væri hættu-
laust að eyða lúsinni, heilsunnar vegna. Var
almennt álitið að hún sprytti innan úr holdi
manns og væri því ekki til neins að ætla sér
að eyða henni útvortis. Þó vildu flestir heldur
vera lausir við þessa gesti sem von var.“ Á
meginlandi Evrópu mun heldra fólk á
sautjándu og átjándu öld hafa gripið til þess
ráðs, til að losna við höfuðlús, að krúnuraka
sig og nota hárkollu.“
Tölvuleikir ýta undir lúsafaraldur
Í grein í Tímanum frá 1984 er vísað í tímarit-
ið Ingeniøren þar sem segir að vinsældir
tölvuspila ýti undir lúsafaraldurinn:
„En mesti vandinn stafar af því hvað tölvu-
spilin eru lítil. Yfirleitt sitja börnin saman tvö
og tvö með höfuðin þétt saman til þess að
geta betur séð á spilið. Og þar með rann upp
gullöld fyrir höfuðlúsina.“
Tímaritið mælir með því að öll börn sem
spili tölvuspil verði aflúsuð vikulega.
Lúsin kann best við
sig í hnakka, á hvirfli
og aftan við eyru.
* Landhreinsun væriþað, ef vjer gætumútrýmt allri lús úr land-
inu. Engin þjóð í heimi
hefir unnið það afreks-
verk. Svo ríkt er sinnu-
leysið og gamall vani.
Á vef Heilsugæslunnar, sem er
www.heilsugaeslan.is, eru gefin góð ráð
um hvernig eigi að leita að lús og losna
við hana.
Leitin að lúsinni
„Leitið að lús hjá
barni ykkar og öðru
heimilisfólki reglu-
lega samkvæmt eft-
irfarandi leiðbein-
ingum:
Skoðið hárið vel
undir sterku ljósi,
lúsin kann best við sig í hnakka, á hvirfli
og aftan við eyru.
Eggin/nitin eru eins og litlir hnúðar á
hárinu. Nitin er oft ljós, dökk eða silf-
urlit (tóm). Lúsin límir þau föst, þess
vegna strjúkast þau ekki auðveldlega af
hárinu.
Það er tiltölulega auðvelt að sjá full-
vaxna lús, hún er 2-3 mm að lengd, oft
grá, dökk eða ljósbrún. Hins vegar get-
ur verið mjög erfitt að finna þær lýs sem
eru nýkomar úr eggjunum, þær eru
pínulitlar og hálfgegnsæjar.“
Kembing
„Notið sér-
staka lús-
akamba sem
fást í lyfjaversl-
unum. Til eru
mismunandi
tegundir af
kömbum, t.d.
sérstakir fyrir þykkt og sítt hár.
Greiðið í gegnum hárið.
Setjið hárnæringu í þurrt hárið (Land-
læknir segir blautt hár) og dreifið henni
vel um hárið.
Byrjið að kemba með kambinum við
hársvörðinn og kembið vel út í hár-
endana, gerið þetta yfir hvítu blaði,
spegli eða vaski með vatni.
Sé hárið sítt eða þykkt er betra að
skipta hárinu upp og kemba hvert svæði
fyrir sig.
Eftir hverja kembingu í gegnum hárið,
er rétt að strjúka af kambinum með
eldhúspappír til að tryggja að lús eða nit
verði ekki eftir í kambinum.“
Ef lús er til
staðar
„Ef lús finnst í
hári þarfnast
það meðhöndl-
unar með sér-
stöku lús-
ameðali sem
fæst án lyfseðils í lyfjaverslunum.
Tilkynnið lúsasmitið til skólans.
Leitið að lús hjá öllum í fjölskyldunni,
meðhöndlið aðeins þá sem eru með lús.
Fylgið leiðbeiningum um meðhöndlun
nákvæmlega.
Endurtakið alltaf meðferðina með
lúsameðalinu eftir 8 daga eða sam-
kvæmt leiðbeiningum.
Ráðlagt er að kemba alla í fjölskyld-
unni daginn eftir meðferð (á 1. degi) til
að athuga hvort meðferð hafi tekist. Ef
lús finnst þarf að endurtaka meðferð
strax. Kemba þarf á fjögurra daga fresti
næstu 2 vikur.“
Þarf ekki að þrífa heimili
sérstaklega
„Ekki er nauðsynlegt að þrífa heimili
eða fatnað sérstaklega. Ráðlegt er að
meðhöndla bursta, greiður, kamba, hár-
skraut og húfur vegna möguleika á
smiti.
Hella skal sjóðandi vatni yfir og láta
liggja í bleyti í 10-15 mín. eða frysta í 4-6
klst.“
Hvað er til ráða?
Á vef Lifandi markaðar er bent á náttúrulega leið til að losna við lúsina án eitur-
efna. Það sem til þarf er: Eplaedik, kókosolía, lyktarlaust sjampó, tea tree-
kjarnaolía og sem fyrr lúsakambur.
Aðferð:
Skolið hárið með eplaediki og látið þorna í hárinu.
Setjið kókosolíu í hár og hársvörð, passið að hún þeki allt hárið. Setjið sturtu-
hettu, sundhettu eða eitthvað álíka yfir hárið og skiljið eftir í nokkrar klukku-
stundir, jafnvel heilan dag.
Notið lúsakamb til að greiða vel í gegnum hárið.
Þvoið hárið með lyktarlausu sjampói en setjið nokkra dropa af tea tree-olíu út í
og nuddið vel í hársvörðinn.
Endurtakið meðferðina eftir þörfum.
UPPSKRIFT ÁN EITUREFNA
Náttúruleg leið til að losna við lúsina