Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.02.2013, Page 40
SUNDBOLATÍSKAN ÁRIÐ 2013 SUNDBOLIRNIR Í ÁR ERU MJÖG SVO SVIPAÐIR ÞEIM SEM ELLE MACPHERSON OG CINDY CRAWFORD FRUM- SÝNDU Á ÁRUNUM 1985-1990. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is S undfatatískan í ár er aldrei þessu vant ekki í anda þeirra sem gyðj- ur sjöunda áratugarins og þess sjötta skörtuðu. Svo hefur verið und- anfarin ár og því má telja til tíðinda að Marilyn Monroe skuli ekki svífa yfir vötnum heldur ofurfyrirsætur sem voru á hátindi ferilsins fyrir 25-30 árum; Elle Macpherson og Cindy Crawford svo einhverjar séu nefndar. Framundan er hækkandi sól og hlýrra veður og ekki úr vegi að fara að huga að því hvernig maður ætlar að vera til fara í Laugardalslauginni. Það er greinilega leyfilegt að vera í gulum og skærgrænum bolum, í sniðum sem hafa ekki sést í lengri tíma og jafnvel með rokkaraleg mynstur í anda White Snake. * Ítalski hönn-uðurinn Rocco Ba- rocco á sundbol í ár sem svipar um margt til margra sem dúkkuðu upp á 9. áratugnum en þó má ekki gleyma þeim sem Claudine Auger klæddist í Bond-myndinni Thunderball árið 1965. Svarti bol- urinn með breiðu hlýrunum var frum- sýndur á Mercedes Benz-tískusýning- unni á Miami. Aftur til ársins 1985 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.2. 2013 Föt og fylgihlutir Marc Jacobs er einn af áhrifamestu hönn- uðunum sem eru starfandi í dag. Sýninga hans á tískuvikunni í New York er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu. Hann er með tvær á þessari tískuviku, Marc Jacobs og Marc by Marc Jacobs, og það er síðarnefnda línan sem er til umfjöllunar hér. Meðfylgjandi myndir eru allar frá sýningunni á haust- og vetrarfatnaðinum 2013-14. Marc by Marc Jacobs-línan er venjulega ungæðislegri en hin en að þessu sinni var yfirbragðið ekki svo unglegt. Yfirbragðið einkenndist frekar af fágun og glysi. Áhrifin sótti hann til áttunda áratugarins, áratugar sem hann virðist halda mjög upp á. Litirnir voru djúpir og mynsturföt áberandi. ingarun@mbl.is TÍSKUVIKAN Í NEW YORK Djúpir litir og mynstur Litirnir voru djúpir og tösk- urnar harðar og stórar. Það er flott að vera í sama mynstrinu frá toppi til táar. Það er gott að eiga góðan pels til að klæðast yfir efnislítinn kjól. Fyrirsæturnar voru allar saman með mjög áber- andi varalit og stórt og mikið hár. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.